Morgunblaðið - 07.02.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.02.1997, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ h FRÉTTIR Allir yngri nemendur Miðskólans voru sendir heim í gær og sagt að skólinn væri lokaður Listrænn Vetur Morgunblaðið/Rax VETUR konungur sýndi lands- mönnum hversu hann er megn- ugur í vikunni. Fannfergi er mik- ið af þeim sökum og fyrir vikið breyttist floti nýrra bifreiða, sem bíður eigenda, í mjúklega dregn- ar höggmyndir úr snjó. Hótað líf- láti fyrir 50 krónur UNGLINGSPILTUR hótaði tíu ára gömlum dreng lífláti í gær léti hann ekki af hendi fimmtíu krónur fyrir fargjaldi í strætis- vagn, auk þess að ógna honum með beittum lykli. Drengurinn var á heimili sínu í raðhúsi í Kringlunni í Reykja- vík, ásamt vini sínum. Þeim tókst ekki að loka dyrum út í garð vegna snjóþyngsla og þeg- ar drengurinn steig út fyrir mætti hann unglingspilti. Beitti ofbeldi og hótunum „Hann spurði hvort mamma og pabbi væru heima og ég sagði nei. Þá spurði hann hvort ég gæti lánað honum pening og ég svaraði að ég ætti engan pening. Hann hélt samt áfram að ganga og ýtti á mig þannig að ég varð að bakka afturábak inn í húsið. Ég fór inn í eldhús og þá rak hann hnéð i magann á mér, reif í hnakkann og ýtti mér niður. Síðan tók hann eitt- hvað upp úr vasanum, sem ég held að hafí verið lyklakippa. Einn lykillinn var lengri og virtist vera beittari en hinir og hann sagði að þetta væri beitt- asti lykillinn sem hann ætti, setti hann að hálsinum á mér og sagðist ætla að skera mig á háls ef ég léti hann ekki fá 50 krónur fyrir strætó upp í Breið- holt. Ég hljóp upp stigann og hann ætlaði að elta mig, en vin- ur minn bannaði honum að fara upp og þá stoppaði hann og beið í miðjum stiganum," segir sá sem fyrir árásinni varð. Drengurinn fann peninga sem sá eldri tók við og hvarf. Drengurinn kveðst hafa verið mjög hræddur meðan þetta gerðist og að því loknu brast hann í grát og hringdi í for- eldra sína. Faðir hans kom fljót- lega og Ieituðu þeir að pilti. Málið hefur verið kært til lög- reglu. Ríkið sýknað af kröfu yfirlögregluþj óns Nýtt deíliskipulag miðbæjar Kópavogs Oánægja með bens- ínstöð ÍBÚASAMTÖK vesturbæjar Kópa- vogs stóðu fyrir opnum fundi f Gerð- arsafni í gærkvöldi þar sem nýtt deiliskipulag fyrir miðbæ Kópavogs vestan gjár var kynnt. Að sögn Hjálmars Eysteinssonar, formanns samtakanna, mættu hönnuðir og skipuleggjendur svæðisins á fundinn og höfðu þar framsögu. Hjálmar sagði að fundinum lokn- um að almennt hefðu fundarmenn verið sáttir við að á svæðinu yrði miðstöð menningar og lista með til- heyrandi lystigarði, en óánægja væri hins vegar með fyrirhugaða bensínstöð á gjárbarminum sem styngi í stúf við miðbæjarkjamann og ætti ekki heima á þessum stað. Tillaga um ályktun þar að lútandi var borin upp á fundinum en hún var dregin til baka. HÆSTIRÉTTUR sýknaði í gær ríkissjóð af bótakröfum Gunnars Guðmundssonar, fyrrum yfirlög- regluþjóns á Siglufírði, en hann taldi að dómsmálaráðherra hefði vikið sér úr starfí með ólögmætum hætti og krafðist hann 12,9 millj- óna króna í skaðabætur. Héraðs- dómur Reykjavíkur hafði áður sýknað ríkissjóð af bótakröfum Gunnars. Gunnar var leystur frá störfum í maí 1993 þegar fram fór rann- sókn á innflutningi og tollaf- greiðslu á vegum embættis sýslu- mannsins á Siglufirði. Höfðað var sakamál á hendur Gunnari og þá- verandi sýslumanni vegna ýmissa atriða sem lutu að innflutningi og tollafgreiðslu og meðferð og eyð- ingu áfengis sem haldlagt hafði verið á vegum embættisins. Gunnar var sýknaður í Hæsta- rétti í nóvember 1994 af öllum kröfum í sakamálinu en sýslumað- ur var sakfelldur. Bótakröfur hans byggðust á því að í bréfi því, þar sem dómsmála- ráðherra vék honum frá störfum, hafí verið tilgreindar þær brott- vikningarástæður að Gunnar hafí í tvö tilgreind skipti gerst sekur um refsivert athæfí í starfí. Ríkis- saksóknari ákærði hann vegna þeirra atriða sem tíunduð voru í bréfí ráðuneytisins en hvorki hér- aðsdómur né Hæstiréttur féllust á að sekt Gunnars væri sönnuð og sýknuðu hann af öllum kröfum. Vegna sýknunar væru forsendur brottvikningarinnar fallnar. Forsendur óhaggaðar í dómi Hæstaréttar segir að svo verði að líta á að tilgreind atvik í bréfí dómsmálaráðherra hafi verið talin bera vott um atferli sem ósamrýmanlegt væri því ábyrgðar- starfi er Gunnar hafði á hendi. Samkvæmt mati dómenda í héraði stæðu þær forsendur lausnarinnar óhaggaðar þótt fyrir liggi að Gunn- ar sé sýkn af þeim sökum sem á hann voru bomar í hinu opinbera máli pg fellst Hæstiréttur á það mat. í dómsorði Hæstaréttar segir að hinn áfrýjaði dómur eigi að vera óraskaður og að Gunnar skuli greiða ísleirska ríkinu 120 þúsund krónur í málskostnað fyrir Hæsta- rétti. Mál þetta dæmdu hæstaréttar- dómaramir Haraldur Henrysson, Guðrún Erlendsdóttir, Hjörtur Torfason, Hrafn Bragason og Pét- ur Kr. Hafstein. Hjörtur skilaði sératkvæði þar sem fram kemur að hann sé sammála öðrum dóm- endum Hæstaréttar um annað en málskostnað fyrir réttinum sem hann telur að eigi að falla niður. i > í fi I i í I 8 I \ 6 i i Launagreiðslur til kennara dregist ALLIR yngri nemendur Miðskóla, rúmlega tugur, voru sendir heim í gær og þeim sagt að skólinn væri lokaður. Bragi Jósepsson, forstöðu- maður skólans, sem er sjálfseignar- stofnun, segir að nemendunum hafí verið veitt dagsleyfí vegna þess að kennarar þeirra hafí setið fundi með aðilum utan skóla. „Fyrir tilviljun rakst ég á kennara niðri í bæ og skildist að þeir hefðu staðið í einhveijum fundahöldum, en í sambandi við hvað er mér ekki kunnugt um,“ segir Bragi. Að sögn Viðars Hreinssonar, rit- ara stjómar skólans, sendu kennarar nemendur hins vegar heim vegna þess að þeir hafi ekki fengið greidd full laun fyrir janúarmánuð. Hafa hætt vegna óánægju Þorkell Steinar Ellertsson, for- maður stjórnar, segir að greiðsla frá Reykjavíkurborg, sem ætluð er til að greiða laun kennara, hafi dregist um rúma tíu daga, sem hafí valdið töfum á launagreiðslum. Ástæðan fyrir því að kennarar kenndu ekki í gær hafi verið ófærð og veðurútlit. Alls eru 25 nemendur í skólanum að sögn Braga og hefur þeim fækk- að um fímm frá seinustu önn. „Um áramót hættu nokkrir nemendur vegna óánægju foreldra með ástand- ið, meira að segja foreldra sem sitja í stjóm skólans. Þeim leist ekkert á blikuna og fannst allt vera komið í rúst. Ég tel þó að kennsla bama hafi ekki raskast svo mjög að ástæða sé til að vera með harmakvein," seg- ir hann. Miðskólinn er að verða 5 ára gam- all og hefur fengið framlag frá Reykjavíkurborg sem ásamt skóla- gjöldum hefur runnið til launa- greiðslna, húsaleigu og annarra rekstrarþátta. Borgin sagði skólan- um upp húsnæði í Miðbæjarskóla í fyrra og það tók fram á sumar að fínna nýtt húsnæði, með þeim afleið- ingum að ekki var hægt að auglýsa skólastarfið og kennarar hættu en aðrir ráðnjr í þeirra stað. Lovísa Árnadóttir, sem á tvö börn í skólanum, segir að ástandið sé mjög slæmt og hafí bitnað á nem- endum í vetur. „Þetta hefur komið óskaplega illa við böm og foreldra, ekki síst vegna óvissunnar sem hefur skapast. Börn- in vita að kennarar fá ekki launin sín og óvíst er að skólinn starfí til vors. Mörg þessara bama eru þama því að þeim var ekki vært í hverfa- skólum, sökum eineltis og annarra þátta, og nú heyra þau að verið geti að þau fari aftur í hverfaskól- ana sem veldur þeim vanlíðan. Borg- in lofaði svörum upp úr áramótum, en málin hafa ekkert skýrst og skólastarfíð hefur litast af öllu þessu máli,“ segir Lovísa. Þorkell Steinar segir að í það stefni að skólinn verði að hætta formlega og strax eftir áramót hafi nefnd á vegum skólans hafið viðræð- ur við Reykjavíkurborg um að yfir- taka skólann. „Einhveijir embættis- menn eða aðrir í borgarkerfinu hafa reynt með tilteknum ráðum að tefja þetta mál, þannig að við höfum beð- ið núna á þriðju viku eftir að fá við- brögð frá borginni um með hvaða hætti hún taki á málum. Á meðan er skólastarfið að hluta til í upp- , námi,“ segir Þorkell. Bragi segir að borgin hafi gefið | ákveðið fyrirheit um að skólinn verði | starfræktur áfram á sama stað með * sömu kennurum út þetta skólaár. „Við höfðum vonað að breyting- arnar gætu gengið um garð fyrir 1. febrúar, en það tókst ekki,“ segir hann. Ekki verður kennsla í skólan- um í dag, að sögn Braga, sökum viðtala við foreldra. Hann á hins vegar von á að kennsla verði með . eðlilegum hætti á mánudag. Munu tryggja skólavist Gerður Óskarsdóttir, fræðslu- ' stjóri, segir að á þessu ári hafí skól- inn fengið reglulegan rekstrarstyrk, auk þess sem í haust hafí hann feng- ið upphæð vegna húsnæðis og leigu. „Vegna skuldasöfnunar hefur skólinn staðið í viðræðum við ykjavíkurborg, en það stendur ci til að borgin greiði þær skuldir n skólinn hefur stofnað til. Gefist ilinn hins vegar upp vegna þess fjármáiin eru í ólestri myndi borg- :ryggja nemendum skólans skóla- t,“ segir hún.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.