Morgunblaðið - 05.03.1997, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 5. MARZ 1997 19
Jóhann
Hjálmarsson
Dagskrá um
verk Jóhanns
Hjálmars-
sonar
DAGSKRÁ um verk Jóhanns
Hjálmarssonar verður
fimmtudaginn 6. mars í
kaffistofu Gerðarsafns í
Kópavogi. Flutt verður stutt
ágrip af ferli skáldsins og
félagar úr Ritlistarhópi
Kópavogs flytja ljóð að eigin
vali úr bókum þess. Jóhann
Hjálmarsson verður sjálfur
heiðursgestur samkomunnar,
og les úr nýjum ljóðum sín-
um.
Síðastliðið haust voru 40
ár frá útkomu fyrstu bókar
Jóhanns, Aunguls í tímann,
en síðasta bók hans, Rödd í
speglunum, kom út fyrir
þremur árum. Alls eru
ljóðabækur skáldsins orðnar
14 á þessum árum, auk fjög-
urra þýðingasafna og ann-
arra verka.
Dagskráin hefst að venju
kl. 17 og stendur eina
klukkustund. Að lestri lokn-
um gefst gestum kaffistof-
unnar kostur á að spyija
skáldið um verk þess og feril.
TÓNLIST
Tríó Reykjavíkur
HAMRABORG
Flytjendur. Peter Máté píanó, Guðný
Guðmundsdóttir fíðla, Gunnar Kvar-
an selló. 2. mars kl. 20.
UNDIRRITAÐUR minnist þess,
að þegar Halldór Haraldsson hætti
sem píanóleikari með Tríói Reykja-
víkur og tók við stjórn Tónlistarskól-
ans í Reykjavík, að þá hafi nokkur
efi komist að um hvort með ráðningu
Peter Máté, í stað Halldórs, hafí TR
valið heppilegustu lausnina. Eftir
tónleikana í Hamraborg á sunnudag-
inn, er ástæðulaust að óttast lengur
að valið hafi ekki verið rétt, svo
ágætlega féll píanóleikur Peters að
öðrum að mjög ánægjulegt var á að
hiýða. Peter hefur mjög mikla leikni
á píanóið og samleiks virðist hann
vera fæddur til. Ef reynt væri að
leita að einhveiju sem betur mætti
fara væri það kannske helst það, að
í „forte“ á hann til að gleyma sér
og fer þá út úr rammanum. En þetta
er smáatriði sem einfalt er að lag-
færa, það gleðilega er, eins og fyrr
segir, valið sýndi sig að vera mjög
heppilegt og ekki er mér grunlaust,
LISTIR
Scan-Foto/Lars Aamodt
DORRIT Willumsen tekur við bókmenntaverðlaunum Norður-
landaráðs úr hendi Olof Salmen, forseta Norðurlandaráðs, í
Ósló síðastliðið mánudagskvöld.
Slæmir dómar Norð-
manna sitja í mér
DORRIT Willumsen tók við bók-
menntaverðlaunum Norður-
landaráðs í Ósló á mánudags-
kvöld fyrir bók sína Bang. En
roman om Herman Bang. Dorrit
sagðist vera ánægð með verð-
iaunin en benti ennfremur á að
slæmir dómar sem birtust í Nor-
egi um bókina sætu enn í sér.
Dorrit sagðist mundu nota
peningana sem hún fékk í verð-
Íaun til að ferðast til Japans en
þar ætlar hún að safna í sarpinn
efnivið í næstu bók, ólíkt verð-
iaunabókinni verður það samtíð-
arsaga.
Þetta var i fjórða skipti sem
Dorrit er tilnefnd til Norður-
landaráðsverðlaunanna í bók-
menntum. Hún er 56 ára að aldri.
Fyrsta bók hennar, Knagen, kom
út árið 1965 og var smásagna-
safn. Frægust er hún sennilega
fyrir skáldsögu sína Marie, sem
fjallar um vaxlistakonuna Mad-
ame Tussaud.
Rétt var valið
við að heyra samleik Tríósins, að
Peter hafí tekið að sér mótun sam-
leiksins, að einhverju leyti a.m.k.
Sá fjölhæfí Emest Bloch var fyrst-
ur á efnisskránni. Bloch, f. 1880 í
Sviss og verður líklega að teljast
svissneskur tónlistarmaður, þótt
hann hafi dvalið langtímum erlendis,
m.a. um lengri tíma í Bandaríkjun-
um, sem tónskáld, hljómsveitarstjóri
og tónlistarskólastjóri. Bloch samdi
fyrir flestar samsetningar hljóðfæra,
mest þó líklega fyrir hljómsveitir.
Þijú næturljóð fyrir fiðlu, selló og
píanó eru ekki stór eða flókin í formi,
en hafa yfír sér dulræna fegurð,
byija gjarnan á dökka tónsviði pían-
ósins eða á g-streng fiðlunnar og
fíkra sig hægum skrefum upp í birt-
una. Næturljóðin skiluðu sér skáld-
lega og fallega úr höndum þremenn-
inganna.
Tríó nr. 1 í F-dúr eftir Camille
Saint-Saéns heyrðist nú líklega í
fyrsta skipti hér á landi. Saint-Saéns
ferðaðist mikið utan Frakklands og
kynnti verk sír. sjálfur sem hljóm-
sveitarstjóri, organleikari og píanó-
leikari og varð t.d. mjög vinsæll í
Þýskalandi. Verk hans eru ekki flók-
in í formi, né hljómrænt og því að-
gengileg áheyrendum, skrifuð í eins-
konar nýklassískum stíl. Kammer-
verk hans náðu þó ekki fótfestu utan
heimalandsins, Frakklands. Tríóið
sem TR flutti er líklega samið á all-
löngum tíma, þjóðlagastemmningum
skýtur upp hér og þar og reynir víða
á tækni- og samspilshæfni flytjenda,
en er um leið þrungið músíklegum
töfrum. Hér varð að sýna tillitsemi
og tilhliðrun í samleik og þeirri sam-
vinnu var mjög ánægjulegt að fylgja,
sem áheyrandi.
Tríóið op. 70 nr. 1 í D-dúr var
síðast á efnisskránni. Upp úr stóð í
flutningnum annar þátturinn, sem
var feikifallega mótaður, og skildi
eftir spor. Hvers vegna tríó þetta
hefur fengið nafnið Draugatríóið er
líklega vegna tónstigans niður eftir
hljómborðinu, í lok annars þáttarins,
sem er það eina sem minnt gæti á
draug er flýtir sér ofan í gröfina sína
áður en klukkurnar hringja. Allt
annað í þættinum gefur manni til-
Farfuglar bókmenntanna
FARFUGLAR (Zugvögel) nefnist
norræn bókmenntakynning í Þýska-
landi. Kynningin hefst í dag, mið-
vikudag, með því að menningar-
málaráðhera Finnlands, skáldið
Claes Andersson, og sænski rithöf-
undurinn P.O. Enquist, setja nor-
ræna bókastefnu í Munchen sem
nefnist Bæjaraland les. Fjörutíu
norrænir rithöfundar munu síðan
kynna verk sín og taka þátt í um-
ræðufundum í Bæjaralandi.
Bókmenntakynningin er skipu-
lögð af bókmenntaskrifstofum
Norðurlanda og norrænu menn-
ingaskrifstofunni í Bonn og nýtur
m.a. styrks frá ráðherranefndinni í
Kaupmannahöfn. Eftir kynninguna
í Miinchen verður norræn dagskrá
og sameiginleg sýning á Bókastefn-
unni í Leipzig 23. mars. Eftir það
kemur röðin að bóka- og tónlistar-
dögunum Nordisch Klang í Grefis-
wald í byijun maí, ljóðadögum í
Múnster, upplestri og umræðufund-
um í Hamborg, Bonn og fleiri þýsk-
um borgum.
í Berlín verður sérstök barnabók-
menntadagskrá í október, en
áhersla er lögð á barna- og ungl-
ingabókmenntir á kynningunni.
Búist er við að um hundrað nor-
rænir rithöfundar komi fram á nor-
rænu bókmenntakynningunni, en
áhugi á norrænum bókmenntum er
mikill í Þýskalandi. Bækur margra
norrænna rithöfunda eru meðal
metsölubóka þar.
Söngtónleikar á
Hvolsvelli
GUÐRÍÐUR Júlíusdóttir sópran og
Agnes Löve píanóleikari halda tón-
leika í sal Tónlistarskóla Rangæinga
á Hvolsvelli í kvöld miðvikudag kl. 21.
Flutt verður fjölbreytt dagskrá með
lögum og aríum eftir ýmsa höfunda,
innlenda og erlenda.
Guðríður er búfræðingur og bóndi
í Rafholti í Holta- og Landssveit. Hún
er nemandi við söngdeild Tónlistar-
skóla Rangæinga. Kennari hennar frá
því hún hóf söngnám árið 1992 er
Jón Sigurbjömsson.
Þetta eru aðrir einsöngstónleikar
skólans sem haldnir eru nú í vor en
þeir era liður í 40 ára afmælishaldi
Tónlistarskólans og er aðgangur
ókeypis og öllum heimill á meðan
húsrúm leyfir.
Fyrirlestur um
leik- og
listsýningar
UM 20 listamenn úr öllum greinum,
ásamt matreiðslumeisturam og jarð-
ræktarfólki lögðust á eitt um að
skapa málsverð, leik- og listsýningu.
Þessi sýning var valin sem ein af
þremur athyglisverðustu menningar-
viðburðum í Finnlandi árið 1996 af
finnska ríkissjónvarpinu. Fjórir ís-
lendingar tóku þátt í þessu verkefni,
Dröfn Friðfmnsdóttir myndlistar-
fínningu fyrir einskonar upphafn-
ingu, hins vegar verð ég að viður-
kenna að þessi niðurgangur í píanó-
inu kemur dálítið eins og skrattinn,
eða draugur, úr sauðarleggnum. Jað-
arþættir tríósins vora og glæsilega
leiknir, þó skyldi maður hafa hemil
á skapinu, þetta er jú bara Beethov-
en. Ánægjulegast var þó að þre-
menningamir skyldu ná svo vel sam-
an í vönduðum samleik og lofar það
miklu um framhaldið.
Fyrir þá sem aftast sitja í salnum
kemur pallaleysið mest niður á selló-
inu, en tónninn lendir fyrst á þeim
sem fremstir sitja og dofnar við
hveija sætaröð eftir það.
Tónleikana tileinkuðu þremenn-
ingarnir Bimi Ólafssyni fíðluleikara
og hans umfangsmikla starfí í ís-
lensku tónlistarlífi, bæði sem einleik-
ari og kennari. Varðandi ritdóm um
orgeltónleika Harðar Áskelssonar í
Kópavogskirkju, gleymdist að geta
þess að þá tónleika tileinkaði Hörður
Guðmundi Gilssyni, sem lengi var
organleikari við kirkjuna og dreymdi
um nýtt og gott orgel, og fáir, ef
nokkrir, organleikarar íslenskir
höfðu kynnt sér jafnvel og Guðmund-
ur alla innviðu orgelsins og notagildi
þess.
Ragnar Björnsson
maður, Helga Pálína Brynjólfsdóttir
textílhönnuður, Margrét Jónsdóttir
leirlistamaður og Jórunn Sigurðar-
dóttir leikari. Þær þijár síðasttöldu
sýna myndir og segja frá þessu verk-
efni í Barmahlíð, Myndlista- og hand-
íðaskóla íslands í dag miðvikudag
kl. 16.
Fyrirlesturinn er öllum opinn og
enginn aðgangseyrir.
Tríó leikur lög
eftir Brueh og
Schumann
Á HÁSKÓLATÓNLEIKUM í Nor-
ræna húsinu í dag kl. 12.30 flytja
Ármann Helgason klarinettleikari,
Guðmundur Kristmundsson víóluleik-
ari og Miklós Dalmay píanóleikari
þijú lög úr Acht Stucke op. 83 eftir
Max Brach og Márchenerzáhlungen
op. 132 eftir Robert Schumann.
Ármann, Guðmundur og Miklós
stofnuðu tríóið á síðasta ári. Allir
hafa þeir komið víða við í íslensku
tónlistarlífi undanfarin ár og leikið
með ýmsum kammerhópum, þ.á m.
Cameractica og Caput. Ármann og
Miklós hafa báðir unnið til Tónverka-
verðlauna Ríkisútvarpsins og léku við
það tilefni einleikskonserta með Sin-
fóníuhljómsveit íslands og einnig hafa
komið út geisladiskar með leik þeirra.
Lög Max Brach fyrir klarinettu,
víólu og píanó, Acht Stúcke op. 83,
era samin á áranum 1908 til 1909 í
anda síðrómantíkurinnar. Márch-
enerzahlungen op. 132 samdi Schu-
mann árið 1853, og var það eitt af
síðustu verkum hans.
Við blöndum
litinn...
DU PONT bílalakk notað af
fagmönnum um land allt.
Er bfllinn þinn
grjótbarinn eða
rispaður ?
DU PONT lakk
á úðabrúsa er
meðfærilegt og
endingargott.
Faxafeni 12. Sími 553 8000
#DOEWOO
VERKVER Smiðjuvegi 4B • Kópavogi • 567 6620
DIESEL - RAFMAGNS - GAS BURDARGETA 1.0-12.0 TONN