Morgunblaðið - 07.02.1997, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ
PÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1997 57
I;
I
►
)
>
V
W
í
I
i?
I
I
J
B
I
J
J
4-
MYIMDBÖND/KVIKMYNDIR/ÚTVARP-SJÓNVARP
SKRÍMSLIÐ skoðað — vísindamennimir
rannsaka „The Thing“.
Geimskrímsli á
Köldum klaka
I sérflokki þessa helgina
_____er sýning Sjónvarpsins á Ófreskjunni
í ísnum (sunnudagur ►15.20). Flestir þekkja trúlega vísindahrollvekj-
una „The Thing“ af frambærilegri endurgerð Johns Carpenter frá 1982.
SJÓNVARPIÐ gefur okkur nú kærkomið tækifæri til að sjá frumgerðina
frá árinu 1951. Hún gengur ýmist undir sama nafni eða „The Thing
From Another World“ og er fýrir löngu orðin sígild. Leikstjórinn Christ-
ian Nyby er skrifaður fýrir myndinni en hann leikstýrði aðeins fimm
myndum á ferli sínum og starfaði einkum sem klippari. Hins vegar var
það meistari Howard Hawks sem framleiddi „The Thing“ og fingraför
hans eru úti um allt á verkinu, sem segir frá einangruðum hópi vísinda-
manna í ratsjárstöð á norðurheimskautinu sem finna geimveru í ísnum.
Hægfara spennumögnun, sparlega sýnd ófreskja (leikin af James Amess,
síðar vestrahetju í Gunsmoke), góð túlkun lítt þekktra B-leikara á stigvax-
andi spennu innan hópsins og ógnin í tónlist Dimitris Tiomkin prýða þessa
ágætu mynd. ★★★V2
HELGARMYIMDIR SJONVARPSSTOÐVANNA
Hringrás fjöl
breytninnar
HRING eftir hring snýst það og engin
veit hvar það staðnæmist næst.
Lukkuhjól kvikmyndaneytenda stöðv-
ast hér og þar á dagskrám sjónvarps-
stöðvanna en, eins og fram hefur kom-
ið í þessum dálkum, eru vinningamir
í vaxandi mæli þeir sömu. Sömu kvik-
myndimar em famar að skjóta upp
kolli á stöðvunum; þær stökkva á milli
Ríkissjónvarpsins og Stöðvar 2 og
Stöðvar 3 og sýnar eftir einhveijum
lögmálum og markaðsreglum sem ör-
ugg!ega hafa aðra hagsmuni í heiðri
en neytendanna. Em virkilega ekki
fleiri kvikmyndir á boðstólum í heimin-
um? Eiga stöðvamar ekki annan val-
kost en skiptast á um að sýna Peter
Strauss í hlutverki einstæðs föður?
Ég spyr og svara sjálfur: Auðvitað em
til fleiri myndir og aðrir kostir. Hvers
vegna ekki að leita víðar? Þorir enginn
nema Ríkissjónvarpið að gera evrópsk-
um kvikmyndum regluleg skil? Og
hvemig væri að krydda meira nútíma-
miðlunginn með fleiri sígildum perl-
um? Hvers vegna ekki örlítið meiri
aevintýramennsku? Er hún hættulegri
en hið steingelda skjól amerískrar
verksmiðjuframleiðslu? Er ömggara
að sýna sömu amerísku sjónvarps-
myndina og keppinauturinn, bara
nokkmm vikum síðar? Era þetta dá-
semdir fijálsrar samkeppni? Ég bara
gpyr. ________
Föstudagur
Sjónvarpið ►21.15 Brautryðjandi
blakkra leikara í Hollywood, Sidney
Poitier, leikur mikla vestrahetju í sjón-
varpsmyndinni Ósaettanleg öfl (Chil-
dren Of The Dust, 1995), sem sýnd er
í tveimur hlutum í kvöld og annað
kvöld. Hann berst þar fýrir réttindum
'ndjána og eigin kynþáttar. Martin og
Potter segja þetta fínt stoff, byggt á
sönnum atburðum, oggefa ★ ★ ★ ★
(af fimm mögulegum). Aðrir leikarar
em m.a, Michael Moriarty ogFarrah
Fawcett. Leikstjóri David Greene.
Sjónvarpið ►23.45 Flinkur kanad-
ískur leikstjóri, Graeme Campbell stýr-
>r allmagnaðri sögu um forboðnar ást-
ir og framhjáhald um aldamótin,
Maðurinn á háaloftinu (The Man In
TheAttic, 1995). Neil Patrick Harris
leikur ungan mann sem heldur við
Anne Archer og hefst við á háalofti
hennar þegar eiginmaðurinn, Len
Cariou, er heima. Vel leikið og gríp-
andi. ★ ★1/2
Stöð2 ►13.00 og ►0.05 Sá fríski
grínisti Billy Crystal hefði betur látið
úgert að semja framhald af hinni vel-
heppnuðu gamanmynd Fjörkálfar um
gaura af mölinni sem lenda í ævintýr-
um í vestri nútímans, því Fjörkálfar
2 (City Slickers: The Legend Of Cur-
ly’s Gold, 1994) stendur hinni töluvert
að baki og sagan nokkuð þvinguð.
Samt er slatti af góðu gríni. Leik-
stjóri Paul Weiland. ★ ★
Stöð 2 ►20.55 Háskalegt ástand í
heilbrigðiskerfinu vegna niðurskurðar
°g spamaðar er kunnuglegt efni úr
íslenskum samtíma. Þetta er líka efn-
ið í Neyðarástand (State OfEmerg-
ency, 1994), þar sem sjúklingar og
læknar em ofurseldir slíkri togstreitu
að upp á líf og dauða að tefla. Gott
drama, leikstýrt af Leslie Linka Glatt-
er og vel leikið af Joe Mantegna og
paul Dooley sem læknir og sjúklingur
f brennidepli. Ekki þægilegt vegar-
nesti á bráðavaktina. ★ ★ V2
Stöð 2 ►22.15 Ruglingslegur æði-
bunugangur stendur gamankrimman-
um Útvarpsmorðin (Radioland Murd-
ers, 1994) um dularfulla atburði á
útvarpsstöð árið 1939 fyrir þrifum.
Bandaríski framleiðandinn George
Lucas og breski grínistinn Mel Smith
bera ábyrgð á þessum skelli, sem er
þó ekki alls vamað. Aðalhlutverk
Mary Stuart Masterson, Brian Ben-
ben, Ned Beatty og George heitinn
Bums. ★ V2
Stöð3 ►21.05 og ►22.35 Égog
tiltækar heimildir stöndum á gati þar
sem em dramatíska myndin Börn
vandalausra (Other Women’s Chil-
dren) og spennumynd úr geimnum,
Laumufarþeginn (Cold Equations).
Stöð 3 ►0.05 Sú geggjaða leikkona
Diane Ladd er varasöm kynmóðir
ungrar konu sem veit ekki hvaða af-
leiðingar það hefur fýrir líf hennar að
mæðgurnar hittast á ný. Þetta mun
vera kjaminn í Mörg er móðurástin
(Hush LittleBaby, 1993), sem Martin
og Potter segja vera svona lala og
gefa ★ ★ V2 (af fimm). Leikstjóri
Jorge Montesi.
Sýn ►21.00 Vöðvafjallið sænska
Dolph Lundgren hefur náð töluverðri
fótfestu i amerískum hasarmyndum
af ódýrari sort, eins og Samvisku-
lausirfantar (Men OfWar, 1994).
Þar glímir hann við einmitt samvisku-
lausa fanta í byggingabransanum.
Martin og Potter gefa ★ ★ ★. Leik-
stjóri Perry Lang.
Sýn ►23.30 Aðeins þeir sterku
(Only The Strong, 1993) er afþreying
í lagi fyrir aðdáendur svokallaðrar
bardagalistar með enn einum arftaka
Norris, Van Dammes og Seagal í aðal-
hlutverki. Sá heitir Mark Dacascos og
hann predikar og praktiserar brasil-
íska bardagalist, capoeira. Leikstjóri
Sheldon Lettich. ★ ★
Laugardagur
Sjónvarpið ^21.40 Ósættanleg
öfl, seinni hluti - Sjá föstudag.
Sjónvarpið ►23.15 Umsagnir liggja
ekki fyrir um frönsku myndina Hjart-
kær kona (Une femme dans mon coe-
ur, 1994), sem mun vera rómantísk
gamanmynd um mann sem hittir
stúlku sem kann að vera dóttir hans
og er það varasamt mál því hún verð-
ur ástfangin af honum. Aðalhlutverk
Pierre Arditi og Michéle Laroque en
leikstjóri Gérard Marx.
Stöð 2 ►l5.00 Flóttinn til norna-
fjalls (Escape To Witch Mountain,
1995) er endurgerð alveg prýðilegrar
íjölskyldumyndar (1975), sem var
spennandi og falleg í senn, um tvo
munaðarleysingja með yfimáttúrulega
hæfileika. Ekki veit ég hvemig til
tókst í þessari endurvinnslu. Aðalhlut-
verk Robert Vaughn, Elisabeth Moss
og Erik von Detton. Leikstjóri Peter
Rader.
Stöð2 ►21.05ÁköIdumklakaeftir
Friðrik Þór Friðriksson deildi Edin-
borgarverðlaununum í hitteðfýrra með
bresku myndinni Handbók eiturbyrl-
ara (The YoungPoisoner’sHandbook,
1995), feikilega frísklegri satím - sem
byggð er á sönnum atburðum - um
ungan ofvita sem leysir öll sín félags-
legu vandamál með því byrla þeim
eitur. Skemmtilega stílfærð í útliti,
afburða vel leikin, ekki síst af Hugh
O’Conor í aðalhlutverkinu, og mjög
eftirtektarverð fmmraun Benjamins
Ross leikstjóra. Þessi er góð. ★ ★ ★
Stöð ►22.50 Spielbergframleið-
andinn Frank Marshall er heldur
klunnalegur leikstjóri og Kongó
(Congo, 1995) eftir spennusögu Mic-
haels Crichton er heldur klunnaleg
mynd um leiðangur sem lendir í ýms-
um lífsháska í Kongó við leit að týnd-
um félögum og týndri borg. Óvenju
slakur leikur. ★'/2
Stöð 2 ►0.40 Lawrence Kasdan, sá
hæfileikamikli handritshöfundur og
leikstjóri, gegnumlýsir - reyndar ekki
til botns - kynslóð sína sem kennd
hefur verið við ’68 í Milli skinns og
hörunds (The Big Chill, 1983). Úr-
valsleikhópur - Tom Berenger, Glenn
Close, Jeff Goldblum, William Hurt',
Kevin Kline - túlkar gamla vini sem
gera upp líf sitt og samskipti þegar
þau koma saman við útför eins úr
hópnum. Það er Kevin greyið Costner
sem leikur líkið undir upphafstitlunum
en þáttur hans var að öðm leyti klippt-
ur út. Vandað og vel gert. Og músík-
in hreinir gullmolar. ★ ★ ★
Stöð 3 ►20.20, ►21.50 og
►23.20 Og enn reka myndir Stöðvar
3 okkur á gat - fellibylsdramað Óveð-
ursnótt (Night OfThje Twister),
spennumyndin Sambönd (Connecti-
ons) um blaðakonu á slóð fjöldamorð-
ingja og spennumyndin Barnfóstran
(The babysitter’s Seduction) um
bamapíu á hálum ís.
Sýn ►22.00 í Skaðræöiskvendinu
(Malicious, 1995) rætist draumur
þeirra sem vilja sjá fyrmm bama-
stjömuna Molly Ringwold berrassaða.
Martin og Potter segja enga ástæðu
fyrir aðra að horfa á þessa Fatal
Attraction-stælingu um sálsjúka
stúlku að reyna að fleka íþróttahetju.
Leikstjóri Ian Corson. Martin og Pott-
er gefa ★ ★ (af fimm).
Sýn ►23.20 Svar Dana við Svíanum
Dolph Lundgren, kvenkyns vöðva-
búntið Birgitte Nielsen, skipuleggur
löggæslusveitir ungmenna til að
stemma stigu við glæpum í borginni
þar sem hún hyggst verða borgar-
sljóri í Svikula stjórnmálamannin-
um (Mission OfJustice, 1992). Ingi-
björg Sólrún græðir varla mikið á
þessari lítilsigldu hasarmynd en hún
gæti skemmt sér. Leikstjóri Steve
Bamett. ★★
Sunnudagur
Sjónvarpið ►15.20 - Sjá umfjöllun
í ramma.
Sjónvarpið ►22.25 Ástum ellilífeyr-
isþega er gerð fín skil í sjónvarps-
myndinni Dagsaugu 1 desember
(Dsúsies In December, 1995), þar sem
sá góði breski skapgerðarleikari Joss
Ackland og gamla stjaman Jean
Simmons verða ástfangin á elliheimili.
Ekki Böm náttúrannar en vel leikið 'T*
og hlýiegt. Leikstjóri Mark Haber.
★ ★'/2
Stöð2 ►20.50 Tveggjakaflabresk
spennumynd, Þungar sakir (The
Sculptress, 1996) mun vera hreinasta
afbragð. Leikstjóri Stuart Orme.
Seinni hlutinn Sýndur mánudags-
kvöld.
Sýn ^21.00 Ungt afvegaleitt París-
arpar, sem strýkur frá félagsmálayfir-
völdum þegar stúlkan á að fara á
upptökuheimili, er söguhetjumar í
Kalt vatn (L’eau Froide, 1994), fal-
legri og áhrifamikilli mynd Oliviers
Assayas, sem byggir á eigin æsku-
reynslu frá árinu 1972. Skemmtileg
músík tímabilsins kryddar vel og leik-
ur unga fólksins er fyrirtak. Gefið ^
þessari óvenjulegu Sýnar-mynd tæki-
færi. ★★★
Sýn ►23.20 Rod Steiger er nágrann-
inn frá helvíti, - fyrst elskulegur og
nærgætinn, smám saman galinn og
hættulegur, í spennumyndinni Ná-
granninn (The Neighbour, 1993).
Fyrirsjáanleg en ásjáleg og Steiger
er skemmtilegur í sínum hnitmiðaða
ýkjustíl. Leikstjóri Rodney Gibbons.
★ ★
Árni Þórarinsson
A IKEA DÝNU
1 m
2
Fomendan fyrir vœmm.
-C nggóðri hvíldrr góf dýna.
IKIL) hýifar-tírrai rámdý
Htrnngunlu krofnrjiotMflÍL flí,
ga’ói og þægindi.
ingtr:
K A 111 V 0 P U L A R
Stærð ! , Dýna Yfirdýna j 1 Samtals:
4 80X200 9.900,- ; 1.900,- 11.800,-
4 90X200 10900,- 2300,- 13200,-
KAllt KIASSISK
Starð Dýna 1 Yfirdýna 1 Samtals: |
80X200 14.900,- 3.900,- 18.800,-
90X200 15.900,- 4.200,- 20.100,- i
120X200 19.900,- 5.400,- 25.300,- !
A160X200 26.900,- 6.900,- 33.800,-
KALII HAKMUNI
Stærð Dýna Yfirdýna Samtals:
80X200 15.900,- 4.900,- 20.800,-
90X200 16.900,- 5.600,- 22.400,-
120X200 21.900,- 9.900,- 31.800,-
* 160X200 28.500,- 10.400,- 38.900,- 1
MMMMMM
K A i 1 f U fM tt B
1 Stærð ! Dýna Yfirdýna Samtals:
80X200 27.900,- 7.900,- 35.800,-
90X200 29.900,- 8.500,- 38.400,-
120X200 34.800,- 12.900,- 47.700,-
☆160X200 42.500,- 16.900,- 59.400,-
Kalif fjaðradýnurnar eru
ekki byggöar á viöargrind
heldur eru þær lagðar ofan
á rúmbotn. Þær eru til f
fjórtán mismunandi
útfærslum. Kalif dýnunum
má snúa viö og nota
báöumegin. Þær standast
allar ströngustu
gæöakröfur
• möbetf akta
Sultan fjaðradýnurnar eru
byggöar á gegnheilli viöar-
grind. Þær eru til f sextán
mismunandi útfærslum. Nóg
er að festa fætur á grindina
til þess að vera komin meö
fullgilt rúm. Sultan dýnurnar
standast allar ströngustu
gæöakröfur •möbeKakta
10 ára ábyrgð á öllum dýnum nema*
Afgreiðslutími
Mán.-föstud.:
Laugardag:
Sunnudag:
1 S U L T A h P 0 1* U L A R IBH
Stærð Dýna Yfirdýna Samtals:
* 80X200 9.900,- 1.900,- | 11.800,-
* 90X200 10.400,- 2.300,- 12.700,-
StHTAN KLASSIK
Stærð Dýna Yfirdýna Samtals:
80X200 16.500,- 3.900,- 20.400,-
90X200 18.900,- 4.200,- 23.100,-
105X200 21.900,- 4.500,- 26.400,-
120X200 25.900,- 5.400,- 31.300,-
☆ 160X200 31.500,- 6.900,- 38.400,-
SULTAN HARMONI
Stærð Dýna Yfirdýna Samtals:
20.500,- 4900,- 25.400,-
23.900,- 5.500,- 29.400,-
25.900,- 5.900,- 31.800,-
29.900,- 9.900,- 39.800,-
4 37.900,- 10.400,- 48.300,-
UuiTAN S U 1* 1 tt tt feálllf
Stærð Dýna Yfirdýna Samtals:
90X200 29.900,- 8.500,- 38.400,-
105X200 34.900,- 10.500,- 45.400,-
120X200 39.800,- 12.900,- 52.700,-
* 160X200 49.900,- 16.900,- 66.800,-
10 ára ábyrgð á ölfum dýnum nema*
10:00-18:30
10:00-17:00
13:00-17:00
fyrir alla snjalla