Morgunblaðið - 27.02.1997, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ
MINIMINGAR
FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1997 41
CECILIA CAMILLA
HELGASON
+ Cecilía Camilla
Helgason fædd-
ist í Reykjavík 13.
október 1902. Hún
lést á Sjúkrahúsi
Akraness 12. febr-
úar síðastliðinn og
fór útför hennar
fram frá Dómkirkj-
unni 24. febrúar.
Fjöldi ára er liðinn
frá því að við Cecilía
Helgason, hún Cilla
frænka kynntumst.
Við vorum nágrannar
í Tjamargötunni frá því að ég
flutti þangað smábam. Og alla tíð
höfum við verið andlegir nágrann-
ar. Hún gladdi mig alltaf. Ég man
eftir því að þegar ég var lítill áttu
allir von á að Cilla tæki upp á
einhveiju, sem öðmm datt ekki í
hug. Systur hennar og frænkur
þurftu oft að ræða það saman vel
og lengi.
Ég frétti líka seinna að Borg-
firðingar urðu einatt hissa eftir
að Cilla flutti í Þverárhlíðina. Ein
sagan þaðan var frá því að hún
hafði vetursetu í Borgarnesi og
auglýsti kennslu á einum síma-
staur eða tveimur. „Þetta hlýtur
að vera vitlaus manneskja," varð
fólki að orði þegar það sá auglýs-
inguna. Cilla bauð upp á kennslu
í vélritun, dönsku, ensku, bók-
haldi, píanóleik og íslensku ef ekki
fleiru. Það átti fyrir Borgfirðing-
um að liggja að komast að því að
þessi kennari var hreint ekki vit-
laus, heldur kunni allt sem hún
bauð upp á og meira til. Þegar
þetta var fékk hún fáa nemendur,
ef nokkra. En seinna ritvélavæddi
hún hálfa sveitina, kenndi margar
námsgreinar og auðgaði lífið í
héraðinu með persónuleika sínum,
margþættum hæfileikum og hjart-
næmu viðmótinu, sem ekkert fékk
staðist.
Endur fyrir löngu man ég eftir
því að sú frétt barst frændgarðin-
um í Tjarnargötunni til eyrna að
nú væri Cilla búin að kaupa jörð.
„Ekki spyr ég að honum Davíð,“
sagði einhver í Þverárhlíðinni og
var hneykslaður á því að Davíð á
Arnbjargarlæk hefði prangað
eyðikoti inn á hrifnæma biskups-
dótturina. En Davíð vissi hvað
hann söng. Þótt búskaparleiðin
væri kannski þyrnum stráð fyrir
Reykjavíkurdömuna sem var farin
að nálgast fimmtugt, endaðiCilla
á því að verða mektarbóndi á Lind-
arhvoli ásamt Guðbirni manni sín-
um Jakobssyni og seinna syninum
Jóni.
„Nú er bærinn hruninn ofan á
þau,“ fréttist seinna til Reykjavík-
ur. Þá bjuggu þau Cilla og fjöl-
skyldan í torfbænum sem hún fékk
með í kaupunum. Bærinn hafði
staðið auður um tíma.Cilla flutti
þar inn með fjölskylduna sína og
mahónímublurnar biskupsins. Eft-
ir þetta bjó Cilla fáeina næstu
vetur í Borgarnesi, þar sem aug-
lýsingin góða birtist á símastaurn-
um.
Hún lét ekki deigan síga í lífs-
baráttunni og brá fyrir sig hverju
sem nauðsynlegt var í búskapnum.
„Verst að ég er eiginlega hálf-
hrædd við kýr, eins og ég kann
vel við þær,“ sagði hún einhverju
sinni. En Cilla gat aflað búinu
öðruvísi. Hún fór um fjölda ára í
leiðangra um landið og kenndi
vélritun í flestum bæjum og þorp-
um þessa lands. Hún skildi ekki
einasta eftir sig vélritunarkunn-
áttu, heldur eignaðist hún flesta
nemendur sína að vinum. En
kannski var mestur auðurinn sam-
heldni fjölskyldunnar, sem stofnað
var til þegar Cilla stóð á fertugu.
Hún missti ekki af neinu tækifæri
til að minnast aðdáunar sinnar á
Guðbirni heitnum og
ekki var síðra mat
hennar á syninum
Jóni, fósturdótturinni
Sigurbjörgu og
barnabörnunum. Hún
átti líka því láni að
fagna að öll fjölskyld-
an hafði erft eða lært
hennar einstaka já-
kvæða lífsviðhorf auk
þess sem þau hafa
flest náð frábærum
árangri hvert á sínu
sviði, í námi, starfi og
öðru því sem þau hafa
tekið sér fyrir hendur.
Minnisstæður verður mér síð-
asti fundur okkar Cillu fyrir rúm-
um tveim árum. Hún var þá hætt
öllum ferðalögum, orðin blind, ör-
vasa og rúmföst á sjúkrahúsinu á
Akranesi. En geðslagið hafði ekki
breyst. Við hjónin komum inn á
stofuna og bárum strax kennsl á
Cillu þar sem hún lá. Ég heilsaði
frænku minni og sagði til okkar:
„Heldurðu að ég þekki þig ekki?
Mikið ertu nú fallegur, elskan
mín,“ sagði hún og hlýjaði mér í
eitt skiptið enn um hjartaræturn-
ar. Ég hugsaði líka að kannski
þyrftu viðmælendur mínir að verða
blindir til að geta að fullu metið
útlitið. Cilla sýndi þarna ennþá
einu sinni þá verðmætu náðar-
gáfu, sem alltaf hefur glatt um-
hverfíð þótt stundum hafi sumum
orðið hverft við af því sem hún
sagði og gerði.
Ég er ekki í vafa um það að
Cilla Helgason er nú þegar byijuð
að setja svip sinn á nýtt tilveru-
stig og lífga þar upp. Við gömlu
nágrannamir í Tjarnargötunni og
fjölskyldur okkar sendum Lindar-
hvolsfólkinu hjartanlegar kveðjur
okkar með innilegri hluttekingu.
Páll Asgeirsson.
Mig langar að minnast látinnar
nágrannakonu minnar Cecilíu
Camillu Helgason fv. húsfreyju að
Lindarhvoli í Þverárhlíð.
Mörgum fannst það ævintýri lík-
ast þegar hún Cilla gerðist jarðar-
eigandi uppi í sveit og von bráðar
farin að stunda búskap. Hún Cilla
okkar var fædd og uppalin í
Reykjavík, sannkölluð Reykjavík-
urdama og heimsborgari, hún var
ekki bara Kvennaskólagengin,
heldur fékk hún líka menntun í
Danmörku og Englandi. Cilla var
afbragðs góð vélritunardama og
kenndi vélritun í Reykjavík og víða
úti á landsbyggðinni. Einnig
kenndi hún á píanó á Reykjavík-
urárum sínum, hún talaði vel
dönsku og ensku og kenndi þau
tungumál í einkatímum. Cilla var
alin upp í umhverfi mennta og
menningar eins og það gerðist
best á þeim tíma, enda var biskups-
heimilið annálað menningarheimili.
Þegar Cilla vann á embættisskrif-
stofu föður síns, þótti hún með
flinkustu skrifstofudömum i
Reykjavík, enda samviskusöm og
hæfileikarík. Segja má að lífssýn
Cillu hafi verið nokkuð ólík því sem
gerðist til sveita á þessum tíma
og jafnvel síðar. Áratuga kynni við
fólkið á Arnbjargarlæk hafa staðið
síðan 1933, en hún var fyrsti dval-
argesturinn sem mætti þegar sum-
arhótelið var opnað þar. Samskipt-
in við Cillu verða þó ekki náin og
tíð fyrr en hún sest að í sveitinni
með fjölskyldu sína. Hún festi kaup
á eyðijörð, Lækjarkoti, næsta bæ
við Arnbjargarlæk. Þarna var hún
öll sumur með son sinn og fóstur-
dóttur og oft voru hjá henni kunn-
ingjakonur með börn.
Guðbjörn eiginmaður hennar
vann í Reykjavík, hann kom upp-
eftir til fjölskyldu sinnar um flestar
helgar og svo í sumarfríum. Ekki
var nútímaþægindum fyrir að fara
í gamla torfbænum í Lækjarkoti,
hann var þó timburklæddur að inn-
an. Aldrei heyrðist æðruorð hjá
Cillu, en Guðbjörn var úr sveit og
vanur sveitastörfum. 1953-1954
fer að bera á alvarlegum hugleið-
ingum þeirra hjóna að setjast að
í sveitinni og hefja búskap. Þau
voru bæði hlaðin ótrúlegum vilja-
styrk og áræði.
Þarna var stórkostlegt verkefni
sem lá framundan, það þurfti að
byggja allt uppfrá grunni, íveru-
hús, peningshús og ræktun. Hér
voru ekki bara orðin tóm, heldur
hafist handa. Þetta var sannkallað
grettistak, þegar horft er til þess
að þau hjónin voru bæði komin um
miðjan aldur. íbúð sína í Reykjavík
seldu þau til að fjármagna fram-
kvæmdir. Og viti menn, 1955 var
risið myndarlegt íbúðarhús í Lind-
arhvoli og skúrbygging sem hýsti
tvær kýr. Bústofninn var smár í
fýrstu en áfram var haldið við
uppbyggingu staðarins og búið
stækkaði. Þetta var mikið erfiði
og áraun, en margt þó til ánægju.
Jón sonur þeirra og Guðrún
tengdadóttir koma „heim í heiðar-
dalinn" 1965, taka við jörð og búi
og þá breytist allt til betri afkomu.
Cilla og Guðbjörn höfðu sitt eigið
heimili í Lindarhvolshúsinu. Þarna
gátu þau slappað af og áttu góða
daga.
Guðbjörn maður Cillu deyr
1981, eftir langvarandi vanheilsu.
Cilla var áfram í Lindarhvoli í
umsjón og skjóli sonar síns og
tengdadóttur. Umhyggja þeirra og
nærfærni við gömlu konuna var
alveg til fyrirmyndar. Eftir að
heilsu Cillu fór alvarlega að hraka,
var hún um tíma á Dvalarheimilinu
í Borgarnesi og síðustu ár á öldrun-
ardeild Sjúkrahúss Akraness. Það
var alltaf gaman að fá Cillu í heim-
sókn, hún var hress og kát og
spjallaði um alla heima og geima,
sagði sögur úr æsku sinni og gerði
grín að sjálfri sér bæði í þátíð og
nútíð. Hún hafði mjög skemtilega
frásagnarhæfileika. Einnig var
sérlega ánægjulegt að skreppa í
kaffi til Cillu og Guðbjörns. Þá
spilaði hún oft á píanóið okkur til
ánægju.
Ég, sem þessar línur rita, kynnt-
ist Cecilíu Helgason í júlí 1943,
þegar hún kom á fæðingardeild
Landspítalans til að fæða son sinn.
Þá datt hvorugri okkar í hug að
við ættum eftir að lenda hlið við
hlið sem sveitakonur uppi í Borgar-
firði, en svona fór nú samt. Lindar-
hvolsfjölskyldan er í mínum huga
og fjölskyldu minnar mjög sannir
og traustir vinir. Að lokum kveð
ég vinkonu mína, Cillu Helgason,
með hjartans þökk fyrir alla vin-
semd við mig og fjölskyldu mína.
Guð blessi Cillu. Aðstandendum
hennar votta ég og fjölskylda mín
innilega samúð.
Brynhildur Eyjólfsdóttir,
Arnbjargarlæk.
GUÐNISIGURÐUR
INGVARSSON
+ Guðni Sigurður Ingvarsson
fípHdist 21. fphn'iar síðast-
fæddist 21. febrúar síðast-
liðinn. Hann lést samdægurs
og fór útför hans fram í kyrr-
Þey.
Sonur okkar er látinn og söknuð-
urinn er mikill og sorgin sár. Við
fáum ekki að halda þér í örmum
okkar og sjá þig vaxa úr grasi. Við
hefðum viljað gefa þér alla okkar
ást og umhyggju en nú ertu í faðmi
ástvina okkar í himnaríki, hjá Guði
og englunum. Guð blessi þig, ástin
okkar litla.
Þínir foreldrar,
mamma og pabbi.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
ÓLÖF ÁRNADÓTTIR,
Hraunbraut 47,
Kópavogi,
lést á Landspítalanum 26. febrúar.
Marvin Hallmundsson,
Hallmundur Marvinsson, Guðrún Jónsdóttir,
Gyða María Marvinsdóttir, Vilmundur Tryggvason,
Eysteinn Marvinsson, Guðrún Waage
og barnabörn.
t
Ástkær faðir okkar,
ALFREÐ KRISTINSSON
bifreiðastjóri,
Fálkagötu 28,
Reykjavík,
lést að kvöldi 24. febrúar.
Jarðarförin auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Bjarni Geir Alfreðsson,
Kristinn Alfreðsson,
Sigríður Alfreðsdóttir.
t
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ÞORSTEINN GUÐBJÖRNSSON,
Brunngötu 4,
Hólmavík,
sem lést 17. febrúar sl., verður jarðsunginn frá Hólmavíkurkirkju
laugardaginn 1. mars kl. 14.00.
Aðalbjörn Þorsteinsson, Ingibjörg Sigtryggsdóttir,
Guðmundur Magni Þorsteinsson, Lilja Björk Ólafsdóttir,
Birna Katrín Þorsteinsdóttir,
Sjöfn Þorsteinsdóttir, Hjörtur Númason,
Bjarni Hákon Þorsteinsson, Helga Hanna Þorsteinsdóttir,
Steinunn Jóhanna Þorsteinsdóttir, Reynir Björnsson
og barnabörn.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
SVEINBJÖRN HJALTASON,
Álfheimum 38,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá kirkju Filadelfíu-
safnaðarins, Hátúni 2, föstudaginn
28. febrúar kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent
á Trúboðasjóð Fíladelfíu.
Berit Gutsveen,
Klara Sveinbjörnsdóttir, Helgi Valgeirsson,
Sigríður Sveinbjörnsdóttir, Aðalgeir Olgeirsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
JÓNAS PÉTURSSON
fyrrverandi alþingismaður,
Lagarfelli 8,
Fellabæ,
sem lést þriðjudaginn 18. febrúar, verð-
ur jarðsunginn frá Egilsstaðakirkju laug-
ardaginn 1. mars kl. 14.00.
Vandamenn.
t
Okkar ástkæri,
GEIR FRIÐBERGSSON
hjúkrunarfræðingur,
verður jarðsunginn frá Digraneskirkju
föstudaginn 28. febrúar kl. 13.30.
Hólmfríður Geirdal Jónsdóttir,
Bergur Geirsson, Björk Guðjónsdóttir,
Össur Geirsson, Vilborg Jónsdóttir,
Saga Össurardóttir, Freyþór Össurarson.