Morgunblaðið - 07.02.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.02.1997, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Meðferð vegna vímuefnaneyslu á Vogi árið 1996 Fleiri ungmenni en nokkru sinni fyrr ALLS komu 179 ungmenni yngri en 20 ára í meðferð vegna vímu- efnaneyslu á Vog á árinu 1996 og eru það fleiri en nokkru sinni fyrr. Árið áður voru einstaklingamir 137 og nemur aukningin því 30 prósent- um á milli ára. Amfetamínneysla þessa aldurshóps hefur aukist hröð- um skrefum frá því að fjöldi ung- menna prófaði E-töflu í fyrsta sinn um mitt ár 1995 og fór að neyta amfetamíns í framhaldi af því. Á upplýsingafundi sem Þórarinn Tyrfingsson, formaður SÁÁ og yfir- læknir á Vogi, boðaði til í gær kom fram að aldrei hefur jafnmikið af mjög ungu fólki komið þangað í meðferð á einu ári og því síðasta. Séu árgangamir skoðaðir hver fyrir Morgunblaðið/Ásdis ÞÓRARINN Tyrfingsson, formaður SÁÁ og yfirlæknir á Vogi. sig kemur í ljós að aukningin hefst með árganginum sem fæddur er 1976, en af þeim árgangi komu 32 í meðferð áður en þeir náðu 18 ára aldri. Af þeim sem fæddir em árið 1975 komu 15 einstaklingar í með- ferð fyrir 18 ára aldur. Þórarinn segir kannanir á vímu- efnanotkun þessa hóps sýna að stór hluti hans notar ólögleg vímuefni í ríkara mæli en áður og oft margs- konar vímuefni saman. Hann minnti á vamaðarorð SÁÁ í lok júlí á síð- asta ári þegar fullyrt var að amfet- amínfaraldur geisaði hér á landi og svo virtist sem ástandið versnaði hröðum skrefum. Þórarinn segir að þær tölur sem nú liggi fyrir um allt árið 1996 sýni að vamaðarorðin hafí síst verið of sterk. Vandinn hafí verið í jafnhröðum vexti síð- ari hluta árs 1996 og fýrri hlutann. Svokall- aðir stómeytendur amfetamíns, þ.e. ein- staklingar sem notað hafa efnið vikulega í hálft ár eða lengur, vora 50% af hópi ung- mennanna sem komu í meðferð á Vog á síð- asta ári, en það var 56% aukning stómeyt- enda frá árinu 1995. Þórarinn segir það áhyggjuefni að ungt fólk virðist vera tilbúið að gera miklu meiri tilraunir með vímuefni nú en áður og kennir það miklum alþjóð- legum viðhorfsbreytingum sem erf- itt sé að ráða við þrátt fyrir öflugt forvamastarf. Fjöldi unglinga úr hverjum árgangi sem komið hefur á Vog 14-17 ára að aldri 1973 1974 1975 1976 1977 1978 Árgangur Sturtað í sjóinn STARFSMENN Reykjavíkur- borgar og verktakar vinna nú hörðum höndum við að hreinsa götur borgarinnar eftir áhlaupið fyrr í vikunni. Ljóst er að margra daga vinna er framundan. Mynd- in var tekin við Sundahöfn í gærdag þegar vörubíll sturtaði snjófarmi í sjóinn. Eitthvað mun bætast á næstu daga því spáð er éljagangi um allt land. Þá mun harðnandi frost ekki létta borg- arstarfsmönnum hreinsunar- starfið. Morgunblaðið/Árni Sæberg Isjaðarinn tvær sjó- mílur norð- ur af Kögri FLUGVÉL Landhelgisgæsl- unnar, TF-SYN, fór í ískönn- unarflug í gær og reyndist ísjaðarinn þá vera næstur landi 2 sjómílur norður af Kögri. Jaðarinn var 8 sjómílur norður af Deild, 42 sjómílur norðvestur af Grímsey og 45 sjómflur vestnorðvestur af Skagatá. Frá meginísjaðrinum lágu þéttar ísspangir að landi frá Hælavík að Rit og er siglinga- leiðin þar mjög varasöm. Is- dreifar voru víða alllangt út frá ísjaðrinum. Þær sáust illa vegna snjókomu, en aðstæður til ískönnunar voru slæmar í gær vegna veðurs. Núverandi rektor gefur ekki kost á sér við rektorskjör í Háskóla íslands Allir prófessorar kjörgengir HÁSKÓLARÁÐ hefur skip- .að kjömefnd um rektors- kjör sem fram fer í apríl næstkomandi. Nýr rektor tekur formlega við embætti 5. sept- ember í haust. Sveinbjöm Bjömsson, sem verið hefur háskólarektor í tvö kjörtímabil eða frá árinu 1991, hyggst ekki gefa kost á sér áfram en hægt er að veita sérstaka undan- þágu frá þeirri reglu að rektorar sitji ekki lengur en tvö kjörtímabil. Sveinbjöm segir starf háskóla- rektors í senn skemmtilegt, fjöl- breytt og erfítt. „Ég held að það sé ekki hollt fyrir neinn mann að vera mikið lengur í þessu, hvorki fyrir hann sjálfan né háskólann. Menn þreytast og geta orðið fulleinráðir ef þeir eru of lengi, auk þess sem það er úr nógum öðrum að velja og rétt að veita þeim tækifæri," segir Sveinbjöm. Allir prófessorar sem skipaðir eru Nýr rektor Háskóla íslands verður kjörinn í apríl. Nokkrir prófessorar hafa þegar gefíð - kost á sér í starfíð en núverandi rektor sækist ekki eftir endurkjöri. 1S O ! I A • I! 0 l„ L A • I! 0 I I A í tilefni bolludagsins bjóðum við rjúkandi kaffi og rjómabollur með ekta rjóma’' á aðeins 90 kr. föstudag, laugardag, sunnudag og mánudag. Verði ykkur að góðu. Vellingnnlnðiir í starf hjá Háskóla íslands, eða um 140 manns, era kjörgengir. Kosn- ingarétt hafa allir kennarar háskól- ans og aðrir starfsmenn sem eru í fullu starfi og hafa háskólapróf. Ennfremur hafa allir nemendur há- skólans kosningarétt en við talningu vega atkvæði kennara og starfs- manna 2/3 og atkvæði stúdenta 1/3. Skoðanakönnun eða prófkjör fer fram í marsbyrjun og rektorskjörið sjálft í apríl en það hefur enn ekki verið dagsett. Ef enginn fær hreinan meirihluta í kjörinu skal kjósa aftur viku seinna milli tveggja efstu manna. Ýmsir hafa verið nefndir til sög- unnar sem rektorsefni. Morgunblaðið hafði samband við þá prófessora sem taldir hafa verið hvað líklegastir til að gefa kost á sér til rektorskjörs og leitaði eftir staðfestingu þeirra á því. Efling vísinda, fræða og háskólakennslu Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor í eðlisfræði og forseti raunvísinda- deildar, kveðst hafa ákveðið að gefa kost á sér og leggja þar með sitt lóð á vogarskálarnar til þess að efla Háskóla íslands. „Ég treysti mér til að vera málsvari háskólans jafnt út á við sem inn á við og vinna að efl- ingu vísinda, fræða og háskóla- kennslu," segir Þorsteinn, sem kveðst jafnframt hafa ýmsar hug- myndir um hvernig hægt er að gera háskólann nútímalegri, þannig að hann geti betur brugðist við nýjung- um og jafnvei samkeppni. Vésteinn Ólason, prófessor í ís- lenskum bókmenntum, segist hafa samþykkt að hann verði nefndur í prófkjörinu. „Svo sér maður til hvemig útkoman verður. Ef ég kem vel út úr því býst ég við að ég láti reyna á það,“ segir hann. Aðspurður hveiju hann hyggist helst beita sér fyrir, nái hann kjöri, segir Vésteinn verkefnin geysimörg. „Nú er t.d. í gangi endurskoðun á lögum um Háskóla íslands og það verður án efa mikilvægt verkefni hjá nýjum rektor að fylgja því máli eft- ir. Síðan eru íjármál háskólans alltaf stórt mál, sem þarf að fínna jafn- vægi í. Við þurfum auðvitað að fá meiri peninga til háskólans og svo er verkefnið að reyna að nýta þá sem allra best. Ég get líka tekið undir með háskólarektor í ræðu hans við brautskráningu kandídata um dag- inn, þegar þann talaði um fjar- kennslumál. Ég tel mjög brýnt hvem- ig háskólinn bregst við nýrri tækni, nýjum möguleikum og nýjum kröfum á því sviði,“ segir Vésteinn. Brýnt að grunnkjör háskólakennara batni Páll Skúlason, prófessor í heim- speki, kveðst tilbúinn að gefa kost á sér ef áhugi reynist fyrir því innan háskólans. Hann hefur áður gefíð kost á sér, árið 1985, en segist alveg hafa frábeðið sér það síðan, þangað til nú. Hann segir afar brýnt að grunnkjör kennara í Háskóla Islands batni. „Það er eitthvað sem rektor og háskólinn verða að beita sér fyr- ir, því það er lífsspursmál fyrir há- skólann þannig að honum haldist á góðu fólki. Þama hefur Háskóli ís- lands lengi staðið mjög illa að vígi,“ segir Páll. Jón Torfi Jónasson, prófessor í uppeldis- og menntunarfræði og for- seti félagsvísindadeildar, segist hafa vissan áhuga á því að taka þátt í ' rektorskjörinu. „Eg ætla þó að bíða eftir skoðanakönnuninni til þess að átta mig á því hvort ég eigi hljóm- grunn,“ segir hann. Heflofaðað hugleiða málið Jón Torfi segir það spennandi verkefni að taka þátt í uppbyggingu og mótun háskólans, sem hann seg- ir hafa breyst mjög mikið á síðastl- iðnum hálfum öðrum áratug. „Verk- efnum hefur fjölgað, rannsókna- virkni er orðin mun meiri og fram- haldsnám er í uppbyggingu. Allt þetta vil ég sjá eflast enn frekar. Ég hef áhuga á að gæta þess að Háskóli íslands haldi áfram að vera góður háskóli. Menn mega ekki verða of uppteknir af einum anga þróunarinnar, aðalverkefni háskól- ans á jú að vera það að mennta fólk sem á að vera í fararbroddi ís- lenskra þjóðmála, hvort sem það _er í atvinnu- eða menningarlífí. Ég held að rektor geti ýtt undir og auðveldað ýmislegt og tekið þannig þátt í þróuninni þó að hann stjórni ekki ferðinni," segir Jón Torfí. „Ýmsir ágætir menn hafa verið að hringja í mig og hvetja mig til að gefa kost á mér og ég hef lofað þeim að hugleiða málið. Ég neita því ekki að ég hef mikinn áhuga á málefnum Háskólans," segir Þórólf- ur Þórlindsson, prófessor í félagsvís- indadeild, aðspurður hvort hann hyggist gefa kost á sér I rektors- kjöri. Hann hefur þó í hyggju að bíða og sjá hvernig prófkjörið kemur' út áður en hann tekur ákvörðun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.