Morgunblaðið - 07.02.1997, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 07.02.1997, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Karlar hreppa milljónir konur fá smáaura JAFNRÉTTISBAR- ÁTTA kynjanna hefur staðið lengi og virðist enn eiga framtíð fyrir sér. Kvenréttindafélag íslands varð nírætt á dögunum og það er auðvitað enginn aldur ,í ellefu hundruð ára sögu þjóðar. Um svip- að leyti og Kvenrétt- indafélagið var stofn- að hóf nútíminn skrykkjótta innreið sína á íslandi. 1915 fengu konur kosningarétt. 1970 fæddist Rauð- sokkahreyfingin. 1975 tóku konur sér víðfrægt „frí“. 1980 var Vig- dís kosin forseti fyrst kvenna í heiminum í lýðræðislegum kosn- ingum. Sama ár var samningur Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gegn konum undirritaður fyrir íslands hönd. 1983 voru stofnuð Samtök um kvennalista. 1991 setti þjóðin sér Steinunn Jóhannesdóttir jafnréttislög. 1997 setti Vala Flosadóttir heimsmet í stangar- stökki unglinga. 25 milljóna munur í landinu er fyrir annar glæsilegur stangarstökkvari, tug- þrautarmaðurinn fal- legi Jón Arnar Magn- ússon. Stökkkraftur Jóns Arnars er heldur meiri en Völu, þó ekki heimsmet karia. En karl er hann, Vala er kona. Sá munur gerir tæpar 25 milljónir umreiknaður í íslensk- ar krónur. Um svipað leyti og Vala bætti heimsmetið tók íþrótta- hreyfingin sig saman við Sauðár- krók, heimabæ Jóns Arnars og fleiri aðila, um að veita íþróttahetj- unni 25 milljón króna styrk fram að næstu Ólympíuleikum. Sydney 2000. Lítið hefur frést af styrk til Völu, en í smáklausu í Morgun- blaðinu 30. janúar kvartar þjálfari hennar yfir áhugaleysi forystu íþróttahreyfingarinnar fyrir ár- HAPPDRÆTTI Vinningaskrá 37. útdráttur 6. febrúar 1997 íbúðarvinningur Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 34013 Kr. 100.000 Ferðavinningar 49014 54207 66801 77979 | Kr. 50.000 Ferðavinningar 12108 20891 25422 30025 39168 49584 17522 24889 28895 39147 43356 51091 Húsbúnaðarvinningar Kr. 10.000 Kr. 20.1 )00 (tvöfaldur) 56 14430 25388 34677 44530 50922 62124 72410 169 14584 25595 34832 44539 51060 62285 72730 446 14926 25806 34869 45029 51392 62541 72756 573 16038 25939 35003 45033 51988 63277 72803 1596 16628 26034 35327 45228 53462 63284 73022 1928 16757 27186 35923 46176 54852 64333 73722 2516 16860 27332 36158 46387 55007 64615 73848 3139 16985 28588 36235 46464 55303 64668 74089 4279 17303 28649 36273 46603 55451 64931 74187 4369 17305 28829 36695 46786 55539 65400 74408 4693 17427 28860 37276 46843 55716 65731 74699 5220 17686 29667 37495 46925 55729 66080 74852 5292 17956 29784 38087 47360 55878 66238 74871 5782 18247 30321 38311 47416 56247 67836 75469 6036 19539 30712 38559 47438 56590 68041 76747 6104 19860 30815 38974 47584 56613 68091 76866 6194 20151 31087 40337 47875 56963 68557 77125 6691 20332 31113 40478 47951 57247 68678 77142 6880 20877 31242 40674 48026 57517 68862 77177 6934 21040 31345 40685 48326 57727 69123 77367 7893 21520 31884 40886 48361 57828 69241 77644 8049 22126 32315 41244 48571 57975 69759 77810 8604 22498 32613 41593 48675 58024 69852 77890 10458 22501 32762 41764 48771 58043 70410 78441 10944 22522 32777 41854 48877 59831 70726 78634 11036 22934 32898 42717 49177 60091 71042 79010 12912 23456 33141 43212 49853 60574 71063 79331 13046 24110 33142 43286 50133 60857 71524 79744 13969 24346 33625 43803 50414 60982 71655 14037 24779 33885 44297 50518 61851 71897 Heimasíöa á Interneti: Http//www.itn.is/das/ angri hennar og framförum. 31. jan svarar forysta Frjálsíþrótta- sambandsins og lýsir undrun sinni á þessum ummælum og greinir frá greiðslum til Völu úr Afreks- mannasjóði, 50 þúsundum á mán- uði. 89,7 milljóna munur Á dögunum var 90 milljónum króna úthlutað til íslenskrar kvik- myndagerðar. Það er hæsta upp- hæð sem veitt hefur verið í þennan málaflokk, sem er afar þýðingar- mikill fyrir íslenska menningu, Stjórn Kvikmyndasjóðs o g forysta íþróttahreyf- ingarinnar, segir Stein- unn Jóhannesdóttir, gera sig sekar um að starfa í anda misréttis. tunguna, sjálfstæðið og allt það. í hópi kvikmyndagerðarmanna eru nokkrar konur sem tala og skrifa íslensku og hafa gert athyglisverð- ar kvikmyndir, þótt engin þeirra teljist heimsmeistari enn. Friðrik Þór er þungaviktarmaðurinn í ís- lenskri kvikmyndagerð. Mestur hluti styrktarfjárins rennur því til kvikmynda sem gerðar verða af hans fyrirtæki eða í umsjá h_ans. (Myndir Ara Kristinssonar og Ósk- ars Jónassonar.) Afganginn af 90 milljónunum fá aðrir strákar ef frá er talinn handritsstyrkur til Hrann- ar Kristinsdóttur 300 þúsund krón- ur. Vilyrði fyrir styrkúthlutunum næsta árs, sem bindur samanlagt 64,7 milljónir, fá svo Friðrik Þór sjálfur og Hrafn Gunnlaugsson. Harður bransi Keppnisíþróttir og kvikmynda- gerð eru harður bransi. í nútíma- samfélagi eru bæði kynin skráð til þátttöku þótt skilyrðin séu þeim greinilega mishagstæð. íþróttir snúast að verulegu leyti um það að menn neyti aflsmunar, þó eftir ströngum reglum, áhorfendum til skemmtunar. Augljós munur á lík- amsburðum kynjanna ræður þvi að konur keppa yfirleitt ekki beint við karla, en óbeint gera þær það þegar um er að ræða fjármuni og hylli áhorfenda. Kvikmyndum er sömuleiðis ætlað að vera áhorfend- um til skemmtunar og afþreying- ar, en einnig til fróðleiks og með því móti að vekja þá til umhugsun- ar um líf sitt og sögu, hlæja yfir því eða gráta ef ekki að öskra eins og siður er á íþróttakappleikjum. Við gerð kvikmynda á samkeppnis- markaði neyta menn aflsmunar með öðrum hætti, þar skipta and- legir burðir meginmáli, kunnátta og leikni eru metnar til fjár og frama. Þar að auki er innihaldið mikilvægt. Það skiptir máli hvaða sögur eru sagðar. I kvikmyndagerð keppa konur við karla á sama velli. Þ.e.a.s. sé þeim yfirleitt hleypt inná. „Réttur“ hins sterka Við búum í þjóðfélagi þar sem „réttur“ hins sterka ræður miklu. Það er arfur úr frumskóginum og hefur sína kosti, alveg eins og „fijáls" samkeppni sem hreyfiafl í samfélaginu. En „fijáls" sam- keppni hefur tilhneigingu til þess að vera ekki frjáls nema afar stutt í einu og jafnskjótt og einhver aðili er orðinn svo fjársterkur eða voldugur á sínu sviði að hann kemst í einokunaraðstöðu koma gallarnir í ljós. Yfirburðastaðan skapar forskot sem gerir öllum öðrum ókleift að keppa við hann á jafnréttisgrundvelli. Samkeppnis- skilyrðin verða óréttlát. í íþróttum sést þetta svo vel. Hundrað metra hlaupararnir byija allir á sömu sekúndu. Þar líðst ekki að einn sé kominn 50 metra þegar hinir byija. Fótboltalið sem hreppir meistara- titil í ár gengur ekki að honum vísum næsta ár. Það þarf að beij- ast fyrir honum alveg upp á nýtt. í íþróttum er alltaf verið að byija upp á nýtt. Þar er það mjög skýrt afmarkað hveijir fá að keppa við hveija. Það fer eftir aldri, kyni, þyngd og öðru auðmælanlegu. I öðrum greinum mannlífsins er ekki hægt að vega og meta manneskjur með jafneinföldum hætti. Þess vegna hafa öll siðuð samfélög sett sér lög um samskipti manna, versl- un þeirra og viðskipti og ákveðið umferðar- og samkeppnisreglurnar á hveiju sviði. Skattpeningum er varið til þess að jafna skilyrðin. Flest þjóðfélög leita að einhvers konar réttlæti, lýðræðisþjóðfélög leggja áherslu á að hver einstakl- ingur fái að njóta sín. Konur og karlar. Konur fá smáaura Samningurinn um afnám allrar mismununar gegn konum og lög um jafnrétti kynjanna eru sett til þess að rétta við og veija hags- muni kvenna og setja skorður við árþúsunda drottnun og yfirráðum karlkynsins í krafti aflsmunar. Þeim er ætlað að breyta skilyrðun- um, frelsa konur úr fjötrum fortíð- ar og bæta samkeppnisstöðu þeirra á „heilögum markaði“ nútímans. Nútíma þar sem konur gera kvik- myndir og konur stökkva á stöng. Stjórn Kvikmyndasjóðs starfar samkvæmt lögum og hefur áreiðanlega unnið vanþakklátt starf sitt af kostgæfni og átt fullt í fangi með að gera upp á milli „föstu“ kúnnanna með forskotið. Forystumenn í íþróttahreyfingunni leggja oft á sig mikið og fórnfúst starf. Það breytir ekki því að báð- ir aðilar gera sig seka um að starfa í anda misréttis aldanna. Með út- hlutun sinni af almannafé sýnir stjórn Kvikmyndasjóðs að hún líti svo á að samningurinn um afnám allrar mismununar gegn konum komi kvikmyndagerð ekki við. Karlmenn munu áfram verða nær einir um að segja okkur sínar sög- ur með sínum hætti. Með ofurá- herslu á mikilvægi þess að koma Jóni Arnari Magnússyni (sem sannarlega er frábær) til Sydney en skeyta miður um Völu Flosa- dóttur (er hún ekki frábær!) og aðrar stórgóðar og stórefnilegar íþróttakonur, m.a. í hlaupum og sundi, sýnir íþróttaforystan að hún lætur sér anda jafnréttislaganna í léttu rúmi liggja. Það er einsýni, forpokun og gróf mismunun kynjanna að ausa millj- ónum í strákana en telja smáaura í stelpurnar. Þvi hljóta konur að mótmæla. Höfundur er rithöfundur. Bjóða upp á 80 mismunandi endurmenntunarnámskeið Búnaðarskólarnir á Hólum, Hvanneyri og Reykjum VIÐ Bændaskól- anna á Hvanneyri, Bændaskólann á Hól- um og Garðyrkjuskóla ríkisins, Reykjum í Ölfusi hefur á undan- förnum árum verið rekið umfangsmikið starf á sviði endur- og símenntunar. Á vorönn 1997 verða í boði 80 mismunandi námskeið í þessum skólum, sem segir best um hversu öflugt námskeiðahaldið er. Dæmi um námskeið eru hrossahársvinna, Magnús Hlynur Hreiðarsson fóðuröflun, loðdýrarækt, tamning fjárhunda, bændaskógrækt og landgræðsla og skógrækt á rýru landi. Öll námskeiðin verða kynnt í sérstökum fjórblöðungi sem fylg- ir Bændablaðinu.sem kemur út í byijun febrúar. Nánari upplýs- ingar eru einnig gefnar af endur- menntunarstjórum skólann. Starf- semi búnaðarskólanna á sviði end- urmenntunarmála felst einkum í öflugu námskeiðahaldi en þeim er m.a. ætlað að styrkja þátttakendur á einstökum sviðum búskapar og annarra atvinnu í sveitum. Þessi starfsemi skapar lika mikilvæg tengsl milli viðkom- andi skóla, bænda og annarra aðila sem að námskeiðunum koma. Efni námskeiðanna er fjölbreytt og einkum ætlað fólki í dreifbýli. Mörg þeirra eru haldin í samvinnu við aðrar stofnanir. Vakin er sérstök athygli á því að þátttakendur á námskeiðum ætluðum bændum njóta fjár- hagslegs stuðnings Framleiðnisjóðs land- búnaðarins, sem tekur þátt í að greiða kostn- að við kennslu og ferðir. Þátttak- endur greiða sjálfir kennslugjald, fæði og gistingu. Fjöldi þátttak- enda á námskeiðum búnaðarskól- anna síðustu ár hefur farið stöð- ugt vaxandi enda er mikilvægt fyrir einstaklinginn að hann fylg- ist með nýjungum og geti tileinkað sér þær eftir þörfum í okkar sí- breytilega samfélagi. Það er því brýn ástæða til að hvetja alla þá sem starfa að landbúnaði á einn eða annan hátt að sækja end- urmenntunarnámskeið búnaðar- skólanna og ná sér þannig í hag- nýta þekkingu sem nýtist bæði í leik og starfi. Námskeiðin sem haldin eru við Garðyrkjuskóla rík- isins á sviði skógræktar- og land- græðslufræðslu eru haldin í sam- vinnu við Landgræðslu ríkisins og Skógrækt ríkisins samkvæmt þar til gerðum samstarfssamningi. Lögð verður sérstök áherslu á Starfsemin skapar mik- ilvægtengsl, segir Magnús Hlynur Hreið- arsson, milli viðkom- andi skóla, bænda og annarra hlutaðeigandi. skógræktarnámskeið á Suðurlandi vegna hugsanlegs átaks í skóg- rækt í kjördæminu í tengslum við Suðurlandsskóga. Einnig verður boðið upp á skógræktarnámskeið á Austurlandi og Vesturlandi og önnur áhugaverð námskeið víða um landið á sviði Landgræðslu- og skógræktar. Höfundur er endurmenntunarsljórí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.