Morgunblaðið - 07.02.1997, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 07.02.1997, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1997 49 IDAG BRIPS llmsjón Uuómundur Páll Arnarsnn FRAKKARNIR Alan Levy og Hervé Mouiel léku við hvem sinn fingur á ólympíu- mótinu á Ródos. Þeir spiluðu mest í franska liðinu, en á þeim sáust engin þreytu- merki á síðasta degi móts- ins. Hér er spil frá úrslita- leiknum gegn Indónesíu, þar sem þeir fundu fallega vöm gegn tveimur hjörtum: Austur gefur; enginn á hættu. Norður ♦ Á32 V Á8 ♦ DG97 ♦ K964 Vestur ♦ K1075 V DG ♦ Á542 ♦ G32 Austur ♦ G984 V K953 ♦ K63 ♦ 87 Suður ♦ D6 V 107642 ♦ 108 ♦ ÁD105 Vestur Norður Austur Suður Pass Pass Pass 1 tígull Pass 1 hjarta Pass 2 hjörtu Pass Pass Levy kom út með lauf- tvist, þriðja eða fímmta hæsta. Sagnhafi tók slaginn heima og spilaði strax hjarta- ás og meira hjarta, sem Levy fékk á drottningu. Mouiel hafði fylgt lit með þristi og fímmu, sem gaf til kynna styrk í tígli, en ekki spaða. Levy skipti þá yfír í lágan tígul upp á kóng austurs og Mouiel sendi spaða til baka. Sagnhafi reyndi drottning- una, en drap svo kóng vest- urs með ás. Og spilaði tígli á tíuna og ás vesturs. Nú kom spaði upp á gosa aust- urs, sem átti út í þessari stöðu: Norður ♦ 3 y - ♦ G9 ♦ K96 Vestur Austur ♦ 107 ♦ 98 V - ♦ 54 II y K9 ♦ 6 * G3 ♦ 7 Suður ♦ - V 1076 ♦ - ♦ ÁD5 Það lítur út fyrir að ekki skipti máli hveiju austur spil- ar í þessari stöðu, en svo er alls ekki. Ef hann spilar spaða, trompar sagnhafi, fer inn á blindan á lauf og spilar frítíglum. Þannig nær hann trompbragði á austur. Hið sama gerist ef austur spilar tígli. Þá stingur sagnhafí spaða, fer inn á laufkóng og spilar tígli. Mouiel sá þetta fyrir og rauf samganginn fyrir trompbragðið með því að spila laufí. Þannig tryggði hann sér tvo slagi á tromp. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um af- mæli, brúðkaup, ættarmót o.fl. lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Sam- þykki afmælisbams þarf að fylgja afmælis- tilkynningum og eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringft í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329 eða sent á netfangið: gusta@mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Dagbók Morgunblaðsins, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Arnað heilla IT/\ÁRA afmæli. Sjö- I V/tugur er í dag, föstu- daginn 7. febrúar Stefán Ágústsson, loftskeyta- maður. Eiginkona hans er Lilja Bjarnadóttir. Þau hjónin verða að heiman í dag. /?/AARA afmæli. Sunnu- Ovrdaginn 9. febiúar, verður sextug Guðrún Ásta Bjömsdóttir, Hólagötu 47, Njarðvik. Maður hennar er Hreinn Oskarsson. Hún tek- ur á móti gestum í safnaðar- heimili Innri-Njarðvíkur- kirkju, á morgun, laugardag- inn 8. febrúar, eftir kl. 17.30. /?/AÁRA afmæli. í dag, O V/föstudaginn 7. febr- úar, er sextug Kristín Kristinsdóttir, Ennis- braut 27, Ólafsvík. Krist- ín og eiginmaður hennar Kristófer Guðmundsson taka á móti vinum og vandamönnum á morgun, laugardaginn 8. febrúar, í Dalatanga 4, Mosfellsbæ, milli kl. 18 og 20. /?/\ARA afmæli. Sextug- OV/ur er í dag, föstudaginn 7. febrúar Friðrik Theodórs- son, fnimkvæmdastjóri, Haðarlandi 7, Reykjavík. Hann mun halda upp á af- mælisdaginn í Florída, Banda- ríkjunum, ásamt eiginkonu sinni Eddu Eiríksdóttur. Þau hjónin dvelja á: Mark Adams Hotel, Orlando. Sími: (407)859-1500. Bréfsími: (407)855-1585. pT/"|ARA afmæli. í dag, t/ V/fóstudaginn 7. febrúar, er fimmtugur Helgi Jósefs- son (Vápni), aðstoðarskóla- stjóruandi, Tungusíðu 10, Akureyri. Eiginkona hans er Ambjörg Pálsdóttir, banka- starfsmaður. Þau taka á móti vinum og velunnurum á morgun, laugardaginn 8. febrúar kl. 16 og fram eftir kvöldi á heimili sínu, Tungu- síðu 10, Akureyri. Með Helga á myndinni er dóttursonur hans Gabríel Sólon. p? /AÁRA afmæli. í dag, e/Oföstudaginn 7. febr- úar, er fímmtugur Ragnar Ó. Steinarsson, tannlækn- ir, Ánalandi 8, Reylgavík. Eiginkona hans er Emilia M. Sigmarsdóttir. Þau hjónin eru stödd á Spáni. HÖGNIHREKKVISI STJÖRNUSPA VATNSBERI Afmælisbarn dagsins: Þú ert hæfileikaríkur og hefur gott innsæi. þeéta er uppahaidsstabur 'Brjáíubu 7i/w!n Hrútur [21. mars - 19. apríl) E>ér bjóðast nýir möguleikar á vinnustaðnum og þú býrð yfír góðum hugmyndum. Gríptu tækifærin. Naut (20. apríl - 20. maí) Þú ættir að skipuleggjr. sér- staka ferð eða einhveija upp- lyftingu. Sumir þeirra sem þú umgengst hættir ti! að ýkja. Tvíburar (21.maí-20.júní) Þér hættir til að sólunda peningum þínum því þú hef- ur dýran smekk. Finndu þér aðra afþreyingu en verslun- arferðir. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Mundu að þú getur ekki ver- ið einráður. Hlustaðu á það sem aðrir segja og ættingi þinn þarf á umhyggju að halda. Ljón (23. júlí — 22. ágúst) kfá Það er möguleiki að þú takir skakkan pól í hæðina í pen- ingamálum. Gættu þín að týna ekki einhveiju sem er þér dýrmætt. Samkvæmislíf- ið er gott í kvöld. Meyja (23. ágúst - 22. september) Það letur vinnuafköstin að vera með hugann annars staðar. Útgeislun þín hjálpar þér á framabrautinni. Vog (23. sept. - 22. október) Sjálfsagi þinn er til fyrir- myndar og þú sýnir eigið frumkvæði í vinnunni. Njóttu kvöldsins meðal vina. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) ®Kj0 Þér gengur allt í haginn bæði i einkalífi og starfí. Þú átt frumkvæðið í að skipu- leggja skemmtilegheit og ný tækifæri bíða þín í vinnunni. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) Þú ættir að hugsa þig tvisvar um áður en þú fellur fyrir tilboði sem þér hefur verið gert. Það er óvíst að þú sjáir hlutina í réttu ljósi eins og er. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Það er nauðsynlegt að fólk sé heiðarlegt og opinskátt hvað við annað. Þögn getur leitt til misskilnings. Vatnsberi (20.janúar-18. febrúar) Það gæti eitthvað komið upp á hjá þér fyrri part dags og þú ættir að bregða þér út. Það gæti orðið þér kærkomin tilbreyting. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) 2* Þú átt í deilum við ættingja. Engu að síður er dagurinn heppilegur til þess að bjóða vinum heim. Farðu varlega í fjármálum. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staðreynda. m INNLENT Jafnréttisdagar Stúdentaráðs JAFNRÉTTISDAGAR eru nú haldnir annað sinn á vegum Stúdentaráðs HÍ og eru allir velkomnir á fundina. [ fyrra kölluðust þeir Kynlegir dagar og stóðu í fimm daga í röð. Núna eru jafnréttisdagar tveir og er seinni dagurinn í dag. Hér eftir munu slík- ar fundaraðir verða haldnar á hveiju ári á vegum Stúdentaráðs. Jafnréttismái eru nokkuð ný af nálinni á vettvangi Stúdentaráðs. Embætti kvenfulltrúa var stofnað 1994 og er þriðji fulltrúinn að störf- um núna. Einnig var sérstök jafnrétt- isnefnd stofnuð síðastliðið haust. Fyrir rúmu ári fékk Stúdentaráð jafnréttisverðlaun Jafnréttisráðs m.a. vegna hins nýstofnaða embætt- is kvenfulltrúa. Fulltrúamir hafa séð um að koma á framfæri ýmsum stað- reyndum um jafnréttismál, sérstak- lega innan Háskólans og sjá um mál sem snerta háskólasamfélagið. Efni fundanna á Jafnréttisdögum er þó ekki einskorðað við háskólasamfé- lagið. Líkt og áður sagði er markmið- ið með fundunum (Jafnréttisdögum) að halda uppi umræðu um mál sem snerta ólíka stöðu kynjanna og þá helst verri siöðu kvenna, segir í fréttatilkynningu. Fundurinn í hádeginu í dag verð- ur haldinn í stofu 201 í Odda og fjallar hann um afbrotahneigð karla og kvenna. Fyrirlesarar eru Helgi Gunnlaugsson, lektor í félagsfræði, Ragnheiður Davíðsdóttir,_ forvarna- fulltrúi, og Hildigunnur ðlafsdóttir, afbrotafræðingur. Fundurinn hefst kl. 12. Kvöldfundurinn hefst kl. 20.30 á Astró í Austurstræti og er umræðuefnið Kynþokki: Fjötrar eða frami? Framsögu hafa: Jónína Leós- dóttir, blaðakona, Hallur Helgason, dagskrárstjóri, Elsa B. Valsdóttir, formaður Heimdallar, og Þorsteinn J. Vilhjálmsson, dagskrárgerðar- maður. Utsölumarkaður Borgartúni 20 7*_I9 . febrúar Opið alla dagana einnig sunnudaga kl. ia-18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.