Morgunblaðið - 16.03.1997, Page 51

Morgunblaðið - 16.03.1997, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MARZ 1997 51 FRETTIR Starfshópar á veg- um stjómvalda ALÞINGI hefur með ályktun frá 5. júní 1996 beint því til ríkisstjórn- arinnar að skipa starfshóp, m.a. með fulltrúum þingflokkanna, til að gera úttekt á og skilgreina hvaða stofnanir og verkefni á sviði heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytis séu í raun félagsleg verkefni sem eðlilegra væri að heyrðu undir félagsmálaráðuneyt- ið, segir í fréttatilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Ennfremur segir: „Á fundi ríkis- stjórnarinnar hinn 26. september sl. var að tillögu menntamálaráð- herra fallist á að koma á fót starfs- hóp til að fjalla um verkaskiptinu ráðuneyta í þágu fatlaðra. í samræmi við þessa ályktun Alþingis og samþykkt ríkis- stjórnarinnar hefur forsætisráð- herra skipað starfshóp til að fjalla um framangreind viðfangsefni. í hópnum eiga sæti Sigríður Anna Þórðardóttir, alþingismaður, for- maður, skipuð samkvæmt sameig- inlegri tilnefningu þingflokka Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks, Rannveig Guðmunsdóttir, alþingismaður, skipuð samkvæmt sameiginlegri tilnefningu þing- flokka jafnaðarmanna, Alþýðu- bandalags og Samtaka um kvenna- lista, Kristján Erlendsson, skrif- stofustjóri, skipaður samkvæmt tilnefningu félagsmálaráðherra og Trausti Þorsteinsson, fyrrverandi fræðslustjóri, skipaður samkvæmt tilnefningu menntamálaráðherra. NY SENDING FRA UBRA Vorum að taka upp buxna- og pilsdragtir með stuttum og síðum pilsum, ásamt heilum og tvískiptum kjólum, blússum og höttum í lit við. Stœrðir 36 til 48. Opið í dag sunnudag frá kl. 14-17 Dtraarion Reykjavíkurvegi 64 ■ Hafnarfirði • Sími 565 1147 Fyrirlestur í Tækniskólanum um skógrækt VÉLADEILD Tækniskóla íslands stendur fyrir fyrirlestraröð um umhverfismál á þessari önn. Fyrir- lestrarnir eru hluti af umhverfis- fræðiáfanga sem kenndur er í véla- deild skólans. Næstkomandi þriðjudag 18. mars mun dr. Árni Bragason, for- stöðumaður Rannsóknastöðvar Skógræktar ríkisins að Mógilsá flytja fyrirlestur sem hann kýs að kalla: Hvers vegna skógrækt á Islandi. Fyrirlestur Árna hefst kl. 17.00 og er haldinn í stofu 325 á annarri hæð í húsnæði Tækniskól- ans að Höfðabakka 9. Fyrirlestur- inn er öllum opinn, en að honum loknum verður opnað fyrir umræð- ur. -----»■ ♦ ■♦-- Marsvaka KFUM o g KFUK KFUM og KFUK í Reykjavík bjóða öllum sem áhuga hafa á að koma í hús félaganna við Holtaveg, gegnt Langholtsskóla, sunnudaginn 16. mars og taka þátt í Marsvöku sem hefst kl. 20. Á dagskrá er söngur, lofgjörð og fyrirbæn. Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri félaganna, mun hafa hugvekju. Gospelbandið Nýir menn mun taka lagið og leiða al- mennan söng. Með Marsvökunni er þess vænst að ýmsir, sem vilja end- urnýja tengslin við félögin eða kynna sér þau í fyrsta sinn, nýti sér þetta tækifæri. -----» » 4---- lJ Afangastaöir Sölutímabil 1.3. 30.4. Sölutímabil 1.5. -30.6. ©llÉv Fræðslukvöld fyrir afa og ömmur fatlaðra barna FFA, fræðsla fyrir fatlaða og að- standendur, stendur fyrir fimmta og siðasta fræðslukvöldi fyrir afa og ömmur fatlaðra barna annað kvöld, mánudaginn 17. mars, kl. 20 hjá Þroskahjálp, Suðurlands- braut 22. Sr. Bragi Skúlason fjallar um áfallið og sorgina sem fjölskyldan verður fyrir þegar barn greinist með fötlun. Kaffi, umræður. Þátttaka tilkynnist til skrifstofu Þroskahjálpar. Ferðir skulu farnar á tímabilinu 5. apríl til 30. september. Lágmarksdvöl er 7 dagar oghámarksdvöl er 1 mánuður. Flugvallarskattar eru innifaldir í verði. (Farflöhltn fflila I bctnujlugi Fluglelða og um Kaupmamahöfn mcð Flugleiðum ogSAS.) Leitið nánari upplýsinga um sumarleyfisfargjöldin hjá sölufólki Flugleiða eða hjá ferðaskrifstofunum. Hafið samband við söhiskrifstofurFluglciða, umboðsmenn, fcrðaskrifstofiimar cða símsöludeild Flugleiða í síma 5050100 (svarað minud.-föstud. kl. 8-19ogá laugard. kl. 8-16.) VefurFlugleiða á Intemetinu: www.icelandair.is Nctfangfyrir almcnnar uppJýsingar: info@icelandair.is FLUGLEIDIR Traustur íslenskur ferðafélagi Kaupmaniialiöfii 31.570 kr. 35.560 kr. Ósló 32.240 kr. 36.240 kr. Stokkhólmur 30.990 kr. 34.990 kr. Amsterdain 33.840 kr. 37.840 kr. Lúxemboro' o 33.100 kr. 37.100 kr. París 33.130kr. ÍJB. 37.130 kr. Milanó 36.880 kr. 40.880 kr. Barcelona 36.320 kr. 40.320 kr. Vín 3 7.440 kr. 41.440 kr. Zurich 3 7.000 kr. ms 41.000 kr. Hambore' o 33.580 kr.* 37.580 kr. Frankfurt 33.980 kr.* 37.980 kr. London 30.920 kr.* 34.920 kr.* Glasgow 24.920 kr.* fS 28.920 kr.* Manchester 27.920 kr.* 31.920 kr.* * Gildir eingöngu í beinu flugi Flugleiða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.