Morgunblaðið - 09.02.1997, Síða 56

Morgunblaðið - 09.02.1997, Síða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SlMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.1S / AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTl 1 SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Varðskipið Ægir tekur þátt í veðurmælingum langt suður í hafi Áhöfn varð ekki svefnsamt vegna „barsmíða“ SH opnar skrifstofu í Moskvu SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihús- anna hyggst opna söluskrifstofu í Moskvu. Starfsmenn þar verða til að byija með eingöngu rússneskir. Að sögn Friðriks Pálssonar, for- stjóra SH, eru tveir menn nú á veg- um SH í Moskvu, en að ferð þeirra lokinni skýrist hvenær af opnun skrifstofunnar getur orðið. SH var í áratugi með mikil við- skipti við gömlu Sovétríkin, sem að sögn Friðriks duttu að mestu niður frá 1990-91, þótt þau hafí aukist á nýjan leik upp á síðkastið. VARÐSKIPIÐ Ægir er nú á leið- inni frá Cork á írlandi að hafsvæð- inu 900-1.000 sjómílur suður af Islandi. Þar tekur skipið þátt í veðurathugunarmælingum á veg- um alþjóðlegrar stofnunar á sviði veðurathugana. Helgi Hallvarðs- son, yfirmaður gæslufram- kvæmda hjá Landhelgisgæslunni, segir að verkefnið hafi gengið vel þrátt fyrir mikið óveður mestan hluta tímans. Ymislegt smálegt gekk úr skorðum um borð vegna veltingsins og nefnir Helgi sem dæmi, að lappirnar undir eldavél skipsins hafi verið orðnar lúnar þegar skipið kom til Cork. Þar var lappað upp á vélina. Helgi segir að mest hafi komið á óvart hve öldurnar eru krappar á þessum árstíma. „Við töldum að langt væri á milli aldna vegna þess hve djúpt úti í hafi svæðið er en þær eru í raun mjög krapp- ar. Það hefur farið alveg upp i fárviðri. Þarna hefur verið allt upp í 13 gráða lofthita og sjórinn er 11-12 gráða heitur. Það hefur verið mikill veltingur og högg þegar sjórinn er svo brattur og lítið um svefn hjá áhöfninni þegar þær barsmíðar stóðu sem hæst. Þó lætur skipið miklu betur í sjó eftir að ný slingubretti voru sett á það,“ sagði Helgi. Landkröbbum til upplýsingar skal tekið fram, að slingubretti eru eins konar armar út úr skips- skrokknum fyrir neðan sjólínu og hafa það hlutverk að draga úr veltingi. Hlutverk skipverja er m.a. að koma á loft veðurbelgjum og seg- ir Helgi að það hafi gengið dálítið brösuglega. Reyndar sé gert ráð fyrir 10% afföllum af belgjum við veðurathuganir á þessu svæði. Helgi sagði að þrátt fyrir að slæmt hefði verið í sjóinn hefði sjóveikin greinilega ekki lagst þungft á menn. „Það varð að minnsta kosti enginn eftir í Cork. Þeir geta ekki verið illa haldnir ef þeir láta sig hafa það að fara aftur á þessar slóðir. Halldór Nellett, skipherra á Ægi, sagði mér reyndar að hann hefði búist við að menn gætu vart staðið í lappirnar vegna sjóriðu þegar þeir komu til Irlands, en þeir fóru víst létt með að fóta sig þar.“ ÞESSI sjón blasti oft við skipverjum á varðskipinu Ægi þegar skipið var við veðurathuganir um 1.000 Siglt inn í ölduvegg Morgunblaðið/Halldór Nellett sjómílur suður af Islandi. Hár ölduveggurinn reis ógnandi fyrir framan skipið, sem kastaðist til og frá. Ríkisfangslaus íslensk-dóminísk stúlka kemst ekki heim til Islands aftur Óheimil dvöl í þriðja landi á leiðinni ÍSLENSKUR faðir, dóminísk móðir og fjögurra mánaða gömul dóttir þeirra, sem fædd er hér á landi, eru strandaglópar í Santiago í Dóminíska lýðveldinu, þar sem þau hafa verið í heimsókn hjá fjölskyldu konunnar, og komast ekki til baka til íslands. Utanríkisráðuneytið vinnur í málinu og kveðst Bjami Sigtryggsson sendi- ráðsritari bjartsýnn á að fjölskyldan komist heim fljótlega. Barnið hefur hvorki íslenskan né dóminískan ríkisborgararétt, sökum þess að lög um ríkisborgararétt í heimalöndum foreidranna stangast á og foreldrarnir eru ekki giftir. ítarlega var greint frá þessu mis- ræmi í lögunum í Morgunblaðinu í nóvember sl. Þar sem barnið er ríkisfangslaust fékk það ekki vegabréf og því gaf Útlendingaeftirlitið út handa því svo- kölluð ferðaskilríki áður en fjölskyld- an fór út. Að sögn Bjarna heimila ferðaskilríkin ferð milli_ tveggja landa, í þessu tilviki milli íslands og Dóminíska lýðveldisins með endur- komurétti til íslands. Hins vegar heimila þau ekki dvöl í þriðja landinu á leiðinni og er yfirleitt ekki hægt að fá áritun til þriðja lands í þess háttar ferðaskilríki. Þar sem ekki er beint flug frá íslandi til Santiago þurfti fjölskyldan fýrst að fljúga til Fort Lauderdale, þar sem hún gisti eina nótt áður en flogið var áfram til Santiago. Þá kom í ljós að litla stúlkan hafði ekki heim- ild til að hafa viðdvöl í Bandaríkjun- um þar sem hún hafði ekki vega- bréfsáritun. Þau fengu þó að halda áfram til Santiago gegn því að greiða sekt en nú þegar þau hyggja á heim- ferð komast þau ekki úr landi, sökum þess að þau þurfa að fara sömu leið til baka, þ.e. með viðkomu í Banda- ríkjunum. Bjarni Sigtryggsson kveðst hafa haft samband við sendiráð Islands í Washington og falið því að hafa sam- band við Þóri Gröndal, ræðismann íslands á Miami. Hann hafi verið beðinn um að vera fjölskyldunni inn- an handar með því að ræða við út- lendingaeftirlitið þar þegar ferða- dagur hennar til Islands hafi verið ákveðinn. „Þegar þar að kemur eiga þau að geta farið að morgni frá Santiago til Fort Lauderdale og náð kvöldflugi þaðan til íslands. Þannig að ef ræðismaður gengur í ábyrgð fyrir þau gagnvart útlendingaeftirlit- inu um að þau fari um borð í vélina, þó er ástæða til að ætla að þetta gangi upp.“ Þar með er málinu þó ekki lokið, því að eftir sem áður er litla stúlkan ríkisfangslaus. „Það mál er enn ekki leyst, það er nokkuð sem dómsmála- ráðuneytið þarf að gera,“ segir Bjami.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.