Morgunblaðið - 07.02.1997, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 07.02.1997, Blaðsíða 47
<1 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1997 47 BREF TIL BLAÐSIIMS „Þrióturinn Island“ 4 4 4 Frá Tómasi Gunnarssyni: „Þrjóturinn Island“ STINGANDI orðatengsl: „Þijóturinn ísland“. Fram sett vegna beygs um að þau kunni að verða uppi höfð víða um lönd um samfélag okkar. Ekki aðeins af lungnasjúklingum í and- nauð, heldur einnig af stjómmála- mönnum og fjölmiðlum framtíðarinn- ar, sem þurfa til dæmis að útskýra hvers vegna ekki má nota fjölskyldu- bílinn nema þijá daga í viku. En er ekki langstótt að lýðveldið ísland verði dregið fram sem sérstakur sökudólgur í mengunarmálum? Tímamót Gerum ráð fyrir að árþúsunda- mótin 2000/2001 séu að baki án verulegs árangurs í mengunarmál- um mannkyns. Þá mun liggja fyrir hvernig þjóðunum á umhverifsráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna í Ríó de Janeiro 1992 hefur tekist að standa við þær skuldbindingar sínar að mengandi lofttegundir frá lönd- um þeirra yrðu ekki meiri árið 2000 en þær voru árið 1990. Fyrirsjáanlegt er að lýðveldið ís- land verður í erfiðri stöðu, þótt ekki verði vegna annars en fleiri bíla og fiskiskipa og iðnaðarmengunar. Staðan verður enn verri, skelli á áform valdhafa um aukna álvinnslu og aðra mengandi stóriðju, sem virðast helstu úrræði þeirra í glím- unni við fjárlagahalla og atvinnu- leysi. Einhverja dulu verða þeir að draga að húni í kjölfar stórkarla- legra og ófyrirleitinna kosningalof- orða. Háskinn er sá að ný stóriðju- ver komi íslandi á fyrstu árum kom- andi aldar í hóp þjóða sem rnest hafa aukið mengun sína. Ohjá- kvæmilega fylgja þá skammarkrók- ar mengunarlista. Sæti á mengunarlista Skipta sæti þjóðríkja á mengun- arlista máli á nýrri öld? Vissulega. Nauðsynlegt fremur en æskilegt er að standa við alþjóðasamninga. Óvarlegt er að skáka í því skjólinu að langan tíma taki að koma máli fyrir alþjóðlegan dómstól og enn lengri tíma að fullnusta dómsorð. Breytingar á alþjóðlegu réttarfari geta orðið skyndilegar. Örugglega verða fultrúar íslenskra stjórnvalda minntir á það erlendis ef ísland brýt- ur gróflega gegn alþjóðlegum skuld- bindingum. Mikilsverð störf þerira verða metin öll önnur og verri en til þessa. Diplómataboðin gætu orðið heldur nöturleg. Alvarlegri er þó sú siðræna „refs- ing“, sem alþjóðasamfélagið getur beitt og beitir stöðugt. Sýnir van- þóknun með takmörkun samskipta. Indland og Zambía höfðu sem for- ysturíki mikil áhrif á fyrstu árum aðskilnaðarstefnu Suður-Afríku með einföldum mótmælum, höfnun á eðlilegum samskiptum og slitum á stjórnmálasambandi. í dag er sið- ræn „refsing" alþjóðasamfélagsins algeng og til að mynda augljós gagn- vart ríkjum fyrrum Júgóslavíu, Sviss og ísrael. Nethanyahu, forsætisráð- herra ísraels, sem var til þess kjör- inn að bijóta upp Óslóarsamkomu- lagið við araba, étur kosningalof- orðin ofan í sig, þótt það kosti hann svikarastimpil stuðningsmanna. Hvernig stendur á því? Óformleg áhrif alþjóðasamfélagsins með eitt hundrað alþjóðastofnanir á öllum sviðum, auk viðbragða einstakra ríkja, eru ógnandi. Þeir sem þekkja vita að atvinnurekandi, sem lokað hefði verið á í öllum bönkum, væri betur settur en þjóðríki, sem ekki væri í sæmilegri sátt við alþjóðasam- félagið. ímynd íslands ímynd þjóðar getur verið meðal dýrmætustu gersema hennar. ímynd íslnads sem ófyrirleitins mengunarvalds og lögbijóts gæti því orðið afdrifarík og langvarandi. Hægt gengur að breyta viðhorfum Kvenmannsleysi 1 kristnihátíðarnefnd Frá Erni Bárði Jónssyni: Það kemur ekki á óvart að fólk skuli láta í sér heyra vegna kven- mannsleysis í kristnihátíðarnefnd. Ástæða er til að greina frá samsetn- ingu kristnihátíðamefndar og af- mælisnefndar vegna kristnitökunn- ar og leiðrétta misskilning sem birt- ist á síðum Morgunblaðsins um fund nefndanna en þar var því haldið fram í fyrirsögn að þetta hafi verið fýrsti fundur kristnihátíðarnefndar. Sannleikurinn er sá að nokkrir fundir hafa verið haldnir í báðum nefndum á liðnum árum og hafa þær einnig áður haldið sameiginleg- an ftind. Á umræddum fundi komu tvær nefndir saman, kristnihátíðarnefnd og afmælisnefnd, vegna kristnitök- unnar. í kristnihátíðarnefnd sitja fimm embættismenn: Forseti Is- lands, forsætisráðherra, forseti Al- þingis, forseti Hæstaréttar og bisk- up sem er formaður. Þegar þessi nefnd var sett á laggirnar fyrir nokkrum árum voru konur í meiri- ENDURVEKJUM ORÆFAFERÐIRNAR! Helgarferðir á Skeiðarársand Innifalið I helgarpakkanum er: Hópferð með leiösögn reyndra leiðsögumanna, hótelgisting I tvær nætur, nesti, þorrahlaðborð, kvöldvaka o.fl. Verð kr. 17.900 á mann miðað við tvo i herbergi. Hópafsláttur fyrir félagasamtök og fyrirtæki. Nánari upplýsingar [ sfma 564 3010. ÍSAFOLD ferðaþjónusta, (samvinnu við HÓTEL SKAFTAFELL, Freysnesi. til hvalveiða, sem stjórnvöld hafa talið vísindalega réttmætar og lög- legar. Hver verður arðurinn af alþjóð- legu flugi, ferðamálum og matvæla- framleiðslu ef íslendingar verða í efstu sætum sem yfirlýstir lögbijótar sáttmála um mengun, höfuðvanda nýrrar aldar? TÓMAS GUNNARSSON, lögfræðingur, Suðurlandsbraut 6, Reykjavík. Snæfellsjökull Er Atómstöðin týnd? Frá Þórdísi Stephensen: UNDIRRITUÐ á son í menntaskóla sem á dögunum fékk það verkefni í íslenskuáfanga að skrifa ritgerð um kjörbók. Á listanum voru margar athyglisverðar bækur. Drengurinn valdi Atómstöðina eftir þjóðskáldið Halldór Laxness. Hann vissi að ís- lensk kvikmynd hafði verið gerð eftir sögunni og hafði mikinn áhuga á að bera saman kvikmyndina og söguna. Er leið að lokum undirbúnings undir ritgerðarverkefnið var hafist handa um að útvega Atómstöðina á myndbandi. Heimilismenn héldu að ekki væri mikill vandi að leigja myndina. Hringdi undirrituð á næstu myndbandaleigu. „Því miður ekki til hjá okkur.“ Þá var hringt í stærstu myndbandaleigur bæjarins en svarið var ætíð á sömu lund. Þá var haft samband við Borgar- bókasafnið. Einkar hjálpfús starfs- maður leitaði víða um bæinn að myndinni en hún fannst hvergi. Loksins sagði maðurinn leiður í bragði: „Atómstöðin hlýtur að vera til hjá Námsgagnastofnun." Full bjartsýni hringdi undirrituð í Náms- gagnastofnun en þar var svarið hið sama og hjá myndbandaleigunum: „Því miður ekki til hjá okkur.“ Þrautalendingin var að hringja í Þorstein Jónsson kvikmyndagerðar- mann sem framleiddi hina ágætu kvikmynd eftir sögu þjóðskáldsins. „Því miður veit ég ekki hvar þú getur fengið Atómstöðina á mynd- bandi. Við buðum menntamálaráðu- neytinu og Námsgagnastofnun að endurnýja samning við okkur um að hafa hana áfram til á myndbandi en þeir höfðu ekki minnsta áhuga á að endurnýja samninginn." Þannig er þá komið fyrir Atóm- stöðinni í kvikmyndabúningi. Hún er jafnt horfin úr hillum mynd- bandaleiganna og hjá Námsgagna- stofnun ríkisins. Áhuginn fyrir því að bjóða nemendum í skólum lands- ins upp á myndefni sem glæðir áhuga þeirra á bókmenntaperlum og sögu þjóðarinnar virðist harla naumur. Nægir peningar virðast hins vegar til að smíða margmiðlun- ardiska sem rata til örfárra nem- enda vegna þess að tölvur skortir í skóla landsins. ÞÓRDÍS STEPHENSEN, Hverafold 96, Reykjavík. Smábátafélagið Farsæll mótmælir Frá Braga Steingrímssyni: SUNNUDAGINN 26. janúarvarþátt- ur í Ríkissjónvarpinu í umsjón Páls Benediktssonar, fréttamanns, undir nafninu „í kvótans ólgusjó". Um- ræðuefni þáttarins var aflamark- skerfið, framsal veiðiheimilda o.fl. Með tilliti til þess að u.þ.b. 25% íslenskra sjómanna stunda veiðiskap á smábátum og hafa að landi um 10% af þeim verðmætum er skapast við veiðarnar mótmælir Smábátafé- lagið Farsæll í Vestmannaeyjum því að stjórnandi þáttarins skyldi ekki gefa fulltrúa smábátaeigenda færi á að mæta í þáttinn og gera hann þar með raunsærri fyrir almenning. BRAGI STEINGRÍMSSON, formaður Smábátafélagsins Farsæls. hluta. Frú Vigdís Finnbogadóttir var þá forseti íslands, Guðrún Helgadóttir forseti Alþingis og Guð- rún Erlendsdóttir forseti Hæsta- réttar. Karlarnir, þeir herra Ólafur Skúlason, biskup, og Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, voru því í minnihluta. Nú hefur þetta breyst og skuldinni verður víst að skella á kjósendur í landinu sem valið hafa í embættin. Afmælisnefnd vegna kristnitök- unnar er á vegum kirkjunnar og í henni eiga sæti biskup Islands, sem er formaður, Þingvallaprestur, báð- ir vegna embætta sinna, og Olafur Ragnarsson bókaútgefandi. Kona hefur gegnt embætti Þingvalla- prests þar til nú nýverið er séra Heimir Steinsson tók við því emb- ætti og því er nefndin eingöngu skipuð körlum sem stendur. Framkvæmdastjóri kristnihátíð- arnefndar er Júlíus Hafstein og rit- ari beggja nefnda er undirritaður. SÉRA ÖRN BÁRÐUR JÓNSSON. UTSOLULOK Jakkaföt 43.980 39.980 ^ 15.900 36.980 ^ 29.980 Yfirhafnir 22.980 ^ 19.980 16.980 7.900 Jakkar 22.980 19.980 m* 8.900 16.980 ^ Buxur Q Qfifi 8:980 ^ 3.900 7.980 íierra GARÐURINN KringKunni 50% afsláttur af öllum öðrum vörum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.