Morgunblaðið - 21.03.1997, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 21.03.1997, Qupperneq 4
4 FÖSTUDAGUR 21. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fuglavinur í Fossvoginum Gefur þröstunum kræsingar á hverjum degi Morgunblaðið/Kristinn ODDNÝ Gestsdóttir lætur matinn á tréhlera þegar snjórinn er blautur. ÞRÍR bústnir þrestir kroppa í kræsingarnar. RKI gerir samn- ing við Úsbekistan og Turkmenistan „ÞRESTIRNIR eru miklir sæl- kerar og brjálaðir í allt sem er feitt, reykt, salt eða kryddað," segir Oddný Gestsdóttir, hús- móðir og fuglavinur I Foss- voginum, sem telur það ekki eftir sér að smyija og brytja niður nokkra brauðbita með smjöri og remúlaði, skera niður afgangsfitu af salt- eða hangi- kjöti eða blanda saman salt- kjötsfloti, brauði og mjólk og bera út í garð til fuglanna á degi hveijum. Og sé snjórinn blautur setur hún matinn á Iít- inn tréhlera. Oddný segist í samtali við Morgunblaðið gefa fuglunum alla matarafganga sem hún eigi, enda komi ekki til greina að henda neinum leifum. „Það var venjan að gefa fuglunum þegar ég bjó í sveit sem lítil telpa og ég tók sjálf upp á því fyrir mörgum árum,“ segir hún og bætir því við að hún gefi þeim allan ársins hring yfirleitt einu sinni á dag, en stundum tvisvar ef nóg er til. „Það er misjafnt og mismikið hvað ég gef þeim. Ég gef þeim bara það sem ég á til. Til dæmis fiskafganga, kökumylsnur, fiskroð, sykraðan mjólkurvelling eða smurt brauð, enda eru þeir orðnir _ ansi vandlátir,“ segir hún. „Ég sauð til dæmis loðnu handa þeim um dagin og bar hana út, en þeir borðuðu hana aldrei því hún var hvorki steikt né krydd- uð. Þeir eru því dálitlir sælker- ar,“ segir hún. Þá kveðst Oddný hafa prófað að gefa þröstunum venjulegt fuglafóður en þeir hafí ekki lit- ið við því. Þeir sömu koma aftur og aftur Oddný segir að það séu aðal- lega svartþrestir og íslenskir þrestir sem sæki í matinn henn- ar og að stundum komi þeir eins og skæðadrífa niður af húsþökunum og tijánum skömmu eftir að hún hafi borið matinn út. „Þeir hafa verið á milli tuttugu til þijátíu í einu að narta í matinn,“ segir hún. Oddný segir að sömu þre- stirnir komi alltaf aftur og aft- ur, „enda nokkrir þeirra orðnir ansi bústnir," segir hún. „ Ef ég er eitthvað sein fyrir setjast þeir á gluggasylluna og bíða.“ Hún segir að svartþrestirnir séu mjög fælnir en þeir íslensku geti verið nyög gæfir. „Einn þeirra kom meira að segja inn í eldhús til mín um daginn eftir að ég hafði skilið útidyrnar opnar á meðan ég fór inn og sótti matarbakkann," segir hún að síðustu RAUÐI kross íslands gerði sam- starfssamninga við Rauða hálfmán- ann í Úsbekistan og Turkmenistan á ráðstefnu landsfélaga Rauða kross- ins og Rauða hálfmánans í Evrópu, sem Iauk í Kaupmannahöfn í gær. Að sögn Sigrúnar Árnadóttur, framkvæmdastjóra Rauða kross ís- lands, var gerður eins árs samning- ur við Rauða hálfmánann í Usbe- kistan og tveggja ára samningur við Rauða hálfmánann í Turkmen- istan. í þessu samstarfi mundi koma sér vel að kynningarfulltrúi RKÍ, Þórir Guðmundsson, væri á þessum slóðum, en hann hefur aðsetur í Kazakstan. „Við ætlum að veita samtökunum í Úsbekistan aðstoð varðandi fræðslu til fatlaðra barna,“ sagði Sigrún í gær. „Rauði hálfmáninn í Turkmenistan hefur áhuga á að styrkja ungmennastarf í sínu landi. Talað var um verkefni, sem lúta að heilsuvernd og eins rætt um að skiptast á kynningarefni." Sigrún sagði að ísland væri einn- ig aðili að samningi allra Norður- landanna við Eystrasaltsríkin þtjú. Hin Norðurlöndin hefðu verið með verkefni í Eystrasaltsríkjunum, en DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir þörf á að fá lögfræðilega grein- argerð um rétt Alþingis til að fá upplýsingar um hlutafélög í eigu ríkisins. Hann telur afstöðu ráðherr- anna Halldórs Blöndal og Finns Ing- ólfssonar um þetta málefni ekki eins misvísandi og virðist við fyrstu sýn. Halldór sagðist í síðustu viku ekki geta svarað fyrirspurn Ástu R. Jóhannesdóttur, Þingflokki jafn- aðarmanna, um laun yfirmanna Pósts og síma hf. en Finnur lofaði því að upplýsingar um laun yfir- manna ríkisbankanna yrðu veittar íslendingar ekki. Ekki væri enn vit- að hvaða verkefnum íslendingar myndu taka þátt í, en lykilatriði væri að hjálpa þessum félögum að koma undir sig fótunum f|'árhags- lega. Yfirskrift ráðstefnunnar í Kaup- mannahöfn var evrópsk samvinna og var lögð á það áhersla að gerðir yrðu samningar af þessu tagi. Það einkenndi ráðstefnuna að þar voru ýmist landsfélög frá örsnauðum ríkjum eða vel efnuðum. „Rauða kross- og hálfmánafélög- in búa við mjög mismunandi aðstæð- ur,“ sagði Sigrún. „Þessi munur er meðal annars ástæðan fyrir því að hvatt var til að efna til samstarfs- samninga." Starfsemi Rauða krossins og hálf- mánans hefur ekki staðið lengi í mörgum þeirra ríkja, sem nú áttu fulltrúa á ráðstefnunni, og má rekja það til hruns Sovétríkjanna í upp- hafi áratugarins. „53 landsfélög tóku þátt í ráð- stefnunni í Kaupmannahöfn," sagði Sigrún og bætti við: „Á síðustu ráð- stefnu, sem haldin var fyrir um hálfum áratug í Hollandi voru þau heimingi færri." eftir hlutafélagavæðingu þeirra. Svör Halldórs voru harðlega gagn- rýnd af stjórnarandstæðingum við utandagskrárumræðu á Alþingi í gær. Asta sagði að réttur þing- manna til upplýsinga um ríkisfyrir- tæki væri tryggður í stjórnarskrá og lögum. Halldór svaraði því að launakjör yfirmannanna væru trún- aðarmál. Margir þessara manna væru eftirsóttir af einkafyrirtækj- um og því myndi það veikja sam- keppnisstöðu Pósts og síma ef hægt væri að ganga að upplýsingum um laun þeirra. Upplýsingaskylda um ríkisfyrirtæki Þörf á lögfræðilegri greinargerð Forstjóri Eignarhaldsfélags Brunabótafélagsins um framhald eftir kaup Landsbankans Höfum ekki ákveðið að hætta í tryggingum HILMAR Pálsson, forstjóri Eignarhaldsfélags Brunabótafé- lags íslands, segir það misskilning hjá Einari Oddi Kristjánssyni og fleiri alþingismönnum, sem lagt hafa fram frumvarp um að Eignar- haldsfélagið verði leyst upp, að félagið hafí ákveðið að hætta af- skiptum af tryggingastarfsemi. Félagið hafí ekki gefíð neina slíka yfirlýsingu. Fundur fulltrúaráðs Eignarhaldsfélagsins, sem haldinn verður 4. apríl, komi til með að marka félaginu stefnu. Fulltruaráðsins að taka ákvörðun Hilmar sagðist lítið geta tjáð sig um frumvarp Einars Odds að öðru leyti en því að hann væri ósammála þeirri stefnumörkun að leysa ætti upp Eignarhaldsfélag Brunabótafélagsins. „Við erum að selja Landsbankanum eignarhlut okkar í Vátryggingafélaginu, en við höfum ekki lýst því yfír að við séum þar með hætt eignarhaldi í vátryggingarekstri. Það er verk- efni fulitrúaráðs Eignarhaldsfé- lagsins að fjalla um hvort slík ákvörðun verður tekin,“ sagði Hilmar. Hilmar sagði að sveitarfélögin hefðu verulegra hagsmuna að gæta í þessu máli og Alþingi yrði m.a. að horfa til sjónarmiða þeirra þegar það tæki afstöðu til frum- varpsins um slit á Eignarhaldsfé- laginu. „Markmiðið með sölu á eignar: hlut Eignarhaldsfélagsins í VSÍ er að færa arðsemina af þessu íjár- magni nær sveitarfélögunum. Ég held að það náist miklu betri árangur með samheldni í þessum málum en að vera að dreifa þessu.“ Ágreiningur um verðmætið Hilmar sagði í samtali við Morg- unblaðið í janúar sl., að ef Eignar- haldsfélagi Brunabótafélagsins yrði slitið þýddi það fyrir venjuleg- an eiganda einbýlishúss í einhveiju sveitarfélagi sem tryggði hjá Brunabótafélaginu að hann fengi um 6 krónur greiddar fyrir eignar- hlut sinn. Hilmar sagði að þetta mat sitt hefði byggst á því að verðmæti Eignarhaldsfélagsins væri um 500 milljónir. Síðan hefði verðmæti félagsins 5-6 faldast. Það væri því kannski eðlilegra að tala um 30-40 krónur í þessu tiltekna dæmi. Verðmæti eignarhluta einstakra viðskiptamanna færi eftir því hversu há iðgjöld viðkomandi hefði greitt. Það væri mikill munur á eignarhlutnum eftir því hvort við- komandi var að greiða örfá þúsund krónur í iðgjöld eða hvort iðgjöldin hefðu numið tugum eða hundruð- um þúsunda króna. Eignarhlutur viðskiptamanna Brunabótafélagsins sem falla frá rennur til sameignarsjóðs Eignar- haldsfélagsins, sem er í eigu sveit- arfélaganna. Sjóðurinn á í dag um 12% af Eignarhaldsfélaginu, en eignarhlutur þess nam 10% í árs- lok 1995. Hilmar sagði að sveitar- félögin ættu nærri 500 milljónir af þeirri rúmlega þriggja milljarða eign sem félagið á í dag. Pétur H. Blöndal alþingismaður hefur lagt fram fyrirspurn á Al- þingi til viðskiptaráðherra þar sem hann óskar eftir upplýsingum um verðmæti eignarhluts eigenda Eignarhaldsfélags Brunabótafé- lagsins. Eitthvað bogið við útreikninga Pétur sagðist telja eitthvað mik- ið bogið við útreikninga stjórnenda Eignarhaldsfélagsins á verðmæti einstakra viðskiptamanna ef þeir teldu að venjulegur viðskiptavinur Brunabótafélagsins ætti aðeins um 6 króna eignarhlut í félaginu. Meðaleign hvers viðskiptamanns væri um 50.000 krónur ef heildar- verðmæti félagsins, 3,4 milljarðar, væri deilt á milli 65 þúsund við- skiptavina Brunabótafélagsins. Þetta væri því eign sem skipti þá umtalsverðu máli. „Vátryggingafélagið og Bruna- bótafélagið störfuðu sem gagn- kvæm tryggingafélög. Það þýðir að hinir tryggðu borguðu ákveðið iðgjald. Þegar ljóst var hver tjónin yrðu átti að endurgreiða iðgjaldið eða bæta við það. Þannig starfa gagnkvæm tryggingarfélög. Með þessum hætti hefur myndast eign, sem var til staðar þegar Eignar- haldsfélagið var myndað 1994 með lögum frá Alþingi. Lögin gera ráð fyrir að þegar tryggingatakarnir falla frá eða fyrirtækin sem tryggðu hjá félag- inu eru leyst upp skuli eignin renna inn í sameignarsjóð, sem hefur verið að bólgna út á undanfömum árum. Það er ljóst að eftir 70-80 ár, þegar allir tryggingatakarnir eru dánir, mun sameignarsjóður- inn eiga allt fyrirtækið og þar með hefur eignin verið flutt frá þeim 65 þúsundum sem áttu félagið til sameignarsjóðsins, sem er í eigu sveitarfélaganna. Það eru sveitar- félögin en ekki eigendurnir sem geta leyst félagið upp og það er mikill galli á lögunum. Það er ljóst að sveitarfélögin hafa engan áhuga á að leysa félagið upp á meðan sameignarsjóðurinn bólgnar út. Ég tel að Alþingi hafí alls ekki hugsað þetta mál til enda þegar lögin vom sett,“ sagði Pétur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.