Morgunblaðið - 07.02.1997, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.02.1997, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Myndmál ástarinnar BOKMENNTIR Ljöðaþýðingar TUTTUGU LJÓÐ UM ÁST OG EINN ÖRVÆNTING- ARSONGUR eftir Pablo Neruda. Þýð. Guðrún H. Tulinius og Karl J. Guðmundsson. Myndir: Rikharður Valtingojer. 89 bls. Háskólaútg. Reylqavík, 1996. PABLO Neruda hefur áður verið kynntur íslenskum lesendum. Jón Óskar og Sigfús Daðason þýddu fyrir margt löngu Skógarhöggs- maðurinn vakni. Sú þýðing birtist ásamt inngangi í Tímariti Máls og menningar 1951. Ennfremur hefur Jóhann Hjálmarsson þýtt ljóð eftir Neruda sem birtust í ljóðasöfnunum Afgreinum trjánna og / skolti Levíatans. Fleiri þýðing- ar mætti nefna. Það er þó ekki fyrr en nú að bók eftir skáldið er þýdd og gefín út S heilu lagi. Útgáfa þessi er bæði handhæg og ágætlega fræðileg. Frumtext- inn er hvarvetna birtur á móti þýðingu Karls J. Guðmundssonar. Þar að auki er orðrétt þýðing Guðrúnar H. Tulinius birt neðan- máls. Hvort tveggja kemur vel þeim sem kunna dálítið í spænsku en langar að auka þekking sína um leið og þeir njóta góðs skáld- Pablo Neruda skapar. Jón Hallur Stefánsson skrifar inngang þar sem hann kynnir höfundinn og verkið. Meðal annars minnir hann á hversu Neruda söðlaði um með spænsku borga- rastyijöldinni. Þar hafði hann dvalist um skeið þegar stríðið hófst. Og þar með gerðist hann kommúnisti _ og bar- áttuskáld. Áður orti hann undir áhrifum frá súrrealisma eins og gleggst má merkja í bók þessari. Ég sakna þess að þeirrar merkilegu stefnu skuli að engu getið í innganginum. Ein- hver kann að segja að þess gerist ekki þörf þar sem ljóðin lýsi sér sjálf. Hvað um það, svona var sem sé ort í suðrinu áratugum fyrr en íslensk ljóðskáld tóku í alvöru að skoða módernismann með sínu torræða myndmáli og tímaleysi. Texti Karls J. Guðmundssonar er vandaður en tæpast eins klár og frumtextinn. Og skyldi engan undra! Þarna er hægur vandinn að bera saman textana og rýna í hvemig þýðandi vinnur verk sitt. Sérhvert tungumál er heimur út af fyrir sig. Fullkomlega orðréttar Svið o g búningar MYNDLISI Ga11 erí Ilornið, Hafnarstræti BÚNINGA- OGLEIK- MYNDAHÖNNUN Samsýning. Opið kl. 14 -18 alla daga til 12. febrúar; aðgangur ókeypis. UNDANFARIN misseri hafa verið uppi mikil harmakvein um aðstæður íslenskra leikhúsa og kvikmynda til að sinna sínum menningarstörfum með þeim hætti, sem sómi væri að. Þrátt fyrir allan slíkan grátur er stað- reyndin sú, að íslendingar em með duglegri þjóðum við að sækja leiksýningar og kvik- myndir, einkum ef litið er á hin- ar frægu hlutfallstölur þar að lútandi. Þetta ættu menn að hafa í huga þegar harmurinn er sem mestur og talnaflóðið um hið gagnstæða verður ófær hindmn að skynsamlegum álykt- unum. Og ástæðan er einföld: Við emm þeirrar lukku aðnjót- andi að eiga mikið af hæfíleika- fólki, sem leggur hönd á plóginn á þessum sviðum. Einn þessara hópa listamanna sem oftar en ekki fer lítið fyrir em leikmynda- og búningahöf- undar, en þeir em öðmm fremur ábyrgir fyrir því umhverfí sem þessar listgreinar byggja á, og er mikilvægur hluti af þeirri sjónrænu ímynd, sem skilar sér til áhorfenda. Þannig verða sjónlistimar virkur þáttur í öðr- um listgreinum, sem geta í raun illa þrifist án þeirra. Sem fyrr segir em leikmynda- og búningahöfundar á stundum vanmetnir þátttakendur í þeirri listsköpun, sem þeir vinna að. Meðal annars vegna þessa tóku listamenn á þessu sviði sig sam- an og stofnuðu hagsmunafélag á vordögum 1994, í þeim tví- þætta tilgangi að vemda höfund- arrétt sinna félaga og til að efla kynningu á verkum þeirra. Sýn- ingin sem er kveikjan að þessum skrifum er tilraun félagsins til slíkrar kynningar. Hér em lítillega kynnt verk þrettán félagsmanna, sem hafa gegnt stóm hlutverki við að skapa ímynd og umgjörð fjölda merkra leiksýninga, ópemsýn- inga, sjónvarpsþátta og kvik- mynda undanfarin ár. Lykilorðið hér er hins vegar „lítillega“, því þessi kynning nær ekki tilgangi sínum. Framlag listafólksins er nær eingöngu kynnt með fáeinum ljósmyndum sem em festar á spjöld, og geta aðeins gefíð örlitla hugmynd um þau áhrif, sem leikmyndir geta haft, og segja með sama hætti afar lítið um þá fjölskrúðugu búninga, sem leikhúsgestir kynnast svo vel. Líkön, skissur, dæmi um búninga, leikmunir - allt slíkt hefði gefíð mun ríku- legri tilfínningu fyrir þeirri list- sköpun sem hér er verið að kynna, eins og einstakir lista- menn hafa raunar gert með eig- in sýningum í gegnum tíðina. Stórvirki eins og Tröllakirkj- una (Grétar Reynisson og Helga Stefánsdóttir), Galdra-Loft (Hulda Kristín Magnúsdóttir), Átómstöðina (Siguijón Jóhanns- son), og forvitnilegar uppsetn- ingar eins og Birtingur (Þórunn María Jónsdóttir), Trúðaskólinn (Helga Rún Pálsdóttir) og Áfram Latibær (María Ólafsdóttir) þarf einfaldlega að kynna með skil- virkari hætti en hér er gert; leik- myndir og búningar viðkomandi verka jafnt sem listafólkið sjálft eiga það fyllilega skilið. En einhvers staðar þarf að byija, og þessi litla kynning er vonandi aðeins undanfari at- hyglisverðara sýningarhalds á þessu sviði í framtíðinni. Eiríkur Þorláksson þýðingar em því óhugsandi, allra síst á ljóðum. Erfíðast er að ná blæbrigðum fram- textans. Telja má að Karl fari bil beggja, að þræða frumtextann en nálgast um leið ís- lenska málfarshefð. Líkingar Nemda era margar hveijar nýst- árlegar. Eigi að síður hnýtur maður þarna um hugtök eins og sál og hjarta sem varla þykja lengur nútíma- leg í skáldskap. í sext- ánda ljóðinu, sem Neruda stældi eftir Tagore, stend- ur t.d. þessi lína: »La lámpara de mi alma te sonrosa los pies.« Orð- rétt þýðing Guðrúnar: »Ljósker sálar minnar varpar bjarma á fætur þína.« Þýðing Karls: »Ljó- sker minnar sálar sveipar fót þinn roða.« Líkingamál Neruda getur stundum sýnst myrkt og torráðið en kann þó að vera auðskilið þeg- ar betur er að gáð. Til dæmis þetta: »Entre los labios y la voz algo se va muriendo.« Bein út- legging: »Á milli varanna og radd- arinnar er eitthvað að deyja.« Þýðing Karls: »Milli vara og radd- ar er eitthvað að deyja.« Nánast í sama tón hefði íslenskt skáld getað ort um miðjan þriðja ára- tuginn — en orðað það öðruvísi, allt öðruvísi! Jón Hallur getur um vinsældir Neruda, einkum þessa ljóðafiokks. Orsakir þess eru vafalaust marg- ar, sumar vel ljósar. Tungutak skáldsins er með nokkmm hætti hefðbundið en tjáningin er jafn- framt nýstárleg. Ástaijátning skáldsins er hvarvetna heit og innileg en býr eigi að síður yfir töfrum hins óræða. Textinn er skýr og gagnorður, þróttmikill og þrunginn heitri tilfínningu. Jafnvel hið langsóttasta myndmál er orðað vafningalaust. Ennfremur kann Neruda að hafa þótt berorður fyr- ir sinn tíma í hinni katólsku Suður- Ameríku, og varla hefur það spillt fyrir skáldinu! Eftir að roða sló á hinn pólitíska himin í suðrinu jókst vegur skálds- ins enn að mun. Eina ljóðabókin, sem Che Guevara hafði með sér í örlagaför sína til Bólivíu, var Canto general (Allsheijarsöngur) sem skáldið sendi frá sér 1950. Fylgi sitt við kommúnismann fékk Neruda rækilega endurgoldið með víðtækri kynningu um allar jarðir. Þess hefði hann þó hvergi þurft til að nafni hans væri á loft hald- ið. Ljóðlist hans stendur ávallt fyrir sínu. Hann var vissulega í hópi mestu skálda síns tíma í Suð- ur-Ameríku og eitt af höfuðskáld- um þessarar aldar. Myndir Ríkharðs Valtingojers láta lítið yfír sér en eru þó bókar- prýði; hæfilega dulúðugar til að samsvara anda og efni ljóðanna. Erlendur Jónsson Koko- schka í Helsinki í HELSINKI stendur nú yfir sýning á verkum austurríska listamannsins Oskars Ko- koschka, sem fæddur var árið 1886 og lést í hárri elli árið 1980. Hann var málari, grafíker, leikskáld og einn helsti frumheiji módernis- mans á þessari öld. En Ko- koschka var ekki síður sann- ur Evrópumaður, fæddur í Austurríki, lærði þar og í Þýskalandi, ferðaðist um álf- una þvera og endilanga og settist svo að i Tékkóslóvak- íu, en fluttist til Bretlands er heimsstyijöldin síðari skall á. Á sýningunni eru verk sem hann vann á papp- ír, aðallega í jugendstíl og ber hún yfirskriftina „Dreymandi drengur og vandræðabarn". Þá eru einn- ig handlitaðar litógrafíur með skáldlegum texta sem Kokoschka tileinkaði kenn- ara sínum, Gustav Klimt. Nýjar bækur • ÚT er komið safn með fmm- sömdum dúettum og tríó fyrir klarínett og nokkrum útsetn- ingum á ís- lenskum þjóðlögum eftir Elías Davíðsson. Bókin er ætluð nem- endum á fyrstu tveimur ár- unum. Þetta er fyrsta bók sinnar tegundar sem gefin er út hérlendis. Bókin var samin að áeggjan Martins Imfeld, svissnesks klarínettkennara. Lögin vom prófuð við kennslu í Sviss, Bandaríkjunum og á íslandi. Auk þess komu nýlega út eftir- farandi verk Elíasar: Dúettar og tríósöfn fyrir fag- ott/obó/saxófón. Quasi una Tarantella, fyrir 10 málm- blásturshljóðfæri. Verkið var frumflutt í Basel (Sviss) þann 15. janúar 1997. Ojafn dans (Danse inégale), fyrir íslenskt steinaspil og orgel. Verkið var frumflutt í Oviedo (Spánn) þann 29. nóvember 1996. Ferðafiðringur, fyrir skóla- strengjahljómsveit. Verkið var frumflutt í Keflavík í október 1996. Tónar og steinar gefa safnið út. Bókin fæst í tónlistarversl- unum. Smásöluverð bókarinn- arerkr. 1.200. • LESKAFLAR í listasögu er eftir Þorstein Helgason, kennara við Menntaskólann í Kópavogi. Um er að ræða ódýra útgáfu sem einkum er ætluð til notkunar 1 skólum. I formála segir höf- undur: „Lengi hafa menn beðið eftir kennslubók í listasögu á íslensku Þorsteinn Helgason sem upp- fyllti flestar þarfír. Heftið, sem hér liggur fyrir, er ekki sú bók en vonandi betra en ekki að hafa það í höndunum þegar fjallað er um tímabilið frá því um 1400 til seinni hluta síð- ustu aldar. Ætlunin hefur ver- ið að rekja myndlistarsöguna í stómm dráttum samkvæmt þeim hefðum sem skapast hafa á seinni tímum og lesa má t.d. í alkunnri listasögu Jansons- feðga. Margt er að sjálfsögðu umdeilanlegt í þessari hefð en enginn getur gagnrýnt hefðina nema að þekkja hana.“ Útgefandi erlðnú. Bókin er 100 síður með mörgum myndum, umbrot er verk Guð- mundar Steinssonar. Prentun og frágang annaðist Prent- stofa Iðnú. Konur skelfa aftur í Borgarleikhúsinu SÝNINGAR em að hefjast aftur í Borgarleikhúsinu um helgina á leikritinu Konur skelfa. Höfundurinn Hlín Agjiarsdóttir er jafnframt leikstjóri. í fyrra urðu sýningar á Konur skelfa 56 talsins á Litla sviði Borgarleikhússins og segir í fréttatilkynningu að vegna fjölda áskorana hafi verið ákveðið að hefja sýningar að nýju, en sýningafjöldi er takmarkaður. Með hlutverkin í sýningunni fara Valgerður Dan, María Ellingsen, Anna Elísabet Borg, Steinunn Ólafsdótt- ir, Ásta Amardóttir og Kjartan Guðjónsson. Aðstoðarleik- stjóri er Sigrún Gylfadóttir. Jón Þórisson gerði leik- mynd, Áslaug Leifsdóttir búninga, Ögmundur Jóhannes- son hannaði lýsingu en tónlistin í sýningunni er samin og flutt af hljómsveitinni Skárr’en ekkert. Leiksýningin er samstarfsverkefni Alheimsleikhússins og Leikfélags Reykjavíkur og styrkt af Leiklistarráði. FIMM konur við spegil.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.