Morgunblaðið - 09.02.1997, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 1997 33
MINNINGAR
vera okkur áminning um það að
tíminn líður hraðar hjá en við fáum
skilið. í æsku lífsins virðist okkur
ævidagurinn framundan sem þús-
und ár. Að lokum höfðu svo árin
liðið hjá sem dagur, ei meir. Og það
sem máli skiptir; vináttan, er eitt
eilífðar smáblóm, sem alltaf verður
að rækta og hlúa að af alúð.
Bjarni Sigtryggsson.
Öðlingurinn Kristinn Clausen er
allur langt fyrir aldur fram. Þegar
kallið kom var hann staddur í Nor-
egi sem hafði verið hans annað
heimaland um margra ára skeið.
Þangað átti hann sterkar taugar,
hafði numið þar, búið og starfað í
áratugi áður en hann flutti heim
fyrir nokkrum árum.
Kynni okkar Kristins hófust árið
1976 þegar ég flutti til Stavanger
til að stunda þar nám. Eins og títt
er um fátæka námsmenn þurfti ég
fljótlega eftir komuna á litlu banka-
láni að halda til að brúa ákveðið
bil. Ég fór í bankann og var vel
tekið af bankastjóranum þegar ég
bar upp erindið. Aðeins var einn
hængur á. Þar sem ég var hvorki
kominn með fasta búsetu né vinnu
og hafði heldur ekki verið í neinum
viðskiptum við bankann fóru þeir
fram á að ég útvegaði einn ábyrgð-
armann.
Nú voru góð ráð dýr því ég þekkti
engan í bænum sem ég hefði getað
beðið um svona greiða. Bankastjór-
inn benti mér þá á hr. Clausen í
Handelsfinans sem var stórt fjár-
mögnunarfyrirtæki í Stavanger.
Hann væri íslendingur og ef að
hann ábyrgðist mig væri málið í
höfn. Með hálfum huga fór ég að
hitta þennan mann sem ég hafði
aldrei séð og þekkti ekki neitt. Það
er ekki að orðlengja það en hr.
Clausen reyndist vera litlu eldri en
ég, var samt orðinn framkvæmda-
stjóri og staðgengill forstjóra eins
aðalfjármögnunarfyrirtækisins í
Stavanger, sem þá var á rífandi
uppleið vegna olíunnar. Kristinn tók
mér afar Ijúfmannlega og gekkst
þama í ábyrgð fyrir mig bláókunn-
ugan manninn. Siðar komst ég að
því að ég var engan veginn sá eini
sem hann hjálpaði á þessum árum.
Upp frá þessu þróaðist síðan með
ur. Afi studdi mig í einu og öllu.
Siggi afí eins og við kölluðum
hann var lífsglaður maður. Hann var
ávallt léttur í lund og síbrosandi.
Hann kom ávallt auga á ljósa punkta
í erfíðum málum. Afi minn var einn-
ig umhyggjusamur og ástúðlegur og
sýndi framkoma hans í garð ástvina
sinna það best. Ennfremur bjó afi
yfir miklum lísfvilja og kom það best
í ljós er hann barðist við þann erfíða
sjúkdóm er hann þjáðist af. Þessi
pesónueinkenni afa lýstu sér vel er
hann glímdi við hina miklu sorg er
fólst í því að missa börn sín.
Afí og amma voru mín leið til að
kynnast móður minni. Hún lést er
ég var níu ára gömul. Ég hef ávallt
borið mikla virðingu fyrir þeim og
þótti mjög vænt um þau. Ég er mjög
stolt yfir því að vera afkomandi
þeirra. Mér fannst gagnkvæm ást
ömmu og afa vera skilyrðislaus þrátt
fyrir að líf þeirra hafi ekki beint ver-
ið dans á rósum. Ég sá þetta best á
síðustu mánuðunum sem afí lifði.
Minningar mínar um afa eru
margar allt frá því að ég var lítill
óþekktarormur sem hann reyndi að
temja til þess að ég varð fullorðin
kona sem hann reyndi að leiðbeina
í gegnum lífíð. Ég man vel eftir
honum er hann heimsótti okkur
systkinin, þegar við áttum heima í
Bandaríkjunum. Ennfremur man ég
eftir öllum heimsóknum mínum til
afa í verslunina Rammagerðina þar
sem hann starfaði er ég stundaði
nám við Menntaskólann í Reykjavík.
Þangað var alltaf svo gott að koma
og ræða við afa um daginn og veg-
inn. Afi hvatti okkur barnabörnin
til að nema fræðin og varð hann
mjög stoltur er við urðum stúdentar
eitt af öðru. Ég reyndi ávallt að
heimsækja afa, ömmu og Helga á
Kleppsvegi eins oft og ég gat. Þær
heimsóknir voru mjög stór hluti í
lífi mínu. Námið í lagadeild var ekki
beint dans á rósum og trúin á sjálf-
okkur góður kunningsskapur og vin-
átta sem ekki bar skugga á meðan
hann lifði. Kristinn var afar vel
kynntur í Stavanger á þessum árum
og naut þar mikils trausts bæði
samstarfsfólks, vinnuveitenda sem
og fjölmargra annarra aðila sem
þekktu hann. Þetta hygg ég að hafí
verið fremur fátítt með útlendinga.
Oft varð ég vitni að því að ýmsar
dyr opnuðust sem áttu að vera lok-
aðar, bara við það að hann kynnti
sig. Þau tvö og hálft ár sem ég bjó
í Stavanger umgengumst við Krist-
inn mikið, enda vorum við báðir að
takast á við ákveðna vendipunkta í
lífinu á þessum tíma. Fyrir mér er
tíminn í Stavanger ákaflega dýr-
mætur. Þarna kynntist maður ýmsu
góðu fólki og átti með því góðar
stundir, en mætti líka ýmsum erfið-
leikum sem þurfti að vinna úr. Það
var ekki ónýtt að eiga stuðning
Kristins vísan á þessum árum. Ég
hef fyrir því traustar heimildir að
þegar Kristinn ákvað að söðla um
og flytja heim til íslands reyndu
vinnuveitendur hans í Noregi allt
sem í þeirra valdi stóð til að fá
hann til að vera kyrran.
Eftir að við vorum báðir komnir
til íslands átti ég þess kost að starfa
hjá Kristni um eins árs skeið í litlu
fyrirtæki sem hann rak þá. Það var
að ýmsu leyti frábær tími og lær-
dómsríkur enda Kristinn fagmaður
á sviði viðskipta fram í fíngurgóma.
Fáir menn hafa háft eins mikil og
mótandi áhrif á mig í gegnum tíð-
ina, enda var Kristinn einn þeirra
manna sem hvarvetna setja mark á
umhverfi sitt. Ekki með hávaða eða
látum, heldur með óvenjulega
skarpri greind og rökhyggju. Hann
hafði frá unga aldri þurft að takast
á við margháttaða erfíðleika og
mikla ábyrgð sem ég hygg að hafí
mótað hann öðru fremur. Hann var
maður sem hvarvetna hefði komist
í fremstu röð hefði hann kært sig
um.
En hjá honum sannaðist líka að
sitt er hvað gæfa eða gjörvileiki.
Jafnhliða venjulegri lífsbaráttu sem
oft getur verið erfið, þurfti Kristinn
að heyja aðra baráttu við þann kóng
sem engu eirir fái hann tækifæri
til þess. Sú barátta varð bæði löng
og ströng líkt og hjá Gretti forðum.
Ég er sannfærður um að Kristinn
an sig oft lítil. Er hugarástandið var
slíkt var gott að fara í heimsókn til
afa og finna fyrir þeirri miklu trú
er hann bar í minn garð, um að ég
mundi alltaf standa mig eins og ég
gæti í öllu því sem ég mundi taka
mér fyrir hendur. Þessi trú elsku afa
er og verður leiðarljós mitt í lífínu.
Ég og afí höfðum sameiginlegt
áhugamál sem var ættfræði og fólk.
Hann var kominn af merkri prests-
ætt frá Síðu og fræddi mig um ætt
sína og uppruna. Ég var ávallt mjög
spurul varðandi ættfræði og fólk og
hann var alltaf reiðubúinn að svara
spurningum mínum. Afi átti sjö
börn, fimmtán barnabörn og níu
langömmubörn. Segja má að afí
hafi lifað fyrir afkomendur sína og
skein ást og stolt úr augum hans
er þá bar á góma.
Elsku amma, Helgi, Bíbí, Diddi,
Iris, Jónas, bræður, frændsystkin og
ástvinir, ég votta ykkur samúð mína.
Megi lífsgleði afa ávallt verða ykkur
að leiðarljósi í lífínu.
Afí minn var ekki ungur er hann
skildi við okkur ástvini sína en ég
hefði viljað njóta nærveru hans leng-
ur. Elsku afí, ég sakna þín og minn-
ingin um þig mun ávallt lifa í hjarta
mínu. Ég kveð þig með þessum orð-
um:
Þó að kali heitur hver,
hylji dali jökull ber,
steinar tali og allt hvað er,
aldrei skal ég gleyma þér.
(Vatnsenda-Rósa.)
María Erla Marelsdóttir.
Mig langar til að minnast Sigurð-
ar Sigurðssonar í örfáum orðum.
Siggi, eins og hann var kallaður, var
einstakur maður. Hann var fróður
og úrræðagóður og hafði lag á því
að gera gott úr öllu með léttleika,
enda var hann skemmtilegur maður.
Ég leitaði oft til hans þegar mig
hefði á endanum unnið þann slag
hefði honum enst aldur og heilsa
.til. í þessari baráttu naut hann líka
stuðnings eiginkonu sinnar Ragn-
heiðar sem staðið hefur sem klettur
við hlið hans. Með Kristni Clausen
er genginn frábærlega góður dreng-
ur og félagi sem verður öllum harm-
dauði sem þekktu hann. Ég votta
eiginkonu hans, bömum, stjúpbörn-
um og öðrum ættingjum mína
dýpstu samúð.
Eggert Lárusson.
Tilvera okkar er undarlegt ferðalag.
Við erum gestir og hótel okkar er jörðin.
Einir fara og aðrir koma í dag
því alltaf bætast nýir hópar í skörðin.
Og til eru ýmsir, sem ferðalag þetta þrá
en þó eru margir sem ferðalaginu kvíða.
Og sumum liggur reiðinnar ósköp á
en aðrir setjast við hótelgluggann og bíða.
(Tómas Guðmundsson.)
Fallinn er i valinn góður drengur
fyrir aldur fram. Mig setur hljóðan.
Ég sit hér í öðru landi og get að-
eins kvatt minn góða vin með því
að setja örfáar línur á blað.
Eftir 35 ára kynni streyma nú
minningarnar um Kristin Clausen
fram. Þótt oft væri vík milli vina
bar aldrei skugga á þau kynni og
þótt oft liði langur tími milli þess
er við hittumst, einkum síðari árin,
þá var það jafnan eins og við hefð-
um hist í gær.
Aðrir verða til þess að rekja ævi
og starfsferil Kidda. Tryggari og
betri vin gat enginn átt. Hvað skyldi
taka við þegar þessari jarðvist lýk-
ur? Ekki veit ég svarið við því, en
það veit ég að heimkoma hans verð-
ur góð. Og þeir sem þar eru fyrir
taka góðum dreng fagnandi.
Þá verður oss ljóst að framar ei frestur gefst
né færi á að ráðstafa nokkru betur.
Því alls sem lífið lánaði dauðinn krefst
í líku hlutfalli og Metúsalem og Pétur.
(Tómas Guðmundsson.)
Við Guðrún og börnin sendum
ættingjum og aðstandendum Kidda
innilegustu samúðarkveðjur okkar.
Blessuð sé minning góðs drengs.
Jón Jónsson,
Kaupmannahöfn.
vantaði stuðning. Hann tók mér,
elsta barni konu sinnar, sem dóttur,
þó ég væri ekki hans eigið barn og
börnum mínum sem afabörnum sín-
um, en ég var alin upp hjá móðurfor-
eldrum mínum.
Við Siggi áttum margar ógleym-
anlegar samræðustundir sem ég er
þakklát fyrir. Hann vakti yfír velferð
okkar og fylgdist með okkur í blíðu
og stríðu allt til enda. Lífíð fór ekki
alltaf mjúkum höndum um hann, en
lífsreynslan dýpkaði skilning hans
og jók manngildið. Ekki er hægt að
tala um Sigga án þess að nafn móð-
ur minnar fylgi með, svo samrýnd
voru þau sem hanski og hönd og
elsk hvort að öðru svo af bar.
Undanfarið hef ég rekið sumar-
gistihús í Suður-Svíþjóð. Ég átti því
láni að fagna að taka á móti þeim
hjónum ásamt bróður mínum til
dvalar í sumarleyfi þeirra sl. tvö
sumur. Seinna skiptið sem þau heim-
sóttu mig héldum við upp á áttræðis-
afmælið hans. Það var einstaklega
gaman að gera hvað lítið sem var
fyrir hann, og reyndar þau bæði,-
vegna elskusemi þeirra. Þrátt fyrir
að verulega væri þá af honum dreg-
ið var aðdáunarvert að finna sama
andann og áður og hvað hann var
kjarkmikill og andlega hress. Þannig
mun minningin um Sigga lifa með
mér áfram. Guð blessi hann og varð-
veiti.
fris Eggertsdóttir.
Elsku afi. Okkur langar til að
kveðja þig með nokkrum línum. í
okkar huga varst þú sá afí sem öll
böm dreymir um að eiga. í hvert
skipti sem við hittum þig hafðir þú
alltaf tíma fyrir okkur. Alltaf fengum
við að sitja í fanginu á þér og kúra
hjá þér og stundum var slagur um
það hvert okkar það ætti að vera.
Þá tók afi ráðin í sínar hendur og
sat með okkur tvö í einu og þannig
Kæri vinur. Hinn 4. desember
sl. höfðum við æskuvinirnir fund
með okkur á Solaflugvelli við Sta-
vanger í Noregi. Þú varst á leið til
íslands, eftir velheppnaða ferð í
Noregi, við að kynna íslenska tækni
í fískiðnaði Norðmanna. Við höfð-
um tækifæri til þess að vera saman
í heila þijá klukkutíma. Eftir á að
hyggja finnst mér merkilegt, að
meginhlutanum af þeim tíma vörð-
um við í það að fara yfir okkar
fjörutíu og þriggja ára góða vin-
skap. Við byrjuðu á því að rifja upp
upphaf okkar kynna í Kópavogin-
um. Það var mikið fjör fyrir unga,
tápmikla drengi að alast upp, í
hraðvaxandi byggðarlagi, eins og
Kópavogurinn var í þá daga, alltaf
eitthvað nýtt að gerast.
Síðan töluðum við um þann tíma,
sem þú vannst með okkar sameigin-
lega vini Einari Sveinssyni, kennd-
um við Handbækur. Þú varst hans
hægri hönd við mikið viðskiptaæv-
intýri þess tíma, um sölu alfræði-
orðabóka inn á annaðhvert heimili
á íslandi, á mettíma! Síðan var ráð-
ist í að gefa út fyrsta og langveg-
legast littímarit, sem hafði nokkurn
timan verið gefið út á íslandi,
kvennatímaritið „Hrund“. Mikið
var í þetta lagt og tókst um flest
vel. Þér var verkefnið það hugleik-
ið og kært, að þegar þú nokkrum
árum síðar eignast þitt fyrsta barn,
þá var það að sjálfsögðu látið heita
Hrund.
Næst ferð þú til niðursuðunáms
í Hermetikfagskolen í Stavanger.
Þar giftist þú og eignast tvö börn,
Hrund og Ole, efnilegt, ungt fólk.
Fyrverandi konan þín, Signe, er
látin. Eftir niðursuðunám ferð þú
að starfa við bílasölu og stein-
smíði. Svo koma kaflaskipti, sem
um munar.
Tölvan er að verða allsráðandi.
Til hliðar við aðra vinnu ferð þú í
kvöldskóla og á öll þau námskeið
sem þú gast fundið. Tölvan lá strax
galopin fyrir þér.
Olían er að byija í Stavanger.
Upp spretta allskyns fjármögn-
unarfyrirtæki til að þjóna þessum
nýja og spennandi iðnaði. Eitt þess-
ara fyrirtækja, Handelsfinans, sem
var eign tveggja stórra banka og
þriggja stórútgerða, hefur göngu
koll af kolli. Alltaf vissir þú hvað var
að gerast í okkar lífí og sýndir því
mikinn áhuga hversu smávægilegt
sem það var. Alltaf mundir þú alla
afmælisdaga og aðra merkisdaga í
okkar lífi. Þegar árin liðu og við vor-
um farin að eiga okkar börn og heim-
ili var það þér mikið kappsmál að
vita af okkur, hvað við værum að
gera og að okkur liði nú sem best.
Elsku afí, við kveðjum þig með
sorg í hjarta og miklum söknuði, við
vitum að þú fórst sáttur við alla
menn og hafðir lokið góðu verki. Við
þökkum þér fýrir allar góðu stundim-
ar og varðveitum minningamar sem
við eigum um þig.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þðkk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Elsku amma og Helgi, Guð gefí
ykkur styrk.
Sigurður, Margrét
Iris og Kolbrún.
Ástkær afi minn Sigurður Sig-
urðsson er látinn. Ég finn fyrir mikl-
um söknuði eftir andlát hans. Afí
var góðhjartaður maður. Ljúf og
hlýleg framkoma hans heillaði alla.
Ég á erfitt með að ímynda mér fram-
tíðina án hans því hann hefur ávallt
skipað stóran sess í lífi mínu. En
maður lærir vist að lifa með sorginni.
Ég heimsótti ömmu og afa oft
eftir að ég fluttist til Reykjavíkur.
Afi hafði alltaf mikinn áhuga á því
sem á daga mína og systkina minna
dreif. Oft fóru margir klukkutímar í
þetta umræðuefni og var líkt og ver-
ið væri að ræða eitt af uppáhaldsá-
hugamálum hans. Hann gat breytt
sérhveijum smásigri í stórsigur og
sína og þú gerist mjög snemma
starfsmaður þess, fyrst sem aðstoð-
arbókari, síðan aðalbókari. Á öðru
ári ertu gerður að fjármálastjóra
og gegnir því starfi í eitt ár áður
en þú ert gerður að bankastjóra.
Þessu krefjandi starfi gegndir
þú um árabil. Á þessum tíma var
gífurlegur vöxtur og þensla í fyrir-
tækinu. Ég minnist þess að það
þýddi ekkert að hringja heim til
þín á kvöldin eða um helgar, þú
varst í vinnunni.
Þenslan er það mikil á þessum
tíma, að fyrirtækið var búið að
sjirengja utan af sér húsnæðið.
Ákveðið var að byggja stórt, til
framtíðar, og auðvitað ert þú gerð-
ur að formanni byggingarnefndar,
til viðbótar þínum störfum. Bygg-
ingarframkvæmdir tóku tvö ár. Eg
kom mörgum sinnum til Stavanger
á þeim tíma, alltaf gátum við hist,
en aðeins niður í Handelsfinans.
Hálfu ári eftir að flutt var í nýja
húsið, afhenti þú nýjum herrum
lyklavöldin, með þeirri hógværð og
æðruleysi, sem þér voru svo eðlis-
læg.
Þú fluttir _frá Stavanger og fórst
til starfa í Ósló.
Við störfuðum saman um tölu-
verðan tíma að málum tengdum
fiskiðnaði á íslandi og í Noregi.
Fljótlega eftir komu þína til ís-
lands kynntist þú eftirlifandi konu
þinni, Ragnheiði Blandon, og eign-
uðust þið tvö börn, Kristínu og
Ragnar Stein. Þið rákuð saman
heildverslun, framleiðslu á fúavarn-
arefnum, innflutning og sölu á
málningu og margt fieira.
Þegar sem það skaraðist sem ég
er að gera í Noregi og það sem þú
varst að fást við, þá var ákveðið
að hittast, þegar ég kæmi til baka
úr jólaleyfi.
Þegar við kvöddumst í hinsta
sinn, rússneskri kveðju á flugvellin-
um, fannst mér þú fullur af lífs-
krafti og kjarkurinn í toppi.
Ég veit að móttökurnar verða
góðar og bjart er þar sem þú ferð
núna í þinni hinstu ferð.
Ég votta eiginkonu og börnum
innilega samúð. Hafðu þökk fyrir
allt og allt.
Þinn vinur,
Jóhannes Arason.
ef illa gekk þá sá hann alltaf eitt-
hvað jákvætt. Núna veit ég að sér-
hver stund var dýrmæt og það er
ekkert svo verðmætt í þessum heimi
að ég myndi vilja skipta á þeim.
Það koma margar minningar í
huga mér er ég hugsa til afa míns.
Það hlýja viðmót og þá ástúð er hann
sýndi mér mun ég varðveita í hjarta
mínu alla ævi. Allar minningar mínar
um hann eru bjartar, hlýjar og gleði-
ríkar. Ég tel mig hafa verið gæfu-
saman að hafa fengið að kynnast
manni er bar svo marga góða mann-
kosti. Og stoltur mun ég segja afkom-
endum hans frá honum.
Elsku afí minn, þakka þér fyrir
allar þær yndislegu stundir er við
áttum saman. Megi guð gefa ástvin-
um þínum styrk í sorginni.
Sigurður Einar Marelsson.
Hann Siggi hennar Grétu frænku
er dáinn. Mér brá er ég frétti um
lát hans, fannst hann ætti alltaf að
vera til. Hans verður sárt saknað,
þessa rólega manns, sem skildi allt.
Hann virtist taka öllum hlutum með
jafnaðargeði, aldrei sá ég hann
bregða skapi. Réttlátur, góður, vin-
gjarnlegur, ljúfur maður sem sá ver-
öldina og fólkið eins og það var og
tók því þannig.
Elsku Gréta og fjölskylda. Innileg-
ustu samúðarkveðjur og Guð verndi
ykkur.
Hér kveð ég þig vinur - því komin er nóttin
með kyrrð eftir strangan dag,
hún breiðir út faðminn í blíðu og mildi
og boðar þér nýjan hag.
Leiðir þig fijálsan til ljóssins sala
svo langt frá angri og sorg,
og ferðalúnum finnur þér hæli
í friðarins helgu borg.
(Kristján Hjartarson.)
Aðalheiður Harðardóttir
(Dússý).