Morgunblaðið - 27.02.1997, Page 38
38 FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
GUÐMUNDUR
SVEINSSON
+ Séra Guðmund-
ur Sveinsson
fæddist í Reykjavík
28. april 1921. Hann
lést á hjúkrunar-
heimilinu Skjóli í
Reykjavík 16. febr-
úar síðastliðinn og
fór útför hans fram
frá Dómkirkjunni
26. febrúar.
Það mun hafa verið
vorið 1952 að ég hitti
læriföður minn, séra
Guðmund Sveinsson,
fyrsta sinni. Hann var þá prestur á
Hvanneyri, ég meðreiðarsveinn föð-
ur míns Þórðar Oddssonar læknis,
sem staddur var í læknisvitjun á
Hvanneyri þegar boð bárust frá
prestsbústaðnum um að fæðing
væri í aðsigi hjá frú Guðlaugu.
Þetta þóttu mér og bróður mínum
sem einnig var með í för merkileg
tíðindi, enda við báðir ungir að árum
og höfðum að sjálfsögðu aldrei ver-
ið með pabba í slíkum ferðum. Bið-
um við nú spenntir úti í bíl en eitt-
hvað lét Guðlaug yngri bíða eftir
sér í heiminn. Svo fór að við vorum
kallaðir inn í kvöldmat og nutum
þar gestrisni séra Guðmundar, sem
eins og aðrir verðandi feður var
auðvitað fyrst og fremst með hug-
ann hjá konu sinni, en gaf sér þrátt
fyrir það tíma til að spjalla dálítið
við okkur. Var það okkur strákp-
jökkunum heilmikil upphefð því oft
höfðum við heyrt talað um þann
mikla andans mann sem þjónaði
Hestþingaprestakalli á þessum
árum. Þar með upphófst virðing
mín fyrir séra Guðmundi sem hélst
ætíð síðan.
Ég leyfi mér að fullyrða að mik-
ið lán hafi verið fyrir samvinnu-
hreyfinguna að fá þennan mæta
prest frá Hvanneyri til þess að taka
að sér skólastjórn Samvinnuskólans
þegar hann var fluttur frá Reykja-
vík upp í Bifröst árið 1955. Mikið
og gott orð fór strax af skólanum
og og vorum við, þáverandi Borg-
firðingar, að ég held langflestir afar
stoitir af þessu menningarsetri sem
séra Guðmundur og hans ágæta
samstarfsfólk kom upp
í hraunrjóðrinu fallega
í landi Hreðavatns.
Enda fór það svo, eftir
námsdvöl í Reykholti,
að hugur minn stefndi
leynt og ljóst til Bif-
rastar. Það var því
stoltur, en í senn auð-
mjúkur strákur, sem
hélt inn í Norðurárdal
haustið 1962 í átt til
fyrirheitna landsins og
á móti sveininum unga
tók tíguleg kona, engin
önnur en húsmóðir
skólans, frú Guðlaug
Einarsdóttir. Tóku nú við tveir við-
burðaríkir vetur þar sem miklar
kröfur voru til okkar gerðar, ekki
aðeins í námi heldur og í félags-
starfi og skipulögðum tómstundum.
Eftir á að hyggja var ein merkileg-
asta námsgreinin menningarsaga
sem skólastjórinn kenndi og er ég
viss um að ég var ekki einn um það
að í túlkun séra Guðmundar opnuð-
ust þarna margar gáttir sem æ síð-
an hafa reynst haldgott veganesti.
Nægði honum ekki að styðjast við
útgefnar bækur um mannkynssögu,
heldur tók saman og gaf út sem
handrit stórmerkilegar bækur sem
hann nefndi Menningarsögu og var
þar m.a. getið afreka og þróunar á
sviði menningar hvarvetna í heimin-
um. Bækurnar voru í sífelldri endur-
skoðun og fékk Guðmundur síðar
fyrrverandi nemanda sinn, Dag
Þorleifsson, til liðs við sig í þeim
efnum. Séra Sveinn Víkingur, sem
stýrði skólanum tvisvar í námsleyf-
um Guðmundar, kom þar og við
sögu.
Seinni veturinn í Bifröst var ég
formaður skólafélagsins og átti því
eðli máls samkvæmt mikið samstarf
við skólastjórann. Gekk sú samvinna
með miklum ágætum þótt stundum
værum við ekki fyllilega sammála
um úrlausn mála. Minnist ég sér-
staklega eins atviks þar sem allmik-
ið hvessti í samskiptum okkar og
endaði fundurinn án niðurstöðu.
Leið nú og beið nokkuð langt fram
í daglegan lestrartíma og þá hringdi
Guðmundur upp á herbergi til mín
og bað mig um að koma til sín. Nú
mörgum árum síðar leyfí ég mér
að gerast dálítið hátíðlegur um þetta
atvik og set það i samhengi við hina
díalektísku söguskoðun Friedrichs
Hegels, þýsks heimspekings sem
átti verðugan sess í Menningarsögu
skólastjórans. Með öðrum orðum;
séra Guðmundur benti á leið í deilu-
efninu, nokkurs konar „syn-tesu“,
eins og Hegel, sem hélt því m.a.
fram að ef fram hefði komið ákveð-
ið viðhorf, „tesa“, kallaði það fram
andstæðu sína, „anti-tesu“. Milli
þeirra væri síðan barátta sem að
lokum leystist í „syn-tesu“. Endaði
deiluefni okkar því í fullri sátt sem
báðir gátu sætt sig við og staðið
uppréttir eftir.
Það var ungu námsfólki hollt að
kynnast manni sem Guðmundi
Sveinssyni og viðhorfum hans. Hér
með þakka ég leiðsögnina og er um
leið ljúft að geta þess hve faðir
minn, sem nú er nýlátinn, mat sam-
skiptin við hinn víðlesna kennimann
mikils. Veit ég að það var gagn-
kvæmt og kom það oftar en ekki
fyrir þegar þeir hittust að þeir voru
að lesa sömu bókina, oftast rit um
heimspekileg efni. Þá leyfi ég mér,
fyrir hönd bekkjarfélaga minna á
Bifröst veturna 1962 til 1964, að
þakka Guðmundi þessi mikilvægu
ár og þau áhrif sem hann hafði
á okkur öll. Guðlaugu og fjöl-
skyldunni allri votta ég mína
dýpstu samúð. Blessuð sé minn-
ing Guðmundar Sveinssonar.
Óli H. Þórðarson.
Það var á fyrstu vordögum ársins
1963 að við sem áttum að útskrif-
ast frá Samvinnuskólanum í Bifröst
það ár, sátum í hátíðarsal skólans
og glímdum við ritgerðarefni í loka-
prófi íslenskunámsins. Þetta var
síðasta prófið og í minn hlut kom
það kunna spakmæii: „Hver er sinn-
ar gæfu smiður." Ekki man ég leng-
ur hveijum tökum ég tók ritgerðar-
efnið, en sé til eitthvað sem kalla
má gæfuspor, þá auðnaðist mér það
með þeirri ákvörðun að freista inn-
göngu í Samvinnuskóiann.
Fátt er ungu fólki mikilvægara
á viðkvæmum þroskaárum en kynni
af fólki sem eignast hefur þann
lífstilgang að miðla öðrum reynslu
og þekkingu. Að hafa setið að þess-
um brunni í Samvinnuskólanum
undir stjórn séra Guðmundar
Sveinssonar, þegar hver dagur var
fæddur til að skapa, er slíkur fjár-
sjóður að líkja má við hugmynd
danska skólamannsins Frederiks
Grundtvigs um „skóla fyrir lífið“.
Nú þegar einn af bestu skóla-
mönnum þessa lands er allur er
ástæða til að staldra við og horfa
til ársins 1955 þegar sá gamli og
gróni skóli, Samvinnuskólinn, var
fluttur frá Reykjavík upp í afdal
og til varð nánast ný skólastofnun.
Þar skipti mestu hugrekki og hæfni
skólastjórahjónanna ungu, Guð-
mundar og Guðlaugar Einarsdóttur.
Á þessum unaðsstað við Hreðavatn
hófst nú æfíntýri sem enn stendur.
Til varð skóli sem tileinkaður var
verslun og viðskiptum, en efldi um
leið með nemendum mjög dýrmæt-
an félagsþroska með þátttöku í
margþættu félags- og tómstunda-
starfi. Allt varð þetta svo að einu
stóru heimili í sveit, þar sem andi
menningar og mennta fyllti loft.
Glæsileg húsakynni og náttúrufeg-
urð Norðurárdalsins fullkomnuðu
svo myndina. Bifröst gáfu þau hjón
tæpa tvo áratugi. Ég kann ekkert
betra orð en kalla þennan tíma,
„Bifrastaræfintýrið“.
Frá Bifröst lá leið þeirra hjóna á
vit nýrra og krefjandi viðfangsefna
í skólamálum með stofnun Fjöl-
brautaskólans í Breiðholti. Þá hófst
ný saga sem hér verður ekki nefnd
til sögu. Við gamlir nemendur Guð-
mundar Sveinssonar í menningar-
sögu og mannsanda frá Bifrastarár-
unum áttum svo þá von í bijósti,
að þegar önnum við skyldustörf
lynnti, gæfust betri stundir fyrir
andann og sköpunina. Þær stundir
reyndust því miður fáar.
Kæra Guðlaug, dætur og aðrir
aðstandendur. Mitt eina orð er
þakklæti.
Reynir Ingibjartsson.
Guðmundur Sveinsson, fyrrver-
andi skólameistari, var ráðinn til
þess verkefnis snemma á áttunda
áratugnum að undirbúa stofnun nýs
skóla. Hann hafði ákveðnar hug-
myndir sem hann vildi hrinda í
framkvæmd og þegar Fjölbrauta-
skólinn í Breiðholti var stofnaður
var hann ráðinn fyrsti skólameist-
ari hans og fékk þar með það vanda-
sama verkefni að byggja upp og
móta algjörlega nýja stefnu í
menntamálum þessarar þjóðar.
Fjöibrautaskólakerfið sem segja má
að Guðmundur hafí byggt upp hef-
ur nú fyrir löngu sannað gildi sitt
og hafa erlendir skólar sótt fyrir-
myndir í þetta kerfi.
t
Hjartkær móðursystir okkar, mágkona,
frænka og vinur,
SÓLVEIG PÉTURSDÓTTIR
sjúkraliði,
Njálsgötu 79,
lést á Landspítalanum 25. febrúar.
Jarðarförin auglýst síðar.
Aðstandendur.
t
Eiginkona mín og móðir okkar,
ODDNÝ GUÐRÚN
SIGURÐARDÓTTIR,
Álfaskeiði 88,
Hafnarfirði,
lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur miðviku-
daginn 26. febrúar.
Gunnar Halldórsson
og dætur hinnar látnu.
t
Elskulegur fósturafi og bróðir,
SIGURÐUR J. SIGURÐSSON
frá Hni'fsdal,
verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 27. febrúar
kl. 15.00.
Aðstandendur.
t
Systir okkar elskuleg,
BJARNHEIÐUR HALLDÓRSDÓTTIR
garðyrkjufræðingur,
frá Skeggjastöðum i Flóa,
Reynimel 84,
er látin.
Margrét, Gunnar og Guðmundur Helgi,
systkini hinnar látnu.
t
Bróðir minn,
SIGURÐUR GÍSLASON,
sem andaðist föstudaginn 21. febrúar,
verður jarðsunginn frá Eyrarbakkakirkju
laugardaginn 1. mars kl. 14.00.
Guðrún Gisladóttir.
t
Eiginmaður minn,
ÁGÚST VALMUNDSSON,
Egilsbraut 9,
Þorlákshöfn,
sem lést á Kumbaravogi 21. febrúar,
verður jarðsunginn frá Þorlákskirkju,
Þorlákshöfn, laugardaginn 1. mars
kl. 13.30.
Fyrir mína hönd og annarra
vandamanna,
Sigríður Guðjónsdóttir.
Ég tók það gæfuspor að velja
mér Fjölbrautaskólann í Breiðholti
til framhaldsnáms eftir grunnskóla
og mun aldrei sjá eftir því. Betri
framhaldsskóla var ekki hægt að
hugsa sér.
Allir sem að Fjölbrautaskólanum
í Breiðholti komu fundu fyrir þeim
sérstaka anda sem þar ríkti.
Gífurlegur metnaður Gúðmundar
fyrir hönd skólans og o'kkar nem-
endanna fór ekki fram hjá neinum.
Hann vildi veg skólans sem allra
mestan og aðrir starfsmenn og
nemendur smituðust af metnaði
hans og elju. Guðmundur naut mik-
illar virðingar sem skólameistari en
einnig sem fræðimaður, en hann
var guðfræðingur að mennt.
Þegar ég hóf nám við FB var
skólinn ekki orðinn 10 ára gamall
og enn í mótun en ótrúlega fjöl-
breytt og öflug starfsemi fór þá
þegar fram í skólanum. Námssviðin
voru sjö og er það öllum minnis-
stætt sem að komu er skólinn hélt
upp á 10 ára afmæli sitt en nemend-
ur komu þá bókstaflega að öllum
þáttum hátíðarhaldanna. Nemend-
ur tæknisviðs sáu um smíðar og
tæknimál í sambandi við hljóðkerfí,
nemendur listasviðs skreyttu skól-
ann, héldu myndlistarsýningu og
fluttu tónlist. Viðskiptasviðið rak
kaffisölu, nemendur matvælasviðs
göldruðu fram krásir fyrir veislu-
gesti og allir nemendur komu að
kynningu sinna greina. Mér er það
minnisstætt hvað gestir voru for-
viða á hve margbreytilega menntun
var hægt að fá i þessum skóla.
Þessum sið að hafa opið hús til
kynningar á skólanum hefur verið
haldið síðan og alltaf tekist frábær-
lega.
Guðmundur skólameistari var
ánægður með 10 ára afmælið en
hann var ekki hættur og skólinn
átti enn eftir að þróast og gerir það
raunar enn. Ég hef minnst á metn-
að Guðmundar sem ekki síst birtist
í hvatningu hans til okkar nemend-
anna um að vera skólanum okkar
til sóma í öllu okkar lífi. Hann hvatti
og studdi allt heilbrigt félagslíf
nemendanna og gladdist þegar
nemendum gekk vel. Oft heyrði
maður hann tala með stolti um fyrr-
verandi nemendur sem hann frétti
af, og náð höfðu einum eða öðrum
áfanga í lífinu.
Gleði Guðmundar var ósvikin
þegar spurningalið nemenda sigraði
í spurningakeppni framhaldsskól-
anna vorið 1987 og íþrótta- og
ræðulið skólans áttu stuðning hans
vísan.
Guðmundur kenndi lokaáfanga í
mannkynssögu sem allir verðandi
stúdentar tóku á sinni síðustu önn
við skólann. Þannig kynntist hann
persónulega öllum þeim mikla fjölda
sem útskrifuðust sem stúdentar úr
skólanum. Lokaáfangi þessi var
sérstakur að því leyti að Guðmund-
ur tók fyrir íjarlæg menningar-
svæði og kynnti okkur sögu þeirra
af fádæma áhuga eldheits fræði-
manns.
Ég var kjörinn formaður nem-
endafélags skólans og starfaði sem
slíkur veturinn 1986-1987 en það
reyndist verða síðasta ár Guðmund-
ar sem starfandi skólameistari. Ég
kynntist honum því persónulega og
starfaði með honum í félagsmála-
nefnd og skólastjórn. Við vorum
ekki alltaf sammála um málefni
félagslífsins en öll mál voru farsæl-
lega til lykta leidd eins og reyndar
öll málefni skólans innávið sem og
samskipti við ráðamenn.
Er það von mín að stjómendur
menntamála beri gæfu til að styðja
við það starf sem Guðmundur hóf
og unnið hefur verið í Fjölbrauta-
skólanum í Breiðholti en rífa ekki
niður það sem byggt hefur verið
upp.
Um leið og ég votta öllum að-
standendum Guðmundar samúð
mína við fráfall hans vil ég fyrir
hönd fyrrverandi og núverandi
nemenda skólans þakka Guðmundi
fyrir hans stórkostlega framlag til
heilla þessari þjóð og þakka fyrir
frábæra menntun sem við öll feng-
um í skólanum hans.
Sigþór Sigurðsson
fyrrverandi formaður NFB.