Morgunblaðið - 07.02.1997, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 07.02.1997, Blaðsíða 60
MewáEd -setur brag á sérhvern dag! MORGUNBLAÐID, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBKÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBl@CENTRUM.IS / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTl 1 FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/RAX STARFSMENN innanlandsflugs Flugleiða voru önnum kafnir við að úða afísingarefni í gær. Þann 1. júni munu þeir hefja störf hjá öðru félagi, Flugfélagi Islands hf., í kjölfar sameiningar innanlandsflugsins og Flugfélags Norðurlands. Innanlandsflug Flugleiða sameinað FN undir nafni Flugfélags íslands hf. Afnám sérleyfa knúði á um sameiningu rekstrar FLUGFÉLAG Norðurlands mun taka við starfsemi innanlandsflugs Flug- leiða frá og með 1. júní nk., en um leið verður nafni félagsins breytt í Flugfélag íslands hf. Fiugleiðir áttu fyrir 35% í Flugfélagi Norðurlands en eftir breytingarnar verður hlutur félagsins 65%. Annað hlutafé verður í eigu fímm einstaklinga á Akureyri. Félagið mun hafa yfir að ráða fjór- um 50 sæta Fokker 50-flugvélum. Þá mun það starfrækja þijár Metro 19 sæta flugvélar, tvær Twin Otter 19 sæta vélar og tvær Chieftain 9 sæta vélar. Afkoman batnaði Undanfama 18 mánuði hefur inn- anlandsflug Flugieiða verið starfrækt sem sjálfstæð rekstrareining og hefur það fyrirkomulag gefist vel og leitt til batnandi afkomu. Hins vegar stóðu bæði Flugleiðir og Flugfélag Norður- lands frammi fyrir harðnandi sam- keppni, þar sem öll sérleyfi í áætlun- arflugi innanlands verða afnumin þann 1. júlí nk. og knúði það á um uppstokkun. Páll Halldórsson, forstöðumaður innanlandsflugs Flugleiða, sem verður framkvæmdastjóri hins nýja félags, segir að afkoma innanlandsfiugs Flugleiða hafi batnað um rúmar 100 milljónir á síðasta ári. Reksturinn hafí orðið skilvirkari með því að gera innanlandsflugið sjálfstæðara. Engu að síður sé þörf á meiri sveigjanleika. Minni vélar þurfi til að sinna smærri áfangastöðum en ná þurfi betri nýt- ingu á stærri vélunum í flugi til stærri staða. Hann segir helstu sóknarfærin í flugi til Grænlands. ■ Afnám/16 Tölvumiðstöðvar fiskmarkaðanna Samein- ing rædd VIÐRÆÐUR eru hafnar um sam- vinnu eða sameiningu íslandsmark- aðar hf. og Reiknistofu fiskmarkaða hf., en að sögn Ágústs Einarssonar, stjórnarformanns Íslandsmarkaðar, eru viðræðurnar á algjöru byijunar- stigi. Hann sagði að tilgangurinn með viðræðum um samvinnu fyrirtækj- anna væri fyrst og fremst sá, að kanna möguleika á því að lækka til- kostnað, en sameining myndi engin áhrif hafa á samkeppni fiskmarkað- anna í landinu. íslandsmarkaður er tölvumiðstöð fyrir t.d. Faxamarkað, Fiskmarkað Breiðafjarðar, Fiskmarkað Hafnar- flarðar og Fiskmarkað Vestmanna- eyja, og Reiknistofa fiskmarkaða er sömuleiðis tölvumiðstöð fyrir Fisk- markað Suðurnesja, Fiskmarkað Hornafjarðar og marga fleiri. Rekst- ur fyrirtækjanna hefur gengið vel. „Samkeppni í þessu fiskmarkaðs- umhverfí er fyrst og fremst á milli einstakra fiskmarkaða, en ekki á milli tölvumiðstöðva, þannig að ef af samvinnu verður mun það á eng- an hátt hafa áhrif á samkeppni fisk- markaðanna," sagði Ágúst. -----»-■»■■ «- Flokkum rík- isverðbréfa fækkað í 9 FLOKKAR ríkisskuldabréfa að verð- gildi 23 milljarðar króna verða inn- kallaðir og boðið upp á skiptikjör á næstu 12-14 mánuðum. Er þetta gert vegna endurskipu- lagningar verðbréfaútgáfu ríkissjóðs en fækka á flokkum ríkisverðbréfa úr 45 í 9. Fjármálaráðherra segir að þessar v breytingar geti orðið til þess að vext- ir á ríkisverðbréfum lækki. ____________ ■ Tekur til/19 Eftirlitsstofnun EFTA gerir athugasemd vegna útboðs fyrir Nesjavallavirkjun Útboðsákvæði sagt bijóta EES-samningnum kvöld og væru athugasemdir sem þar kæmu fram til skoðunar í samráði Umboðsmaður bama Skráning nafna ólögleg? UMBOÐSMAÐUR bama efast um að skráning skólastjóra á nöfnum nemenda, sem staðnir eru að neyslu áfengis eða annarra vímuefna, stand- ist lög um skráningu og meðferð per- sónuupplýsinga. Þar sé tekið fram, að óheimilt sé að skrá upplýsingar er varða einka- málefni einstaklinga og þar er áfeng- is- og vímuefnanotkun sérstaklega nefnd. j Hugmyndir eru um samstarf ríkis, Reykjavíkurborgar og Reykjavík- urdeildar RKÍ um leitarstarf í grunn- skólum borgarinnar, sem miðar að því að uppræta bama- og unglinga- drykkju. I þeim hugmyndum er gert ráð fyrir skráningu nafna þeirra ungl- inga, sem staðnir eru að vímuefna- neyslu. ■ Öflugri forvarnir/30 gegn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, telur að ákvæði um svonefnd ígildisvið- skipti í útboði Hitaveitu Reykjavíkur vegna vélbúnaðar í Nesjavallavirkjun bijóti í bága við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. í erindi sem fjármálaráðuneytinu hefur borist, en það er það stjórn- vald hér á landi sem hefur með þessi mál að gera, er farið fram á að fall- ið verði frá þessum ákvæðum. Erind- ið er nú til athugunar og segir Al- freð Þorsteinsson, formaður Stjómar veitustofnana, að ákvörðun í þessum efnum verði væntanlega tekin í dag, en gert er ráð fyrir að tilboð vegna vélbúnaðarins verði opnuð á mánu- dag. Verði fallið frá ígildisviðskiptum í útboðinu lýkur málinu þar með, en verði það ekki gert má búast við frek- ari aðgerðum af hálfu ESA. Útboðið var auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu og tóku fimm fyr- irtæki frá Japan, Bretlandi, Frakk- landi og Italíu þátt í lokuðu útboði. Um er að ræða tvær 30 megavatta vélasamstæður til raforkufram- leiðslu. Áætlaður kostnaður er á bil- inu 1-1,5 milljarðar króna. Var gert ráð fyrir að fyrirtækin gætu boðið svonefnd ígildisviðskipti fyrir allt að 50% af verðinu, en borgarráð sam- þykkti fyrir skömmu stefnumörkun á sviði ígildisviðskipta. Stefnt er að því að þau nemi a.m.k. 30-50% af viðkomandi innkaupasamningum og geti eftir atvikum falist í fjárfestingu hériendis, innlendri þátttöku eða öðr- um virðisaukaskapandi tækifærum af hálfu þess aðila sem viðskiptin fara fram við. Eftirlitsstofnunin telur að skilmál- ar þessa efnis í útboðinu bijóti í bága við meginreglur samningsins um hið Evrópska efnahagssvæði og er farið fram á að þeir verði felldir brott. Gefinn er frestur ti! 12. febr- úar næstkomandi til að verða við þessum tilmælum. Er meðal annars bent á meginreglur um fijálst flæði vinnuafls, vöru og þjónustu innan EES. Liggur á niðurstöðu Alfreð Þorsteinsson, formaður Stjórnar veitustofnana, sagði að er- indi þessa efnis hefði borist i fyrra- við fjármálaráðuneytið. í útboðsskil- málunum hefði verið tekið fram að ef boð yrðu jöfn yrði ígildisþátturinn notaður til að gera upp á milli til- boða. Niðurstaða lægi ekki fyrir vegna þess hversu stutt væri síðan erindið hefði borist. Hins vegar lægi á niðurstöðu þar sem stefnt væri að opnun tilboða í vélbúnaðinn á mánu- daginn kemur. Ef til þess kæmi að ígildisþáttur- inn yrði dreginn út úr kæmi til greina að fresta opnun tilboða um einhveija daga. Málið mætti ekki tefjast, þar sem beðið væri eftir orkunni frá Nesjavallavirkjun vegna byggingar •álvers á Grundartanga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.