Morgunblaðið - 27.02.1997, Page 46
46 FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Tommi og Jenni
Smáfólk
THE TEACHER
5M5 THE PRINCIPAL
UiANTS TO SEE WU
r
Kennarinn segir að skóla- Mig?
stjórinn vi^ji tala við þig?
VES(MAAM..I was
TOLD THE PRINCIPAL
WANT5 TO SEE ME
WHY
ME? I‘M
NOBOPY..
I PON T EVEN
HAVE A DOG..
Já, kennari... mér
var sagt að skóla-
stjórinn vildi tala við
mig.
mig'
ekkert.
hveiju
Ég er
Ég á ekki einu sinni
hund ...
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
• Netfang: lauga@mbl.is
GEIRLANDSÁ frá Geirlandi.
Geirlandsá á Síðu
Frá Einari Hannessyni:
GEIRLANDSÁ er hluti af vatna-
kerfi Skaftár í Vestur-Skaftafells-
sýslu þar sem vatn hennar fellur
síðar til Skaftár hjá svonefndum
Vatnamótum. Upptök Geirlandsár
eru norðanvert í fjalllendi á Síðuaf-
rétti, sem nefnist Kaldbakur og er
hæst í um 700 metra hæð yfir sjó.
Áin er um 17 km að lengd og fisk-
gengd um 8 km, að Hagafossi. í ána
falla Miðhúsaá og Þverá að austan-
verðu og Stjórn að vestanverðu, en
eftir það heitir vatnsfallið Breiðbala-
kvísl. Um Stjórnarsand og yfir
Breiðbalakvísl liggur þjóðvegur 1,
austan við Kirkjubæjarklaustur.
Áður hefur verið gert að umtals-
efni hér í Mbl. hversu veiðibændur
við vatnakerfi Skaftár bjuggu lengi
að ríkulegri veiði á sjógengnum sil-
ungi, sem tekinn var með árdrætti
m.a. á ósasvæðum Skaftár. Seinustu
áratugi hefur slík veiði ekki verið
stunduð. í stað þess hefur stanga-
veiði rutt sér til rúms. Þá hefur
Geirlandsá þá sérstöðu meðal
straumvatna, sem falla til Skaftár,
að þar er meira um lax en annars
staðar í vatnakerfínu.
Stangaveiði í aldarfjórðung
Bændur við Geirlandsá hafa leigt
Stangaveiðifélagi Keflavíkur veiðina
í Geirlandsá um langt árabil. Á hinn
bóginn ráðstafa eigendur að Stjórn
veiði þar. Þannig munu ítök stanga-
veiðimanna úr Keflavík við Geir-
Iandsá liggja allt aftur til ársins
1970. Þeir eru með veiðihús við ána
í landi Geirlands þar sem þeir geta
haft sína hentisemi með gistingu og
fæði.
Vænn sjóbirtingur
Árlegt meðaltal veiði í Geirlandsá
sjálfri á árabilinu 1974 til 1995,
samkvæmt skýrslum Veiðimála-
stofnunar, er 61 lax. Mesta árieg
veiði á laxi var 1975 eða 162 laxar.
Árið 1991 veiddust 93 laxar í Geir-
landsá og 1995 voru þeir 38 talsins.
Það ár fengust auk þess um 300
sjógengnir silungar, sumt af veiðinni
vænn sjóbirtingur.
Unnið hefur verið að fiskrækt í
Geirlandsá og hefur verið sleppt
bæði laxi og silungi af ýmsum stærð-
um. Klakhús var rekið um árabil í
Mörtungu, auk þess sem Sigfús H.
Vigfússon, bóndi á Geiriandi, var
mjög áhugasamur um fiskrækt í
ánni og var sleppt gönguseiðum af
laxi í ána um árabil.
Land að Geiriandsá sjálfri eiga
Geirland, Mörtunga, Prestbakki og
Prestbakkakot, en að Stjórn Kirkju-
bæjarklaustur og Mörk, en allar
þessar jarðir eru aðilar að Veiðifé-
lagi Skaftár, sem var stofnað 1964.
Fyrsti formaður þess var Siggeir
Björnsson, Holti, til 1974, þá Ólafur
Vigfússon, Þverá, til 1978, Siggeir
Björnsson, Holti, til 1974, þá Ólafur
Vigfússon, Þverá, til 1978, Sjggeir
Björnsson aftur, en frá 1983 Ólafur
Oddsson, Mörtungu, til 1996, að
Eyþór Valdimarsson, Ásgarði, tók
við formennsku í Veiðifélagi Skaftár.
EINAR HANNESSON.
fulltrúi hjá Landssambandi
veiðifélaga.
Um álver og mengiin
Frá Gunnari Erni Knútssyni:
MIKIÐ hefur verið rætt og ritað
um álverið sem fyrirhugað er að
reisa á Grundartanga. Margir eru
með og margir á móti. Ég er einn
af mörgum sem eru með álveri
fyrst og fremst vegna þess að það
veitir atvinnu, sem vantar greini-
lega víða. Hvað mengun varðar,
langar mig að spyrja alla okkar
fræðinga hvað stóriðja á borð við
álver, járnblendi o.fl. menga sam-
anborið við eldfjöll á íslandi? Við
vitum að eldgosum fylgir mikil
mengun. Hvað kom t.d. mikið upp
af flúor, koltvísýringi, og annarri
mengun með síðasta Grímsvatna-
gosi eða þá Heklu, Kröflu, Vest-
mannaeyja, Surtseyjar, Öskju,
Kötlu, svo tali maður ekki um
Skaftárelda sem er mesta hraun-
gos á jörðinni á sögulegum tíma?
Mengunin sem fylgdi með því gosi
var það mikil að ekki sást til sólar
lengi vel, móða lá yfir landinu, og
fólk og fénaður drapst úr hungri.
Talið er, og má til sanns vegar
færa, að franska byltingin hafi
verið gerð í kjölfarið á Móðuharð-
indunum, vegna harðnandi tíðar-
fars og uppskerubrests, ekki bara
hér á landi, heldur einnig á megin-
landi Evrópu. Mér sýnist í fljótu
bragði að mengun frá álveri á
Grundartanga verði bara tittlinga-
skítur miðað við eldfjallamennsk-
unnar af völdum náttúrunnar.
Fróðiegt væri að fá sérfræðingaút-
tekt og samanburð á þessum
mengunarvöldum.
GUNNAR ÖRN KNÚTSSON,
Kirkjubraut 46, Akranesi.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teijast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.