Morgunblaðið - 07.02.1997, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.02.1997, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ \ VIÐSKIPTI Innanlandsflug Flugleiða verður sameinað Flugfélagi Norðurlands undir nafninu Flugfélag íslands hf. Aukinn sveigjan- leiki og bætt nýting * Aætluð velta félagsins er um 1,8 milljarðar á ári og gert er ráð fyrir að flytja 286 þús- und farþega innanlands á ári hveiju og 14 þúsund farþega í millilandaflugi eða samtals 300 þúsund farþega. Morgunblaðið/Þorkell ÞEIR Sigoirður Helgason, forstjóri Flugleiða, Sigurður Aðal- steinsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Norðurlands, og Páll Halldórsson, forstöðumaður innanlandsflugs Flugleiða, kynntu í gær breytingarnar í innanlandsfluginu. Flugfélag Islands hf., innanlands Áœtlabur farþegafjöldi á ári: 286.000 Grímsey <rr'\ /.isafj&rður PatreJC fjördur _ Raufarhöfn Kópasker. /) /7* Þúrshöfn . Vopnafjörður x, íl y- Vestmannaeyjar KALALLIT NUNAAT ^ Crænland Ifnltictil/ L j' ÍSLAND Narsarsuaq Flugfélag íslands hf., millilandaflug Áœtlaöur farþegafjöldi á ári: 14.000 FÆREYJAR Vágar\ ^ Flugfélag íslands hf.: Flugflotinn FOKKERF50, 4vélar 50 sæta, meb þrýstijöfnun í farþegarými SSIBsts MÍTR0> 3 vélar V f i 9 sæta, meö þrýstijöfnun í farþegarými TWIN OTFER, 2 vélar, 19 sceta CHIEFTAIN, 2 vélar, 9 sœta FLUGFÉLAG Norðurlands hf. mun taka við starfsemi innanlandsflugs Flugleiða frá og með 1. júní næst- komandi og verður nafni félagsins um leið breytt í Flugfélag íslands hf. Flugleiðir, sem nú eiga 35% í Flugfélagi Norðurlands, munu auka sinn hlut í 65%. Fimm Akureyringar, þeir Jóhannes Fossdal, Jón Emil Karlsson, Sigurður Aðalsteinsson, Skarphéðinn Magnússon og Torfi B. Gunnlaugsson munu eiga 35%. Starfsmönnum innaniandsflugs Flugleiða hafa verið boðin störf hjá Flugfélagi íslands frá og með 1. júní og halda þeir allir sínum kjörum og hlunnindum. Þeir flugmenn Fokker 50-véla sem nú starfa hjá Flugleiðum halda þó stöðum sínum hjá félaginu, en starfsvettvangur þeirra verður hjá Flugfélagi íslands. Mun félagið gera verktakasamning um það við Flug- leiðir. Flugmenn hjá Flugfélagi Norð- urlands verða hins vegar starfsmenn Flugfélags íslands ásamt nýjum flugmönnum innanlandsflugs. Gert er ráð fyrir að félagið kaupi ýmsa þjónustu af Flugleiðum, t.d. vegna viðhalds, bókhalds og áhafna- skráningar. Það er þó með óbundnar hendur í þeim efnum og getur leitað annað ef það reynist hagkvæmara. Mun ráða til sín flugfreyjur Hið nýja flugfélag mun ráða til sín flugfreyjur og flugþjóna til starfa um borð, þannig að núverandi flug- freyjur og flugþjónar Flugleiða munu alfarið starfa um borð í millilandavél- um. Framkvæmdastjóri Flugfélags íslands verður Páll Halldórsson sem verið hefur forstöðumaður innan- landsflugs Flugleiða, en Sigurður Aðalsteinsson sem verið hefur fram- kvæmdastjóri Flugfélags Norður- lands mun taka við starfí flugrekstr- arstjóra. Meginstarfsemi Flugfélags ís- lands verður á Reykjavíkurflugvelli, en starfsemin á Akureyri verður svip- uð og nú er þar samanlagt hjá Flug- félagi Norðurlands og Flugleiðum. Heimili og vamarþing Flugfélagsins verður á Akureyri, en svo vill til að þann 3. júní nk. eru 60 ár liðin frá því Flugfélag Akureyrar var stofnað. Nafni þess var síðar breytt í Flugfé- lag íslands sem aftur myndaði Flug- leiðir ásamt Loftleiðum. Merki hins nýja Flugfélags íslands verður hið sama og notað var fram til samein- ingar félaganna 1973. Fjórar stærstu áætlunarleiðir inn- anlandsflugs Flugleiða hafa verið frá Reykjavík til Akureyrar, ísafjarðar, Egilsstaða og Vestmannaeyja. Þá hefur félagið sinnt reglubundnu leiguflugi til Grænlands yfír sumar- timann og áætlunarflugi til Færeyja. Flugfélag Norðurlands hefur aftur á móti flogið frá Akureyri til ísafjarð- ar, Egilsstaða og nokkurra minni staða á landsbyggðinni, en jafnframt hefur það sérleyfið í áætlunarflugi til Grænlands. Flugfélag íslands mun að öllu leyti sinna núverandi áfanga- stöðum, bæði út frá Reykjavík og Akureyri. Einnig verður bæði áætl- unar- og leiguflug til Grænlands, til Færeyja og milli Færeyja og Glasgow, en helstu sóknarfæri fé- lagsins eru talin í flugi til Grænlands. Áætluð velta um 1,8 milljarðar Flugfélag íslands mun hafa á að skipa flugflota með bæði stórum og litlum flugvélum. Þannig munu fjórar 50 sæta Fokker 50-flugvélar, sem smíðaðar voru árið 1992, þjóna á öllum stærstu leiðum milli Reykjavík- ur og staða á landsbyggðinni og verða þær staðsettar í Reykjavík. Flugleiðir hafa þessar vélar á kaup- leigu, en gert er ráð fyrir að einni þeirra verði skilað til eiganda hennar í vor og önnur sömu gerðar tekin á leigu yfir sumartímann. Félagið hef- ur rétt til að skila hinum þremur Fokker-vélunum árið 2002. Þijár Metro 19 sæta flugvélar verða stað- settar á Akureyri og í Reykjavík, tvær Twin Otter 19 sæta vélar verða staðsettar á Akureyri og sömuleiðis tvaer Chieftain 9 sæta fluvélar. Áætluð velta félagsins er um 1,8 milljarðar á ári og gert er ráð fyrir að flytja 286 þúsund farþega innan- lands á ári hveiju og 14 þúsund far- þega í millilandaflugi eða samtals 300 þúsund farþega. Afnám sérleyfa 1. júlí Bæði Flugleiðir og Flugfélag Norðurlands stóðu frammi fyrir harðnandi samkeppni í innanlands- flugi, þar sem öll sérleyfi munu falla niður frá og með 1. júlí nk. Ennfrem- ur hafa stjórnendur Flugleiða um langt árabil leitað leiða til að bæta afkomuna í þessum rekstri. Sigurður Aðalsteinsson, fram- kvæmdastjóri Flugfélags Norður- lands sagði í samtali við Morgunblað- ið að það hefði verið talið skynsam- legra fyrir félagið að hefja samvinnu við Flugleiðir í nýju fyrirtæki fremur en að ráðast í fjárfestingar til að mæta samkeppninni. Að öllu óbreyttu hefðu þrír aðilar verið í samkeppni í innanlandsflugi og hugsanlega fleiri. Þá nefndi Sigurður að félögin hefðu átt í samstarfi, þar sem Flugfélag Norðurlands hefði tekið við farþegum Flugleiða á Akur- eyri og flutt þá áfram til annarra áfangastaða. Félögin hefðu einungis verið í samkeppni á leiðinni milli Húsavíkur og Reykjavíkur. Um afkomuna af rekstri Flugfé- lags Norðurlands á síðasta ári sagði Sigurður að niðurstaðan lægi ekki endanlega fyrir, en ljóst væri að hagnaður hefði orðið hjá félaginu og afkoman verið þokkaleg. Islandsflug var um tíma þátttak- andi í viðræðum um uppstokkun í innanlandsfluginu, en Sigurður sagði greinilegt að forsvarsmenn félagsins hefðu metið það svo að vænlegra væri að halda áfram sínum rekstri en að sameinast á þessum grundvelli. Afkoman batnaði um rúmar 100 milljónir Páll Halldórsson segir að Flugleið- ir hafí ekki talið sér fært að takast nægilega vel á við væntanlega sam- keppni innanlands á árinu 1997 með núverandi fyrirkomulagi. Þörf væri á meiri sveigjanleika. „Við þurfum minni vélar til að sinna minni stöðun- um og þurfum að ná betri nýtingu á stærri vélunum í flugi til stærri staðanna. Minni vélar eru auðvitað mun ódýrari rekstrareining á minni staðina. Að vetri til nýtist 19 sæta vél mjög vel í flugi til Hornafjarðar. Á sumrin er hins vegar mjög mikið af 15-30 manna hópum á leið á jök- ul og þá þurfum við stærri vélar.“ Undanfama 18 mánuði hefur inn- anlandsflug Flugleiða verið starf- rækt sem algerlega sjálfstæð eining innan félagsins og hefur það fyrir- komulag gefíst vel og leitt til betri afkomu. Páll segir aðspurður um afkomuna að áætlað sé að hún hafí batnað um rúmar 100 milljónir á síð- asta ári miðað við árið 1995. „Rekst- urinn hefur orðið skilvirkari með því að gera innanlandsflugið sjálfstæð- ara. Við höfum tekið yfir ákveðna hluti og gert þá ódýrari, en aðallega er þó um tekjuaukningu að ræða. Á árinu voru fluttir 281 þúsund farþeg- ar sem er met, en samhliða höfum við náð að halda svipuðu meðalfar- gjaldi.“ Áætlanir um afkomu Flugfélags Islands gera ráð fyrir að hagnaður verði á fyrsta heila starfsárinu sem nemur einhveijum tugum milljóna. Eigið fé félagsins verður í upphafí 400 milljónir króna. í ! I í I 1 l f i í : í Í Um 11% aukning í flutningrim áætlunarskipa Eimskips á síðastliðnu ári Lakari afkoma vegna aukinnar samkeppni og meiri kostnaðar AFKOMA Eimskipafélagsins var lakari á síðasta ári en áætlanir gerðu ráð fyrir. Kemur þar bæði til tekju- lækkun vegna harðrar samkeppni og aukinn kostnaður. Umtalsverð aukning varð í áætlunarflutningum félagsins á árinu. Heildarflutningar með skipum Eimskips voru 1.138 þúsund tonn á nýliðnu ári, samanborið við 1.112 þúsund tonn árið 1995. í frétt frá Eimskip kemur fram að 11% aukn- ing varð í áætlunarflutningum til og frá íslandi milli áranna eða úr 540 þúsund tonnum árið 1995 í 600 þúsund tonn á síðasta ári. Innfiutn- ingur með áætlunarskipum félagsins jókst um 16% milli áranna en aukn- ingin frá landinu nam tæplega 8%. Þá segir að þessa aukningu megi almennt rekja til almennt meiri inn- flutnings á neyslu- og fjárfestinga- vörum og aukins útflutnings á síld og loðnu. Hins vegar hafí stórflutn- ingar til og frá landinu með skipum Eimskips dregist saman um 8% á milli ára. Þá hafí áætlunarflutningar félagsins milli erlendra hafna aukist um tæplega 16% og megi einkum rekja þá aukningu til frystiflutninga milli Norður-Noregs og Norður- Ameríku. Þrátt fyrir aukna flutninga og almenn meiri umsvif stefnir í að afkoma félagsins af hefðbundinni flutningastarfsemi verði talsvert lak- ari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Kem- ur þar bæði til tekjulækkun vegna harðrar samkeppni en einnig hefur kostnaður aukist á árinu vegna nýrra verkefna félagsins, kostnaðar- hækkana erlendis og aukinnar þjón- ustu. Félagið réðst til dæmis í breyt- ingar á siglingakerfi og skipakosti auk þess sem landflutningar og margvísleg önnur þjónustustarfsemi var aukin. Þriðjungur starfsmanna erlendis Eimskip hefur aukið umsvif sín erlendis jafnt og þétt á undanförnum árum og er nú svo komið að um þriðjungur af um eitt þúsund starfs- mönnum Eimskips og dótturfélaga þess vinnur erlendis. Á síðasta ári opnaði fyrirtækið markaðsskrifstof- ur í Tromsö í Norður-Noregi og í Boston í Bandaríkjunum. Auk þess stofnaði það skipafélagið Maras Linija Ltd. í Bretlandi. Félagið starf- rækir nú sextán skrifstofur í ellefu löndum í Norður-Ameríku og Evr- ópu. Samvinnusjóður * Utboð aug- lýst erlendis VERÐBRÉFAFYRIRTÆKIÐ Bum- ham Securities í New York hafði umsjón með nýafstöðnu skuldabréfa- útboði Samvinnusjóðs íslands að fjár- hæð 400 milljónir króna. Var útboðið auglýst í stórblaðinu Wall Street Jo- umal nýverið og er það líklega í íyrsta sinn sem útboð íslenskrar fjármála- stofnunar er auglýst þar. Bréfín voru seld miðað við 6,5% ávöxtun auk verðtryggingar og voru bæði til 8 og 10 ára. Guðmundur Franklín Jónsson, verðbréfamiðlari, annaðist útboðið af hálfu Bumham. Trúnaður ríkir um hveijir keyptu bréf- in, en líklegt þykir að þau hafí að verulegu leyti endað hérlendis. I V c: i: c
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.