Morgunblaðið - 09.02.1997, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
sérstaklega við lok dagbókarinnar
skrifaði hann oftast bara nöfn. En
á milli er dálítið meira,“ segir
Schier.
Skal hér niðurlag ferðasögunnar
rakið, í þýðingu Baldurs Hafstað,
og stiklað eftir það á stóru yfir það
sem á daga Maurers dreif síðustu
vikur íslandsdvalarinnar sam-
kvæmt því sem frá er greint í dag-
bókinni.
Á slóðum
Kjalnesingasögu
Er hingað er komið sögu er
Maurer að koma úr miklu ferðalagi
um landið. Áttunda september
kemur hann ásamt ferðafélögum
að Mosfelli. Fimmtudaginn 9. sept-
ember skrifar Maurer: „Segja má
að ferð okkar hafi lokið á Mosfelli.
Bærinn er ekki lengra en svo frá
Reykjavík að þangað má komast á
þremur tímum. Leiðin þangað er
þægileg og svæðið þegar orðið okk-
ur kunnugt. Winkler fór strax um
hádegi til að komast í þægilegri
húsakynni, enda löngu búinn að fá
nóg af ferðalaginu. En ég hafði
ástæðu til að komast út á Kjalar-
nes til að athuga sögufræga staði
og einnig til að geta verið lengur
með séra Magnúsi [á Mosfelli] sem
bjó yfir mikilli þekkingu um ís-
lenskar þjóðsögur. Það var því um
það samið að Ólafur [Ólafsson
fagri] færi með alla klyijahestana
til Reykjavíkur því ég átti von á
að þar biði mín póstur að heiman.
(...) Um kvöldið birtist Pétur með
bréfaböggulinn minn og sat ég yfir
honum um nóttina."
Winkler sá sem hér er nefndur
var þýzkur jarðfræðingur, sem
ferðaðist með Maurer. Eftir hann
liggja teikningar og koparstungur
frá ferðalaginu. Ólafur Ólafsson,
sem hafði viðurnefnið fagri, var
Húnvetningur og fenginn til að
vera fylgdarmaður Maurers á ferð-
um hans. Þeir urðu miklir vinir.
Ólafur átti síðar son, sem hann
nefndi eftir Maurer. Kom þetta síð-
ar þeim kvitti á kreik, að Maurer
hefði getið launson á ferð sinni
hérlendis.
Föstudaginn 10. september reið
Maurer í fylgd séra Magnúsar út
á Kjalames.
„Fyrst var farið að nágranna-
býlinu Hrísbrú (...). Athyglisverð-
ur persónuleiki var bóndinn á Hrís-
brú, Símon Jónsson. Eins og svo
margir íslenskir bændur sinnti
hann fræðistörfum þótt aldrei
hefði hann setið á skólabekk. Það
var einkum stærðfræði sem hann
DAGBÓK Maurers, sem hann hafði með sér í íslandsferðinni
1858. Hún kom fyrst í leitirnar á síðastliðnu hausti. Eins og sjá
má, skráði Maurer dagleg afdrif sín með örsmáu letri.
Maurer-menn
KURT Schier, prófessor í
Miinchen, fann handrit ferða-
sögu Konrads Maurers fyrir
rúmum 20 árum og dagbók
hans úr íslandsförinni á síðastl-
iðnu hausti. Jóhann J. Ólafsson,
stórkaupmaður í Reykjavík,
hefur ásamt fleiri áhugamönn-
um unnið ötullega að undirbún-
ingi útgáfunnar hérlendis, og
Baldur Hafstað, málfræðingur,
hefur þýtt alla söguna.
hafði einbeitt sér að og var talinn
mestur stærðfræðingur á íslandi
ólærðra manna þegar undan er
skilinn Jón Bjarnason í Húna-
vatnssýslu sem fyrr er nefndur.
Oft kom hann til Reykjavíkur til
að leita ráða hjá hinum lærða Birni
Gunnlaugssyni, og hjá honum
lærði hann m.a. meðferð lóga-
riþma. Við fórum síðan framhjá
Leiruvogi og héldum
aftur yfir Leirvogsá og
að bænum Varmadal.
Erfitt er að komast þar
að því bærinn er um-
kringdur fenjum; þar
var enginn heima þegar
til átti að taka, en bóndann Jón
Jónsson, virtan dugnaðarbónda,
hittum við þar sem hann var við
heyskap. Andlit hans var dæmi-
gert búmannsandlit eins og maður
þekkir frá Þýskalandi. (. . .) Þegar
komið er dálítið lengra benti Eirík-
ur [bóndi í Kollafirði, sem slegizt
hafði í för] okkur á Leiðvöll, gaml-
an dómsstað eins og nafnið bendir
til, og rétt þar hjá var gálgi. Er
hann í djúpri klettaskoru við sjó-
inn. Þvert yfir hana liggja gífur-
legar hellur. Við þær var áður
snaran fest. Enn var haldið áfram
fyrst að Móum þar sem séra Svein-
björn Guðmundsson bjó, prestur í
Kjalarnesþingi. Hann tók okkur
vel og veitti okkur súkkulaði en
lét síðan söðla hest til að geta
fylgt okkur áfram, en Eiríkur sneri
til baka. En áður en lengra er
haldið er nauðsynlegt að varpa
dálitlu ljósi á sögu þessa svæðis."
Hér lýkur ferðasögunni. Hið
skammorða minnispár Maurers í
hinni nýfundnu dagbók kemur heim
og saman við ferðabókarlýsinguna,
en. fræðir lesendur ennfremur um,
að hann hafi þennan sama dag,
10. september, riðið hjá
Klébergi og Hofi, heilsað
upp á frú Sigríði Steph-
ensen að Esjubergi og
séð Búahelli. Punktar
síðan hjá sér: „Gist að
Móum.“ Þaðan heldur
hann daginn eftir aftur að Mos-
felli. Áður en þeir séra Sveinbjörn
skilja segir hann Maurer margar
sögur og gefur honum bækur.
Maurer lýsir Sveinbirni svo í dag-
bók sinni: „Fyrirtaksprestur.
Drekkur ekki.“
í Reykjavík
Sunnudaginn 12. september ríð-
ur Maurer til Reykjavíkur. Þar býð-
ur landshöfðinginn Trampe greifi
honum til kvöldverðar ásamt
Winkler ferðafélaga hans, tveimur
Englendingum, og nokkrum ís-
lenzkum mektarmönnum. Maurer
punktar hjá sér: „Setið lengi að
drykkju." Umræður manna snerust
greinilega að mestu um fjárkláða,
sem olli Islendingum miklum búsifj-
um um þessar mundir.
Næstu dögum ver Maurer mest-
megnis í heimsóknir og bréfaskrift-
ir, og skráir hjá sér nöfn
allra þeirra sem hann
hittir að máli. Kvöldinu
15. september eyðir hann
hjá Jóni Ámasyni, og
eiga þeir „ríkulegt spjall"
um þjóðsögur. Næstu
daga ver hann þónokkmm tíma í
uppskrift á þjóðsögum. Maurer
safnaði og þýddi sjálfur margar ís-
lenzkar þjóðsögur, sem hann gaf
út á bók í Þýzkalandi 1862.
Fimmtudaginn 16. september
pantar hann heimfarið með gufu-
skipinu og les „Pilt og stúlku". Um
helgina tekur hann meðal annars
þátt í viðræðum - við Bjarna Jóns-
son, Halldór Friðriksson og fleiri -
um „stjórnarfar í landinu".
Sögulok
Síðustu daga íslandsdvalarinnar
fór tími Maurers mestmegnis í
kveðjur. Föstudaginn 15. október
nýtur hann aðstoðar aðstoðar-
manns síns við að pakka saman
föggum sínum og hittir íjölmarga
vini og velgjörðarmenn hérlenda,
sem margir hveijir gefa honum
gjafir að skilnaði.
Laugardaginn 16. október ríður
Maurer „í köldu en fögru veðri,“
um Kópavog, Arnarnes, Bessastaði
og Garða. Þar hittir hann séra
Helga Hálfdánarson og „hinn
drukkna Árna Helgason, skipspró-
fast“. Um kvöldið kemur
hann til Hafnarfjarðar.
Um hádegisbil sunnu-
daginn 17. október stíg-
ur Maurer á skipsfjöl,
sem tveimur stundum
síðar hóf að fjarlægjast
íslandsstrendur.
Skömmu eftir heimkomu sína til
Þýzkalands, kvæntist Maurer unn-
ustu sinni, Walerie von Faulhaber,
en henni skrifaði ferðalangurinn
án afláts á meðan á ferðalagi hans
um byggðir og óbyggðir eldfjalla-
eyjunnar stóð. Það er haft til marks
um dálæti Maurers á öllu íslenzku,
að hann hafði með sér íslenzkan
kvenbúning úr íslandsförinni, sem
sagt er að Walerie hafí skartað við
brúðkaupið.
Ýmis verk
Maurers
fundust fyrst
haustið 1996
Handrit ferða-
sögunnarum
800 vélritað-
ar blaðsíður
VETRARÚTSALAN
hefst á morgun!
Vetrarfatnaður, skíðagallar, brettafatnaður,
úlpur, skautar, hanskar og húfur
og margt margt fleira....
GÆÐAVARA
á mikið lækkuðu verði
ÚTILÍF
GLÆSIBÆ SÍMI 581 2922
SPARIDACAR
Á HÓTEL ÖRK
Fjölbreytt dagskrá alla daga í broddi
jylkingar með Ama Norðjjörð.
• Morgunleikfimi
• Gönguferðir,
• Boccia
• Bingó
• Danssýningar
• Línudansinn
kenndur
• Kórar koma í
heimsókn
• Föndur
• Tískusýning.
• Harmonikuball
• Kúrekaball,
• Gömlu dansamir
• Kvöldvökur og
skemmtilegar
samverustundir
alla daga.
Verð kr. 14,900.- á mann.
Innifalið: Gisting, morgunverður af hlaðborði, 3 rétta veislu-
kvöldverður öll kvöld frá mánudegi til föstudags. Frí aukanótt
frá sunnudegi ásamt kvöldverði.
1. vika 24. febniar - 28. febrúar. Laust
2. vika 3. mars - 7. mars. Uppselt.
3. vika 10. mars -14. mars. Laust.
4. vika 17. mars - 21. mars. Laust.
Upplýsingar ogpantani- - w,,..
ísíma 483-4700. LlCivlL
Hveragerði - 1| I) HOl tL
Sími 483-4700 -
Bréfsími 483-4775. ^ &fcífsjW gestristtL