Morgunblaðið - 05.03.1997, Side 1
64 SIÐUR B/C/D
53. TBL. 85. ÁRG.
MIÐVIKUDAGUR 5. MARZ 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Reuter
■jjEpvÝ; i y p
uj m iipfPr '
Átak gegn útlendingahatri
ROMAN Herzog, forseti Þýska-
lands, sagði í gær að styrkan
efnahag landsins mætti að hluta
til þakka erlendu vinnuafli og
kvað það ekki rétt, sem margir
Þjóðveijar héldu fram, að út-
lendingar hefðu af þeim vinnu.
Herzog lét þessi orð falla við
opnunarathöfn evrópsks árs
gegn kynþáttahatri, sem hófst
formlega í Berlín í gær.
Kynþáttahatur hefur aukist í
Þýskalandi í kjölfar sameining-
ar þýsku ríkjanna, ekki síst með
auknu atvinnuleysi. Hefur upp-
gangi hægri öfgamanna í
Þýskalandi verið líkt við tíma-
sprengju.
Við athöfnina í gær mótmælti
hópur manna þeirri ákvörðun
þýskra yfirvalda að skylda börn,
fædd utan Þýskalands, til að fá
áritun til dvalar í landinu. Á
myndinni ganga útlend börn með
mótmælaskilti frá Brandenborg-
arhliðinu með áletrunum á borð
við „Sömu réttindi fyrir alla“.
Stjórnleysi
ríkir í suður-
hluta Albaníu
Tirana, Róm, Madríd, London. Reuter.
VOPNAÐIR íbúar í bænum Sarande
í Suður-Albaníu bjuggu sig í gær
undir að berjast við albanskar örygg-
issveitir en fréttir höfðu þá borist um
að hermenn væru aðeins nokkra kíló-
metra frá bænum. í gær viðurkenndi
utanríkisráðherra landsins, Tritan
Shehu, að yfirvöld hefðu enga stjóm
á ástandinu í suðurhluta Albaníu en
fullyrti að dregið hefði úr hættunni á
borgarastyijöld eftir að yfirvöldin
lýstu yfir neyðarástandi, settu á út-
göngubann og bann við vopnaburði.
Shehu lét þessi orð falla í samtali við
ítalska blaðið L’Unita en stjómvöld
afléttu í gær sólarhringsbanni við
fréttasendingum erlendra fjölmiðla
frá Albaníu. Ritskoðun er áfram í
gildi gagnvart albönskum blöðum og
ljósvakamiðlum.
Að minnsta kosti 19 manns hafa
látið lífið í átökum frá því á föstu-
dag. í gær sagði albanska ríkissjón-
varpið frá því að fjögurra ára stúlka
hefði látist af skotsárum. Þá fullyrtu
íbúar í þorpum í suðurhlutanum að
hópar vopnaðra manna færu um
ruplandi og rænandi og hefðu m.a.
drepið leigubílstjóra.
Sósíalistar, sem eru í stjórnarand-
stöðu, kváðust í gær hafa reynt að
fá Salih Berisha, forseta landsins, til
að mynda ríkisstjórn allra flokka til
að binda enda á ofbeldisölduna, en
hann hefði „ekki sýnt neinn sátta-
vilja“.
Engin erlend afskipti
Ráðamenn í mörgum Evrópuríkj-
um lýstu í gær yfir áhyggjum sínum
vegna upplausnarástandsins í Alb-
aníu en aftóku jafnframt afskipti af
málinu. Javier Solana, framkvæmda-
stjóri Atlantshafsbandalagsins, sagði
bandalagið ekki vera alþjóðalögreglu
og að semja yrði um lausn mála í
Albaníu.
Sama var uppi á teningnum hjá
Vestur-Evrópusambandinu en for-
maður þings þess, Lluis Maria de
Puig, sagði sambandið ekki geta
haft hernaðarafskipti af málinu, því
átökin kynnu að breiðast út til
tveggja aðildarlanda, Grikklands og
Ítalíu. Malcolm Rifkind, utanríkis-
ráðherra Bretlands, sagðist hins veg-
ar myndu taka málið upp hjá Evrópu-
sambandinu og hjá Öryggis- og sam-
vinnustofnun Evrópu, sem Albanir
væru aðilar að.
■ „Fólkið hefur engu“/26
Yasser Arafat í Bandaríkjunum
Friðanimleitan-
ir eini kosturinn
Washington, Jerúsalcm. Reuter.
YASSER Arafat, leiðtogi sjálfstjórnarsvæða Palestínumanna, sagði
í gær að hann ætti „einskis annars úrkosti" en að halda áfram friðar-
viðræðum við ísraelsstjórn þrátt fyrir þá ákvörðun hennar að reisa
nýtt hverfi fyrir gyðinga við Austur-Jerúsalem.
Engir styrkir
til einrækt-
unar manna
Washington. Reuter.
BILL Clinton Bandaríkjaforseti lagði
í gær bann við því að ríkið styrkti
tilraunir til einræktunar manna og
bað vísindamenn sem starfa hjá
einkareknum stofnunum að setja
svipað bann, þar til ráðgjafarnefnd
forsetans hefði skilað niðurstöðu um
einræktun, en hún hefur tæpan hálf-
an annan mánuð til stefnu.
Bannið er enn víðtækara en annað
bann, við tilraunum á fósturvísum,
sem tók gildi árið 1994. „Allar upp-
götvanir sem snerta sköpun manns-
ins eru ekki eingöngu mál vísinda-
manna. Þær varða siðgæði og and-
lega göfgi,“ sagði forsetinn.
Clinton sagðist ekki efast um að
einræktun dýra gæti stuðlað að mikl-
um framförum í vísindum, landbún-
aði og læknisfræði. Hann hefði hins
vegar miklar áhyggjur af hugmynd-
um um að innan fáeinna ára yrði
hægt að einrækta menn.
„Það er skylda okkar og stefna
að halda friðarferlinu áfram," sagði
Arafat. Þrátt fyrir alla erfiðleikana
sem við stöndum frammi fyrir eigum
við einn kost: að starfa áfram í þágu
friðar.“ Hann ræddi málið við Bill
Clinton Bandaríkjaforseta og lýsti
viðræðunum sem „mjög jákvæðum
og hlýjum“.
Arafat var spurður hvort hann liti
á Benjamin Netanyahu, forsætisráð-
herra Israels, sem „félaga“ sinn, eins
og forvera hans í embættinu, eða
„andstæðing". „Sem félaga," svaraði
Arafat. „Ég verð að virða val ísra-
ela... Við erum að friðmælast við
ísraelsku þjóðina."
Í gær fyrirskipaði Netanyahu að
flórum skrifstofum palestínskra
stjórnvalda í Austur-Jerúsalem
skyldi lokað í dag. Fullvíst er að
þessi ákvörðun mun ýta enn frekar
undir reiði Palestínumanna. Frakkar
hafa gagnrýnt áform Israelsstjórnar
en Hervé de Charette, utanríkisráð-
herra ísraels, sagði eftir fund með
David Levy, starfsbróður sínum í
ísrael, að deilan myndi ekki skaða
samskipti ríkjanna. Oryggisráð Sam-
einuðu þjóðanna átti að ræða deiluna
í gær en umræðunni var frestað þar
til í dag að beiðni Bandaríkjamanna.
Reuter
YASSER Arafat kyssir enni Ölmu Brown, ekkju Rons Brons,
viðskiptaráðherra Bandaríkjanna. Veitti Arafat henni heiðurs-
merki fyrir framlag manns hennar til uppbyggingar á Gaza.
Evrópusambandið
Tvrkir eiga
litla von
um aðild
Brussel. Reuter.
TYRKIR fengu í gær skýr skilaboð
um að aðild að Evrópusambandinu
(ESB) væri ekki á næsta leiti. Var
þetta niðurstaða fundar mið- og
hægriflokka á Evrópuþinginu, en
ástæðan er ástand mannréttinda-
mála í Tyrklandi.
Wilfried Martens, leiðtogi hægri-
manna á Evrópuþinginu, sagði Tyrki
ekki líklega aðildarþjóð ESB, hvort
sem til skemmri eða lengri tima
væri litið. Fundarmenn, m.a. Helmut
Kohl, kanslari Þýskalands, og Jose
Maria Aznar, forsætisráðherra Spán-
ar, hefðu vissulega lýst yfir áhuga á
því að eiga náin samskipti við tyrk-
nesk stjórnvöld en að ESB-aðild
væri ekki til umræðu.
Áfengiseinkasala ríkisins í Svíþjóð stenst ekki lög ESB
Kaupmenn fagna sigrí
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
ÁLIT aðallögmanns ESB-dómstóls-
ins, sem birt var í gær, um að
áfengiseinkasala ríkisins standist
ekki gagnvart reglum Evrópusam-
bandsins olli miklu fjaðrafoki í Sví-
þjóð. Sænska stjórnin heldur fast við
að finna verði leiðir til að halda einka-
sölunni með einhveijum hætti en
kaupmenn fagna hins vegar. Búist
er við að dæmt verði í málinu i maí,
en dómstóllinn hefur sjaldnast geng-
ið gegn umsögn aðallögmanns.
Margot Wallström félagsmálaráð-
herra segir of snemmt fyrir kaup-
menn að fagna sigri, því ekki komi
til greina að áfengissala verði gefin
með öllu fijáls, enda tíðkist það
hvergi. Hún segist bíða dóms og at-
huga megi hvort einkaleyfissala
gæti komið í staðinn. Hugmyndin er
þá væntanlega að ríkið veiti einka-
leyfi til smásölu en haldi eftirliti með
sölunni. Fordæmi eru fyrir slíku, til
dæmis í tóbakssölu á Italíu.
Þegar sænska stjórnin samdi um
aðild að ESB samdi hún ekki um
undanþágu fyrir sænska kerfið. Hún
mun hafa álitið sig hafa vilyrði fyrir
að það fengi að haldast, enda virðast
niðurstöðurnar hafa komið henni í
opna skjöldu.
■ Ríkiseinkasala á áfengi/6