Morgunblaðið - 09.02.1997, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 09.02.1997, Qupperneq 14
14 SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ HANDKNATTLEIKUR Handknattleikur er 5. vinsælasta íþróttagrein- in í Þýskalandi og marg- ir af bestu handknatt- leiksmönnum heims leika með þýskum lið- um, 1. deildin er sögð sú sterkasta í heimi eins og Steinþór Guð- bjartsson fékk að heyra í spjalli við Róbert Sig- hvatsson um veruna hjá Schutterwald. Róbert, sem verður 25 ára í haust, hefur ekki lengi verið í sviðsljósinu. Hann lék með Víkingi þar til hann var 19 ára en þegar Guðmundi Guðmundssyni var vikið úr þjálfarastöðu meistaraflokks fé- lagsins fór hann með honum til Aftureldingar í Mosfellsbæ og þakkar honum árangurinn. „Við vorum eitt ár í 2. deild en þegar liðið vann sér sæti í 1. deild sagði Guðmundur að ég gæti átt mikla framtíð fyrir mér ef ég legði hart að mér,“ sagði línumaðurinn, sem var valinn í landsliðið á ný í æfingaleikjunum tveimur við Þjóð- veija í Þýskalandi á dögunum eftir að hafa misst af leikjunum í undan- keppni heimsmeistaramótsins fyrir áramót. „Hann lagði mikla vinnu í að efla mig og bæta, ég fór að ráð- um hans og framfarirnar létu ekki á sér standa." Landsliðið opnaði dymar Ekki er hlaupið að því að komast í atvinnumennsku í íþróttum en draumurinn rættist hjá línumannin- um eftir að landsliðið hafði tekið þátt í æfingamóti í Japan í fyrra og staðið upp sem meistari í keppn- inni. Þá fluttist hann til Þýskalands ásamt eiginkonu sinni, Jóhönnu Jónsdóttur, íþróttakennara. „Mér skilst að flest þýsku liðin hafí fengið leiki mótsins á mynd- bandi auk þess sem sýnt var frá keppninni í sjónvarpi. Deildin er ótrúlega sterk og liðin virðast hafa öll spjót úti til að reyna að fá leik- menn. I kjölfar keppninnar í Japan fékk ég tilboð frá nýliðum Fred- enbeck og fór þangað með Héðni Gilssyni en Schutterwald vildi líka líta á mig og liðið varð fyrir valinu. Eg gerði samning til þriggja ára sem er uppsegjanlegur þegar ár verður eftir en mér líkar þetta vel og reyni að vera hérna eins lengi og ég get. En ljóst er að keppnin í Japan gaf mörgum mönnum tæki- færi og ég er einn þeirra.“ Gtfurlegur áhugi Innan íþróttasambands Þýska- lands eru 57 íþróttasambönd og samkvæmt nýjustu iðkendatölum er handboltinn í fímmta sæti með 832.232 iðkendur en samsvarandi tala var 826.757 í fyrra og um 823.000 fyrir tveimur árum. Knatt- spyma er vinsælasta greinin með 5.878.41 iðkendur. Síðan koma fím- leikar (4.646.068), tennis (2.292.659) og skotfimi (1.558.971) en frjálsíþróttir eru í sjötta sæti og næst í röðinni em borðtennis, hesta- íþróttir, skíði og sund. Eftir fyrri hluta líðandi tímabils höfðu 319.472 áhorfendur séð leik- ina 120 sem er met í 16 liða deild- inni en áhorfendum hefur fjölgað jafnt og þétt undanfarin fímm ár og hafa verið 2.662 að meðaltali á leik í vetur. Schutterwald er í 10. sæti hvað þetta varðar með 2.355 áhorfendur að meðaltali á heima- leik. Kiel hefur mikla yfirburði með 7.162 áhorfendur að meðaltaii, en síðan koma Grosswallstadt (3.387), Flensburg-Handewitt (3.271) og Nettelstedt (3.050). Fæstir hafa verið hjá Dormagen (1.085) en meðaltal hjá öðrum liðum er frá 1.762 til 2.514 manns. Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson RÓBERT Sighvatsson kom inn í landsliðið á ný á dögunum og býr sig hér undir átökin í Þýskaiandi. Hver leikur eins ♦ og landsleikur „Áhuginn á deildinni er gífurleg- ur og hún fær góða auglýsingu enda er uppselt á flesta leiki sem hefur mjög jákvæð áhrif. Erlendir leikmenn eru fleiri en áður, stjörn- urnar glitra og sjónvarpið beinir kastljósinu að íþróttinni. Schutt- erwald nýtur þess að vera eina 1. deildar félagið á suðursvæði lands- ins. Undanfarin ár hefur liðið rokk- að á milli deilda en nú virðist vera komið ákveðið jafnvægi og menn vona að það haldi sér í deildinni. Við höfum spilað heimaleikina í þremur höllum og alltaf er fullt hús. Metið var þegar við fengum Grosswallstadt í heimsókn fyrir ára- mót. Leikurinn fékk góða kynningu, ekki síst í Frakklandi, og komu margir Frakkar til að sjá Jackson. Við lékum í höll sem er gefín upp fyrir um 5.000 áhorfendur en talan fór í um 6.000 rnanns." Engar afsakanir Róbert sagði að veturinn hefði verið öðruvísi en hann hafði áður kynnst, meira álag, meiri spenna, fleiri verkefni. „Undirbúningstímabilið var mjög erfítt en þó almennar æfíngar séu svipaðar og heima æfum við yfir- leitt tvisvar á dag í tvo tíma í senn. Við erum allir atvinnumenn og menn gefa sig 100% í æfingar, afsakanir eru ekki teknar til greina. Það er langt í alla útileiki, minnst fímm tíma akstur og lengst 13 til 14 tíma akstur. Liðið hafði alltaf farið daginn áður í útileik en ekki fagnað sigri á útivelli fyrr en leikið var í Minden. Þangað er átta tíma akstur, við fór- um beint í leikinn og sigruðum. Sami háttur var hafður á í heimsókn- inni til Hameln en þangað er níu tíma akstur. Við gerðum jafntefli og með úrslitin í huga er eins líklegt að sami háttur verði hafður á í næstu útileikjum. Þá fæ ég meiri tíma í þýskunámið en annars er allt- af nóg að gera og dagurinn fljótur að líða. í frítímanum þarf ég að mæta í ýmis skylduverkefni til að kynna félagið. Eg er sendur í versl- anir til að gefa fólki eiginhandarárit- anir, þarf að mæta í mót og svo framvegis. Því er ekki tími til að láta sér leiðast en vissulega hafa komið tímar sem við höfum viljað vera heima í faðmi fjölskyldunnar.“ Schutterwald er í 12. sæti með 13 stig eins og Rheinhausen en liðin mætast um helgina. „Liðin í deildinni eru geysilega jöfn og má segja að 10 lið geti fall- ið en staðan skýrist betur á næst- unni. Spenna er mikil fyrir hvem leik og þó ávallt sé mætt með því hugarfari að sigra er það auðveldara sagt en gert. Enn ber þó nokkuð á heimadómgæslu sem hefur lengi við- gengist í Þýskalandi en umræðan um hana er þó nokkur. Eftir því hefur til dæmis verið tekið að ungir tvíburar dæma oft hjá Minden og liðið sigrar alltaf þegar þeir dæma. Mikil harka er leyfð í vöm sem sókn og til dæmis kemst línumaður upp með ólöglegar hindranir. Þetta er allt öðruvísi en á íslandi en íslensku dómaramir eru betri en þeir þýsku þó mjög illa sé talað um þá.“ Róbert segir að leikmenn og lið sitji undir miklu álagi. „Ef vel geng- ur á móti liði sem er ofar í stigatöfl- unni em menn hafnir upp til skýj- anna en rakkaðir niður í kjölfar taps á móti liði neðar í töflunni. Ég hef siglt lygnan sjó að þessu leyti og liðið hefur fengið minni gagnrýni en önnur lið. Samt má ekkert út af bregða, baráttan er mikil og hver leikur er sem landsleikur.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.