Morgunblaðið - 27.02.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.02.1997, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Páll Óskar verður fulltrúi íslands á Eurovision í Dyfiinni „Gallharður aðdáandi söngvakeppninnar“ PÁLL ÓSKAR Hjálmtýsson verð- ur fulltrúi íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Euro- vision, sem haldin verður í Dyflinni á Irlandi 3. maí næstkom- and. Páll Óskar fer utan að beiðni Sjónvarpsins og hyggst flylja eig- ið lag og texta. Hann segist stefna að því að ná mestri athygli áhorf- enda og skemmta sér konunglega um leið. Páll Óskar Hjálmtýsson segir að dagskrárstjóri Sjónvarpsins, Sigurður Valgeirsson, hafi beðið sig um að keppa fyrir Is- lands hönd þegar hætt var við undankeppni hér á landi. „Eg sló til vegna þess að efni og aðstæður leyfa og það hittir á réttan tíma- punkt á mínum ferli. Ég hef áður verið beðinn að taka þátt í söngvakeppninni, fyrst 1991, en neitað vegna þess að mér hafa ekki líkað lögin sem voru í boði. Sjálf- ur er ég gallharður aðdándi söngvakeppninnar og ber mikla virðingu fyrir henni.“ Stökkpallur til einhvers annars og meira Páll Óskar segist vinna verkið sem verktaki fyrir Sjónvarpið og hann hafi alla þræði í hendi sér, annað hafi ekki komið til greina. „Ég hef ákveðnar skoðanir á þessari keppni og hvaða leiðir eru bestar til að vekja á sér athygli og ekki síst til að nota keppnina sem stökkpall til einhvers ann- ars og meira. Ég geri mér grein fyrir því að söngvakeppnin hefur leikið ákveðna þátttakend- ur grátt og veit út í hvað ég er að fara, en um leið er hún keppni sem allir elska að hata og horfa samt á. í þessu tilfelli 500 milljón manns.“ Páll Óskar segir að á sjöunda og áttunda áratugnum hafi kepp- endur yfirleitt verið raunveruleg- ar stjörnur úr sínum heimalönd- um og grúi laga hafi komið fram á þeim tíma sem teldust klassísk dægurlög í dag. „Við megum ekki gleyma því að á árum áður kepptu í söngvakeppninni listamenn eins og Cliff Richard, Sandie Shaw og Abba, svo fáeinir séu nefndir. Á þessum áratug hefur aftur á móti og bætir við að lagið sé danslag með „hátíðlegri" laglínu og segi frá manneskju sem lifað hafi hátt um dagana og liggi nú útlifuð fyrir dauðanum á Betty Ford- stofnuninni, „búin að lifa hinu ljúfa lífi til hins ítrasta og hlusta á allt of mörg Eurovision-lög“. Hann samdi lagið með Trausta Haraldssyni á Akureyri, lauk við það í fyrradag, en á sviðinu með honum í Dyflinni verða engir hljóðfæraleikarar, aðeins fjórar dansmeyjar. Lagið, sem ekki hefur fengið heiti, verður frum- flutt á Rás 211. mars og myndband við það frum- sýnt 25. mars. Páll Óskar fer síðan út með föru- neyti 26. apríl til að búa sig undir keppnina. „Svo skemmtilega vildi til að Island var dregið síðast í þátttökuröðinni og ég verð því síðastur á svið, næst á eftir Frakklandi, Danmörku og Englandi, sem eru ekki amaleg lönd að keppa við hliðina á. Á netinu segja menn að eft- irsóttustu sætin séu fyrsta sætið, þriðja og það síðasta, það sýni töl- fræðin. Þeir spá Islandi líka sigri eftir tölfræðiút- reikningum og miða þá við lögin sem hafa komið frá okkur hingað til, mik- ið umtal um Island og ís- lenska tónlist ytra, en hafa vitaniega ekki heyrt lögin sjálf.“ „Lagið sem ég fer með út er besta lag sem ég hef samið um dagana, ris að mínu mati langt yfir meðalmennskuna sem hefur tröllriðið söngvakeppninni undanfarin ár. Ég er ekki að fara í þessa keppni til að þóknast ein- um eða neinum, ekki til að vinna hana, ekki til að gera grín að sjálfum mér eða keppninni og ætla ekki að fara að afsaka það eftir tvö ár að hafa tekið þátt. Ég fer til að vekja mestu athyg- lina á mínum forsendum og hef trú á því að það sé besta leiðin til að ná árangri. Það er svo ekk- ert mál að troða upp fyrir framan 500 miljjónir, ég er þannig sviðs- maður að mér líður betur eftir því sem milljónirnar eru fleiri." verið lenska að senda í keppnina annars flokks flytjendur með ann- ars flokks lög eins og það hafi verið sameiginlegt átak þjóðanna sem að keppninni standa.“ Yngt upp í dómnefndunum Páll Óskar segir að skipulags- nefnd söngvakeppninnar hafi sett þér það mark að hefja hana til vegs og virðingar að nýju, fá til leiks yngri keppendur „og ekki síst að yngja upp í dómnefndun- um, en reglurnar hafa verið að Morgunblaðið/Kristinn PÁLL Óskar. „Lagið er í hæsta máta óvenju- legt Eurosvision-lag.“ dómendur skyldu vera á aldrinum sextán ára til sjötugs. Framvegis verða þrír fjórðu hlutar dóm- nefnda yngri en 35 ára. Einnig er líklegt að kynnirinn verði söngvarinn úr strákahljómsveit- inni Boyzone, sem skemmtir í lok- in og tryggir þannig gott áhorf ungmenna um alla Evrópu." Páll Óskar segist ekki fara út með það fyrir augum að sigra í keppninni. „Ég ætla mér að vekja mestu athygli áhorfenda og skemmta mér konunglega um leið. Ég lofa því að lagið sem ég fer með út á eftir að vekja tölu- verða athygli, því það er í hæsta máta óvepjulegt fyrir þessa söngvakeppni," segir Páll Óskar Morgunblaðið/Halldór GEIMSKUTLURNAR voru tilkomumiklar þegar þær gengu milli gesta. Geimskutlur veittu ungmenn- um áfengi EFTIRLITSMENN vínveitingahúsa höfðu afskipti af tveimur ungum stúlkum á dansstað við Hverfisgötu um liðna helgi þegar þeir voru á ferð um veitingastaðina. Þær voru í sérkennilegum klæðum með kúta á baki, merkta erlendum áfengis- framleiðanda, og líktust helst geim- förum að sögn lögreglu. Úr kútunum lágu slöngur með sprautur á endanum og sprautuðu geimskutlur þessar úr kútunum upp í munn þeirra gesta sem vildu, án endurgjalds. Talsvert margir vildu notfæra sér það boð. í Ijós kom að innihald kútanna var áfengi frá ein- um innflytjanda slíkra veiga. Áður en til afskipta eftirlitsmanna kom, höfðu m.a. gestir veitingahúss þar sem flestir voru undir tvítugu fengið að smakka á vökvanum, auk þess sem ekki hafði verið haft fyrir því að spyija um skilríki, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Einnig hafði sést til stúlknanna sprauta upp í fólk á götu, jafnvel ungmenni sem á vegi þeirra urðu. Stúlkurnar neituðu að framvísa skilríkjum og höfðu eftirlitsmenn því samband við starfsfólk innflytjánd- ans, þar sem upplýsingar þar að lútandi fengust. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu hefur þetta mál vakið upp spumingar um hvort slíkar áfengis- kynningar stangist á við lög. Ástæða þótti til að láta embætti lögreglu- stjóra í Reykjavík kanna málið frekar. Varúðarráðstafanir á Skeiðarársandi Bæklingur á fjórum tungumálum I RAÐI er að gefa út upplýs- ingabækling á íslensku, ensku, frönsku og þýsku til þess að vara ferðamenn við hættum sem leynast í nánd við jakana á Skeiðarársandi. Einnig verður komið fyrir áberandi skiltum við þjóðveginn og við vegi sem liggja út á sandinn. Lögregluyf- irvöld hafa heimild til að loka ákveðnum svæðum á Skeiðarársandi telji þau ástæðu til. Þetta kom fram í svari Davíðs Oddssonar forsætisráðherra við fyr- irspurn Hjörleifs Guttormssonar, þingmanns Alþýðubandalags, á Al- þingi í gær. Hjörleifur taldi að einnig væri ástæða til að koma upp stikuðum leiðum á sandinum, bæði ferða- mönnum til leiðbeiningar og sem öryggisráðstöfun. Hann benti á að ástæða gæti verið til að loka svæði við vestanverða Skeiðará og Sælu- húsakvísl. Refsing milduð vegna ruddaskapar hins slasaða HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt mann til greiðslu 50 þúsund króna sektar, þar sem sannað þótti að hann hefði sýnt gáleysi þegar hann tók ölvaðan mann föstum tökum og sleppti honum svo, með þeim afleiðingum að sá ölvaði féll í gólfið og slasað- ist töluvert. Dómarinn virti það hinum ákærða til refsilækkunar, að hinn ölvaði hafði ítrekað sýnt honum og vinum hans ókurteisi og ruddaskap. Öllum kröfum mannsins um skaðabætur var vís- að frá dómi. Málavextir voru þeir, að hinn ákærði var ásamt kunningjum sín- um á skemmtistað í Reykjavík, þegar ölvaður maður kom þar að. Hann káfaði fyrirvaralaust á konu í hópnum og var rekinn á brott. Hann kom hins vegar aftur og var enn að áreita hópinn. Þegar hann kom í þriðja skipti greip hinn ákærði í hann og fór með hann nokkur skref fyrir horn á skil- rúmi, þar sem hann sleppti honum. Maðurinn féll í gólfið og var m.a. deilt um hvort hinn ákærði hefði haldið manninum í hálstaki, svo hann hafi verið meðvitundarlaus þegar hann skall í gólfið. Við höggið brotnaði m.a. augnumgjörð hægra auga, hreyfing augans skertist og augað varð óeðlilega djúpstætt. Sýndi gáleysi Hinn ákærði neitaði að hafa verið valdur að meiðslum manns- ins, en dómarinn taldi sannað að hann hefði ýtt við manninum, sem í beinu framhaldi féll við og hlaut áverkana. Þótt ekki yrði slegið föstu að ákærði hefði beitt miklu afli þætti hann allt að einu hafa sýnt af sér gáleysi með háttsemi sinni, enda verið fullljóst að mað- urinn var mjög ölvaður og aðstæð- ur á þröngum ganginum með þeim hætti að hætta væri á að hann félli og slasaði sig við þessar að- stæður. Þá benti dómarinn á, að hinn ákærði hefði ekki sætt refs- ingum, utan þess að gangast und- ir dómsátt fyrir 13 árum fyrir of hraðan akstur og væri refsing hans ákvörðuð með hliðsjón af því, auk þess sem upplýst væri að maðurinn hefði ítrekað sýnt ákærða og vinum hans ókurteisi og ruddaskap áður en hinn ákærði tók á honum. Dómarinn, Ingibjörg Benedikts- dóttir, vísaði frá kröfum mannsins um bætur vegna tjóns á fatnaði og kostnaðar vegna Iæknisvitjana, þar sem þær voru ekki studdar neinum gögnum. Þá var einnig vísað frá kröfu um tvær milljónir í bætur vegna varanlegrar örorku, þar sem sú upphæð byggðist aðeins á áætlun og sama ætti við um kröfu um einnar milljónar miska- og þján- ingabætur. Loks var kröfu manns- ins um greiðslu málskostnaðar vís- að frá. i I I l i t I t i I i I 1 i I i I I I 'H
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.