Morgunblaðið - 21.03.1997, Side 16

Morgunblaðið - 21.03.1997, Side 16
16 FÖSTUDAGUR 21. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Indriði Pálsson stjórnarformaður Skeljungs hf. á aðalfundi félagsins Ekkert bendir til að flutn- ingsjöfnun verði afnumin ÞRÁTT fyrir að nú sé ár liðið frá því að Samkeppnisráð úrskurðaði að ákvæði í iögum um jöfnun á flutningskostnaði olíuvara brjóti í bága við samkeppnislög er ekkert sem bendir til þess að viðskiptaráð- herra sem hefur yfir málinu að segja hyggist bæta þar úr. Þetta kom fram í ræðu Indriða Pálssonar, stjórnarformanns Skelj- ungs, á aðalfundi fyrirtækisins i gær. „Forsvarsmenn Skeljungs hafa á liðnum árum ítrekað bent á að flutningsjöfnun á olíuvörum sem hér hefur viðgengist sé í beinni andstöðu við samkeppnisreglur. Að fengnu áliti Lagastofnunar Háskóla íslands komst Samekeppnisráð að sömu niðurstöðu. Það eru því mikil vonbrigði að viðskiptaráðherra skuli ekki hafa séð ástæðu til að bregð- ast við í samræmi við þá niður- stöðu,“ sagði Indriði. Hann sagði að afkoma Skeljungs hefði verið góð á síðasta ári, en fyrirtækið skilaði 187 milljón króna hagnaði eftir skatta að teknu tilliti til hlutdeildarfélaga. Sala félagsins hefði verið meiri á liðnu ári en nokkru sinni fyrr og þetta ásamt ýmsum jákvæðum breytingum sem gerðar hafi verið á starfsháttum félagsins á liðnu ári gefi „rökstudda ástæðu til að ætla, að framhaid verði á góðri afkomu þess, þótt efiaust verði róðurinn þungur á stundum, enda hafa, eins og þið vitið, hluthafar góðir, aðalkeppi- nautar þess á íslenska olíumarkaðn- um nánast runnið saman í eitt fyrir- tæki, þó að forminu til og af hag- kvæmnisástæðum sé rekstur þeirra undir tveimur vörumerkjum." Indriði sagði að félagið hefði sett sér ákveðin markmið til dæmis varðandi umhverfismál, markaðs- samstarf og hagnað af rekstrinum. Markmiðin væru skýr en sveigjan- leg og tækju mið af þjóðfélagsað- stæðum á hveijum tíma. Til þess að þau næðust væri mjög mikilvægt að stöðugleiki ríkti í þjóðfélaginu og hagvöxtur héidi áfram að auk- ast eins og áætlað væri. „Þess vegna er ákaflega mikils um vert og raunar öllum fyrir bestu, að þær deilur, sem uppi eru á vinnumark- aði um þessar mundir, séu settar niður á raunhæfan hátt hið fyrsta og hér ríki áfram friður á milli laun- þega og atvinnurekstrarins." 10% arður Aðalfundurinn samþykkti greiðslu 10% arðs og að auka hlutafé um 10% með útgáfu jöfn- unarhlutabréfa. Stjórn félagsins var endurkjörin, en í henni eiga sæti Indriði Pálsson, Björn Hall- grímsson, Haraldur Sturlaugsson, Hörður Sigurgestsson og Sigurður Einarsson. Danske Bank fær 77% í sænsk- um banka Kaupmannahöfn. DEN DANSKE BANK A7S - stærsti banki Danmerkur - hefur keypt 77,2% í Ostgota Enskilda Bank og boðið í það sem eftir er af hlutabréfunum í sænska bankan- um. Verð hlutabréfa í Ostgota En- skilda hækkaði um 23,60 krónur í 50,50, sama verð og Den Danske Bank greiddi fyrir hlut sinn og býð- ur fyrir afganginn af hlutabréfun- um. Bréf í Den Danske lækkuðu um 9 krónur í 601 krónu. Ef gengið verður frá kaupunum fyrir 2,8 milljarða króna verður hér um að ræða þriðju yfirtöku banka í Skandinavíu á þremur mánuðum og þróun í átt til sameiningar held- ur áfram í geiranum. Danski bankinn verður þriðji stærsti bankinn í Skandinavíu, en er nú sá fjórði stærsti. Kaupþing hf. með 121,5 milljón króna hagnað í fyrra Hagnaður sexfald- aðist frá fyrra ári FRÁ undirritun samnings Landsbréfa, Landsbankans og Mjólkursam- sölunnar, f.v. Jóhann Ágústsson aðstoðarbankastjóri Landsbanka íslands, Guðlaugur Björgvinsson forstjóri Mjólkursamsölunnar og Gunnar Helgi Hálfdanarson forstjóri Landsbréfa hf. Nýr lífeyrissjóður til Landsbréfa ÁRIÐ 1996 var besta ár Kaup- þings hf. frá stofnun fyrirtækisins árið 1982. Hagnaður af rekstri fyrir skatta var tæplega 193 millj- ónir króna sem er sexföldun frá árinu 1995. Eftir skatta nam hagn- aðurinn tæplega 121,5 milljónum sem er um 57% arðsemi af eigin fé. Eigið fé Kaupþings hf. jókst um tæplega 281 miiljón og var í ársiok 493 milljónir, að því er seg- ir í frétt frá fyrirtækinu. Þar er einnig greint frá því að markmið fyrirtækisins fyrir rekstr- arárið hafí náðst og fór árangurinn á flestum sviðum langt fram úr björtustu vonum. Heildarumfang viðskiptanna fór í 140 milljarða króna og jókst um 46% frá fyrra ári. Skýringar á auknum hagnaði eru margar, en felast að miklu leyti í því að Kaupþing náði að nýta sér VIÐSKIPTI með hlutabréf voru með líflegasta móti í gær og seld- ust bréf fyrir tæpar 140 milljónir króna sem er með því mesta sem selst hefur á einum degi. Fóðurblandan var skráð í fyrsta skipti á Verðbréfaþingi íslands í gær og urðu mikil viðskipti með hið hagstæða árferði sem verið hefur hjá verðbréfamörkuðum hér- lendis og erlendis, ásamt því að halda kostnaði niðri. Þrátt fyrir fjölgun starfsfólks og breytingar á húsnæði, urðu hækkanir á gjalda- liðum miklu minni en á tekjuliðum. Tveir milljarðar í verðbréfasjóðum í Lúxemborg Heildartekjur Kaupþings voru 650 milljónir kr. á árinu 1996, sem er 108% aukning frá fyrra ári, sem má að hluta til þakka aukningu á eigin viðskiptum félagsins sem blómstruðu í mjög hagstæðu um- hverfi. Með auknum umsvifum fyr- irtækisins hefur efnahagsreikning- urinn stækkað til muna en niður- stöðutala hans er tæplega 2.816 milljónir króna, sem er 48% hækk- un á milli ára, segir ennfremur í frétt félagsins. hlutabréf í fyrirtækinu eða fyrir samtals 38 milljónir króna að markaðsvirði. Gengi á bréfum í félaginu í upphafi dags var 3,80, en hækkaði í viðskiptum dagsins í 4,05 við lok þingsins. Hlutabréf í félaginu voru nýlega seld í útboði hjá Kaupþingi á genginu 2,60 og Kaupþing stofnaði á síðasta ári dótturfyrirtækið Kaupþing Mana- gement Company í Lúxemborg. KMC er rekstraraðili verðbréfa- sjóða Kaupþings í Lúxemborg og fyrstu tveir sjóðirnir hófu starfsemi í október á síðastliðnu ári. Hvor sjóður ávaxtar nú nálægt milljarði íslenskra króna og hefur árangur þeirra verið mjög góður. Sparisjóðirnir keyptu í mars á síðasta ári 50% hlut Búnaðarbank- ans í Kaupþingi fyrir 185 milljónir króna. Er það ívið minna en hagn- aður fyrirtækisins fyrir skatta á síðasta ári. í stjóm Kaupþings hf. voru kosnir Guðmundur Hauksson, Geirmundur Kristinsson, Hallgrím- ur Jónsson, Jónas Reynisson og Sigfús Sumarliðason. Varamenn Björn Jónasson og Sigurður Haf- stein. fengu færri en viidu. Hækkunin frá útboðsgenginu nemur 56%. SÍF á Verðbréfaþing Mikil viðskipti urðu einnig með hlutabréf í Islandsbanka eða fyrir 33 milljónir króna, Flugleiðum 21 milljón og í Haraldi Böðvarssyni fyrir tæpar 14 milljónir - króna. Gengi bréfa í Flugleiðum hækkaði lítillega, en lækkaði lítillega í ís- landsbanka. Þá lækkaði, gengi hlutabréfa í Eignarhaldsfélaginu Alþýðubankinn um tæp 5% og í Marel um tæpt 2,5%. Sölusamband íslenskra fisk- framleiðenda var einnig skráð á Verðbréfaþingi í fyrsta skipti í gær, en fyrirtækið var áður skráð á Opna tilboðsmarkaðnum. Gengi bréfanna var 3,70 og breyttist ekki yfir daginn. Þá seldust einnig húsbréf í flokknum 96/2 og lækkaði ávöxt- unarkrafan á þinginu um 5 punkta eða í 5,73% SAMNINGAR hafa verið undir- ritaðir um að Landsbréf hf. taki að sér rekstur Lífeyrissjóðs Mjólkursamsölunnar. Sljórn sjóðsins og reglugerð verður með óbreyttu fyrirkomulagi, en sjóðurinn tryggir sér hagkvæm- an rekstur og sérfræðiþekkingu við stýringu fjármuna með samn- ingnum. Eignir Lífeyrissjóðs Mjólkursamsölunnar nema um 800 milljónum króna, virkir sjóð- félagar eru um 450 og lífeyris- þegar rúmlega 200, segir í frétt. Lífeyrissjóður Mjólkursamsöl- unnar bætist í hóp fjögurra ann- STÆRSTI hluthafí Tæknivals hf., Eignarhaldsfélagið Alþýðubankinn hf.. seldi í gær tæpan helming hlutabréfa sinna í fyrirtækinu. Um er að ræða 9,4% hlpt eða bréf að nafnvirði 11,3 milljónir króna. Kaupendur bréfanna voru Lífeyris- sjóður Norðurlands, Lífeyrissjóður- inn Lífiðn, Lífeyrissjóður Fram- sóknar, Lífeyrissjóður Austur- lands, Lífeyrissjóður Vestmanna- eyja. Kaupverð bréfanna hefur ekki verið gefíð upp en miðað við síð- ustu viðskipti á Verðbréfaþingi nemur markaðsverðmæti þeirra 97 milljónum króna. Eftir sölu bréf- arra almennra lífeyrissjóða sem Landsbréf annast rekstur á. Þeir eru: Eftirlaunasjóður FÍ A, Líf- eyrissjóður Tannlæknafélags Is- lands, Lífeyrissjóður Flugvirkja- félags íslands og Lífeyrissjóður starfsmanna Áburðarverksmiðju ríkisins. Þá starfrækja Lands- bréf einnig Islenska lífeyrissjóð- inn sem er frjáls séreignarlífeyr- issjóður. Heildareignir þessara sjóða nema rúmum 8 milljörðum króna. Landsbréf stýra einnig verðbréfasöfnun fyrir fleiri líf- eyrissjóði og veita ráðgjöf á því sviði. anna nemur hlutur Eignarhaldsfé- lagsins um 10,2% í Tæknivali. Á aðalfundi Tæknivals sem hald- inn var i gær voru kjömir í stjórn þeir Einar Kristinn Jónsson, Rúnar Sigurðsson, Ómar Öm Ólafsson, Gylfí Arnbjömsson og Gunnar Gíslason. I varastjóm vora kjömir Gunnar Ólafsson, Páll Jensson og Eggert Gíslason. Þeir Einar Krist- inn og Gylfí koma í stað Eysteins Helgasonar, sem verið hefur for- maður og Sigrúnar E. Jónsdóttur. Á fundinum var samþykkt var að greiða 10% arð af hlutafé til hluthafa og auka hlutafé um 10% með útgáfu jöfnunarhlutabréfa. Miðlum lífeyristryggingum til Bretlands og Luxemborgar Lífeyrissparnaður í nýju ljósi tSLINSKA VÁTRVCCIItCAMiBLUM Jlöqyilt iHÍtrijijtjinijantiöltnt mf SUNLIFE I-Kl r: N D S I’ROVIDLN'I winterthur Mörkinni 3 • 108 Reykjavík • Fax 533 4081 Sími 533 4080 Fóðurblandan hækkar um 56% frá gengi á útboðsdegi Eignarhaldsfélagið selur 9% í Tæknivali

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.