Morgunblaðið - 27.02.1997, Síða 56

Morgunblaðið - 27.02.1997, Síða 56
56 FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ Helfgott úr „Shine“ á toppnum PLATA ástralska píanóleikar- ans Davids Helfgott, hvers saga er sögð í myndinni „Shine“ sem tilnefnd er til Oskarsverðlauna, fór á topp breska vinsældalistans yfir sígilda tónlist í vikunni. A plötunni, sem er eina platan sem Helfgott hefur leikið inn á, leikur hann þriðja píanó- konsert Sergeis Rachman- inovs. Platan fór á topp ástralska vinsældalistans fyrir fimm mánuðum og situr nú sem stendur á toppi bandaríska vinsældalistans. Helfgott, sem dvaldi í mörg ár á geðveikrahælum, er nú á tónleikaferðalagi um heim- inn og uppselt hefur verið á alla tónleika hans. Aðstoðar- maður hans, Peter Feuc- htwanger, segir Helfgott vera líkan stórpíanistum fyrri tíma. Alltaf með hugann við efnið og aldrei leika vélrænt. „Nú þegar heimurinn er yfirfullur af ungum píanóleikurum sem allir hljóma eins er gott að hlusta á mann eins og Helfg- ott sem fær píanóið til að syngja. Hann er í það minnsta enginn eftirbátur núlifandi píanóleikara.“ MYNDBÖIMD/KVIKMYNDIR/ÚTVARP-SJÓNVARP MYNPBÖNP Flæktur í eigin lygavef Draumur sérhverrar konu (Every Woman’s Dream) D r a m a Leikstjóri: Steve Schachier. Hand- rit: Martin Davidsson, Steven Schachier og William H. Macy, byggt á bók Karen Kingsbury. Kvikmyndatökustjóri: William Wages. Aðalhlutverk: Jeff Fahey, Kim Cattrall, Delane Matthews. 90 mín. Bandarísk. Kushner-Locke Company/Háskólabíó 1996; Bönnuð börnum yngri en 12 ára. Útgáfu- dagur 25. febrúar. RAUNVERULEIKINN er stund- um lygilegri en sjálfur uppspuninn. Fáránleg hegðan okkar mann- skepnanna hefur ávallt þótt safa- ríkur efniviður í kvikmyndir, svo ekki sé minnst á þá illkvittni, sam- viskuleysi, svik og pretti, sem við höfum orðið upp- vís að. Allra kræsilegast þykir þó þegar ástvinir eru beittir slíkri framkomu, haldið er framhjá þeim og fjölkvæni jafnvel stundað. Lawr- ence Kasdan gerði fyrir nokkrum árum myndina I Love you till De- ath, byggða á hreint ótrúlegum en samt meintum sönnum atburðum um eiginmann sem hélt fram hjá konu sinni og fékk laglega á bauk- inn fyrir. Draumur sérhvers manns segir hinsvegar frá sjúklegum lyg- ara sem kvæntist tveimur konum, saga sem er lyginni líkust, en þó sögð byggjast á sönnum atburðum. Mitch Parker hefur logið sig í gegnum allt sitt líf, honum hefur tekist að koma sér áfram og sópa í kringum sig velunnurum úr hópi stjórnmálamanna í Washington, þar sem hæfileikar hans virðast njóta sín vel. Hann vann hjarta eiginkonu sinnar með því að telja henni trú um að hann væri njósn- ari á vegum CIA. En á meðan hún heldur að hann sé þeysast um heim- inn til þess að bjarga honum frá glötun stundar hann pretti sína og brask. Þegar hann fellur fyrir ann- arri konu er honum ekkert eðli- legra en að tæla hana með því að þykjast hafa nýlokið hetjulegri bar- áttu við krabbamein og vera mold- ríkur í þokkabót. Eiginkona númer tvö kemst í höfn. Mitch reynist þó MITCH Parker (Jeff Fahey) með fyrri eiginkonuna grun- lausa í fanginu. erfiðara að lifa tvöföldu fjölskyldu- lífi en hann taldi í fyrstu og fyrr en varir flækist hann í eigin lyga- veg. Þessi ótrúlega saga er sögð með ágætis tilþrifum. Frásögnin er hröð og nokkuð nýstárleg í sjónvarps- mynd sem þessari. Lágstemmdur leikur Jeffs Fahey gæðir hinn hrað- lygna og samviskulausa Mitch Parker viðeigandi tilfinningakulda og aðrir leikarar standa einnig vel fyrir sínu. Þrátt fyrir yfirlýsingar um sannsögli er samt ekki hjá því komist að undrast yfír og draga hreinlega í efa að eiginkonurnar hafi verið svona trúgjarnar. Skarphéðinn Guðmundsson MYIMDBÖND SÍÐUSTU VIKU í blíðu og stríðu (Faithful ★ ★'/2 Billy slær í gegn • (Billy’s Holiday) ★★ Jane Eyre (Jane Eyre) ★ ★ Ed (Ed) 'h Dauði og djöfull (Diabolique) ★ Barnsgrátur (The Crying Child) ★ Riddarinn á þakinu (Horseman on the Roof) ★ ★ ★ IMær og nær (Closerand Closer) ★ ★‘/2 Til síðasta manns (Last Man Standing) ★ ★'/2 Geimtrukkarnir (Space Truckers) ★ ★ Börnin á akrinum (Children of the Corn) ★ Powder (Powder) ★ ★'A Innrásin (TheArrival) ★★ Umsátrið á Rubyhryggnum (The Siege at Ruby Ridge) ★ ★ 1 * .... 1 OGEÐIÐ FJ IARLÆ Nokkur grotustu atrioi kvikmynaanna \3L 1 ■ sem klippt hafa verið í burtu og ástæðan.... TITILL KVIKMYNDIN VAFASAMA ATRIÐIÐ ÁSTÆÐA HNEYKSLUNAR MIKILVÆGI í SÖGUÞRÆÐINUM STAÐA Á BRESKUM MYNDBANDAMARKAÐI The Abyss Neðansjávar vísindaskáldsaga eftir James Cameron. Rottu er sökkt í oxaðan vökva. Þetta er framkvæmt í alvörunni. Ofbeldi gegn dýrum. Sýnir hvernig Ed Harris getur andað í vökva í lokaatriðinu. Myndin er til án þessa atriðis. Cannibel Ferox Ómerkileg ítölsk mannætusaga. Kona er hengd upp á brjóstunum. Kynferðislegt ofbeldi gegn konum. Atriðið virðist ekki vera mjög mikilvægt í fram- vindu sögunnar. í myndinni er einnig sýnd raunveruleg slátrun dýra sem er enn ógeðslegri en atriðið sem hér um ræðir. Myndin var tekin af markaði. Cliffhanger Die Hard uppi á fjalli. Höfuðið er skotið af Craig Fair- brass á meðan hann lumbrar á Michael Rooker og ræðir fótgælur. Ofbeldi Nú, einhvemveginn þurfti að drepa illmennið Craig. Er til án atriðisins. A Clockwork Orange Túlkun Stanleys Kubricks á skáldsögu Anthonys Burgess um afbrotaunglinga framtíðarinnar. Alex( Malcolm McDowel) og félagar hans bijótast inn í hús, nauðga konu og neyða eiginmann hennartil að horfa á. Á meðan þessu fer fram syngur Alex lagið Singing in the Rain. Ofbeldi gegn konum. Undirstrikar hömluleysi Alex og leggur drög að hefnd Magees. Myndin er ekki fáanleg í Bret- landi, hvorki á myndbandi né er hún sýnd þar í kvikmynda- húsum. Myndin er þó fáanleg í óklipptri útgáfu í flestum öðrum löndum heims. Enter the Dragon Bruce Lee tekur þátt í bardagakeppni sem haldin er af illmenni með klær. Bruce slæst við hóp andstæð- inga og notar nuntsjaka, kylfur festar saman með keðju, sem vopn. Kvikmyndaeftirlit Bretlands hefur ákveðið að nuntsjaka megi ekki sjást í breskum kvikmyndum. Þessi vopn hafa verið klippt út úr myndum um Bleika pardusinn. Sýnir að Bruce er jafn fær að slást með kylfunum og þegar hann slæst einungis með höndum og fótum. Er til án atriðisins með nuntsjakas. The Evil Dead í lok myndarinnar kemur fram að myndin sé hræðilegasta hrollvekja allra tíma. Hetjan rekur blýant í ökklann á djöfulóðri kærustu sinni. Ofbeldi. Blýantar eru verkfæri sem notuð eru dags daglega og ekki á að stinga þeim í ökkla manna. Myndin er byggð upp í kringum gróf ofbeldisatriði. Ef þau eru milduð missir myndin marks. Er til í þónokkuð klipptri útgáfu. The Exorcist Hryllingsmyndin vinsæla um Regan sem verður haldin af illum anda. Regan litla fróar sér með róðu- krossi haldin djöflinum Pazuzu. Guðlast og kynferðislegt ofbeldi. Jafn mikilvægt og önnur atriði myndarinnar sem sýna illan andann að verki. Ekki leyfð og ófáanleg. Henry, Portrait of a Serial Killer Vægðarlaus mynd um vonlaust líf geðsjúka fjöldamorðíngjans Henrys og hinn siðlausa vin hans Otis. Henry og Otis horfa á mynd- bandsupptöku af því þegar þeir myrða heila fjölskyldu. Kvikmyndaeftirlitið hefur áhyggjur af því að geðsjúklingar örvist til illverka með því að horfa á myndina. Hægt væri að túlka atriðið sem sýnidæmi og ádeilu á ofbeldi í myndböndum. Er til en búið er að stytta atriðið töluvert. Indiana Jones and the Temple of Doom Framhald myndarinnar Raiders Of The Lost Ark eftir Steven Spielberg. Æðsti prestur nfur hjartað úr manni sem fórna á guðunum og kreistir það. Gróft ofbeldi, miðað við að myndin er almennt talin fjölskyldumynd. Sýnir illt innræti Thuggee trúflokksins sem Indy er að reyna að uppræta í myndinni, þrátt fyrir að hinir raunverulegu Thuggar voru stoltir af því að geta drepið án blóðsúthellinga. Er til eilítið lagfærð og skorin. 1 Spit on Your Grave Camille Keaton er nauðgað af hópi illþýða. Eftir það hefnir hún sín og drepur það allt á hrottalegan hátt. í 45 mínútna kafla í myndinni eru illmennin sýnd misþyrma og nauðga Keaton. Ofbeldi gegn konum. Myndin er einnig verulega viðbjóðsleg. Án nauðgunarinnar væri engin ástæða fyrir hefndarmorðunum. Þó er gagnrýnivert að myndin eyðir mun meiri tíma í að sýna nauðgunina en sjálfa hefndina, en af því má dæma innræti kvikmyndagerðarmannanna og afstöðu þeirra til kvenna. Ekki fáanleg. Pink Flamingoes Divine keppist við að verða ógeðslegasta persóna sögunnar í þessari mynd Johns Waters. Divine borðar hundaskít. Atriðið er ekki falsað þar sem í einni heilli töku sést hundurinn skíta og Divine beygja sig niður, stinga skítnum upp í sig og brosa síðan með kámugar varir. Viðbjóður. í raun ekkert. Þegar atriðið gerist er aðal- sögunni lokið og skítátið er einungis sýnt til að Divine fái að sanna sig sem viðbjóðs- legustu „leikkonu" heims. Er til en atriðið er nú sýnt með fáeinum kyrrmyndum. Teenage Mutant Ninja Turtles Gamansöm mynd um bardaga- listir þar sem stökkbreyttar skjaldbökur, sem elska flat- bökur og tala eins og Bill og Ted, eru í aðalhlutverkum. Ein skjaldbakanna notar nuntsjaka og sýnir leikni sína með vopnið á fremur ógeðfelldan hátt. Sjá fyrir ofan, Enter the Dragon. Án þessa atriðis yrði þessi skjaldbaka mun minna spennandi en félagar hennar þrír. Er til, án atriðisins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.