Morgunblaðið - 09.02.1997, Side 40

Morgunblaðið - 09.02.1997, Side 40
40 SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ PI«rr@ainl»W»í®> s Dýraglens ( (TiViY* iri po />ETTA ER «6 Ó6N1//ENLM-V § (4SW <3rU»A SBM tG HEF5E&D s / 71j/MOR N yiATAKPALLUR. ) 1 nT 1 íLJím m&Æ 1 o * O ^ CNj ° N 0 t ’ t í~k va-— — E j s Tommi og Jenni Ferdinand Smáfólk /- //- 97 VOU JU5T DOKl'T 1/NDER5TAND, DO VOU? Þú skilur bara ekki, er það? BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reylgavik • Sími 5691100 • Simbréf 569 1329 • Netfang:lauga@mbl.is Um ruglið í ráðherranum og kvótakerfið Frá Páli Jóhannessyni: Á UNDANFÖRNUM áram hefur átt sér stað mikil kvótaskerðing þ.e.a.s. aflaheimildir fiskiskipa hafa verið skertar stórkostlega á hverju ári. Þetta var gert til upp- byggingar fyrir fiskistofnana hér heima. Þegar menn sáu hvert stefndi var farið að stunda veiðar á karfa á Reykjaneshrygg, hinum svokallaða úthafskarfa. Þessar veiðar stunduðu sumar útgerðir af miklu kappi svona til að láta enda ná saman, vegna samdráttar á veiðum heima fyrir. Þarna fómuðu menn sér og lögðu mikla vinnu og ijármuni til að ná tökum á veiðunum. Má segja að árangurinn sé veralega athyglis- verður. Ekki stóð á því að hinir ýmsu fræðingar og stjómmála- menn þjóðarinnar stæðu upp og klöppuðu mönnum á bakið og hvöttu þá til þess að stunda þess- ar veiðar. Lofuðu þá duglegustu. Eitt ætti þó öllum að vera ljóst að ekki geta stjórnvöld þakkað sér þann árangur sem þama hefur náðst. Þann árangur eiga sjómenn og útgerðarmenn allan heiðurinn af. Vegna þessa gífurlega afla sem tekinn er þama bæði af íslending- um og öðram þjóðum var því ekki óeðlilegt að kvóti yrði settur á veiðarnar. Kvótasetning var sett á svona rétt til þess að hafa stjórn á hlutunum þ.e.a.s. til verndar stofninum. Sennilega ættu allir að vera sammála um að það hafi ver- ið skynsamlegt, svo ekki illa færi. Kjaftshögg í andlitið Nú þegar er búið að úthluta kvóta á skip samkvæmt veiði- reynslu. Því þótti það ekki óeðli- legt að þær útgerðir sem stundað hafa þessar veiðar hvað mest yrðu látnar njóta þess við úthlutun. Það má því segja að það hafi verið eins og að vera sleginn utanundir með blautum vettlingi þegar hæstvirtur sjávarútvegsráðherra tilkynnti að útgerðir sem fengju úthlutað aflaheimildum á úthafs- karfa yrðu að afsala sér 8% af úthlutuðum þess kvóta, hér á heimamiðum. Það á sem sé að refsa mönnum grimmilega fyrir að hafa lagt sitt af mörkum við að gefa fiskinum frið hér heima, meðan á uppbyggingu fiski- stofn- anna stæði. Refsingin er ekki bara gegn útgerðarmönnum heldur langar mig að benda á að sjómenn- irnir eiga líka hlut að máli. Hags- munir mörghundrað sjómanna era ekki síður miklir. Vegna þessara vafasömu gjörn- inga ráðherranns get ég ekki var- ist þeirri hugsun að það gæti orð- ið hættulegt ef samið yrði um veiðar í smugunni. Trúlega myndi ráðherrann kóróna allt raglið með því að skerða aflaheimildir þeirra hér heima svona til að vera sjálfum sér samkvæmur. Ekki kæmi það heldur á óvart þótt veiðireynsla sem menn hafa náð sér í á Flæmingjagranni ætti eftir að koma enn frekar í bakið á þeim mönnum. Og sem fyrr hafa ráðamenn ekkert lagt neitt af mörkum til eflingar á veiðum á fjarlægum miðum. Adam var ekki lengi í Paradís Þegar yfírstandandi kvótaár gekk í garð voru aflaheimildir á þorski auknar í fyrsta sinn síðan kvótinn var settur á. Árangur áralangrar friðunar sögðu físki- fræðingar. En Adam var ekki lengi í Paradís því ætli auknar aflaheimildir drukkni ekki í rugl- inu þegar upp er staðið hjá þeim sem hafa verið sem duglegastir í úthafskarfanum. Einhvern veginn finnst mér vinnubrögð af þessu tagi bera vott um það að ekki sé þorandi fyrir sjómenn og útgerð- armenn að vera of duglegir að bjarga sér. Þeim er bara refsað í staðinn. Er vælið í Arthúri farið að skila árangri? Fíflagangur af svona tagi fær mann til að spyija sig þeirrar spurninga, hvers vegna verið sé að refsa mönnum með þessum hætti? Það skyldi þó ekki vera að það ætti að færa smábátasjómönn- um þann kvóta sem þarna á að sparast til þess eins að hafa þá góða. Nema kannski það eigi að verðlauna hina sem ekki höfðu vit á því að reyna bjarga sér þegar harðnaði á dalnum? Maður er farinn að halda að vælið í Arthúri Boga og Erni Páls sé farið að skila sér í taugaveikluð- um ákvörðum ráðherrans. Ekki ætla ég að gera lítið úr verkum þess mæta manns Arthúrs Boga- sonar sem hefur lyft Grettistaki fyrir smábátasjómenn. Það getur hins vegar aldrei talist eðlilegt að skerða aflaheimildir eins til að færa öðrum. Það sem við íslend- ingar þurfum er ábyrgt fískistjórn- unarkerfí stjórnað af ábyrgum aðilum. Meðan menn stjórna eins og nú er gert er ekki von á góðu. Það er engu líkara en þeir séu með hendumar bundnar fyrir aftan bak eða eins og einn vinur minn sagði: þetta er eins og að vera alltaf með kúkinn í buxunum. PÁLL JÓHANNESSON, togarasjómaður, Bröttuhlíð 8, 603 Akureyri. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskiiur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.