Morgunblaðið - 05.03.1997, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 5. MARZ 1997 7
FRÉTTIR
Forysta ASI ræddi við fulltrúa ríkisstj órnarinnar
Stj órnin að verða
tilbúin með viðbrögð
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Ahugaverður iðnaður
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra
segir að ef ASÍ taki sæmilega vel í
tilboð vinnuveitenda um launalið
nýrra kjarasamninga muni ríkis-
stjórnin þá þegar kynna tillögur sín:
ar í skattamálum. Forystumenn ASI
ræddu við Davíð Oddsson og Pái
Pétursson, félagsmálaráðherra, í
gær um stöðuna í kjaramálum.
Forystumenn ASI óskuðu eftir
fundinum og vildu ganga eftir svör-
um ríkisstjórnarinnar við kröfugerð
sem þeir lögðu fram í síðasta mán-
uði um breytingar í skattamálum
og fleiri málum.
„Við lýstum því mati okkar að sú
vinna sem við höfum lagt í að svara
þessari kröfugerð gengi vel og að
við teldum að við yrðum í stakk
búnir til að koma með okkar sjónar-
mið um leið og kjarasamningar væru
komnir á það stig að það sé ástæða
til þess að telja að ríkisstjórnin hefði
efni á að spila spilunum út. Við sögð-
um jafnframt að ef menn væru að
fara í verkföll og verðbólgusamninga
í kjölfarið á verkföllum væri ekkert
svigrúm hjá ríkissjóði til að spila
neinu út,“ sagði Davíð.
Óbreytt svör
„Við fengum sömu svör og við
fengum á okkar síðasta fundi um
að ríkisstjórnin væri ekki tilbúin til
að svara okkur formlega fyrr en
mál væru komin á það stig að við
værum að sjá í lokasprettinn. Við
vorum upplýst um að verið væri að
vinna í málinu á vettvangi ríkis-
stjórnarinnar," sagði Grétar Þor-
steinsson, forseti ASÍ.
Grétar sagði að forysta ASÍ gæti
ekki svarað tilboði vinnuveitenda,
sem búist er við á hverri stundu,
fyrr en hún hefði séð hvað ríkis-
stjórnin byði. Það kynni þó að vera
að tilboð atvinnurekenda yrði svo
lágt að ekki væri um annað að ræða
en hafna því strax.
„Við höfum lagt áherslu á að
þarna yrðu að fara saman svör
stjórnvalda og það útspil atvinnurek-
enda, sem okkur skilst að sé á leið-
inni, varðandi launahækkanir. Þessir
þættir eru samtengdir þannig að við
getum ekki svarað tilboði atvinnu-
rekenda fyrr en það liggur fyrir
hvað ríkisstjórnin ætlar að gera í
skattabreytingum," sagði Grétar.
Davíð sagðist hafa skilning á
þessu sjónarmiði enda myndi ekki
standa_ á svörum ríkisstjórnarinnar
ef ASÍ tæki sæmilega vel í tilboð
vinnuveitenda.
„Um leið og tilboð kemur frá
Vinnuveitendasambandinu og þeir
telja að það sé eitthvert vit í því
þannig að það sé hægt að ræða
það, þá er komin rétta stundin til
þess að ríkið og Alþýðusambandið
eigi nýjan fund þar sem við myndum
skýra frá okkar sjónarmiðum og
okkar svörum."
Davíð sagðist vera hóflega bjart-
sýnn á stöðuna í kjaramálum. „Ég
hef þá trú að mál geti gengið í báð-
ar áttir. Þó hef ég heldur verri til-
finningu fyrir málinu þessa stund-
ina. Það er alltaf viss hætta á því
að menn geti talað sig inn í vit-
lausar áttir og endað í verkföllum
með öllu því tjóni sem því fylgir
fyrir almenning í landinu. Þó heldur
maður í vonina um að á næstu tveim-
ur sólarhringum kunni að nást samn-
ingar.“
Agreiningur í skattamálum
Grétar sagði að fulltrúar ASÍ
hefðu á fundi með forystumönnum
ríkisstjórnarinnar í síðasta mánuði
farið ítarlega yfir kröfur ASÍ í
skattamálum. Ekkért nýtt hefði
komið fram varðandi þau mál á
fundinum í gær. „Við leggjum höfuð-
áherslu á skattalækkanir hjá meðal-
tekjuhópunum. Við höfnum hug-
myndum um flata lækkun skattpró-
sentu ef ekkert annað er í spilunum."
„Ég hef ekki hafnað þeim leiðum
sem forystumenn ASÍ hafa bent á,
en ég vil leita leiða til þess að lækka
skatta á skattgreiðendur _í landinu
þannig að allir njóti þess. Ég vil hins
vegar í leiðinni forðast að skemma
skattkerfið eins og ég tel að gerist
með fjölgun skattþrepa. Það er mik-
ill ávinningur af því fyrir launafólk
að hafa greitt sína skatta og vera
laus við framhaldið. Ef við förum í
gamla farið verða skattar eftirá-
greiddir. Þú getur t.d. haft auknar
tekjur í júlí til áramóta og í júní
árið eftir færðu allt í einu stórhækk-
aðan skatt. Þetta er tímabil sem við
þekkjum og viljum vera lausir við,“
sagði Davíð.
KRAKKARNIR í 1. bekk G í
Hvassaleitisskóla ætla að mæta
vel undirbúnir til leiks í atvinnu-
lífinu. Liður í slíkum undirbún-
ingi er heimsókn í fyrirtæki, þar
sem krakkamir fara í starfskynn-
ingu. í gær kynntu þeir sér starf-
semi Nóa-Síríus. Páskaeggja-
framleiðslan vakti töluverða
hrifningu og var greinilegt að
krökkunum þótti þessi iðnaður
hinn áhugaverðasti.
Útgefandi:
Umsjón með útboði og
milliganga um skráningu:
Fjárhæð útboðs:
Útboðsfyrirkomulag:
Útboðsgengi:
Sölutímabil:
Söluaðilar:
Tilgangur útboðs:
Skilmálar:
Viljayfirlýsiríg stærstu eigenda:
Fóðurblandan hf., kt. 550169-0889, Korngörðum 12, 104 Reykjavík
Kaupþing hf., kt. 560882-0419, Ármúla 13A, 108 Reykjavík. Sími: 515-1500 Fax: 515-1599.
Almennt útboð
á hlutabréfum
í Fóðurblöndunni hf.
Fjárhæð útboðsins er að nafnverði 27.039.744 krónur að hámarki, sem eru 10,2% af núverandi hlutafé. Þar af er hluti útboðs
til almennings að nafnverði 16.153.846 krónur að lágmarki og 26.923.077 krónur að nafnverði að hámarki. Um er að ræða'
sölu á þegar útgefnum hlutabréfum. Hlutafé félagsins skiptist í einnar krónu hluti og margfeldi þeirrar tölu. Útboðið er ekki
sölutryggt en heildarkostnaður vegna útboðsins og fyrirhugaðrar skráningar á Verðbréfaþing íslands er áætlaður um 2,5% af
söluvirði hlutabréfanna.
Útboðið skiptist í tvo hluta. Annars vegar verða 300-500 aðilum seldir 140.000 króna hlutir á söluverði og hins vegar verða
viðskiptavinum og starfsmönnum Fóðurblöndunnar hf. sem þess hafa óskað, samkvæmt könnun forstjóra, seldir 140.000-
280.000 króna hlutir á söluverði.
Útboðsgengi til almennings er 2,60. Gengi hlutabréfanna til viðskiptavina og starfsmanna verður 2,40. Gengi getur breyst á
sölutímabilinu eftir markaðsaðstæðum, en upplýsingar um útboðsgengi fást hjá söluaðilum.
7. mars 1997- 14. mars 1997.
Kaupþing h'. og Kaupþing Norðurlands hf. hafa sölu hlutabréfanna með höndum. Frá og með 5. mars verður hægt að fá allar
upplýsingar um útboðið, s.s. útboðs- og skráningarlýsingu hjá söluaðilum. Önnur gögn sem vitnað er til I útboðs- og
skráningarlýsingu er hægt að nálgast hjá Kaupþingi hf. Samantekt um fyrirtækið og útboðið má finna á „Veraldarvefnum" undir
heimasíðu sparisjóðanna á slóðinni http://www.spar.is/FB.
Á hluthafafundi Fóðurblöndunnar hf. þann 20. desember 1996 var ákveðið að breyta félagsformi fyrirtækisins úr
einkahlutafélagi í almenningshlutafélag. Jafnframt var ályktað um vilja hluthafa til að skrá félagið á Verðbréfaþing (slands.
Tilgangurinn er að gera Fóðurblönduna hf. að almenningshlutafélagi og fjölga hluthöfum nægilega, svo að félagið uppfylli
skilyrði um hluthafafjölda til skráningar á Verðbréfaþing (slands. Þessi skref miða að því að gera hlutabréf félagsins
markaðshæf.
Hlutabréfin skulu staðgreidd við kaupin. Starfsmenn eiga kost á greiðslukjörum. Hlutabréfin verða send kaupendum í
ábyrgðarpósti eigi slðar en 40 dögum eftir að kaupin eiga sér stað og söluaðili hefur gefið út kvittun. Hver einstaklingur eða
lögaðili getur að hámarki keypt einn hlut og án skriflegs umboðs einungis fyrir hönd fjögurra einstaklinga eða lögaðila.
Fóðurblandan hf. hefur sótt um staðfestingu ríkisskattstjóra á því að félagið hafi fullnægt skilyrðum 1. mgr. 11. gr. 1. nr.
9/1984, með áorðnum breytingum, um frádrættarbærni kaupverðs hlutabréfa á árinu 1997. Árlega verður sótt um þá heimild til
rlkisskattstjóra.
Gunnar og Sigurður Garðar Jóhannssynir, stærstu núverandi eigendur Fóðurblöndunnar hf., hafa að markmiði að selja fyrir 1.
mars 1998 það mikið af þeim hlutabréfum sem þeir ráða yfir, að eftir standi minni en 50% hlutur. Þetta er að því gefnu að
þeir telji verð bréfanna viðunandi. Þessi yfirlýsing er gefin sem fyrirheit um eigna- og valddreifingu innan félagsins í framtíðinni.
KAUPPING HF
Ánnúla 13A
Sími 515 1500