Morgunblaðið - 07.02.1997, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.02.1997, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1997 15 AKUREYRI CícsÐD 0®? Alþýðubandalag óttast að viðbygg- ingu við Amtsbókasafn verði frestað Ekkert svig- rúm fyrir stóra byggingu FULLTRÚAR Alþýðubandalags í bæjarstjóm Akureyrar óttast að verði ráðist í byggingu geymsluhús- næðis vestan við Amtsbókasafnið á Akureyri muni stærri viðbygging enn verða látin bíða, en um áratug- ur er liðinn frá því bæjarstjóm gaf bæjarbúum vilyrði fyrir viðbygg- ingu við safnið, á 125 ára afmæli bæjarins. Sigríður Stefánsdóttir sagði betri aðstöðu bráðvanta við safnið, geymslur, aðstöðu fyrir starfsfólk og notendur þess. Með því neðan- jarðarbyrgi, eins og hún kallaði fyr- irhugaða byggingu sem ætlunin væri að reisa við safnið mætti bú- ast við að viðbyggingunni yrði sleg- ið á frest um óákveðinn tíma. Flokksbróðir hennar, Þröstur Ás- mundsson taldi jafnvel betra að gera ekkert frekar en fara út í fyrir- hugaðar framkvæmdir. Farsælla væri að geyma peningana í sjóði þar til bærinn treysti sér til að fara í framkvæmdir sem sómi væri að. Mörg brýn verkefni Jakob Björnsson bæjarstjóri sagði ekki svigrúm til að heíj'a framkvæmdir við stóra viðbygg- ingu, önnur brýnni verkefni biðu, m.a. á sviði skólamála. Vilji hefði hins vegar verið fýrir því að bæta úr brýnni húsnæðisþörf safnsins, því væri ætlunin að byija á bygg- ingunni næsta haust þannig að hún yrði tilbúin vorið 1998. „Þótt við förum þessa leið er ekkert verið að koma í veg fyrir að „afmælisgjöfm" verði einhvern tíma gefin. Gísli Bragi Hjartarson, Alþýðu- flokki sagði aðstæður hafa breyst á þeim áratug sem liðinn væri frá því ákveðið var að byggja við safnið, vel á annað þúsund fermetra hús- næði hefði verið tekið undir ný bóka- söfn í bænum, einkum við skólana. Nefndi hann að hönnunarkostnaður við bygginguna sem enn biði á teikniborðinu næmi um 40 milljónum og að hún myndi fullbúin kosta um 180 til 200 milljónir króna. Moldviðri Guðmundur Stefánsson sagði Al- þýðubandalagsmenn þyrla upp moldvirði með þessari umræðu. Bent væri á að bærinn ætti næga peninga eftir sölu hlutabréfa, en meirihlutinn vildi greiða niður skuldir og sýna ábyrga fjármálastjóm. Það væri óþarfa svartsýni að halda að ekkert myndi gerast næstu 10 til 20 árin, þótt framkvæmdum væri frestað enn um sinn. Morgunblaðið/Kristján LEONARD Birgisson formaður Flugbjörgunarsveitarinnar á AJtur- eyri, Sævar Órn Sigurðsson framkvæmdastjóri Haftækni og Magn- ús Viðar Amarsson formaður Hjálparsveitar skáta á Akureyri. Hjálparsveitin og Flugbj örgunarsveitin Haftækni gefur stadsetningartæki HAFTÆKNI hf. fagnaði nýlega tíu ára afmæli sínu og af því tilefni færði fyrirtækið Hjálparsveit skáta á Akureyri og Flugbjörgunarsveit- inni á Akureyri fullkomin GPS stað- setningartæki, en Sævar Öm Sig- urðsson framkvæmdastjóri Haftækni sagði að ávallt hefði verið gott sam- starf milli fyrirtækisins og björgun- arsveitanna. Tækin eru handhæg, komast hæglega fyrir í bijóstvasa og taldi Sævar Öm að innan fárra ára yrðu þau sjálfsagður fylgibúnaður allra fjallafara. Leonard Birgisson formaður Flug- björgunarsveitarinnar á Akureyri sagði að tækið myndi koma sér vel, það væri mikilvægt öryggisatriði að vera með það á sér, sérstaklega í vondu veðri. Tækið nemur 8 gervi- tungl og gefur upp staðsetningu út frá þeim. Möguleiki er á að setja upp leiðir, tækið gefur upp stefnu og vegalengd að ákveðnum fyrirfrair völdum stöðum. Drekktu nóg af vatni. Fáðu þér vatn fyrir og eftir æfingar og líka á meðan. Safnaóu 5 hollráóum og þu færó 10OO kr. afslátt af þriggja mánaóa kortum í Mætti og Gatorade brúsa oq duft frá Sól hf. IBRINK DRÁTTAR- BEISLI Eigum fyrirliggjandi dráttarbeisli í flestar gerðir bifreiða. Rafmagnstengi einnig fáanleg. Nánari upplýsingar fást hjásölu- mönnum okkar í síma 588 2550. Bílavörubúðin FJÖDRIN s lfararbroddi SKEIFUNNI 2,108 REYKJAVÍK SlMI 588 2550
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.