Morgunblaðið - 27.02.1997, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1997 37
ASLA UG
SIG URÐARDÓTTIR
+ Áslaug Sigurð-
ardóttir fæddist
í Söðulsholti í Eyja-
hreppi, Hnappa-
dalssýsiu, 15. ágúst
1907. Hún andaðist
á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur 19.
febrúar síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru Dag-
björt Ásmundsdótt-
ir, fædd 21. desem-
ber 1966 í Breiðu-
víkurhreppi, og
Sigurður Guð-
mundsson, fæddur
23. desember 1879 á Kolbeins-
stöðum í Kolbeinsstaðahreppi.
Alsystkini hennar voru fjögur
sem öll eru látin og hálfsystkini
hennar voru eliefu og eru fimm
eftirlifandi.
Árið 1933 hóf hún búskap í
Ytra-Skógarnesi í Miklaholts-
hreppi með Guðmundi Stein-
þóri Magnússyni, _ fæddum _ 10.
september 1904 í Ólafsvík. Árið
1934 fluttust þau til Reykjavík-
ur og hafa búið þar síðan,
lengst af á Langholtsvegi 60.
Börn Áslaugar og Guðmund-
ar eru níu: 1) Eygló Fjóla, fædd
31. september 1934, maki Egg-
ert Guðjónsson, þau eiga tvo
syni. 2) Erla Sæunn, fædd 7.
desember 1935, maki Guð-
mundur Þorkelsson, börn
þeirra eru níu. 3) Gestur Óli,
fæddur 3. júlí 1937, maki Lea
Þórarinsdóttir, þau eiga fjögur
börn. 4) Anna Maggý, fædd 6.
nóvember 1938, maki Kristján
Guðleifsson, þau eiga tvo syni,
áður eignaðist Anna tvo syni
með fyrri manni sínum Ás-
mundi Sigurðarsyni sem er lát-
inn. 5) Áslaug Gyða, fædd 20.
febrúar 1940, maki
Gunnlaugur Breið-
fjörð Óskarsson. 6)
Guðmundur Heið-
ar, fæddur 6. sept-
ember 1941, maki
Kristín Lára Magn-
úsdóttir, börn
þeirra eru fjögur.
7) Magnús, fæddur
18. janúar 1945,
maki Guðný Krist-
mundsdóttir, þeirra
börn eru fjögur. 8)
Hrönn, fædd 1.
mars 1946, maki
Uni Guðjón Björns-
son, þau eiga tvö börn. 9) Sig-
urður, fæddur 11. september
1947, maki Sigurlín Álda Jó-
hannsdóttir, þau eiga þrjú börn.
Afkomendur þeirra eru nú
orðnir yfir 70.
Þau unnu saman af atorku
við að koma upp sínum stóra
barnahópi á erfiðum tímum
kreppuáranna og heimsstyij-
aldarinnar síðari og tókst það
með miklum ágætum. Guð-
mundur starfaði lengst af sem
vörubifreiðarstjóri á _ Vörubif-
reiðastöðinni Þrótti. Árið 1947
fluttu þau í hið nýbyggða hús
sitt á Langholtsvegi 60, sem
varð þeirra heimili upp frá þvi.
Sveitin átti alltaf sterk ítök
í þeim báðum og komu þau sér
upp á seinni árum fjárbúi hér
fyrir sunnan og var Áslaug
mjög fjárglögg og umhyggju-
söm í því starfi sem öðru.
Guðmundur dvelur nú á
Skjóli, heimili aldraðra í
Reykjavík.
Utför Áslaugar fer fram frá
Áskirkju i dag og hefst athöfn-
in klukkan 15. Jarðsett verður
í Gufuneskirkjugarði.
Þráðinn minn
ég dreg í vefinn
varlega
því líf mitt hangir
í þessum þræði
hvern dag bæti ég
þætti í vefínn minn
glitrandi þræði
i lífsins vef.
Einhverntíma
einhvem daginn
slitnar þráðurinn.
(Kristjana Emelía Guðmundsdóttir)
í síðustu viku þorra, þegar vorið
er framundan, slitnar þráðurinn.
Glitrandi þráðurinn samofínn öllu
því besta af mannlegum eiginleik-
um. Góðvild, skilningi, umburðar-
lyndi.
Það sem auðgar líf manns mest
er að eiga vináttu og ást góðrar
manneskju. Á þessari stundu bærist
með mér annars vegar sár söknuður
vegna fráfalls Áslaugar tengda-
móður minnar og hins vegar þakk-
læti fyrir að verða þeirrar gæfu
aðnjótandi að eiga samfylgd með
henni í þessu lífi í hartnær 40 ár.
Þakklát fyrir þá góðvild sem hún
sýndi mér alla tíð og síðan börnum
mínum og barnabörnum.
Mér er minnisstætt hve hlýlega
hún tók á móti mér þegar ég kom
fyrst á heimili tengdaforeldra
minna, þá bættist ein enn við stóru
fjölskylduna.
Hún var ættmóðirin, átti níu
mannvænleg böm sem hún ræktaði
sem best varð á kosið. Æska henn-
ar og uppvaxtarár voru strangur
skóli og lífsreynsla hennar mótaði
lífsviðhorf og visku. í vöggugjöf
hafði hún hlotið ríkulegt veganesti.
Foreldrar hennar sem bjuggu í
Söðulsholti í Eyjahreppi á Snæfells-
nesi slitu samvistir þegar þau áttu
orðið fimm ung böm. Þá varð að
koma börnunum fyrir á einhveijum
heimilum. Áslaugu, sem var næst-
yngst, var komið fyrir hjá föðurafa
sínum, Guðmundi á Heiðarbæ í
Kolbeinsstaðahreppi, sem bjó einn.
Hjá honum var hún fram að ferm-
ingu og má nærri geta hversu erf-
itt lífið hefur reynst lítilli stúlku á
afskekktu heiðarbýli á þessum tím-
um. Síðan fór hún að Ytri-Rauða-
mel í Eyjahreppi til Gests og Ólafar
sem þar bjuggu.
Að Ytri-Rauðamel dvaldi hún í
tíu ár. Þar kynntist hún síðan eftir-
lifandi manni sínum, Guðmundi
Magnússyni frá Hrútsholti í sama
hreppi, felldu þau hugi saman og
hófu búskap í Skógarnesi og bjuggu
þar í rúmt ár, þá fluttu þau til
Reykjavíkur, þar sem þau hafa
búið síðan. Þar bjuggu þau á ýmsum
stöðum, þar til þau reistu hús við
Langholtsveg 60 þar sem heimili
þeirra stendur. Þau hjón voru harð-
dugleg að hveiju sem þau gengu.
Sveitin skipaði stóran sess í hug-
um þeirra beggja og þau fóru vest-
ur í sveitina sína á sumrin þegar
þau komu því við og hjálpuðu til
við heyskapinn, og því var við
brugðið hversu vel heyjaðist á þeim
bæ.
Þau höfðu byggt sér sumarbú-
stað í Vatnsendalandi og þar komu
þau sér upp fjárbúi, sem þau höfðu
mikið yndi af. Áslaug var alveg
einstaklega fjárglögg og mikill
dýravinur og hændust öll dýr að
henni.
Það er erfítt að hugsa sér lífið
án þeirrar kjölfestu sem hún var.
Það var mannbætandi að kynnast
henni og umgangast. Minningin um
hana mun fylgja okkur alla tíð björt
og fögur; minningin um ljúfa mann-
eskju, góðviljaða og örláta.
Erfitt er fyrir Guðmund að sjá á
bak ástkærum lífsförunaut eftir 64
ára sambúð. Megi góður Guð
styrkja hann á sorgarstund.
Æskan geymir ylinn sinn
unað dreymir falinn.
Alltaf sveimar andi minn
aftur heim í dalinn.
(Guðmundur Sig. frá Höfða,
bróðir Áslaugar.)
Lea Þórarinsdóttir.
Fallin er frá á 90. aldursári
tengdamóðir okkar, Áslaug Sigurð-
ardóttir. Við teljum okkur lánsamar
að hafa átt hana að og höfum frá
fyrstu kynnum dáðst að_ æðruleysi
hennar og þrautseigju. Áslaug var
mjög trygg sínu fólki, mundi af-
mælisdaga allra í þessum stóra
hópi og enginn gleymdist á jólum.
Hún fylgdist af áhuga með hveijum
nýjum einstaklingi í fjölskyldunni
og naut þess að sjá hópinn sinn
stækka.
Áslaug var af þeirri kynslóð sem
fór vel með og nýtti alla hluti, var
hún mikil búkona í sér, eldaði, bak-
aði og vann mikinn mat til vetrar-
neyslu. Við tengdadætur hennar
fylgdumst af aðdáun með þessari
vinnu hennar og tókst okkur að
læra töluvert af henni, þó við næð-
um aldrei sama árangri og hún í
lagkökubakstri, sem var lengi vel
keppikefli okkar.
Áslaug kunni ógrynni af vísum
og sögum úr sveitinni sinni, sem
hún var fús að miðla okkur og hafði
gaman af að segja frá. Hugur henn-
ar reikaði oft til átthaganna og til
að brúa það bil sem er milli sveitar
og borgar bjuggu þau hjón sér lít-
inn sælureit að Snæfelli í Vatns-
endalandi. Þar dvöldust þau öll
sumur meðan kraftar entust. Undu
þau hag sínum vel með kindur og
hænur að bústofni, einnig áttu úti-
gangskettir þar öruggt skjól.
Langholtsvegur 60, heimili Ás-
laugar og Guðmundar, var mið-
punktur fjölskyldunnar, þar var
alltaf hlýlega tekið á móti öllum
og þar nutum við samvista, einkum
á hátíðisdögum.
Að leiðarlokum viljum við þakka
tengdamóður okkar allt sem hún
hefur verið okkur og fjölskyldum
okkar. Minning hennar mun lifa.
Guðný, Kristín og Sigurlín.
Sú var tíðin að í Reykjavík var
stundaður fjölþættur búskapur. Vel
fram yfír miðja öldina sást fólk við
heyskap og búfé á beit sem smám
saman vék fyrir þéttari byggð og
breyttum viðhorfum.
Eg var svo lánsamur að kynnast
allnáið einum veigamiklum þætti
þessara tengsla á milli sveita- og
borgarlífs, þ.e. sauðfjárhaldi Reyk-
víkinga. Þeir sem hlut áttu að máli
voru annars vegar bændur á lögbýl-
um í borgarlandinu og hins vegar
fólk úr ýmsum stéttum sem sinnti
kindum sínum í tómstundum. Reyk-
víkingar höfðu samstarf við ná-
grannana í Kópavogi og á Seltjam-
amesi um fjallskilamál því að á
sumrum gekk fé þeirra í afrétti
Seltjamameshrepps hins foma og
gerir enn.
Meðal þeirra fjárbænda í þessum
hópi sem ég kynntist um og upp
úr 1960 var Guðmundur Magnús-
son á Langholtsvegi 60, en sjálfur
var ég meðal yngstu áhugamann-
anna, eignaðist kindur í Reykjavík
á unglingsárunum, nánar tiltekið
1957. Við Guðmundur fómm saman
í útréttir í nokkur haust, hann var
harðduglegur og eftirsóttur vömbíl-
stjóri. Mér tók hann sem jafningja
og minnist ég sérstaklega hve vel
fór um fé á bílpallinum hjá Guð-
mundi og hve vel fór um mann sjálf-
an á pallinum, svo gott var aksturs-"
lagið. Á þessum ámm kom ég í
Snæfell, grasbýli sem Guðmundur
og Áslaug Sigurðardóttir kona hans
höfðu ræktað og byggt upp í landi
Vatnsenda í Kópavogi. Þau kynni
voru einnig góð en urðu nánari síð-
ar þegar leiðir okkar lágu aftur
saman eftir að ég hafði dvalist er-
lendis við nám og úti á landi við
störf um árabil.
Skömmu eftir að ég fluttist aftur
til Reykjavíkur eignaðist ég fáeinar
kindur og endumýjaði kynni mín
við ýmsa gamla félaga úr fjárbú-
skapnum. Árið 1980 þáði ég boð
Guðmundar um aðstöðu fyrir kind-
umar mínar í Snæfelli en þau Ás-
laug vom þá farin að fækka fénu
sem flest hafði orðið um 100 vetrar-
fóðraðar kindur. Á tímabili vom þau
einnig með lítið hænsnabú. Þetta
reyndist mér gæfuspor og áttum
við gott samstarf við fjárbúskapinn
allt þar til þau hættu honum fyrir
réttum áratug. Mér leyfðu þau að
vera með kindur í Snæfelli til 1991
og var sá stuðningur mér ómetan-
legur. Þaðan á ég margar góðar
minningar sem rifjast hafa upp eft-
ir að ég frétti um andlát Áslaugar.
Minningin um Áslaugu er mér
kær því að hún var sjaldan langt
undan þegar við Guðmundur vomm
að sýsla við féð. Á sumrin dvöldust
þau í Snæfelli, venjulega frá sauð-
burði og fram um réttir, og þá var
notalegt að þiggja góðgerðir hjá
Áslaugu, t.d. um heyskapinn. Hún
var mjög gestrisin og laðaði að sér
fólk með léttri lund og hlýlegu við-
móti, hvort sem var uppi í Snæfelli
eða niðri á Langholtsvegi, enda oft
gestkvæmt. Mér em minnisstæðar
eldhúsumræður á ýmsum tímum og
réttaferðir á haustin og jafnvel á
vorin á meðan enn var smalað til
rúnings. En þó eru mér einna kær-
astar minningarnar um Áslaugu
þegar hún kom með okkur Guð-
mundi út í fjárhús á sauðburði,
þegar við vorum að marka lömbin
og síðan á haustin þegar lagðprútt
féð var komið heim af fjalli. Hún
þekkti hveija kind með nafni, lika
mínar kindur, og jafnvel um árabil
eftir að þau létu af fjárbúskapnum
spurði hún mig þegar ég leit inn á
Langholtsveginum, hvort ég hefði
sett á lamb undan þessari eða hinni
ánni. Áslaug var ekki aðeins sérlega
fjárglögg, hún var mikill dýravinur
og mátti ekkert aumt sjá. Það kom
sér m.a. vel á sauðburði þegar hlúa
þurfti að veikburða lambi. Þá kom
sér vel hvað hún var úrræðagóð,
róleg og yfirveguð.
Oft voru ungar dætur mínar með
í för og þær hændust strax að Ás-
laugu. Börnin nutu sérstakrar at-
hygli hennar, afkomendumir orðnir
margir og hún fylgdist furðu vel
með hveijum og einum, spurði
frétta og gladdist yfir góðu gengi
ættingja og vina. Hún gaf öðrum
gott fordæmi í lífí og starfí.
Þau Áslaug og Guðmundur
sýndu átthögunum fyrir vestan
ætíð mikla tryggð, þaðan var margs
að minnast. Þau studdu hvort annað
í blíðu og stríðu, byggðu upp gott
heimili þar sem saman fór hið besta
úr menningarheimum dreifbýlis og
þéttbýlis, og eignuðust stóran
barnahóp sem ber foreldrunum gott
vitni.
Áslaugar minnist ég með virð-
ingu og þökk. Guðmundi og öðrum
aðstandendum sendi ég og fjöl-
skylda mín einlægar samúðarkveðj-
ur.
Blessuð sé minning Áslaugar
Sigurðardóttur.
Ólafur R. Dýrmundsson.
Þann 19. febrúar var amma mín,
Áslaug Sigurðardóttir, orðin mjög
veik. Mamma og pabbi þutu upp á
spítala og ætluðu svo að sækja
okkur systkinin seinna um kvöldið
svo við gætum líka hitt ömmu.
Stuttu eftir að þau fóru hringdi
mamma og sagði að þau kæmu
ekki strax og síðan kvöddumst við.
Það var heldur ekki fleiri orða þörf,
ég vissi að amma var farin, ég fann {'-
það bara á mér. Ég fékk kökk í
hálsinn og minningarnar byijuðu
að streyma upp í hugann.
Fyrstu minningar mínar um
ömmu voru þegar þau afí áttu enn
kindurnar uppi á Vatnsenda. Þá
voru mamma og pabbi með kart-
öflugarð þar og þegar ég var orðin
þreytt á að setja niður hljóp ég í
stígvélunum niður móann og inn í
eldhús til ömmu. Hún passaði svo
vel inn í þetta eldhús með gömlu
kolaeldavélinni og ilm af ijúkandi
kaffí. Svo sátum við og drukkum
ískalda mjólk með heimabökuðu
kökunum hennar ömmu sem feng-
ust ekki betri þó margir hefðu
reynt. f
í huga mínum sé ég ömmu að-
eins í ljóma, það var alltaf svo bjart
og hlýtt yfir henni. Þó svo að hún
væri orðin gömul og þreytt gaf hún
manni alltaf svo yndislegt, hlýlegt
bros og dillandi hlátur. Best fannst
mér að koma til ömmu og afa á
Langholtsveginn þegar þar voru
fáir og fá að leggja mig í dívaninn
hennar ömmu eftir kaffíð. Þá pass-
aði amma alltaf upp á að mamma
vekti mig ekki, hún hélt að það
væri nú í lagi þó stúlkan fengi nú •*—
að hvíla sig.
Það er gott að eiga minningamar
um ömmu til að ylja sér um hjarta-
rætur og ekki skemma allar góðu
sögumar sem hann pabbi hefur
sagt mér um hana. Amma var hetja
í mínum huga og henni gleymi ég
aldrei meðan ég lifi. Ég veit að hún
tekur vel á móti okkur öllum þegar
við hittum hana næst. Megi minn-
ing hennar lifa að eilífu.
Góða ferð, elsku amma, þín
Anna Li(ja Sigurðardóttir.
JULIANA
FRIÐGEIRSDÓTTIR
+ Júlíana Frið-
geirsdóttir
fæddist á Gríms-
stöðum í Þistilfirði
7. nóvember 1928.
Hún lést 6. febrúar
síðastliðinn á Sól-
vangi í Hafnarfirði.
Foreldrar hennar
voru Sigurborg
Krisljánsdóttir og
Friðgeir Sigvalda-
son. Systur hennar
voru Kristveig og
Sigurlaug Frið-
geirsdætur. Júlíana
ólst upp að Gils-
bakka í Öxarfirði en fluttist til
Akureyrar með foreldrum sín-
um 1945 og bjó þar með þeim,
þar til þau létust árið 1966.
Arið 1968 fluttist hún til Hafn-
arfjarðar og bjó þar fyrstu árin
þjá Sigurlaugu systur sinni, þar
til hún fékk eigin íbúð á Alfa-
skeiði 64.
Útför Júlönu fór fram 14.
febrúar frá Hafnarfjarðar-
kirlqu.
Elsku hjartans Júlla okkar. Með
söknuði og sorg f hjarta kveðjum
við þig. Þú ert farin.
Við erum fyrst núna að átta okk-
ur á því. Það mun taka langan tíma
að venjast þvi, að þú sért ekki hér.
Stórt skarð er komið í daglegt líf
okkar.
Elsku Júlla okkar,
aldrei munum við
gleyma tímanum sem
þú eyddir með okkur.
Eins langt og við mun-
um öll, varst þú alltaf
nálægt, gefandi okkur
gjafir, hvíslandi ein-
hveiju að okkur og allt-
af varst þú til í að fara
með okkur niður að
tjörn að gefa öndunum.
Þessir tímar eru
komnir og famir, en
minning þín mun lifa
með okkur alltaf.
Við munum aldrei
gleyma þér, elsku Júlla frænka.
Hvíl í friði.
Krakkarnir í Austurbergi 34.
Elsku Júlla mín.
Mig langaði að skrifa nokkur
kveðjuorð til þin, þar sem ég var
svo langt í burtu þegar þú fórst.
Það breytti ánægjunni af koma
heim eftir langdvöl erlendis í mikla
sorg, að fá að vita að þú, elsku '
frænka, værir dáin.
Hugurinn fór aftur til fortíðar
og minningin um aliar þær stundir
sem við áttum saman.
Ég get enn heyrt hlátur þinn og
séð brosið þitt.
Hvíl í friði, sofðu rótt, elsku Júlla
mín.
Ólöf Erla Einarsdóttir.