Morgunblaðið - 21.03.1997, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.03.1997, Blaðsíða 24
ðS YGGí SHAM fS HU0Á(1UTfífV* 24 FÖSTUDAGUR 21. MARZ 1997 Myndverk Magnúsar Tómassonar í Hallgríms- kirkju OPNIJÐ verður sýning í and- dyri Hallgrímskirkju á verkum Magnúsar Tómassonar mynd- listarmanns sunnudaginn 23. mars. Myndverk Magnúsar og skúlptúrar prýða margar opin- berar byggingar og útivistar- svæði. Meðal hinna þekktustu eru Þotuhreiðrið við flugstöð Leifs Eiríkssonar í Keflavík, Minnismerki um óþekkta emb- ættismanninn í garðinum milli Lækjargötu og Pósthússtrætis í Reykjavík, Amlóði, 5 metra hátt verk úr ryðfríu stáli og gijóti á Seltjamamesi og Grett- istak, 7 metra hátt verk á Akra- nesi. Listvinafélag Hallgríms- kirkju og Listasafn Hallgríms- kirkju hefur boðið Magnúsi að sýna verk sem hann hefur unn- ið með trúarlegu ívafi. Magnús valdi á þessa sýningu 5 verk sem hann vann fyrir allmörgum ámm og vöktu þá mikla at- hygli. Þvi má nú sjá í anddyri Hallgrímskirkju „Handhæga settið“ úr jámi og flaueli og verkið „5 brauð og 2 fiskar“ en bæði þessi verk vom á kirkjulistasýningu á Kjarvals- stöðum 1983. Þá er verk sem nefnist „Verði ljóst“, jámverk sem hefur skírskotanir í ýmsar áttir og loks era tvö málverk, sem skoða má sem eins konar hugvekju um lífið og umheim- inn. Sýningin í heild hefur þann tilgang að vekja jafnt kirkju- gesti sem aðra gesti til um- hugsunar um píslargöngu og upprisu Krists í dymbilviku og á páskum," segir í kynningu. Heimur Guð- ríðar í Kópa- vogskirkju LEIKRITIÐ Heimur Guðríðar - síðasta heimsókn Guðríðar Símonardóttur í kirkju Hall- gríms eftir Steinunni Jóhann- esdóttur verður sýnt í Kópa- vogskirkju sunnudaginn 23. mars kl. 17. Með helstu hlutverk í sýning- unni fara Margrét Guðmunds- dóttir og Helga Elínborg Jóns- dóttir, sem báðar leika Guðríði á ólíkum æviskeiðum og Þröst- ur Leó Gunnarsson er í hlut- verki Hallgríms. Tónlist er eftir Hörð Áskelsson og leikur hann sjálfur á hið nýja orgel Kópa- vogskirkju _en búninga gerir Elín Edda Árnadóttir. Höfund- ur leikritsins, Steinunn Jóhann- esdóttir, er einnig leikstjóri sýningarinnar. Sunnudagstón- leikar í Kópa- vogskirkju FIMMTU tónleikamir af átta til styrktar orgelkaupum fyrir Kópavogskirkju verða pálma- sunnudag 23. mars kl. 21. Að þessu sinni leikur Kjartan Sig- urjónsson organisti Seljakirkju á orgelið. Efnisskrá tónleik- anna er eftirfarandi: A. Gabrieli: Canzona. J.P. Sweelinck: Mein Junges Leben hat ein End. 6 sálutilbrigði. D. Buxtehude: Preludia og fuga í g. moll. J.S. Bach: Fantasía og fúga í c-moll. Max Reger: Benedictus op. 59. Cæsar Franck: Choral í a-moll. Aðgangseyrir er 500 kr. Ókeypis fyrir börn og ellilífeyr- isþega. ni.'í * lo'JM' .o»i MORGUNBLAÐIÐ LISTIR GUÐRÚN Birgisdóttir og Peter Máté. Tónleikar Guðrúnar og Peter Máté GUÐRÚN Birgisdóttir flautuleik- ari og Peter Máté píanóleikari halda tónleika um næstu helgi í Hveragerði og í Þorlákshöfn. Fyrri tónleikarnir verða í Hvera- gerðiskirkju laugardaginn 22. mars kl. 17 en þeir síðari sunnu- daginn 23. mars, pálmasunnudag, kl.20.30. Á efnisskrá þeirra eru sígild verk, sem telja má til þess feg- ursta sem ritað hefur verið fyrir flautu og píanó, m.a. eftir Schu- bert, Fauré og Saint-Saens. Guð- rún og Peter léku saman á fjölda- mörgum tónleikum erlendis á síð- asta ári, m.a. í Prag, París og San Francisco. Myndlistar- sýning í Tehúsinu RAGNHILDUR Stefánsdóttir, myndhöggvari opnar sýningu í Te- húsinu í Hlaðvarpanum laugardag- inn 22. mars kl. 16. Sýningin stendur til 20. apríl og er opin einu sinni í viku, á laugar- dögum milli 13-17. Þess á milli er sýningin opin allan sólarhringin inn um glugga Tehússins. Ragnhildur lauk námj frá Mynd- lista- og handíðaskóla íslands árið 1981 og mastemámi frá Carnegie Mellon University, College of Fine Art í Pittsburg í Bandaríkjunum árið 1987. Ragnhildur hefur haldið fjórar einkasýningar og tekið þátt í sam- sýningum heima og erlendis. Islenska óperan Dagskrá til heiðurs Gylfa Þ. Gíslasyni OPIÐ hús verður í íslensku óperunni á morgun til heiðurs Gylfa Þ. Gíslasyni, fyrrverandi prófess- or, alþingismanni og ráðherra, sem varð áttræður í febrúar síðastliðnum. Fjöldi listamanna mun koma fram; skáld munu lesa, leikarar leika, söngvarar syngja og tðnlistar- menn spila. Einnig verður sýning á höggmyndum, gler- list og málverkum í umsjá Helga Gísla- sonar og Leifs Breiðfjörðs. Garðar Cortes, framkvæmda- stjóri íslensku ópemnnar, sagði í samtali við Morgunblaðið að ástæðan fyrir því að listamennirn- ir vildu heiðra Gylfa með þessum hætti væri sú að þeir bæm mikla virðingu fyrir honum. „Við finnum hvað Gylfi hefur verið listum, menningu og menntun mikils virði og viljum gera honum glaðan dag. Sjálfur hefur hann ekki beð- ið um að haldið yrði sérstaklega upp á þessi tímamót og því erum við þama af eigingjörn- um hvötum; við vilj- um fá að votta þess- um heiðursmanni virðingu okkar.“ Kór íslensku óper- unnar undir stjórn Garðars Cortes mun hefja dagskrána á morgun og syngja lög eftir Gylfa og Verdi. Aðrir sem fram koma eru Garð- ar Cortes, Jónas Ingimundarson, Ein- ar Már Guðmunds- son, Sigríður Ella Magnúsdóttir, Fóst- bræður, Ólöf Kolbrún Harðardótt- ir, Þorgeir J. Andrésson, Gunnar Eyjólfsson og Guðrún Þ. Steph- enssen, Helgi Hálfdanarson og Rannveig Fríða Bragadóttir. Jón Baldvin Hannibalsson flytur er- indi sem hann nefnir „Húmanist- inn í íslenskri pólitík“ og Björn Bjarnason menntamálaráðherra flytur ávarp. Dagskráin hefst kl. 17 og er öllum opin. GylfiÞ. Gíslason SIGURÐUR Þórir Sigurðsson: Hugarburður, olía á striga. Sýnir á tveimur stöðum Kvöldnám- skeið um lestur Biblíunnar í DYMBILVTKUNNI, nánartiltek- ið þriðjudagskvöldið 26. mars, hefst námskeið á vegum Endur- menntunarstofnunar Háskólans um Biblíuna, sögu hennar, tilurð, áreiðanleika og áhrif. Námskeiðið er haldið fimm kvöld alls og lýkur því_23. apríl nk. Á námskeiðinu verður Biblían kynnt sem safn rita sem orðið hafa til við ólíkar aðstæður á ólík- um tímum og helstu flokkar rita kynntir. Jafnframt verður ritunar- saga Biblíunnar kynnt og helstu handrit. Fjallað verður um áreiðan- leika afritunar öld fram af öld og lykilhugtök í Gamla og Nýja testa- mentinu skýrð. Rætt um ólíkar forsendur biblíulestrar (trúarlegar, bókmenntalegar) og aðferðir kynntar. Loks lesnir kaflar úr ólík- um ritum. Kennari verður Sigurður Páls- son guðfræðingur, framkvæmda- stjóri Hins íslenska Biblíufélags. SIGURÐUR Þórir Sigurðsson opnar tvær sýningar á morgun laugardaginn 22. mars. í Norræna húsinu verða eingöngu olíumál- verk, en í Gallerí Ófeigs, Skóla- vörðustíg 5, verða myndir unnar í vatnslit og gouache. Sýningin hjá Ófeigi verður opnuð kl. 14 en í Norræna húsinu kl. 16. Sigurður Þórir er fæddur og uppalinn í Reykjavík og stundaði nám við Myndlista- og handíða- skóla íslands 1968 til 1970, eftir það fór hann til náms við Konung- legu Listaakademíuna í Kaup- mannahöfn 1974 og var þar við nám til 1978. Sigurður Þórir hefur haldið einkasýningar hér heima og er- lendis og tekið þátt í samsýning- um. Hann hefur einnig stundað kennslustörf, en sinnt listsköpun eingöngu frá árinu 1995. Hann starfaði að félagsmálum myndlist- armanna um árabil og sat í stjórn SÍM. Sigurður bjó eitt ár í Eng- landi og starfaði þar að list sinni og sýndi þann afrakstur á sýningu 1992 í Norræna húsinu. Verk eftir Sigurð Þóri eru í eigu Listasafns Islands, Lista- safns Reykjavíkurborgar, Lista- safns ASÍ, Listasafns Kópavogs, Listasafns Húsavíkur og Lista- safns Borgarnes, auk ýmissa stofnana, fyrirtækja og einstakl- inga. I kynningu segir að myndefni Sigurðar sé maðurinn og hans nánasta umhverfi. Einnig komi fram í myndum sú óvissa og ógn sem manninum stafi af tilvist sinni og þeim andlegu og efnislegu hlutum sem hann tileinkar sér. Tengslaleysi mannsins við náttúr- una má líka lesa, og þeirri and- stöðu sem aðskilur reynsluheim manns og konu. Maðurinn er far- inn að lifa í sínum eigin heimi úr tengslum við sitt nánasta um- hverfi. Sýningarnar standa til sunnudagsins 6. apríl. Nýjar bækur • Stóra orðabókin erfyrir 2-4 ára börn. Um er að ræða harðspjaldabók sem á að auð- velda bömum að auka orða- forða sinn. í henni er að finna fjölda litskrúðugra mynda af ýmiss konar hlutum, fötum, dýmm og öðru sem barnið þarf að kunna skil á. Heiti hlutanna em skráð við mynd- irnar. Útgefandi er Skjaldborg. Kolbrún Benediktsdóttir þýddi. Stóra orðabókin er 20 bls. og leiðbeinandi útsöluverð er 790 kr. Gömlu lögin við Passíu- sálmana Hallgrímur Pétursson SMARI Ola- son kirkju- tónlistar- maður held- ur fyrirlest- ur í kvöld, föstudags- kvöld, kl. 20 í Friðrik- skapellu við Hlíðarenda um „gömlu lögin“ við Passíusálma Hall- gríms Péturssonar. Smári hef- ur um langt skeið fengist við rannsóknir á fornum íslenskum sálmalögum og sérstaklega á þeirri sönghefð sem lagðist nið- ur í lok 19. aldar með tilkomu nýrrar sönghefðar sem barst hingað eftir að harmóníum- hljóðfæri komu inn í kirkjur landsins. Smári mun einnig fjalla um upptökur á þjóðfræði- legu efni sem gerðar voru hér á landi, aðallega á árabilinu milli 1960 og 1976 og sýna samanburð á mismunandi lag- gerðum við sálmana. Undanfarin þrjú ár hefur Smári sungið alla Passíu- sálmana með „gömlu lögunum" á föstunni. Nú í ár söng hann þau í Friðrikskapellunni, en hann lauk því sl. miðvikudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.