Morgunblaðið - 07.02.1997, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 07.02.1997, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Tommi og Jenni Ljóska Ferdinand /-7-Í7 YOl/RE JU5T THE KIND WMO U)0ULP TALK UIITUOUT THINKING, TALK OUT OF TURN, ALWA'1'5 SM TME U)R0N6THIN6,ANI? TALK WITHOUT LISTENIN6.. Kannski er það bara gott að þú Þú ert ekki þannig gerður að þú Eða er ég að lýsa sjálfri mér? getur ekki talað ... myndir tala án þess að hugsa, tala í ótíma, ailtaf að segja eitthvað rangt eða tala án þess að hlusta ... 3R*tguuMafetfc BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Simbréf 5691329 • Netfang:lauga@mbl.is Palli var einn í heiminum Opið bréf til umhverfisráðherra Frá Þorkeli Ágústi Óttarssyni: KÆRI umhverfísráðherra. Vegna fávísi minnar langar mig að fá skýr- ingu á nokkrum þáttum, sem ég get engan veginn skilið. Jú, þetta er um hið margumtalaða álver, ekki um staðsetninguna heldur um koltvísýringinn sem frá því mun koma. Fyrri fullyrðing: Þú sagðir að samþykktin sem ríkisstjórn Islands skrifaði undir á Ríó-ráðstefnunni væri ekki bindandi og að þar væri ekki miðað við eina þjóð í því sam- bandi heldur við heildina. Spurning 1: Hvað erum við að skrifa undir eitthvað og lofa sem við ætlum ekki að efna? Spurning 2: Hvemig kemur það heim og saman að segjast ætla að taka þátt í því að minnka koltvísýr- inginn en segja síðan við hinar þjóð- imar; já þið sjáið bara um þetta og skerið kannski niður aukningu okkar í ieiðinni? Þetta er eins og ef einhver myndi biðja um hjálp við að bera sófa og maður myndi bjóða frma aðstoð sína en í staðinn fyrir að taka undir sófann myndi maður setjast í hann. Síðari fullyrðing: Þú segir að það sé í lagi að auka koltvísýring vegna þess að það er svo vindasamt á Fróni, hann fýkur í burtu. Spurning 1: Hvert fýkur koltví- sýringurinn? Hvað segja nágrannar þjóðar okkar um þetta? Hvernig myndi þér líka ef ég byggi við hlið- ina á þér og grýtti öllu mínu rusli yfír í þinn garð, því vindáttin stæði svo vel í þá áttina? Spuming 2: Hvenær verð jörðin flöt, þannig að allt fauk framaf bökkum hennar? Síðast þegar ég vissi var hún hnöttótt og allt sem gerðist á einum stað hafði áhrif á annan stað. Að gróðurhúsaáhrifin væm heimslægt vandamál. Hvaðan ætli andrúmsloftið og vindamir komi sem blása svo hressilega yfír ísland? Mér var kennt í skóla að það væri frá öðrum löndum. Að ef við meng- um andrúmsloftið fáum við það bara aftur í hausinn síðar meir. Þennan misskilning minn verður líklega að skrifa á slæma raungreinakennslu framhaldsskólanna! Við erum líklega bara „Palli einn í heiminum" þegar allt kemur til alls. Spurning 3: Væri voðalega erf- itt að setja hreinsitæki á álverið? ÞORKELL ÁGÚST ÓTTARSSON, Skipholti 30, Reykjavík. Endastöðina aftur í miðbæinn Frá Kristjáni Bersa Ólafssyni: SIGURGEIR Þórarinsson skrifar ágætt lesendabréf í Morgunblaðið 31. janúar. Þar fjallar hann um óviðunandi aðstöðu á endastöð strætisvagnanna sem ganga milli Hafnarfjarðar og Reyirjavíkur og er ekkert ofmælt í lýsingu hans um það efni. En mér þykir hann taka heldur betur skakkan pól í hæðina þegar hann ýjar að því að bæta skuli að- stöðuna á endastöðinni við Flata- hraun með malbiki og ljósi. Út af fyrir sig get ég fallist á að þörf sé á því staðarins vegna. En þó held ég að slík framkvæmd sé það síð- asta sem megi ráðast í núna. Ástæð- an er sú að það myndi áreiðanlega tefja eða koma algjörlega í veg fyr- ir einu endurbótina á strætisvagna- samgöngunum sem hægt er að sætta sig við, þá að endastöðin verði aftur flutt niður í miðbæ - þar sem hún á heima og hvergi annars stað- ar. Þegar Almenningsvagnar BS sýndu Hafnfírðingum og gestum þeirra þann dónaskap síðsumars 1995 að flytja endastöðina úr mið- bænum upp á eyðisandinn við Flata- hraun - þrátt fyrir skýlaus loforð í upphafí um að í miðbænum skyldi endastöðin vera - glataði fyrirtæk- ið miklu af þeim velvilja sem það hafði áunnið sér meðal Hafnfírð- inga fyrir bætta þjónustu og lægri fargjöld. Mótmæli komu fram úr ýmsum áttum, meðal annars frá áhrifamönnum í bæjarstjórninni. Þessi mótmæli voru lengi vel huns- uð en höfðu loks þau áhrif að und- ir vor á síðasta ári var því lýst yfír að endastöðin yrði aftur flutt í miðbæinn með haustinu. Nú er haustið liðið og allt árið 1996 og janúar 1997 líka, en ekk- ert bólar á efndum á þessu síðara loforði. Almenningsvagnar BS hafa áður brugðist trausti Hafnfírðinga og svikið gefín loforð. Þess vegna er viðbúið að það gerist aftur, ef ekki er minnt á það daglega hvar enda- stöðin á með réttu að vera. Hins vegar er ekkert sem mælir gegn því að opna svæðið við Bif- reiðastöð Hafnarfjarðar og sjoppuna við Flatahraun verði malbikað og upplýst - eftir að endastöð strætis- vagnanna er komin niður í miðbæ og tryggt að hún fari ekki þaðan aftur. En fyrr má það ekki gerast. KRISTJÁN BERSIÓLAFSSON, Tjamarbraut 11, Hafnarfírði. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.