Morgunblaðið - 09.02.1997, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 1997 11
iÍMlMllllÍfllWi
Nokkur stofnkostnaður við endurbætur á götulýsingu á höfuðborgarsvæðinu
Dregur úr
rekstrarkostnaði
SIGURÐUR Sigurðarson, rafmagns-
tæknifræðingur hjá Jóhanni J. Ól-
afssyni h/f, annast sölu á ljósabún-
aði til rafvirkja er setja upp slík
tæki. Hann segir að ekki sé alltaf hugað
nógu mikið að því að nýta ljósin sem best
og oft geti þau valdið óþarfa truflunum. Á
höfuðborgarsvæðinu er smám saman verið
að skipta yfir í orkusparandi búnað við
götulýsingu og í nýjustu hverfum Reykja-
víkur er eingöngu notaður slíkur búnaður.
„Rafvirkjar kaupa hjá okkur ljóskastara
til að setja upp fyrir viðskiptavini sína,“
segir Sigurður. „Við sem köllum okkur eins
konar sérfræðinga í þessu reynum að benda
fólki á að hugsa um nýtnina. Við höfum
verið að hvetja fólk til að nota fremur svo-
nefnd asymmetrísk ljós þ.e. ljós þar sem
peran er ekki í miðju kastarans heldur til
hliðar. Þá er hægt að láta glerið í kastaran-
um vísa nærri því beint niður, samt varpar
hann ekki ljósinu beint niður heldur fram
á við. Það má sjá gott dæmi um þetta hjá
Eimskipum í Sundahöfn, þar hefur þetta
tekist vel.“
Sérfræðingar mæla með því að fremur
séu notaðar natríumperur en hefðbundnar
glóperur eða kvikasilfurperur. Natríumper-
ur nýta orkuna mun betur og birtan frá
þeim er ekki jafn bláhvít og köld og frá
öðrum gerðum.
Glóperur verstar
Verst er orkunýtingin í áðurnefndum
glóperum. Þess má geta að halógenljós, sem
nota sérstaka gerð af glóperum, nýta orku
betur en aðrar glóperur en breyta þó megn-
inu af orkunni í hita. Hefur þetta valdið
óvæntu álagi á loftræstingu í sumum fyrir-
tækjum þar sem halógenljós eru notuð í
meira mæli en ráð var fyrir gert.
Heimildarmenn blaðsins segja að á
skautasvellinu í Laugardal hafi verið settir
upp symmetrískir kastarar, mjög góð ljós
en þau henti ekki aðstæðum. Ljósið frá
svellinu sjáist alla leið upp í Grafarvog sem
sýni vel að nýtingin sé ekki góð. Þarna
hafi verið búin til ljósmengun að óþörfu.
Einnig hafi menn hannað ljósaskilti á húsi
í grennd við Reykjavíkurflugvöll en ekki
hugað að því fyrr en undir lokin að kastar-
ar, sem lýsa áttu upp stafina, myndu geta
valdið flugmönnum óþægindum.
í Hafnarfirði mun rafveitan nú nota nær
éingöngu natríumljós til götulýsingar, helsti
gallinn við þau er að erfitt er að greina á
milli lita í birtunni frá þeim, allt verður
brúnt. Sömu stefnu er fylgt í Reykjavík.
Þegar ljósabúnaður þar er endurnýjaður eru
nú alls staðar sett upp natríumljós í stað
kvikasilfurslýsingar, m.a. mun eingöngu
vera götulýsing af því tagi í nýrri hverfum
Grafarvogs. Stofnkostnaður er talsverður
við breytinguna en hann skilar sér aftur
vegna lægri rekstrarkostnaðar.
Margir benda á að draga mætti úr götu-
lýsingu á nóttunni þegar umferð er lítil, til
er búnaður sem minnkar ljósmagnið um
helming. Perur myndu endast lengur og
ljósmengun vegna endurvarps yrði minni.
Danskar viðmiðunarreglur
Rafmagnsveita Reykjavíkur er verktaki
þegar götulýsing er hönnuð fyrir borgina
og þjóðvegi á borgarsvæðinu fyrir Vega-
gerðina, viðhald er einnig á vegum Raf-
magnsveitunnar. Garðar Lárusson, deildar-
stjóri áætlanadeildar Rafmagnsveitunnar,
segir að umræða um þessi mál hafi verið
mikil í Danmörku á áttunda áratugnum er
olíukreppan skall á, einkum með tilliti til
orkunýtingarinnar. Notaðar hafi verið frá
1987 danskar reglur þegar götulýsing hafi
verið hönnuð eða endurnýjuð í Reykjavík,
þar sé tekið á öllum tæknilegum þáttum
sem lýsingakerfið eigi að fullnægja.
„Það gefur augaleið að ef dregið er úr
lýsingu, t.d. með því að slökkva á öðrum
hveijum staur eða með öðrum aðferðum,
hættir lýsingakerfið að uppfylla þau skil-
yrði sem gert er ráð fyrir. Skilyrðin eru
m.a. birtumagn, ljómamagn, glýja og jafn-
leiki lýsingarinnar, allt kemur þetta inn í
dæmið þegar lýsingin er hönnuð. Glýjan
er það sem orsakar óheppilegu áhrifin á
himni, hann verður gulur á nóttunni. Einn-
ig endurkastast ljósið upp í himinhvolfið,
t.d. þegar snjór er á jörðinni. Glýja er reynd-
ar tvenns konar, annars vegar sjóndeyfing-
arglýja og hins vegar óþægindaglýja sem
við fáum af því að horfa t.d. í bílljós.
Rafmagnsveitan á aðild að IDA og við
höfum fylgst vel með þessari umræðu í
mörg ár, erum mjög meðvitaðir um þetta
vandamál. Við viljum lýsa upp nákvæmlega
það sem á að lýsa upp og ekkert meira,
viljum beina ljósinu á göturnar en ekki út
fyrir þær.
Danir reyndu að spara með því að slökkva
á öðrum hveijum staur en hættu því upp
úr 1980. Þetta var talið valda hættu, ef
gangandi vegfarandi var mitt á milli staur-
anna þá sást hann hreinlega ekki. Þótt
þetta sé eins og annað umdeilanlegt var
niðurstaðan sú að best væri að hafa annað
hvort kveikt á þessu öllu, eins og og tíðk-
ast hafði, eða slökkva. Þá yrðu vegfarendur
einfaldlega að gæta sín betur.
Það er fjölmargt sem þarf að taka tillit
til við götulýsingu. í eldri hverfum getur
verið mikið vandamál að púsla þessu öllu
saman, þar standa hús jafnvel alveg úti við
gangstétt. Þá stangast á ýmis sjónarmið,
fagurfræðileg og tæknileg. Ef stólpi stend-
ur alveg við kantstein getur farið svo að
bílstjórar aki á hann þegar þeir eru að
leggja bílnum. Þegar moka þarf snjó er
hann fyrir. Það var ákveðið að reyna að
hörfa með stólpana, hafa þá við bakkant
stéttarinnar en ekki við sjálfa götuna í íbúð-
arhverfum. Aðrar reglur gilda síðan um
nálægð stólpa við umferðargötur.“
Þorsteinn Sæmunds-
son stjörnufræðingur
Fólk myndi
skilja
hveiju það
missir af
ÞORSTEINN Sæmundsson stjörnu-
fræðingur hefur vakið athygli á ljós-
mengun hér á landi og bent á að
stjörnuhiminninn yfir Reykjavík og víðar
á landinu sé að hverfa vegna oflýsingar.
Nefna megi einnig ljósin í Nesjavalla-
virkjun og við marga sumarbústaði í
Þingvallasveit þar sem áður hafi verið
hægt að njóta fegurðar næturhiminsins
en lýsing valdi æ meiri truflunum. Hann
segist telja að Reykjavík sé meira upp-
Iýst en flestar aðrar borgir af svipaðri
stærð erlendis.
Þorsteinn nefnir ennfremur að raflýs-
ing í gróðurhúsum á landsbyggðinni lýsi
oft upp næturbimininn þar. Erfitt sé að
fmna staði á höfuðborgarsvæðinu til
stjörnuskoðunar. Áður hafi verið þokka-
lega dimmt í Öskjuhlíðinni á leiðinni út
í Nauthólsvík en flóðljósin við flugskýli
Landhelgisgæslunnar hafi spillt því.
Byggð á Reykjavíkursvæðinu hefur
þanist út síðustu áratugi og ljósanotkun
aukist hlutfallslega enn meira. Þorsteinn
segist hafa tekið ágætar myndir af
norðurljósum í Kringlumýrinni á sjötta
áratugnum en nú sjáist þar varla norður-
ljós lengur vegna aukinnar raflýsingar.
„Mér dytti ekki í hug að fara fram á
að það yrði slökkt á öllum ljósum í
Reykjavík bara vegna þess að mig lang-
ar til að sjá himininn! Það mætti velja
ákveðna staði t.d. í borgarlandinu þar
sem reynt yrði að gera allt til þess að
myrkva þannig að menn þyrftu þá ekki
að fara marga kílómetra frá borginni til
að skoða stjörnur.
Þetta er ekkert einkamál stjörnufræð-
inga, margir þeirra gætu unnið alla sína
vinnu þrátt fyrir þetta, þeir geta flutt
sína sjónauka eitthvað annað. Það getur
almenningur hins vegar ekki. Ef fólk
ætti þess kost að sjá himininn eins og
hann er þegar dimmt er þá myndi það
skilja betur hveiju það er að missa af.
Hvað myndu Reykvíkingar segja ef reyk-
ur byrgði stöðugt sýn þannig að Esjan
sæist ekki frá borginni? Stjörnuhiminn-
inn er hluti af útsýninu, ekkert síður en
fjallahringurinn.
Fyrir nokkrum árum var rafmagnsbil-
un hér í Reykjavík í klukkutíma eða svo
og ég fór út að ganga með fjölskyld-
unni. Stjörnurnar komu í ljós og ég man
hvað krakkarnir horfðu mikið á himininn
og spurðu um margt, það höfðu þau aldr-
ei gert áður.
Island í belti norðurljósanna
Margir sem flytja hingað utan af landi
halda að það sé miklu minna um norður-
ljós í Reykjavík en t.d. á Norðurlandi.
Þetta er mikill misskilningur, það er
bara ljósmengunin sem veldur þessu, það
eru ekkert minni norðurljós hér.
Norðurljós eru mest í ákveðinni fjar-
lægð frá segulskauti jarðar sem er nú
norðarlega í Kanada. Við erum núna í
beltinu þar sem þau sjást best, norðan
og sunnan við okkur sjást þau síður.
Þetta belti liggur um Island, syðsta odda
Grænlands og um nyrstu héruð Noregs,
það liggur mun sunnar í Norður-Ameríku
en í Evrópu og Asíu. Það er ekki til
nein höfuðborg þar sem þau eru jafn
mikil og í Reykjavík," segir Þorsteinn.
Á höfuðborgarsvæðinu hafa áhuga-
menn um stjörnuskoðun bækistöð í Val-
húsaskóla, samtökin nefnast Stjörnu-
skoðunarfélag Seltjarnarness. Meirihluti
félaganna er nú úr öðrum sveitarfélögum
á höfuðborgai'svæðinu. Félagið sér um
rekstur sjónaukans í skólanum auk eigin
sjónauka. Nær 70 manns eru í félaginu,
að sögn formannsins, Guðna Sigurðsson-
ar, nokkrir tugir þeirra sækja fundi að
staðaldri. Slóð félagsins á alnetinu er
http://i-vik.ismennt.is/~ aquila.
Innbrotum og
skemmdarverkum
fækkaði!
HERFERÐIDA í Bandaríkjunum fyrir umbótum
í ljósanotkun hefur borið talsverðan árangur. í
ritum andstæðinga oflýsingar kemur m.a. fram
að í Hillsborough-sýslu í Flórída hafa menn dreg-
ið úr lýsingu við skóla á nóttunni og að sögn yfir-
manns öryggismála hefur þetta haft óvænt áhrif
á afbrotatíðni. Lögreglan hefur handsamað fleiri
þjófa, segist eiga auðveldara með að koma auga
á vasaljós þeirra á nóttunni og innbrotum hafi
fækkað. Minna er um að hópar unglinga safnist
saman við skólana á kvöldin og skemmdarverkum
þar hefur því fækkað.
Palos Park, úthverfi í Chicago, hefur sett reglu-
gerð til að takmarka lýsingu á nóttunni og er
ætlun ráðamanna að viðhalda þannig sveita-
stemmningunni sem íbúarnir eru hrifnir af. Fram-
leiðendur ljósa hafa brugðist vel við ábendingum
IDA og leggja æ meiri áherslu á að hanna búnað
sem veldur minni ljósmengun og sparar orku.
Víða er þó enn pottur brotinn. Maður nokkur
í bænum Bowie í Maryland hefur lagt fram kæru
vegna þess að birtumagn í götuljósi við hús hans
hefur verið stóraukið, munu bæjaryfirvöld hafa
ákveðið að auka götulýsingu vegna þess að nauðg-
unum hafði fjölgáð mjög í bænum. Maðurinn bend-
ir á að ekki hafi verið settar upp hlífar eða hjálm-
ar til að beina skjannabirtunni niður á götuna;
heimili hans sé nú uppljómað allar nætur.