Morgunblaðið - 09.02.1997, Side 20
20 SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
1
NORSKI listmálarinn Knud Bergslien málaði þessa mynd af Konrad Maurer um miðjan áttunda
áratug nítjándu aldar, þegar Maurer var um fímmtugt. Málverkið var fært Óslóarháskóla að gjöf
árið 1876 og hefur hangið þar siðan. Þess má geta, að bróðir listmálarans var myndhöggvari, sem
gerði bijóstmynd af Jóni Sigurðssyni, nánum vini Maurers, sem nú stendur í Alþingishúsinu.
Gleggsta
gestsaugað
* *
I haust stendur til að frásögn hins þýzka fræðimanns og Islands-
*
vinar, Konrads Maurers, af ferðum hans um Island árið 1858 verði
gefín út fyrsta sinni, tveimur mannsöldrum eftir að ferðin var
farin sem lýst er. Með útgáfunni er þess minnzt, að Ferðafélag
íslands hefur í ár starfað í einn mannsaldur, eða 70 ár. Auðunn
Amórsson fræddist um útgáfuna og lýsingar einhvers gleggsta
gestsaugans, sem heimsótt hefur ísland.
AKOMANDI hausti kemur
út í íslenzkri þýðingu
ferðalýsing Konrads
Maurers, sem þessi
merki þýzki fræðimaður og einlægi
íslandsvinur skráði eftir fyrstu og
einu íslandsför sína árið 1858.
Þetta verður í fyrsta sinn sem þessi
frásögn kemur út á prenti, en hún
sker sig að ýmsu leyti úr íslands-
ferðalýsingum annarra erlendra
manna, sem hingað lögðu leið sína
á 19. öld. Útgáfa bókarinnar verð-
ur meðal viðburða sem marka 70
ára afmæli Ferðafélags íslands.
Konrad Maurer er mörgum ís-
lendingum kunnur, en hann gerðist
sérfræðingur í íslenzkri réttarsögu
og bókmenntum og markaði spor
í Islandssöguna m.a. með innleggi
sínu í baráttu íslendinga fyrir
stjórnarfarsúrbótum á 19. öld með
greinaskrifum í þýzk, dönsk og ís-
lenzk blöð og tímarit, en ekki sízt
með því að vera meðal helztu ráð-
gjafa Jóns Sigurðssonar í sjálf-
stæðisbaráttunni. Vinátta þeirra
Jóns, sem hófst 1855, entist þeim
út ævina.
Maurer hafði verið prófessor í
réttarsögu við háskólann í Múnc-
hen um 11 ára skeið þegar hann
kom hingað í apríl 1858, og hélt
þeirri stöðu út starfsævina, sem
var óvenju afkastarík. Maurer lézt
árið 1902.
Sérstaða Maurers
Ferðalýsing Maurers sker sig á
margan hátt úr öðrum, sem kunnar
eru frá öldinni sem leið. Vitneskju
okkar um íslenzkt þjóðfélag síðustu
aldar eigum við ekki sízt að þakka
erlendum ferðamönnum sem skrif-
uðu síðan ferðabækur, sem oft voru
myndskreyttar með teikningum og
koparstungum, gerðar af úrvals-
teiknurum. Myndir Englendingsins
Collingwoods eru sennilega bezt
þekktar.
Algengast er þó að augu gest-
anna, sem voru nær undantekning-
arlaust menntaðir fyrirmenn frá
þróuðustu þjóðfélögum Evrópu -
oft náttúrufræðingar - beindust
einkum að hinum einstöku íslenzku
náttúrufyrirbærum. Minna fer í
mörgum ferðafrásögnum fyrir lýs-
ingum á fólkinu í landinu og menn-
ingu þess, enda stóðu tungumála-
erfiðleikar erlendu gestunum iðu-
lega fyrir þrifum í því efni.
Hjá Konrad Maurer horfði þetta
öðruvísi við. Leiða má líkum að
því, að hann sé eini ferðabókarhöf-
undurinn erlendur, sem ekki aðeins
gat lesið íslenzku, heldur talaði
málið, jafnframt því að hafa lesið
mestan hluta miðaldabókmennt-
anna íslenzku áður en hann lagði
leið sína hingað. Þessi þýzki há-
skólaprófessor kom fram við íslend-
inga eins og jafningja sína og íjall-
ar um þá sem slíka í skrifum sínum.
Hann sýndi mikinn áhuga á atvinnu-
háttum landsmanna, kjörum þjóðar-
innar og hann mat samtímamenn-
ingu hennar mikils. Það má því leiða
að því rök, að gestsauga hans hafi
verið gleggra en önnur.
Lágu lengi í gleymsku
Útgáfa ferðadagbóka Maurers á
sér langan aðdraganda. Tilvist
þeirra lá lengi í gleymskunnar dái.
Það var ekki fyrr en þýzk kona,
Kládía Róbertsdóttir Wiebel, fór
fyrir um aldarfjórðungi að glugga
í bréf frá Maurer, sem varðveitt
eru í Landsbókasafni íslands. í ljós
kom að Maurer minnist á ferðasög-
una í bréfunum. Þóttust menn því
hafa vissu fyrir að hún hefði verið
skrifuð og að handritið væri hugs-
anlega til ennþá.
Það var síðan árið 1974, að sam-
starf Kládíu og Kurts Schiers pró-
fessors í Múnchen leiddi til þess
að handritið komst loks í leitirnar.
Það fannst ásamt öðrum handritum
Maurers í rykföllnum skókössum í
kjallara sonarsonar Maurers í
Augsburg, þar sem hann starfaði
sem lögfræðingur.
Handritið er skrifað á 99 bækur,
eða brotnar arkir, samtals 394
skrifaðar síður, en vélrituð er ferða-
sagan um 800 síður. Ekki var auð-
hlaupið að því að lesa handritið,
því Maurer hafði af einhverri
ástæðu þann hátt á að skrifa ör-
smátt; svo smátt, segir Kurt Schi-
er, að línuhæðin með línubili er
vart meiri en 2 millimetrar. Eftir
því sem á líður verkið hefur skrift-
in orðið smærri.
Schier vann að hreinritun ferða-
sögunnar í mörg ár samhliða starfi
sínu sem prófessor í norrænum
fræðum við háskólann í Múnchen,
en hann er nýlega farinn á eftir-
laun og einbeitir sér nú að útgáfu-
málum. Undir ritstjóm hans vinnur
um þessar mundir Diederichs-bóka,-
útgáfan í Múnchen að útgáfu rit-
raðarinnar „SAGA“, sem er um-
fangsmesta útgáfa á íslenzkum
fornritum á þýzku, sem ráðizt hef-
ur verið í, þrátt fyrir að njóta engra
opinberra styrkveitinga. Alls eiga
30 bindi að koma út í ritröðinni,
og munu allir helztu norrænufræð-
ingar Þýzkalands leggja hönd á
plóginn. Í fyrrahaust komu fyrstu
tvö bindin út, en það voru annars
vegar úrval íslenzkra fornaldar-
sagna og ný þýðing Kurts Schiers
á Egils sögu.
íslenzkir áhugamenn taka
til við undirbúning
Hér á landi gengu áhugamenn
um verk og minningu Konrads
Maurers í það að þýða ferðasöguna
í hreinriti Kurts Schiers með birt-
ingu hennar að markmiði. Jóhann
J. Ólafsson, stórkaupmaður, Sig-
urður Líndal, prófessor, og Þor-
varður Alfonsson hagfræðingur
stofnuðu fyrstu undirbúningsnefnd
útgáfunnar, en frá því í júnímánuði
1995 hefur fimm manna nefnd
unnið markvisst að undirbúningn:
um með mánaðarlegum fundum. í
henni eiga sæti Jóhann J. Ólafsson,
Árni Bjömsson, þjóðháttafræðing-
ur, Tómas Einarsson, kennari, Páll
Sigurðsson, formaður Ferðafélags
fslands, og Baldur Hafstað, mál-
fræðingur, en hann hefur þýtt alla
söguna.
Baldur er nú að vinna að gerð
heimilda- og atriðisorðaskrár. Að
sögn Jóhanns J. Ólafssonar er búið
að safna ljósmyndum af 60 mönn-
um sem getið er í sögunni og teikna
20-30 myndir sem skreyta eiga
bókina. Ennfremur mun vera ætl-
unin að láta teikningar úr ferðabók
Wilhelms Winklers skreyta bókina,
en hann var samferðamaður og
landi Maurers. Hans verður nánar
getið síðar.
Kurts þáttur Schiers
Kurt Schier mun rita hluta inn-
gangsins að hinni íslenzku útgáfu
ferðasögunnar. Hann segist munu
minnast þar á nokkur atriði úr
aðdraganda útgáfunnar, sem hef-
ur að mestu verið rakinn hér, en
hann hafi í hyggju að bæta þar
nokkru við þá vitneskju, sem þeg-
ar er til staðar um ferðir og störf
Maurers.
„Þess vegna leitaði ég nánar í
skjalasöfnum í þeirri von að finna
eitthvað meira um Maurer," segir
Schier í samtali við Morgunblaðið.
Þó nokkrum mikilvægum spurning-
um í tengslum við ferð Maurers til
íslands sé enn ósvarað, segir hann.
Ein þeirra sé spumingin um hver
hafi borið kostnaðinn af ferðinni.
„En ég veit það ekki enn, það finnst
ekki neitt,“ segir Schier á lýta-
lausri íslenzku. Eyðileggingar
stríðsins hafi tekið sinn toll af hugs-
anlegum heimildum. Hann hefur
þó sínar tilgátur um þetta atriði.
Segist þó hafa von um að fínna
staðfestingar á tilgátum sínum:
„Ég held að konungurinn sjálfur
hafi borgað," segir Schier. „Ég hef
fengið leyfi til að skoða það sem er |
í svokölluðu „geheimes Haus-
archiv" [einkaskjalasafni konungs-
fjölskyldunnar í Bæjaralandi].“ Þar
vonast hann til að finna staðfest-
ingu á tilgátum sínum.
Fundur dagbókar-
handrits
Við leitina að gömlum skjölum ^
sem tengdust Maurer, segist Schier
hafa snúið sér aftur að háskóla- I
bókasafninu í Múnchen, þar sem |
hann þó hafði gert ítarlega leit
mörgum árum áður og verið sagt
að ekkert meira væri að finna. „Nú
er það hins vegar komið í ljós, að
þar leyndust ýmis verk Maurers,"
segir Schier. „Meðal annars ýmis
prenthandrit, til dæmis af „Islánd-
ische Volkssagen der Gegenwart“,“
en það er þýðing Maurers á safni k
íslenzkra þjóðsagna.
Það sem Maurer-áhugamönnum
þykir þó hvað mestur fengurinn í I
á meðal þess, sem Schier fann í
myrkum geymslum háskólabóka-
safnsins í Múnchen^ er handskrifuð
dagbók Maurers. Ástæða þess er
sú, að ferðadagbókin endar 10.
september 1858, þó að menn hafi
vitað að Maurer yfirgaf ekki landið
fyrr en um miðjan október. Dag-
bókin lokar þessu tilfinnanlega !
gati á vitneskju manna um athafn- |
ir Maurers hérlendis. „Það voru því l
mikil gleðitíðindi, þegar Kurt '
Schier tjáði mér í nóvember síðast-
liðnum, að hann hefði fundið
dagbækurnar," segir Jóhann J-
Ólafsson í útgáfunefndinni.
Dagbókin er lítið bókarkorn, sem
Maurer bar með sér hvert sem
hann fór. Hann fyllti um 40 blaðsíð-
ur í bókinni með örsmárri skrift, .
rétt eins og þeirri sem kunn er úr
handritum hans. Hann skráði þar j
nöfn þeirra manna sem hann hitti, |
og helztu atburði sem á daga hans
dreif á ferðalaginu. „í upphafi, og