Morgunblaðið - 27.02.1997, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 27.02.1997, Qupperneq 47
L MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1997 47 BRÉF TIL BLAÐSIIMS Mælistika fátæktarinnar Frá Kjartani Helgasyni: AF FRÉTTUM að dæma í morg- un, boðaði „stuttbuxnadeild“ flokksins til fundar í gærkvöldi um fátækt. Ekki átti ég kost á að sækja hann enda aldrei nálægt þeim félagsskap komið. Mér finnst merkilegt að þeir skuli þó taka þetta á dagskrá. Ekki verður séð að þeir hafi boðið íslenskum fá- tæklingi að hafa þar framsögu. Ræðumenn voru nefndir Jónas Haralz og Pétur Blöndal. Ég þekki þessa menn ekki nema af afspum I og má vera að þeir geti talist ann- I ar hvor vera fulltrúi hins fátæka manns. Mér er þó sagt að Jónas hafi, þegar hann kom frá námi, farið fljótt í framboð fyrir sósíal- ista, bæði hér í Reykjavík og í S-Þingeyjarsýslu. Þá væntanlega til þess að boða sósíalisma. Hinn sé sjómannssonur norðan af Siglu- firði af þeirri alkunnu Blöndalsætt. Báðir þessir menn hafa þó sveimað um í íslenskum og alþjóðlegum peningakerfum og hafa eflaust mat sitt á fátækt og ríkidæmi miðað við það sem þar gerist. Ef dæma má af frétt á gufunni, sem að vísu var ekki endurtekin í há- deginu, þá virðist fátækt í guðs eigin landi, eiginlega vera einungis hjá einstæðum mæðrum, sem eru í vandræðum að vista börn sín og geta að sjálfsögðu ekki hlaupið frá þeim til að vinna. Eitthvað fannst þó Pétri þetta skondið. Ég náði aldrei í fréttinni við hvað hann miðar fátækt. Hitt virðist þó vera orðið skondið þegar farið er að deila um mismunandi laun. Er ég þar að vitna í orð háskólaprófess- ors, sem telur það stórskaðlegt, ef ekki getur haldist launamismun- ur, sem mestur að manni skilst. Annars verði eftirspurn eftir emb- I ættum takmarkaður og geti kostað ' landflótta í stórum stíl. Þannig * geti orðið stór hætta á að banka- * stjórar flýi land, ef þeir fá ekki helst hærri laun en þeir sem lægst eru launaðir og er þar verið að tala í hundraðshluta. Það er víst nokkuð til í þessu. Ekki er langt síðan frægur læknir, sem hafði ' notið námsstyrkja hjá íslenska rík- inu, sennilega Lánasjóði ísl. náms- í manna, sagðist vera farinn, því laun væru miklu hærri, sem honum I biðust erlendis. Það er von að Þór- | arinn V. telji 2-3% hækkun við hæfi. Annars fari allt úr skorðum. Innan um allan þennan fróðleik syndir svo háttvirtur forsætisráð- herra eins og „papa doc“ á Haiti. Hjá honum voru menn farnir að skjóta. Sá var einn munur þeirra. Hvar ætla þessi ósköp að enda? Hagfræðingur þjóðarinnar var bú- { inn að tilkynna að svona ætti þetta I að vera út árið 1997. Af hveiju eru menn að eyðileggja þetta líkan ' fyrir honum? Ætlið þið aldrei að skammast ykkar, verkaiýðsleið- togar? Maðurinn getur farið að gráta og þið vitið að það er orðið lítið um sálusorgara nú til dags. Þeir eru allir að stunda pappírslaus viðskipti. Skráðu mögulegar afsakanir fyrir því að rækta ekki heilsuna. Ákveddu síðan hvernig þu ætlar að sigrast á þeim. Safnaóu 5 hollráóum og þú færó 10Ö0 kr.j; afslátt af þriggja mánaða kortum í Mætti og Gatorade brúsa og duft frá Sól hf. Nú eru góð ráð dýr. Finnst mér og varla á hvers manns færi að benda á úrlausnir. Ég er alveg sammála þeim, sem segja að allt verði tekið aftur af Friðrik fjár- mála. Eða getur verið að stærð- fræðiþekking þeirra lærðu hafi ekkert betri verið fyrr á árum og árangurinn sé að koma í ljós? Spyr sá sem ekki veit. Eitthvað er að. Er það t.d. ekki rannsóknaratriði fyrir samkeppnisráð, sem ioksins hefur vaknað af vondum draumi, en er ekki alveg komin til ráðs, að kíkja þó ekki væri nema á aug- lýsingu Flugleiða þar sem þeir gefa strax útsöluafslátt upp á ísk. 6.000 fyrsta dag sölunnar. I gamla daga var leyft að stunda slíkar útsölur aðeins á vissum tímabilum á árinu. Nú eru útsölur á hverjum degi og menn farnir að tala um aðalútsölur o.s.frv. Þá eru gáfu- mennimir farnir að bjóða rað- greiðslur til 24 mánaða eða jafnvei þriggja ára. En aðrir hæstu vexti í 10 daga og svo mætti lengi telja. Hvar ætlar þetta að enda? Eða er þetta allt bara góðærið að blómstra? Þá eru menn að færa ýmis fyrirtæki á silfurfati til einka- geirans. Sumir hafa orðið að biðja um aðstoð i lífsins ólgusjó, en aðr- ir láta sér nægja tapið eins og Eimskip og Nýherji. A maður von á nýjum afslætti eða frádrætti eða hvað þeir vilja nefna þetta við skattalögin nýju? Er von að manni dámi og einhveijir séu ruglaðir? Það virðist vera eiginlega það eina, sem er eftir af íslensku efnahags- lífi, það eru lukkuhjólið hans Hemma, gullkista háskólans, bingó og lottó og hvað það nú heitir. Þetta getur gengið einhvern tíma, sýnist mér. Rúllan er mikil og svo er stundum sem vinningurinn gengur ekki upp o.s.frv. Mér skilst að fjármálaráðherra sé farinn að stunda einhvers konar slíkan rekst- ur til að bjarga ríkissjóði fyrir utan að selja eignir. Jafnvel sýnist mér stutt í að Ingibjörg Sólrún fari að reyna þetta líka. Annars er hún greind, að venju. Hún fær víst ein- hveija skatta af þessu. Hve mikinn hundraðshluta veit ég ekki. Að lokum myndi ég svo segja eins og maðurinn endaði ræðu sína út í hött: Væri ekki ráð að senda þeim Jónasi og Pétri smásjá? og jafnvel fleirum. KJARTAN HELGASON, Langholtsvegi 184, Reykjavík. | Staðgreiðsluverð: 9.800 kr. húsgögn Ármúla 44 • sími 553 2035 Bjargar bjórinn einhverju? Frá Halidóri Kristjánssyni: ÞAÐ eru nokkrar vikur síðan ég var að hlusta á umræðuþátt, einn af mörgum sem háðir eru í fjölmiðl- um hlustendum til upplýsingar. Þar var verið að ræða um áfengismál og kom fram sú skoðun að með- ferð íslendinga og neysla áfengra drykkja hefði mjög batnað síðan áfengi bjórinn var leyfður. Það var fullyrt án þess að nánari greianr- gerð fylgdi. Nú er það svo að mér finnst ýmislegt benda til annarrar niður- stöðu. Því finnst mér tilfinnanlega vanti að rökstyðja þessa skoðun um bætta meðferð áfengis. Því eru þessi orð skrifuð til að ganga eftir umræðu og lýsa eftir rökum þeirra sem telja að eitthvað hafi snúist til betri vegar í meðferð áfengis hér á landi eftir að bjórinn var leyfður. Það er nefnilega ýmislegt sem bendir til annars. Fyrst er að hugleiða hvort neysl- an hefur minnkað eða aukist. Éft- ir því fer nú hvort ástandið batnar eða versnar. Það áfengi sem lög- lega er drukkið fer vaxandi. Og ég held að það séu engin rök fyrir því að ólöglega neyslan hafi minnk- að stórum. Um það getum við lítið fullyrt. Þó vitum við að verulegt brugg hefur verið stöðvað og raunar að eitthvað hefur frá þeim komist út á markaðinn. Fjarri sé það mér að taka upp einhveijar ágiskunar- tölur frá útlöndum og hugsa sér að það áfengi sem finnst og næst sé einhver ákveðinn hundraðshluti þess sem selt er utan við lög og rétt, sama hlutfall ár frá ári. Það er margs að spyija. Telja menn að neysla áfengis hafi verið minnkandi síðustu ár væri gott að heyra við hvað það styðst. Hefur dregið úr þörf fyrir að komast í meðferð á hjálparstofnun- um vegna drykkjufýsnar? Það er nú öðru nær. Aldrei meiri aðsókn. Fleiri og yngri biðj- ast nú hjálpar. Hvað er þá að segja um dagfar og hætti? Er það aflagt að kaliað sé á lög- reglu að koma í heimahús til að hindra voðaverk og ýmiss konar óhæfu? Fækkar manndrápstilraunum á og kringum vínveitingastaði? Og hvað er um akstur ölvaðra? Fækkar þeim verulega sem hætta lífi sjálfra sín og ananrra með slíku gáleysi? Einu gildir hvar borið er niður og hvert litið er. Ástandið batnar ekki. Það versnar yfirleitt. Hvað er það sem bendir til að meðferð áfengis hafi batnað eftir að bjórinn kom? Þó eru til ljósir blettir í áfengis- málum. Þegar mæld er neysla unglinga kemur í ljós að 14 ára unglingar eru bindindissamari nú en sá aldurshópur var fyrir nokkr- um árum. Það sannar að bindindi er eina forvörnin. Og það sýnir okkur hvar og hvernig á að vinna. Þegar þetta er skrifað eru fréttamenn útvarpsstöðva að segja ógnarfréttir austan af íjörðum þar sem óður maður veldur stjórtjóni með gaffallyftara. Fréttina enda þeir með því að segja að ekki liggi fyrir hvers vegna maðurinn tryllt- ist. Þó höfðu þeir sjálfir sagt í upphafi að maðurinn var ölóður. Það er kjarni málsins. Auðvitað hefur eitthvað orðið til að ergja manninn. En ógæfa hans lá í því að hann hafi neytt áfengis og þar með brotið niður varnir heilbrigðs manns. Dómgreind og hófsemi brugðust svo sem oft vill verða þar sem áfengi er annars vegar. Það réð úrslitum. Því er það kjarni málsins að maðurinn var ölvaður. Ódrukkinn hefði hann metið stöðuna öðruvísi. Enginn ódrukkinn hefði hagað sér svona. Þetta sýnir okkur kjarna máls- ins. Ungu fólki þarf að verða ljóst að áfengi er eitur sem á það til að breyta persónuleika neytenda sinna og lama heilbrigða dóm- greind og þar með siðferðisgrun- dvöll venjulegs fólks. HALLDÓR KRISTJÁNSSON, Leifsgötu 6. IAÐS1NS mr Sunnudaginn 9. mars gefur Morgunblaðið út hinn árlega blaðauka Fermingar, en um 4 þúsund ungmenni verða fermd nú í lok marsmánaðar og í aprílmánuði. Er þetta í áttunda sinn sem slíkur blaðauki er gefínn út með uppiýsingum á einum stað um allt það sem viðkemur undirbúningi fermingardagsins. f blaðaukanum verður m.a. rætt við fermingarböm og foreldra um undirbúninginn og fermingardaginn. Fjallað verður um fatnað, hárgreiðslu, veisluna ásamt uppskriftum af mat og kökum, skreytingar á fermingarborðið, fermingargjafir og gefnir minnispunktar varðandi fermingarundirbúninginn. Auk þess verður fjallað um fermingar íslenskra bama erlendis, tekin verða tali fermingarböm fyrr og nú, skoðaðar gamlar fermingarmyndir ásamt fleiru. Allar nánari upplýsingar veita starfsmenn auglýsingadeildar í síma 569 1171 eða með símbréfí 569 1110. Skilafrestur auglýsingapantana er til kl. 12.00 mánudaginn 3. mars. - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.