Morgunblaðið - 21.03.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.03.1997, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 21. MARZ 1997 ______________________________________________________________MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Orkumálastjóri vill taka upp rannsóknir á nýtingu orku á Islandi Framleiðsluverðmæti gæti orðið 75-100 milljarðar Morgunblaðið/Ásdís ÞORKELL Helgason orkumálastjóri kynnti ásamt samstarfsmönn- um sínum breytingar á skipulagi Orkustofnunar á fundi með fréttamönnum í gær. „MÉR vitanlega hefur engin innlend rannsóknastofnun sinnt rannsókn- um á orkunýtingu eða orkutækni. Stóriðjufyrirtækin hafa nýtt sér þekkingu og tækni móðurfyrirtækj- anna og því hefur mikið af rann- sóknavinnu farið úr landi,“ sagði Þorkell Helgason orkumálastjóri í samtali við Morgunblaðið en hann minntist á þennan þátt í erindi sínu á ársfundi Orkustofnunar í gær og sagði nauðsynlegt að íslendingar tækju slíkar rannsóknir upp. Þar kynnti hann jafnframt þær skipu- lagsbreytingar sem fram hafa farið á stofnuninni. Finnur Ingólfsson flutti einnig ávarp og flutt voru er- indi um rannsóknir háhitasvæða, vatnamælingar í hálfa öld og kynnt var rannsóknasvið Orkustofnunar. Orkumálastjóri íjallaði í upphafi erindis síns um breytt viðhorf í opin- berum rekstri og sagði hann for- stjóra opinberra stofnana þurfa að taka tillit til þessara viðhorfa sem hann dró þannig saman: Ekki sé að vænta aukinna fjárveitinga rikisins; einka- og einokunarrekstur ríkisins færist til einkamarkaðar; opinber rekstur verði að standast sömu kröf- ur og hver annar á samkeppnismark- aði; fjárveitingavaldið muni líta á sig sem kaupanda þjónustu og krafíst verði síaukins árangurs, hann mæld- ur og veginn og stjómendur sem ekki uppfylli væntingar verði látnir víkja. Þessu næst greindi hann frá ný- skipan Orkustofnunar og sagði markmið með henni meðal annars þessi: Að aðskilja framkvæmd rann- sókna frá ráðgjafar- og stjórnsýslu- hlutverki stofnunarinnar sem nefnd- ur verði orkumálahluti og fái hann aukið vægi og taki við verkefnum frá ráðuneyti og að rannsóknir verði reknar sem fjárhagslega sjálfstæð starfsemi. Þorkell sagði Orkustofnun hafa umsagnarhlutverk, hún eigi að vera brunnur gagna og þekkingar fyrir stjórnvöld hvað varðar nýtingu orkulinda, vettvangur til að afla grunnþekkingar og stofnun á vett- vangi þróunaraðstoðar sem miðli fátækum þjóðum af reynslu í nýt- ingu jarðhita. Meira en allt aflaverðmæti úr sjó Orkumálastjóri sagði í ræðu sinni að vatnsorka og jarðhiti gætu gefið kringum 50 terawattstundir eða 50 milljarða kílówattstunda sem væri lægri tala en oft hefði verið nefnd þar sem búið væri að gera ráð fyrir skerðingu vegna umhverfissjónarm- iða. Sagði hann verð orkunnar geta verið 1,5 til 2 kr. fyrir kílówattstund- ina sem þýddi 75-100 milljarða á ári. Væri þessi veita helmingi meiri en allt aflaverðmæti úr sjó og sagði hann orkubúskap geta orðið einn umfangsmesta atvinnuveg þjóðar- innar. Orkumálastjóri minntist einnig á aðrar jarðrænar orkulindir og hafði þá námumál í huga sem hann sagði ekki hafa verið sinnt nægilega af hálfu stjórnvalda. Þau hefðu jafn- framt faliið undir mörg ráðuneyti sem þýddi að ábyrgðin væri alls stað- ar og hvergi. Þá vék hann að rann- sóknum á orkunýtingu og sagði m.a. í samtali við Morgunblaðið í gær: „Ég held að við þyrftum að taka einhvern þátt í þessum rannsóknum og vera aimennilega viðræðuhæf. Við þyrftum að geta látið okkur detta í hug einhverjar nýjar aðferð- ir, til dæmis um not fyrir jarðgufu. Við höfum alls konar möguleika á þurrkun bæði á sjávarafla og öðrum matvælum og timbri eins og farið er að gera fyrir norðan. Það þarf því að fara yfir víðan völl í leit að nýtingu.“ Önnur erindi á ársfundi Orku- stofnunar fluttu Ólafur G. Flóvenz sem kynnti rannsóknasvið Orku- stofnunar, Ragna Karlsdóttir ræddi kerfisbundnar rannsóknir háhita- svæða og Árni Snorrason stikiaði á 50 ára sögu vatnamælinga með við- dvöl á Skeiðarársandi. Hluti árs- skýrslu stofnunarinnar er helgaður 50 ára sögu vatnamælinga þar sem eru m.a. margar skýringarmyndir og umfjöllun um Skeiðarárhlaupið. Löng sigling Hannesar Hafstein BJÖRGUNARSKIP SVFÍ, Hannes Þ. Hafstein, kom til hafnar um kl. 13 í gær með mann sem hafði fengið hjarta- áfall á skipi að veiðum 150 sjómílur suðvestur af Garð- skaga í fyrrakvöld. Sjúkra- siglingin var löng, eða um 13 stundir. Björgunarmiðstöð SVFÍ barst beiðni um aðstoð laust eftir miðnætti í fyrrinótt og fór Hannes af stað skömmu síðar. Hann kom að skipinu um kl. 7 í gærmorgun, en það hafði siglt til móts við hann og var um 90 mílur suðvestur af Garðskaga. Ágætlega gekk að flytja manninn milli skipa og var léttbátur^ Hannesar notaður til þess. Á heimleið hafði bát- urinn nokkurn mótbyr, eða austnorðaustankalda á móti siglingarátt. Þar beið sjúkrabíll sem flutti manninn á heilsugæslu- stöðina í Keflavík til aðhlynn- ingar og þaðan á Sjúkrahús Reykjavíkur. Samkvæmt upp- lýsingum frá SVFÍ var mað- urinn talsvert htjáður á leið í land, en honum líði nú eftir atvikum. Menn líti svo á að um vel heppnaða sjúkrasigl- ingu hafi verið að ræða. Bandaríska sjónvarpsstöðin ABC sendir út þáttinn Good Morning America frá íslandi Búíst víð að 25 millj. manna sjái þáttinn EINAR Gústafsson, Randy Barone, Joe Tucker og Magnús Odds- son greina frá undirbúningi útsendingar Good Morning Amer- ica frá Reykjavík á blaðamannafundi á Hótel Sögu í gær. 20-25 MILLJÓNIR bandarískra sjónvarpsáhorfenda munu væntan- lega fylgjast með því þegar Good Morning America, tveggja klukku- stunda langur frétta- og magasín- þáttur sjónvarpsstöðvarinnar ABC, verður sendur út í beinni útsendingu frá Islandi 16. maí næstkomandi. Tugir eða hundruð starfsmanna sjónvarpsstöðvarinnar vinna nú að undirbúningi þáttarins og á næstu vikum verða tekin upp atriði um ísland og íslensk málefni sem send verða út í þættinum. Meðal þeirra atriða sem til greina kemur að fjall- að verði um í þættinum, er lækninga- máttur Bláa Iónsins á húðsjúkdóma, islensk glíma, þróun íslensks samfé- lags frá síðari heimsstyijöldinni, náttúruhamfarirnar síðastliðið haust, íslenskur fískiðnaður, íslensk- ir hestar og matargerð, auk göngu- ferðar um miðborg Reykjavíkur og spjalls við gesti og gangandi, að sögn Randy Barone, ritstjórnarlegs umsjónarmanns Good Morning Am- erica. „Við erum einnig að kanna möguleika á því að Björk komi fram í þættinum," sagði hann á blaða- mannafundi í Reykjavík í gær. Hann er staddur í Reykjavík ásamt rúmum tug starfsmanna ABC, þar á meðal Joe Tucker, vara- forstjóra ABC og yfirmanni þeirrar deildar sem er ábyrg fyrir fram- leiðslu Good Morning America. Þeir hafa m.a. verið að velja þá staði þaðan sem sent verður út og nú benda líkur til þess að annars vegar verði sent út frá Austurvelli og hins vegar frá Bláa lóninu. Þátttaka ferðaþjónustunnar Undirbúningur útsendingarinnar hefur staðið lengi í samvinnu ís- lenskra ferðamálayfírvalda og sjón- varpsstöðvarinnar. Vikuna 12. - 16. maí verður þátturinn sendur út frá Norðurlöndunum fimm, fyrst Kaup- mannahöfn, þá Bergen, síðan Stokk- hólmi og Helsinki og loks Reykjavík. Stjórnvöld í löndunum fímm styrkja gerð þáttanna með framlagi sem er samtals 1 milljón bandaríkjadala, eða um 70 milljónir íslenskra króna og skiptist jafnt á löndin fimm. Auk þess leggur íslensk ferðaþjónusta til 300 gistinætur og Flugleiðir leggja til 200 flugfarseðla. Magnús Oddsson, ferðamálastjóri, segir hins vegar að ávinningur ís- lendinga af útsendingunni verði margfaldur. „Þetta jafngildir 1,5 milljarði króna í auglýsingaverð- mæti,“ segir hann. „Þetta er mesta kynning sem landið hefur fengið í Bandaríkjunum síðan leiðtogafund- urinn var haldinn." Einar Gústafsson, forstöðumaður skrifstofu Ferðamálaráðs í Banda- ríkjunum, segir að erfítt sé þó að setja fram áætlanir um það hve mikilli fjölgun bandarískra ferða- manna þátturinn muni skila. Ávinn- ingurinn sé fyrst og fremst sá að frekari kynning á landinu verði auð- veldari í Bandaríkjunum. „Almenn vitneskja í Bandaríkj- unum um ísland eykst mikið við svona útsendingu," segir Einar. í samningi sjónvarpsstöðvarinnar og íslendinga er ákvæði um að heimilt verði að senda þáttinn út á íslandi en niðurstaða í því máli mun ekki liggja fyrir. I máli Joe Tucker, varaforstjóra ABC, kom m.a. fram að hann hefði sjálfur ekki vitað að ísland tilheyrði Norðurlöndunum fyrr en við undir- búning þessa verkefnis. „Þátturinn okkar hefur getið sér orð fyrir það að ferðast reglulega um heiminn og senda út frá ljarlægum löndum, t.d. Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Áhorf- endur ætlast til þess af okkur að við veitum þeim innsýn í erlend lönd og heim sem þeir vilja kannski heim- sækja seinna. Við segjum þeim frá sögu landanna, lífsstíl íbúanna, sam- skiptum þeirra við Bandaríkin á sviði efnahagsmála og viðskipta. Þetta er ein af okkar sterkustu hliðum og við fögnum því að vera nú á íslandi." Jarðfræðitilraunastofa Randy Barone sagði að hér væri margt athyglisvert umfjöllunarefni fyrir þáttinn. „Bandaríkjamenn ímynda sér að ísland sé freðið og kalt allan ársins hring en vita ekki að hér er fólk að synda úti allan árs- ins hring. Það heillar okkur að ísland er svo ólíkt hinum Norðurlöndunum; hraunið, eldfjöllin, jöklamir gera að verkum að þetta er nokkurs konar jarðfræðitilraunastofa." Fram kom að umfjöllun um þætti á borð við hvalveiðar og drykkjuskap ungmenna á almannafæri, sem áður hefur verið gerð skil í bandarískum sjónvarpsþáttum væru ekki efst á blaði meðal umfjöllunarefna. „Allar þjóðir eiga við einhver vandamál að stríða. Ef við fjöllum um slík mál gerum við það á jákvæð- um nótum, með áherslu á þær framf- arir sem hafa orðið og gætum jafn- vægis í umfjölluninni," sagði Joe Tucker. Þekkt sjónvarpskona, Joan Lund- en, er umsjónarmaður Good Morning America. Um 100 manns munu vinna við útsendinguna, þar á meðal íslenskir tæknimenn. Áuk þess að ákveða tökustaði og undirbúa gerð innskota í þáttinn hafa starfsmenn ABC verið hér á landi undanfarið til að viða að sér myndavélum og Ijósabúnaði til leigu. Einnig munu þeir flytja inn útsendingarbíl frá Hollandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.