Morgunblaðið - 07.02.1997, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.02.1997, Blaðsíða 23
■ MORG UNBLAÐIÐ ERLENT LISTBR FÖSTUDAGUR 7. FEBRUAR 1997 Reuter Netanyahu syrgir hermann Myrkir músíkdagar framundan BENJAMIN Netanyahu, for- sætisráðherra Israels (t.v.), og eiginkona hans, Sara, voru í gær viðstödd útför eins af ísraelsku hermönnunum 73, sem fórust þegar tvær þyrlur rákust á í vondu veðri við líbönsku landa- mærin á þriðjudag. Hermaður- inn hét Yonatan (Yoni) Amadi og var skírður eftir bróður for- sætisráðherrans, Yonathan (Yoni) Netanyahu, eina ísraelska hermanninum sem beið bana þegar Israelsher bjargaði gíslum eftir flugrán í Entebbe í Uganda árið 1976. Hermaðurinn fæddist nokkrum dögum eftir björgunar- aðgerðina. A myndinni er ör- yggisvörður við hlið forsætisráð- herrahjónanna. Sérfræðingar í Israel sögðu í gær að hugsanlega yrði það aldr- ei upplýst að fullu hvað olli slys- inu þar sem engin flugriti hefði verið í þyrlunum og enginn bjargast. Nefnd, sem hefur verið skipuð til að rannsaka slysið, hefur aðallega beint sjónum sín- um að þeim möguleika að mann- leg mistök hafi valdið slysinu. TÓNLISTARHÁTÍÐIN Myrkir mús- íkdagar ’97 hefst í dag með tónleik- um Blásarakvintetts Reykjavíkur í Norræna húsinu kl. 20. Ásamt blás- arakvintettinum koma fram Guðrún Óskarsdóttir semballeikari og Steef van Oosterhaut slagverksleikari. Frumflutt verða verk eftir Finn Torfa Stefánsson og Hafliða Hallgrímsson og einnig verða flutt verk eftir Jónas Tómasson, Karólínu Eiríksdóttur og Atla Heimi Sveinsson. Árni Harðarson, formaður Tón- skáldafélags íslands og forsvarsmað- ur hátíðarinnar, sagði í samtali við Morgunblaðið að áhersla yrði lögð á ný íslensk verk á hátíðinni. „Við reynum að halda í þá hefð að flytja íslensk verk á hátíðinni og einnig að fá til okkar erlenda gesti til að flytja okkur samtímatónlist, erlenda og innlenda. í ár fáum við afar góða gesti sem eru Stockholms Saxophone Quartet sem er einn sá besti í Evr- ópu ef ekki sá besti og svo kemur Harry Sparnaay, bassaklarínettleik- ari. í þetta skipti er einnig lögð tölu- verð áhersla á blásturshljóðfæri og mætti kannski segja að blásturinn sé rauði þráðurinn á hátíðinni." Á hátíðinni verða alls átta tónleik- ar. Á morgun, laugardag verða tón- leikar í Listasafni Islands kl. 18 þar sem fram koma Harry Sparnaay, bassaklarínett, og Hamrahlíðarkór- inn undir stjórn Þorgerðar Ingólfs- dóttur. Á tónleikunum verður meðal annars frumflutt nýstárlegt verk eft- ir Atla Heimi Sveinsson. Þriðjudaginn, 11. febrúar verða aftur tónleikar í Listasafni íslands kl. 20 en þá leikur Caput hópurinn undir stjóm Guðmundar Óla Gunn- arssonar. Frumflutt verða verk eftir Atla Ingólfsson, Áskel Másson, Hróðmar I. Sveinbjörnsson, Snorra S. Birgisson og leikið verður verk eftir Finn Torfa Stefánsson. Miðvikudaginn, 12. febrúar verða tónleikar sem einnig fara fram í Listasafni íslands kl. 20. Fram kem- ur Camilla Söderberg blokkflautu- leikari, ásamt Guðrúnu Óskarsdóttur semballeikara, Richard Korn bassa- leikara, Ragnheiði Haraldsdóttur og Þórunni Bjömsdóttur blokkflautu- leikara. Fmmflutt verða verk eftir Hjálmar H. Ragnarsson og Þorstein Hauksson. Föstudaginn, 14. febrúar verða tónleikar í Norræna húsinu þar sem fram kemur Stockholm Saxophone Quartet og verður meðal annars frumflutt verk eftir Þorstein Hauks- son. Sunnudaginn, 16. febrúar frum- flytur Örn Magnússon, píanóleikari, svipmyndir eftir Pál ísólfsson í Lista- safni Kópavogs kl. 20.30. Föstudaginn, 21. febrúar verða kirkjutónleikar í Digraneskirkju kl. 20.30 með Vox femine sem Cybil Urbancic stjórnar. Þar verða meðal annars flutt verk eftir Þorkel Sigur- bjömsson og Jón Nordal. Laugardaginn 22. febrúar verða svo lifandi raftónleikar þar sem með- al annars verða frumflutt verk eftir Kjartan Óiafsson. Tónleikamir verða haldnir í miðbæ Reykjavíkur og verð- ur nánari staðsetning auglýst síðar. Ekkert lát á mann- ránum í Dushanbe ÓÞEKKTIR mannræningjar rændu í gær fjórum starfsmönnum Flótta- mannahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Dushanbe, höfuðborg Tadsjikistans. Þrír mannanna eru frá Tadsjikistan, öryggisvörður og tveir bílstjórar, og sá fjórði frá Nígeríu. Fyrr í vikunni hafði hópur vopnaðra uppreisnarmanna rænt íjómm eftir- litsmönnum á vegum Sameinuðu þjóð- anna, tveimur starfsmönnum Alþjóða- ráðs Rauða krossins og fjórum rúss- neskum blaðamönnum. Óstaðfestar fréttir hermdu að sami hópur hafí náð fjórmenningunum sem var rænt í gær. Tveir íslendingar, Helga Þórólfs- dóttir og Þórir Guðmundsson, upplýs- ingafulltrúi Aljóðasambands Rauða kross félaga, voru staddir í Dushanbe á vegum Rauða krossins í gær en voru ekki í hættu, samkvæmt upplýs- ingum Rauða kross íslands. Ráðgert var að Helga færi frá Dushanbe til Úsbekístans í gær eða í dag. Alþjóðaráð Rauði krossins kvaðst í gær hafa hætt starfsemi sinni í Tadsjikistan og sent starfsmenn sína til Úsbekístans. FRÁ sýningu Bandamanna. Ljósmynd/Maríá Guðmundsdóttir Bandamenn í Leikhúsi þjóðanna Flugbann vegna útfara? EVEN K. Fougner, biskup í Borg í Noregi, hefur mælst til þess að öll flugumferð verði bönnuð á nýja flugvellinum í Gardermoen í Ósló þegar útfarir fara fram nálægt flugvellinum, að sögn norska dag- blaðsins Aftenposten á mánudag. Blaðið hefur eftir biskupnum að ekki verði hægt að bera kistumar til grafar með sóma verði þotum leyft að fljúga yfír kirkjugarðana á meðan. „Það væri sorglegt ef við þyrftum að leggja af þá aldagömlu hefð að bera kisturnar til giafar," sagði hann. Flugvöllurinn verður opnaður fyrir áætlunarflug í október á næsta ári og tekur þá við af Fomebu-flugvelli. Johan Bochgre- vink, sem fer með skipulagsmál hjá norsku flugmálastjórninni, sagði að mjög erfitt yrði að verða við beiðni biskupsins, þar sem flugvélar færu um aðalflugvöllinn á annarri hverri mínútu og um- ferðin ætti eftir að aukast. LEIKFLOKKNUM Bandamönnum hefur verið boðið að sýna Amlóða sögu í Leikhúsi þjóðanna í ár, en hátíðin er að þessu sinni haldin í Seoul í Kóreu í tengslum við þing alþjóðasamtaka leikhúsmanna (ITI). Boð í Leikhús þjóðanna er að sögn einhver helsta viðurkenn- ing sem leikflokki getur hlotnast. Aðeins ein önnur sýning frá Norð- urlöndum verður í Leikhúsi þjóð- anna að þessu sinni, það er Berg- man-sýning frá Dramaten í Stokk- hólmi. Aðdragandi að þessu boði var sýningar á Amlóða sögu á lista- hátíðinni í Helsinki í haust. Þang- að komu fulltrúar frá Kóreu sér- staklega til að sjá sýningu Banda- manna, svo og sendimenn frá kanadískri hátíð, Soundstream, sem haldin verður í Toronto í vor. í kjölfarið komu svo boð til Banda- manna um að koma fram á báðum þessum hátíðum. Sýningarnar í Seoul verða 11.-13. september og er leikflokknum einnig ætlað að vera með leiksmiðju og kynna vinnuaðferðir sinar. Sýningarnar í Toronto verða dagana 10.11. 12.13 og 14. júní nk. Þá hefur borist boð frá Noregi um að sýna þar á leiðinni til Kóreu í haust. „Bandamenn hafa skapað sér sinn eigin stíl og sérhæft sig í að færa gamlar norrænar leikhefðir í nútímabúning", segir í kynningu. Textann í Amlóða sögu samdi Sveinn Einarsson i samvinnu við leikhópinn og sótti efni í frásögn Saxós sagnritara, Amlóða sögu hina islensku, Ambáles rimur og margvíslegan annan gamlan fróð- leik. Sveinn er jafnframt leikstjóri, en tónlist samdi og æfði Guðni Franzson og leitar þar víða fanga allt frá Þorlákstíðum til rímna- laga, en seiðurinn er magnaður með ástralska hljóðfærinu digg- ilidoo. Guðni tekur einnig þátt í sýningunni ásamt leikurunum Borgari Garðarssyni, Felix Bergs- syni, Jakobi Þór Einarssyni, Ragn- heiði Elfu Arnardóttur, Stefáni Sturlu Sigurjónssyni og Þórunni Magneu Magnúsdóttur. Búninga í Amlóða sögu hannaði Elín Edda Árnadóttir, brúður Helga Steffen- sen og lýsingu David Walters, en Nanna Olafsdóttir aðstoðaði við hreyfingar. Tæknistjóri sýningar- innar er Ólafur Örn Thoroddsen. DAGAR EFTIR! 10% aukaafsláttur við kassa! *-«!aSS2r°’7°% VERSLANIR LAUGAVEGI 51 - S. 551-7717 - SKEIFUNN119 - S.568-1717 5% staðgreíðsluafsláttur Febrúartilboð afsláttun af öllum kuldaskom! 2 pör fyrir 1 Kamik • Putlins • Hush Puppies • Xampox • Betanten takmarkað magn ^ Op/ð 9-18 mán. - föstud. STOÐTÆKNI Gísli Ferdinúndsson eftf Lækjargotu 4 • 5: 55 1 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.