Morgunblaðið - 21.03.1997, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 21.03.1997, Qupperneq 10
10 FÖSTUDAGUR 21. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR VERIÐ er að leggja síðustu hönd á stækkun og lagfæringu á PH Víking sem Páll Helgason í Vestmannaeyjum rekur. Verður skipið tilbúið til siglinga á næstu dögum. PH Víking siglir á ný eftir breytingar FERÐAÞJÓNUSTUBÁTURINN PH Víking var sjósettur um helg- ina eftir gagngerar endurbætur en hann hefur verið lengdur, settir á hann síðustokkar, vélar teknar upp, stýrishúsi breytt og aðbúnaður farþega bættur. Ferðaþjónusta Vestmannaeyja rekur bátinn og sér einnig um skoðunarferðir í landi, rekur Hótel Bræðraborg og Gistiheim- ilið Heimi með alls 30 herbergj- um og veitingaaðstöðu. Páll Helgason eigandi PH Vík- ings segir að með því að lengja bátinn um 1,4 metra og selja á hann síðustokka fari hann betur í sjó og ganghraðinn aukist, verði 15 til 18 mílur. Það þýði að hægt sé að skjóta farþegum frá Eyjum til Þorlákshafnar missi þeir af flugi vegna veðurs. Þá hefur aðbúnaður um borð verið lag- Formaður bankamanna Greiðslu- korta- kerfið stöðvast FRIÐBERT Traustason, for- maður Sambands íslenskra bankamanna, segir að fullyrð- ingar forstjóra VISA um að rafræna greiðslukortakerfið muni ekki stoppa í verkfalli bankamanna séu rangar. Friðbert sagði að fulltrúar bankamanna hefðu átt fund með Einari S. Einarssyni, for- stjóra VISA. Honum ættu því að vera ljósar afleiðingar verk- fallsins. Bankamenn væru í störfum hjá VISA íslandi og Reiknistofu bankanna. í verk- falli myndu sjálfvirkar korta- færsiur stöðvast, notkun á deb- etkortum leggjast af og heim- ildakerfi kortafyrirtækjanna stöðvast. Fyrirtæki gætu tekið við greiðslum með því að nota posa, en greiðslumar væru þá alfarið á ábyrgð fyrirtækjanna vegna þess að þau gætu ekki aflað sér upplýsinga um hvort allt væri í lagi með kortin. Atkvæðagreiðslu banka- manna um sáttatillögu ríkis- sáttasemjara lauk í gær. Að sögn Vilhelms G. Kristinssonar, framkvæmdastjóra Sambands bankamanna, var þátttakan talsvert meiri en 50%. Efnisleg niðurstaða myndi þess vegna ráða því hvort tillagan yrði felld eða ekki, en ekki þátttakan. færður, settir tveir stigar í stað eins upp á efra þilfar, björgunar- bátar færðir til að skapa meira rými og rekkverki breytt þannig að meira skjól myndist við borð- stokkinn. Einnig eru sæti í far- þegasal klædd á ný og báturinn málaður hátt og lágt. Bættur aðbúnaður farþega PH Víking var tekinn í notkun árið 1990 en hann tekur 50 far- þega. Sigurður Karlsson hannaði bátinn og einnig breytingarnar nú. Bátasmiðjan Samtak, undir sljórn Snorra Haukssonar annað- ist verkið. Páll Helgason segist með hinum endurnýjaða bát geta boðið ferðamönnum, ferðaskrif- stofum og öðrum enn betri þjón- ustu en áður. AIls kosta þessar breytingar kringum 10 milljónir króna. „Þetta er orðin glæsifleyta og allar breytingarnar miða að því að gera góðan aðbúnað farþega enn betri um borð,“ sagði Páll er hann var á þönum við að und- irbúa lokasprett verksins. Ver- tiðin i ferðaþjónustunni hefst hjá Páli kringum páskana og er bát- urinn í stöðugum ferðum langt fram á haust. Boðið er uppá skemmti- og skoðunarferðir kringum Eyjar fyrir ferðamenn, fuglalífið og háhyrningar skoðað og einnig er hægt að hafa veislur um borð. Ráðstefna um sjálfstjórn og sjálfstæði á norðurslóðum Island er mörg- um fyrirmynd I NYJU menningar- og ráðstefnu- miðstöðinni í Nuuk á Grænlandi stendur nú yfir alþjóðleg ráðstefna um sjálfstæði, sjálfstjórn og skilyrði fyrir sjálfbærri þróun á norðurslóð- um. Ráðstefnan er haldin á vegum Norðurheimskauts-rannsóknaráðs- ins (Nordic Arctic Research Forum) en hana sækja sérfræðingar víða að, sem rannsakað hafa norður- slóðasamfélög, einkum með tilliti til stjórnarfars og möguleika þeirra á efnahagslegri sjálfstjórn. Ráð- stefnan hófst á miðvikudagskvöld og lýkur á sunnudag. „Það hefur aldrei gerzt áður, að svo stór hópur virkra sérfræðinga, sem fást við norðurslóðarannsóknir komi saman á einum stað,“ segir Hanne Petersen, prófessor í lög- fræði og lögfræðilegri félagsfræði við háskólann á Grænlandi, Ilisi- matusarfik, en hún átti einna stærstan þátt í að skipuleggja ráð- stefnuna. Um 100 nemendur sækja nú nám við háskólann, sem var stofnaður fyrir tíu árum. Frá íslandi sækir ráðstefnuna Ágúst Þór Árnason, forstöðumaður Mannréttindaskrifstofu íslands, og heldur þar erindi um mannréttindi og fullveldi. „ísland hefur mikla þýðingu í þessum norðurslóðarann- sóknum, þar sem það sker sig úr öðrum norðurslóðasamfélögum með fullveldinu; þar sem það er eina sjálfstæða ríkið er mikið horft til þess til að draga ályktanir um það hvaða þýðingu munurinn á sjálf- stjórn og fullu sjálfstæði hefur fyr- ir lítil Jþjóðfélög á norðurslóðum," sagði Ágúst í samtali við Morgun- blaðið. Sj ö-eyja-samstarf Fyrir ári sótti Ágúst ráðstefnu, sem Qallaði um svipað málefni, eða stjómarréttarlega og efnahagslega stöðu smárra samfélaga á norður- slóðum. Sú ráðstefna var haldin á vegum NordREFO, sem er rann- sóknasamstarf sjö eyja í kringum Norður-Atlantshaf (Islands, Græn- lands, Færeyja, Nýfundnalands, Prince Edward Island auk eynna Morgunblaðið/RAX NÝJA menningar- og ráðstefnumiðstöðin í Nuuk á Grænlandi. Mön og Álandseyja). í kjölfar þeirrar ráð- stefnu var tekið saman rit, sem nú er nýútkom- ið. í því er að finna rit- gerðir um efni erinda þeirra, sem haldin voru á ráðstefnunni. Ágúst Þór segir að ráðstefnan hafi sýnt fram á kosti og galla smæðarinnar fyrir um- rædd samfélög. Þau séu öll háð hinni hnattrænu þróun, sem átt hefur sér stað á undanförnum áratugum. Að hans mati höfum við á þessu tímabili lítið sinnt sam- bandi okkar við nágrannana í Fær- eyjum og Grænlandi, en á sama tíma hefur stjómarfarsleg staða þessara landsvæða innan danska konungs- ríkisins breytzt töluvert; sjálfstjórn þeirra hefur aukizt. Sú staðreynd, að íslandi skuli hafa vegnað vel efnahagslega frá því það hlaut sjálf- stæði frá Danmörku gerir að verk- um, að Færeyingar, Grænlendingar og fleiri horfa mikið til þess, þegar þeir íhuga eigin stöðu og möguleika. Hreyfíngum, sem stefna að enn aukinni sjálfstjórn, jafnvel sjálf- Ágúst Þór Árnason stæði, hefur vaxið físk- ur um hrygg á síðustu árum bæði meðal Færeyinga og Græn- lendinga, eftir þá með- ferð sem Danir sýndu Færeyingum þegar þeir lentu í efnahags- legum öldudal nýlega og ekki sízt eftir að í ljós kom að danska stjómin hafði veitt leynilega heimild fyrir geymslu kjamorku- vopna í herstöð Banda- ríkjamanna í Thule. Hanne Petersen segir að grænlenzkir náms- menn gæli margir við slíkar hugmyndir, og taki því þátt í ráðstefnunni, sem nú stendur yfír í Nuuk af miklum áhuga. Samanburður á stöðu Grænlend- inga og Færeyinga annars vegar og íslendinga hins vegar auðveldar þeim - og íslendingum - að gera sér grein fyrir því hvað fylgir raun- vemlegu fullveldi. Ágúst Þór leggur til, að íslendingar bjóði þessum næstu nágrannaþjóðum sínum upp á samstarf á sambærilegan hátt og íslendingar njóta í Norðurlandasam- starfínu. Ferðamálasljóri um samstarf Ferðamálaráðs og Flugieiða sem er í uppnámi Uppsögn samnings alvarleg tíðindi fyrir ferðaþjónustuna MAGNÚS Oddsson ferðamálastjóri segir það alvarleg tíðindi fyrir ís- lenska ferðaþjónustu ef Flugleiðir segja upp samstarfssamningum sín- um við Ferðamálaráð nema til kæmi stóraukið fjármagn frá stjórnvöld- um til að opna kynningarskrifstofur á þeim stöðum þar sem Flugleiðir hafa verið umboðsaðilar ráðsins. Steinn Logi Björnsson, fram- kvæmdastjóri sölusviðs Flugleiða, sagði á fundi Sambands veitinga- og gistihúsa í gær að félagið hefði ákveðið að segja samningnum upp. „Ég vona að vegna ferðaþjón- ustunnar í landinu verði álit Sam- keppnisstofnunar, sem ég hef að vísu ekki séð, ekki til þess að Flug- leiðir dragi sig úr öllu samstarfí sem þeir eiga við Ferðamálaráð. Það væri ekki aðeins eitt heldur mörg skref aftur á bak fyrir alla aðila í ferðaþjónustu sem hafa notið þess- arar auknu kynningar í þau tólf ár sem liðin eru frá því að fyrsti sam- starfssamningurinn var gerður," segir Magnús Oddsson ferðamála- stjóri. Hverjir skaðast í raun? „Ég velti því fyrir mér hveijir það eru í raun og veru sem skaðast verði þetta niðurstaðan. Fjöldi aðila, ekki síst á landsbyggðinni, hefur ekki fjárhagslega getu til þess að standa í dýru kynningarstarfi til þess að koma sér á framfæri erlendis. Með samstarfí Flugleiða og Ferðamála- ráðs er auðvitað verið að tryggja það að hægt sé að koma upplýsingum á framfæri á stöðum sem við hefðum ekki ráð á að gera með öðru móti með núverandi fjármuni í höndum," sagði Magnús. Hann spyr hvort það leiði til auk- innar samkeppni innanlands ef Flug- leiðir segja t.d. upp samstarfssamn- ingnum í Bretlandi. Með því hættu Flugleiðir að dreifa almennum kynn- ingarbæklingi um ísland í tugþús- undum eintaka þar sem er að fínna upplýsingar um hótel og aðra ferða- þjónustu á landsbyggðinni. Flugleiðir dreifðu í staðinn eingöngu sínu eigin efni. Magnús segir að samkvæmt samningnum standi Flugleiðir að al- mennri upplýsingagjöf og dreifíngu efnis um ísland frá sex skrifstofum sínum erlendis án nokkurs endur- gjalds og auk þess komi um 30 millj- ónir kr. á ári frá Flugleiðum í sam- starfsverkefni með Ferðamálaráði. Magnús segir að verði það niður- staðan að Flugleiðir segi upp samn- ingunum verði annaðhvort að koma meiri fjármunir frá opinberum aðil- um til þess að sinna þessu starfí með opnun kynningarskrifstofa eða að draga verði úr þessu mikilvæga kynningarstarfí að einhvetju eða verulegu leyti. Slíkt má ekki gerast þegar aukin samkeppni í heiminum krefst aukins kynningarstarfs af ís- lands hálfu. Það starf þarf að stór- auka en ekki minnka og því verður að leita leiða til enn frekari kynning- arstarfs sem skilar öllum auknum viðskiptum og arði. Magnús segir að fullyrðingar Helga Jóhannssonar, forstjóra Sam- vinnuferða-Landsýnar, um að Ferða- málaráð hafí skráð sig sem þátttak- anda á ferðamálasýningu á írlandi í janúar 1995, séu ekki réttar. Það hafí því ekki verið við Ferðamálaráð að sakast að Samvinnuferðum-Land- sýn var meinuð þátttaka á sýning- unni á bás Flugleiða. í umræddu til- viki hafí Flugleiðir ákveðið að taka þátt í sýningunni og greitt af því allan kostnað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.