Morgunblaðið - 21.03.1997, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 21.03.1997, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ 40 FÖSTUDAGUR 21. MARZ 1997 A-------------------------- STEFÁN THORODDSEN + Stefán Thor- oddsen fæddist í Vatnsdal við Pat- reksfjörð 12. 1922. Hann lést 15. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ólafur Thor- oddsen, bóndi og skipstjóri í Vatns- dal, og k.h. Ólína Andrésdóttir frá Vaðli á Barða- strönd. Stefán var 11. í röð 14 systk- ina. Stefán ólst upp hjá Vigdísi Andrés- dóttur móðursystur sinni og manni hennar, Einari Boga Gíslasyni, bónda og hreppstjóra á Öskubrekku, Fifustöðum, og síðar Bakka við Amarfjörð. A uppvaxtarárum stundaði hann margs konar störf til lands og sjávar. Eiginkona Stefáns var Erla Hannesdóttir, f. á Bíldudal 4. maí 1923, dóttir Hannesar Stephensen, sem fyrst var starfsmaður við fyrirtæki Pét- urs Thorsteinsson, en siðar for- sljóri eigin fyrirtækis. Móðir Erlu var Sigríður Pálsdóttir, Pálssonar prests í Vatnsfirði, en þijú systkini hennar settust að á Bíldudal. Stefán og Erla eignuðust fjögur börn. Þau eru: 1) Sigríður, kennari, gift Guðjóni Smára Agnarssyni, við- skiptafræðingi. Þau búa á Stöðvarfirði og eiga þijú böm. 2) Vignir Einar, að- stoðarforsljóri Ha- frannsóknastofnun- ar, kvæntur Krist- ínu Guðmundsdótt- ur, menntaskóla- kennara. Búsett í Reykjavík og eiga eina dóttur. 3) Freyja, hjúkrunar- fræðingur, gift Bo Ákesson, kerfisfræðingi. Búa í Lundi í Svíþjóð og eiga þijú börn. 4) Björn, tónlistarmaður, kvæntur Elínu Margréti Erl- ingsdóttur. Búsett á Álftanesi og eiga þijú börn. Stefán var í Samvinnuskólan- um 1942-1944. Starfsmaður Kaupfélags Arnfirðinga 1944- 1956, kaupfélagsstjóri 1953- 1956. Starfsmaður i aðalbanka Búnaðarbanka Islands 1956- 1976, deildarstjóri þar 1965- 1976, síðan útibússtjóri Vestur- bæjarútibús Búnaðarbankans til 1985, að hann lét af störfum vegna heilsubrests. Utför Stefáns fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavik í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Einn sumarbjartan júlídag árið 1922 klýfur borðfagur trillubátur lognkyrran Arnarfjörð, beygir fyrir Krókshausinn í Selárdal og inn Pollinn, þar sem séra Páll Björnsson lagði skútu sinni fyrr á öldum. í bátnum er, auk tveggja skip- '"'veija, ung kona með reifabam í fangi. Reifabarnið er Stefán Thor- oddsen sem við kveðjum í Dómkirkj- unni í dag. Konan er Vigdís Andrés- dóttir, móðursystir Stefáns og móð- ir mín. Stefán var sonur hjónanna Ólínu Andrésdóttur frá Vaðli á Barða- strönd og Ólafs Thoroddsen bónda og skipstjóra í Vatnsdal við Patreks- fjörð, en hann var formaður á trillu- bátnum þennan fallega sumardag. Tveimur árum fyrr hafði Vigdís tekið við ljósmóðurstarfi í Ketildala- hreppi með aðsetri í Austmannsdal og hafði svo talast til með þeim systrum, henni og Ólínu, að hún fengi í fóstur bamið sem Ólína bar undir belti, en þetta var ellefta bam þeirra hjóna Ólínu og Ólafs, og enn voru þijú ófædd. í fjörunni í Selárdal beið söðlaður hestur þeirra Vigdísar og Stefáns og steig Vigdís þegar á bak, batt reifabarnið við sig og beindi hestin- um inn með firði, þræddi djúpar reiðgöturnar sem lágu upp og niður sneiðinga hinna bröttu fjallshlíða. Þannig heilsaði Arnarfjörður Ste- fáni Thoroddsen nokkurra vikna gömlum. Ketildalir, eins og sveitin var jafnan nefnd, var þá allfjölmenn byggð þar sem landbúnaður og sjávarútvegur var stundaður jöfn- um höndum. j, í Austmannsdal þar sem Stefán dvaldi nú í skjóli fósturmóður sinnar var fjölmennt heimili og strax og hann óx úr grasi bast hann miklum vináttuböndum við Áma, yngri son húsbændanna, Guðjóns Arnasonar og Sigríðar A. Sigurðardóttur. Guðjón var happasæll formaður sem stundaði sjóinn af kappi og ekki var Stefán hár í lofti þegar hann fór að sniglast kringum sjó- mennina á Hellunni, verstöð sem Guðjón hafði reist rétt utan við Austmannsdal. Þá fannst þeim líka gaman strákunum, Stefáni og Ama, að stja á brekkubrúninni og horfa á bátana á firðinum sem þok- uðust milli tengslanna á legulóð sinni. Í Austmannsdal kynntust þau Vigdís og Einar G. Gíslason, sem hafði alist upp hjá Sigríði og Guð- jóni föðurbróður sínum. Þau kynni leiddu til hjónabands vorið 1928, og um haustið fæddist ég, einka- bam þeirra. Faðir minn hafði lokið búfræðinámi frá Hvanneyri og stóð djúpum rótum í sveitnni þar sem systkini hans og frændur bjuggu næstum á öðrum hveijum bæ. Vorið 1929 hófu þau svo búskap á Öskubrekku, hálfgerðu kotbýii fremst í Fífustaðadal. Stefán þá rétt að verða 7 ára en ég á fyrsta ári. Á Öskubrekku áttum við svo heima næstu fimm árin. Þetta voru árin þegar ég var að vakna til vit- undar um fólk og heim, og í þeirri mynd er Stefán einn hinna föstu punkta tilverunnar. Ég minnist þess hve glaður ég var þegar hann hafði reist okkur svolítið hús á hólnum þar sem við lékum okkur oft daginn langan að legg og skel. Fyrir foreldra mína vom árin á Öskubrekku mesta fátæktarbasl, + Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS DALS ÞÓRARINSSONAR, Árskógum 6, Reykjavík. Sigurveig Jóhannesdóttir, Sigmar Jónsson, Hlíf Jóhannsdóttir, Jóhannes Þór Jónsson, Sæunn Guðrún Guðmundsdóttir, Magnús Þórarinn Jónsson, Jóhanna Halldórsdóttir, Hallur Steinar Jónsson, Jóhanna Valgerður Magnúsdóttir, Ragnheiður Hrefna Jónsd., Magnús Þór Stefánsson, barnabörn og barnabarnabörn. MINNIIMGAR en eftir að þau fluttu að Fífustöðum og fengu þá vildisjörð til ábúðar vænkaðist hagur þeirra. Á Fífustöð- um vorum við aftur komin í grennd við sjóinn, og margan lukkulegan sunnudaginn áttum við Stefán sam- an á skektuhorninu hans pabba ýmist siglandi í kaldanum eða við renndum fyrir fisk fram undan landsteinum. í þeim leikjum var hann auðvitað stóri bróðir, sem kenndi mér bæði að róa og stýra. Frá þessum æskudögum er margs að minnast og stundum öf- undaði ég Stefán, sem mér fannst svo stór og geta allt, og þá ekki síst þegar hljóðfæri barst á heimil- ið, og hvort sem það var nú munn- harpa eða harmonika töfraði Stefán fram sönglög og valsa, enda ágæt- lega músíkalskur. Ég minnist fýrstu dansleikjanna, sem ég fékk að fara á í litla ungmennafélagshúsinu á Bakka þar sem Stefán lék fyrir dansi þar til birti af morgni. En æskuárin eru skjótt liðin hjá. Fyrr en varði var hann orðinn full- tíða maður, vel af guði gerður og hæfileikaríkur. Fyrsta vorið sem ég reri frá Fífu- staðasjó voru þeir í skipshöfninni, Stefán og Reynir granni minn og frændi. Við Reynir vorum stundum svolítið syfjaðir yfir beitningabjóð- unum og þá voru sögur Stefáns hressandi endurnæring sem hélt okkur vakandi, en hann hafði vetur- inn áður verið í Ameríkusiglingum á ms. Lagarfossi, þar sem Birgir bróðir hans var þá stýrimaður og hafði frá mörgu að segja. Haustið 1942 hóf Stefán nám við Samvinnuskólann og lauk þaðan prófi lýðveldisvorið 1944. Þetta sama vor fluttum við frá Fífustöð- um að Bakka í sömu sveit, en Stef- án réðst starfsmaður til Kaupfélags Arnfirðinga á Bíldudal. I hans verkahring var m.a. að koma út að Bakka eina viku í mánuði og af- greiða í útibúi kaupfélagsins þar. Við hlökkuðum alltaf til komu hans enda var ákaflega kært með honum og fósturforeldrunum. í nokkrar vikur veturinn eftir bjó ég hjá honum í herbergi hans á Bíldudal, en ég var þá í læri hjá séra Jóni Kr. Isfeld. Séra Jón af- sagði með öllu að segja mér til í reikningi, svo það kom í hlut Stef- áns að leiða mig inn í heim þrílið- unnar og hvessti þá stundum á kvöldin ef honum þótti ég taka treg- lega við fræðslunni, sjálfur kunni hann reikningsbók Ólafs Dan spjaldanna á milli. Önnur kvöld var hann dálítið upptekinn, enda var þetta veturinn sem þau voru farin að líta hýru auga hvort til annars, starfsmaður kaupfélagsins og afgreiðslustúlkan hjá Maron. Það var þeim mikið gæfuspor er þau gengu í hjónaband 1946. Á þessum árum var Böðvar Páls- son, móðurbróðir Erlu, kaupfélags- stjóri á Bíldudal, og Stefán starfs- maður þess. Og þegar Böðvar lét af störfum 1953 tók Stefán við kaupfélagsstjórastarfinu og stýrði því farsællega næstu þijú árin. Á sjötta áratugnum voru „þjóð- flutningar" Arnfirðinga komnir á fulla ferð. Sveitirnar við fjörðinn hálftæmdust á nokkrum árum, ekki bætti úr að fiskur lagðist frá. Fram- tíðin var því ekki björt ungu og tápmiklu fólki og greinilegt að tek- ið var að fjara undan byggðinni. Þau Stefán og Erla fluttu því suður vorið 1956, fyrst til Hafnar- fjarðar en nokkru síðar til Reykja- víkur. Um haustið hóf Stefán svo störf við Búnaðarbanka íslands og þar var hans starfsvettvangur uns hann lét af störfum vegna heilsu- brests, rúmlega sextugur að aldri. Stefán var alla tíð ákaflega traustur og ábyggilegur í störfum sínum og einstaklega vandur að virðingu sinni. En hann var aldrei heilsuhraustur og minnist ég þess frá Öskubrekku að hann var borinn í rúmi niður dalinn til skips er flutti hann suður til uppskurðar. Mikið var ég dapur þann dag, en svo fjarska glaður er hann kom heim aftur um haustið. Bót var þó að bróðir hans Eyjólfur dvaldi á Ósku- brekku um sumarið, enda alltaf mikið og gott samband milli þeirra systra Vigdísar og Ólinu og systkin- anna allra. Og nú hefur sá sjúkdómur sem Stefán bar svo lengi með með- fæddri geðprýði hrifið hann úr heimi. Fjölskylda hans og vinir syrgja góðan dreng og einstakt prúðmenni. í langvinnum sjúkleika reyndist Erla manni sínum ómetanleg stoð, enda mikil mannkostamanneskja. Stefán var ákaflega vel að sér um sögu og lífshætti í Amarfirði og undi við það hin síðari ár meðan heilsa leyfði, að afla sér fróðleiks um hina hrundu byggð Arnarfjarðar. Ég kveð fósturbróður minn með söknuði og trega, en er jafnframt þakklátur fyrir að hafa átt hann að samferðamanni og minnist margra góðra stunda á heimili þeirra hjóna þegar við rifjuðum upp liðna daga. Góði vinur og bróðir, vertu kær kvaddur. Erlu og fjölskyldu hennar bið ég styrks og guðs blessunar. Sigurjón Einarsson. Tengdafaðir minn Stefán Thor- oddsen lést á heimili sínu síðastlið- inn laugardag. Þó andlát hans hafi borið að snögglega höfðu veikindi sett mestan svip á líf hans lengi, veikindi sem urðu þess valdandi að hann varð að láta af störfum fyrir rúmum áratug og varð að halda sig að mestu heima við það sem eftir lifði ævinnar. Stefán var fæddur í Vatnsdal við Patreksfjörð. Ungum var honum komið í fóstur hjá móðursystur sinni Vigdísi Andrésdóttur og síðari eig- inmanni hennar Einari Gíslasyni í Ketildölum í Arnarfirði. í æsku átti hann við veikindi að stríða en með hjálp góðra manna og ekki síður kvenna náði hann fullri heilsu aft- ur. Að loknu námi við Samvinnu- skólann hóf hann störf hjá Kaupfé- lagi Arnfirðinga á Bíldudal, síðustu árin sem kaupfélagsstjóri. Hann aðhylltist ungur hugsjónir sam- vinnumanna en hugnaðist þó lítt sú þróun sem varð innan samvinnu- hreyfingarinnar. A Bíldudal kynntist Stefán tengdarmóður minni, Erlu Hannes- dóttur, og gengu þau í hjónaband 2. mars árið 1946 eða fýrir 51 ári. Á Bíldudal fæddust síðan þijú elstu börn þeirra hjóna. Fækkun í sveit- um Arnarfjarðar kippti smám sam- an grunni undan hinni eiginlegu samvinnuverslun og þar sem ekki fóru saman hugmyndir stjórnar kaupfélagsins og hins unga kaupfé- lagsstjóra skildi leiðir. Tengdafaðir minn flutti ásamt fjölskyldu sinni árið 1955 suður til Hafnarfjarðar þar sem yngsta barn þeirra hjóna fæddist. Síðar fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur. Lengstum hluta starfsævinnar syðra eyddi hann hjá' Búnaðarbankanum, síðast sem úti- bússtjóri í Vesturbæjarútibúi. Stefán var rétt rúmlega þrítugur þegar hann flutti suður en æsku- slóðirnar áttu þó hug hans allan og þótt hann leitaði þangað sjaldan var hann með hug sinn allan fyrir vestan. Síðustu árin sem hann lifði var aðalhugðarefni hans söfnun örnefna og sagna úr Arnarfirði og átti hann í fórum sínum hundruð handskrifaðra og vélritaðra blaða sem geyma þann fróðleik. Annað helsta áhugamál tengdaföður míns auk ömefnasöfununar var harmon- ikkuleikur. Á yngri árum lærði hann á það hljóðfæri og spilaði meðal annars á dansleikjum. Hann lagði þó hljóðfærið á hilluna í lengri tíma en hóf aftur að leika sér til skemmt- unar og dægrastyttingar þegar hann var kominn yfir sextugt. Barnabörn hans eldri minnast stunda með afa sínum þar sem hann þandi nikkuna og þau hlust- uðu á eða léku jafnvel undir með honum. Einnig hlustaði hann mikið á harmonikkumúsik í útvarpi. Tengdafaðir minna var dulur maður og bar ekki á torg sorgir sínar eða gleði. í allri umræðu var hann málsvari lítilmagnans. Fjöl- skylda hans var honum kær og hann var ávallt reiðubúinn að rétta hjálparhönd þegar þörf var á. Síð- ustu ár ævi sinnar fór hann lítið út meðal ættingja og vina en fylgd- ist þeim mun betur með þeim í gegnum síma eða þegar gesti bar að garði. Kristín Guðmundsdóttir. Rauð signir sól sæinn vestur og kveður son. Stefán genginn gráta kona niðjar, frændur. Harmið hann ei þvi heimur er sem ykkur gaf. Olafur Thóroddsen. GUÐMUNDUR ÞÓRODDSSON + Guðmundur Þóroddsson fæddist á Krögg- ólfsstöðum í Ölfusi 23. desember 1927. Hann lést á Hrafn- istu í Reykjavík 13. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þóroddur I. Guð- mundsson og Val- gerður Engilberts- dóttir. Þóroddur og Valgerður eignuð- ust sex börn en fjög- ur dóu í frum- bernsku. Eftirlif- andi systir er Guðrún Hrafnhild- ur, f. 7. sept. 1926, maki Þórður Krisljánsson. Eftirlifandi eigin- kona Guðmundar er Kristín Jónsdóttir, f. 2. júní 1933. For- eldrar hennar eru Jón Eyþórs- í dag er til moldar borinn Guð- mundur Þóroddsson yfirtollvörður í Reykjavík, góður vinur og félagi. Guðmundur starfaði að toll- gæslu óslitið frá 1. janúar 1948 þar til hann. lét af störfum sakir veikinda seini part árs 1995. Hann var með þægilegustu mönnum í allri umgengni og leysti öll störf sín af einstakri prúðmennsku og samviskusemi. Guðmundi þökkum við félagar hans trúmennsku við okkur og alla vináttuna í okkar son og Kristín Vig- fúsdóttir. Börn Guð- mundar og Kristín- ar eru: 1) Þóroddur Ingi, f. 24. sept. 1951, maki Valgerð- ur A. Jóhannesd. 2) Valgerður Kristín, f. 11. október 1955. 3) Auður, f. 22. mars 1962, maki Þórir Baldursson. Barna- börn eru tíu. Guðmundur hóf störf hjá ToIIgæsl- unni í Reykjavík í október 1948 og starfaði þar uns hann lét af störfum vegna heilsubrests um áramótin 1995-1996. Utför Guðmundar fer fram frá Áskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. garð í gegnum tíðina. Megir þú, vinur, eiga góða hvíld eftir langa baráttu við erfið veikindi er þú kemur heim í ríki föður okkar á himninum. Elsku Kristín, við tollverðir vott- um þér og börnum þínum og þeirra fólki okkar dýpstu samúð og biðjum algóðan guð að gefa ykkur styrk í sorginni. F.h. Tollvarðafélags Islands, Samúel Ingi Þórisson, formaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.