Morgunblaðið - 27.02.1997, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 27.02.1997, Blaðsíða 60
OPIN KERFI HF. Sími: 567 1000 HPVécö'3**' <o> AS/400 Mikið úrval viðskiptahugbúnaðar <33> NÝHER3I : MORGUNBLADW, KRINGLAN I, 103 REYKJAVJK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK ÞAÐ hefur verið umhleypingasamt á Aust- urlandi undanfarnar vikur eins og víðar á landinu. Mikil snjókoma var t.d. á Eskifirði Morgunblaðið/RAX og því var að mörgu leyti hentugast fyrir þá sem þurftu að sinna erindum utandyra að fara fótgangandi um bæinn. E1 á Eskifirði ÚA segir upp starfs- « fólki ÚTGERÐARPÉLAG Akureyringa ætlar um næstu mánaðamót að segja upp vinnu- og greiðslufyrir- komulagi starfsfólks landvinnslu félagsins á Akureyri. Aðgerðirnar eru hluti af gagngerri endurskipu- lagningu á landvinnslu félagsins. Ákveðið hefur verið að fækka starfsfólki í þjónustudeildum og skrifstofu um 19. Guðbrandur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri ÚA, sagði að teknar yrðu upp viðræður við starfsfólk um breytingar á bónuskerfi og stefnt væri að því að ljúka þeim fyrir lok aprílmánaðar. Hann sagði að afkoma í landvinnslu hefði verið slæm síðustu misserin og nauðsyn- legt væri fyrir fyrirtækið að bregð- ast við því. Björn Snæbjörnsson, formaður Verkalýðsfélagsins Einingar, sagð- ist ekki hafa fengið upplýsingar um hvaða breytingar fyrirtækið vildi gera á samningum við starfs- fólk. Ekki hefði verið óskað eftir viðræðum við félagið, en viðbrögð þess við áformum fyrirtækisins kæmu í ljós þegar þær hæfust. ■«-j* ______________________ ■ Stefnt að nýjum/14 Rafiðnaðarmenn samþykkja verkfall og taka upp prósentukröfur Samkomulag um til- færslu úr bónuskerfum Aðilar segja eina hindrun úr veginum en ágreiningur um launabreytingar er óleystur SAMNINGANEFNDIR vinnuveit- enda og Verkamannasambandsins náðu í gær samkomulagi um að- ferðir við að færa hluta af bónus- greiðslum fiskvinnslufólks að taxtakaupi. Enn er þó óleystur ágreiningur um launabreytingar og verður tekist á um þau mál á næstu dögum. Fulltrúar deiluaðila eru sammála um að ein hindrun sé nú úr veginum en samkomulagið snú- ist þó aðeins um tæknilega út- færslu á breytingum á launakerf- unum. Miðstjórn og samninganefnd Rafiðnaðarsambandsins hefur samþykkt að setja sameiginlegar launakröfur iandssambanda ÁSI um krónutöluhækkun launa til hlið- ar og fara eigin leiðir í kjaraviðræð- unum. „Við viljum fá prósentu- hækkanir. Þar er um að ræða tölu- vert hærri upphæðir. Menn hafa talað um 6-7% hækkun á ári,“ seg- ir Guðmundur Gunnarsson, for- maður Rafiðnaðarsambandsins. Verkfall samþykkt með öllum greiddum atkvæðum Rafiðnaðarmenn sem starfa hjá Reykjavíkurborg samþykktu í gær, fyrst verkalýðsfélaga, með öllum greiddum atkvæðum, boðun verk- falls sem á að hefjast á miðnætti 9. mars. Ef vinnustöðvunin hefst nær hún m.a. til Rafmagnsveitu Reykjavíkur, Sjúkrahúss Reykja- víkur, Hitaveitunnar og Vatns- veitunnar auk Vélamiðstöðvar borgarinnar. Á kjörskrá voru 97 félagsmenn. 78 eða 80,4% tóku þátt í atkvæðagreiðslunni og sam- þykktu þeir tillögu samninganefnd- arinnar um verkfallsboðun með öll- um greiddum atkvæðum. „Þessi niðurstaða staðfestir það sem ég hef áður sagt að menn hafa fengið sig fullsadda og eru mjög ósáttir við gang mála og vilja nú fá að sjá niðurstöður," segir Guðmundur. VSÍ telur verkbönn koma til greina Formannafundur VMSÍ skoraði í gær á aðildarfélög að hefja undir- búning að boðun verkfalla. Þórar- inn V. Þórarinsson, framkvæmda- stjóri VSÍ, segir að ef verkföll skelli á 10. mars gætu þau orðið víðtæk og langvinn. „Ég fæ ekki séð að Vinnuveitendasambandið láti keðjuverkföll stöðva lungann úr atvinnurekstrinum án þess að bregðast við því. Verkbönn eru eitt- hvað sem við hljótum að skoða ef þessar aðstæður skapast,11 segir hann. ■ Rafiðnaðarmenn/4 Morgunblaðið/Ámi Sæberg RAFIÐNAÐARMENN hjá Reykjavíkurborg greiða atkvæði um verkfall á hádegi í gær í húsnæði Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Borgarnes Stal vöru- bíl og ók langan veg VÖRUBÍL var stolið frá Borgar- verki hf. í Borgamesi í fyrrinótt þar sem hann stóð við hús fyrir- tækisins við Sólbakka. Svo virðist sem þjófurinn hafi þurft að komast til Grundarfjarðar en átt í erfíðleikum með að kom- ast leiðar sinnar því að þar fannst bíllinn í gær óskemmdur. Ekki er ljóst hver var þarna á ferð, en málið er í rannsókn hjá lögreglunni í Borgarnesi. Af vegs- ummerkjum að dæma hefur þjóf- urinn notað skrúfjárn til að koma bílnum í gang og ekið þannig til Grundarfjarðar um nóttina. Grunur leikur á að sami aðili hafi unnið skemmdir á öðrum vörubíl í eigu Borgarverks, en hann stóð einnig við Sólbakka. Rúða í bílnum var brotin. Kaupmannasamtök íslands senda kaupmönnum áskorun Enga tékka án debetkorta KAUPMANNASAMTÖK íslands hafa hafa beint því til allra kaup- manna og annarra smásala að hætta algjörlega viðtöku tékka frá einstaklingum frá 1. mars nema þeir framvísi debetkorti með mynd. Benedikt Kristjánsson, formað- ur Kaupmannasamtakanna, segir að þótt mikið hafi dregið úr út- gáfu ávísana eftir tilkomu debet- korta hafi ábyrgð banka á eigin ávísunum ekki aukist. íslandsbanki ábyrgist tékka upp að 10 þús. kr. en aðrir bank- ar ábyrgjast því aðeins tékka að skráð sé númer debetkorts. Kaup- menn hafa óskað eftir því að bankarnir og sparisjóðir skyldi alla tékkareikningshafa til að hafa debetkort með mynd af sér fyrir 1. mars en eftir þann tíma verði ekki tekið við tékkum án debet- korta. Þeir hafa, að sögn Bene- dikts, ekki fengið viðbrögð. Benedikt segir að þrátt fyrir að dregið hafi úr útgáfu tékka verði kaupmenn enn fyrir umtals- verðu tjóni vegna fólks sem greiði með tékkum án debetkorta. Því valdi m.a. svokallaður 10 daga skilafrestur banka á tékkum, sem þýði að 10 dögum eftir að kaup- maður leggur inn tékka getur hann átt von á að honum verði skilað. Benedikt segir að kaupmenn muni áfram vinna að því að fá banka og sparisjóði til að taka á sig aukna ábyrgð á tékkum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.