Morgunblaðið - 21.03.1997, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.03.1997, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 21. MARZ 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Willem de Kooning látinn New York. Reuter. WILLEM de Kooning, frumkvöðull þeirrar stefnu, sem nefnd hefur verið afstrakt impression- ismi, lést á Long Island á miðvikudag 92 ára að aldri. De Kooning var einn áhrifamesti málari Banda- ríkjamanna á þessari öld og var valdur að bylting- arkenndum breytingum á bandarískum listum á fimmta áratugnum. De Kooning var með Alzheimer-sjúkdóminn og sagði John Silberman, lögmaður de Kooning- stofnunarinnar, að hann hefði látist af náttúrulegum sök- um. Hann hætti að mála árið 1990, en byijaði aftur nokkru fyrir andlát sitt og þótti það að hann tæki pensilinn fram á ný halda sjúkdómnum í skeíjum. De Kooning fæddist í Hollandi og var undir miklum áhrifum frá Arshile Gorky, Joan Miro og Pablo Picasso. Hann málaði afstrakt og fígúratív verk breiðum og voldug- um pensildráttum. Fyrsta einkasýning hans var árið 1948 og sýndi hann þar svart- hvít afstrakt verk. Vakti hún mik- ið umtal og er upphaf afstrakt impressionisma miðað við hana. Holdgervingur bandarískrar listar De Kooning varð brátt hold- gervingur bandarískrar listar og með tímanum breyttust myndim- ar, urðu bjartari og léttari og svipukennd strik véku fýrir löng- um, mjóum línum, sem dregnar vom hvað eftir annað í mismun- andi litatilbrigðum. „Það var eins og að vera leidd- ur af stórkostlegum dansara, lit- urinn, lýríkin og lífið í því öllu,“ sagði Peter Schjeldahl, listgagn- rýnandi í New York, um verk de Koonings. „Hann var síðasti mikli málarinn, sem var þannig að fýrir honum var málverkið fullkomið KONA I var eitt frægasta málverk Willems de Koonings, sem lést á miðvikudag. Verkið var málað 1952, en hann málaði mörg verk með sama heiti. Fóru hinar afskræmdu kven- myndir málarans fyrir brjóstið á mörgum. milljónir dollara (um 1.456 millj- ónir króna) árið 1989 og var and- virði heildarverka hans þá metið á 300 milljónir dollara (21 milljarð króna). De Kooning fæddist 24. apríl 1904 í Rotterdam í Hollandi. Fað- ir hans sá um að dreifa bjór og móðir hans rak bar. 12 ára gam- all fór hann að vinna hjá teikni- stofu. Hann stundaði nám við helsta listaháskóla Rotterdam í átta ár og fór síðan sem laumufar- þegi til Bandaríkjanna árið 1926, þá 21 árs. Var það sjötta tilraun hans til að komast vestur yfir Atlantsála. Hann vann fyrir sér sem smið- ur og skiltamálari í New York- borg, en í kreppunni miklu fékk hann Einn áhrifa- vinnu hjá stofnun, mesti málari sem sett var á fót tií Bandaríkja- að hjálpa fátækum af manna á öldinni listamönnum. _______ Að sögn Schjeldahls gerði de Kooning sér fulla grein fyrir stöðu sinni í list- heiminum. Hann var einu sinni spurður um frægðina og til út- skýringar svarinu skal bent á að í þá daga voru bjöllur á hliðunum í neðanjarðarlestimar í New York: „Þegar ég fer í gegnum þau á ég alltaf von á því að bjöllumar hringi aðeins hærra.“ Willem de Kooning vald á öllum tæknilegum hliðum þess. Það verða ekki fleiri slíkir. Um er að ræða svo gríðarlega flókna hæfileika að öll menningin þarf að hlúa að þeim.“ Margt af því, sem sigldi í kjöl- farið, mátti rekja til de Koonings, hvort sem það var mínimalismi, töfraraunsæi, niðurrifsstefna eða popplist. Helstu verk sín málaði hann af miklu kappi og notaði til þess venjulega húsamálningu. Ástæðuna fyrir hraðanum sagði hann vera þá að mikilvægt væri „að mála svo hratt að maður geti ekki hugsað". Hann og Jackson Pollock, sem vom keppinautar og vinir, vom skæmstu stjömumar á listhimn- inum á sjötta áratugn- um og það var þeirra verk að New York varð nafli listaheimsins. „De Kooning lækn- aði Bandaríkin minnimáttarkenndinni gagnvart Evrópu," sagði Schjeldahl. „í Bandaríkjun- um vom menn haldnir þeirri þrá- hyggju að þeir gætu aldrei gert hlutina eins vel og í Evrópu, en de Kooning batt enda á það.“ Málverkin, sem færðu de Koon- ing frægð, færðu honum einnig auð. Verkið „Interchange", sem var málað 1955, seldist á 20,8 Reuter Ný Rússlandsstjórn ekki verkefnalaus Tóbaksframleiðandi Viður kenn- ir skaðsemi reykinga TÓBAKSFYRIRTÆKIÐ Ligget Gro- up, sem framleiðir Chesterfíeld-síg- arettur, hyggst gera samning við 21 af 22 ríkjum Bandaríkjanna, sem hafa höfðað mál gegn tóbaksfyrir- tækinu, þar sem það viðurkennir að sígarettur séu vanabindandi. Ligget Group hyggst ennfremur vinna með ríkjunum í svipuðum málaferlum gegn öðmm tóbaksfyrir- tækjum. Samkvæmt samningnum á fyrirtækið að láta ríkjunum í té þús- undir nýrra gagna og aðstoða við að túlka þau í málaferlunum. Þá ætlar fyrirtækið að rifta öllum samn- ingum um trúnaðarskyldu starfs- manna þess til að þeir geti borið vitni fyrir rétti í dómsmálunum. Fyrirtækið hefur ennfremur fallist á að setja viðvaranir á vindlinga- pakkana um að sígarettur séu vana- bindandi. Loks mun fyrirtækið gefa út yfirlýsingu um að reykingar geti skaðað heilsu manna, nikótín sé vanabindandi og að tóbaksfyrirtækin reyni sérstaklega að ná til ungmenna með auglýsingum sínum. RÚSSNESKA ríkisstjórnin kom í fyrsta sinn saman í Moskvu í gær eftir róttæka uppstokkun. Viktor Tsjernomyrdín sést hér stýra fundinum, en þar var ekki stækk- un NATO aðaláhyggjuefnið, eins og á fundi forsetanna Borísar Jeltsíns og Bills Clintons i Hels- inki, heldur voru efnahagsmálin í landinu efst á baugi. Brýnasta verkefnið er að gera upp við þá ríkisstarfsmenn, sem hafa engin laun fengið jafnvel mánuðum saman, en búist er við, að milljón- ir manna leggi niður vinnu í einn dag í næstu viku til að mótmæla þessu ófremdarástandi. Tsjerno- myrdín situr við borðsendann, en næstur honum er Borís Nemtsov, fyrsti aðstoðarforsætisráðherra. Tsjernomyrdín boðaði frekari mannabreytingar í stjórninni eftir heimkomu Jeltsíns forseta af Helsinki-fundinum. EF TIL vill verður það af hinu góða ef Bill Clinton Bandaríkjaforseti og Bor- ís Jeltsín Rússlandsforseti komast ekki að niðurstöðu á fundi sínum hér í Helsinki, þar sem þá gefst mönnum væntanlega tími til þess að íhuga aðrar hliðar á þeim vanda sem stækkun Atlantshafs- bandalagsins (NATO) óneitanlega er,“ segir Nils Torvalds, fréttaritari finnska ríkisútvarpsins í Moskvu. Hann kom til Helsinki til að fylgjast með fundinum ásamt rússneskum blaðamanni, Fjodor Lukjanov, sem starfað hefur lengi hjá Moskvu- útvarpinu og ýmsum dagblöðum en vinnur nú að því að koma á fót nýju dagblaði í Moskvu. Hvonigur á von á því að nokkur niðurstaða fáist af leiðtogafundinum og telur Lukjanov að hann minni um margt á Reykjavíkurfundinn. „Þar fékkst engin lausn. Leiðtogarn- ir, Ronald Reagan og Mikhaíl Gorb- atsjov, skildu ekki hvor annan. Að vísu hittust þeir þarna í [annað sinn], ólíkt Clinton og Jeltsín sem hafa hist ellefu sinnum. En allt tal um að þeir séu svo góðir vinir og að vinátta þeirra muni bæta heimsfrið- inn er út í hött,“ segir Lukjanov. Pólitískur ávinningur keppikefli Jeltsíns Torvalds segir að þótt margt slæmt megi segja um Gorbatsjov, þá frýi honum enginn vits og hann hafi verið einstaklega fljótur að átta sig á stöðu mála, ólíkt Reagan. Nú séu aðrir menn á ferð. „Við verðum að muna að Jeltsín er pólitískt dýr í versta skilningi þess orðs og að allt sem hann segir og gerir miðast við hvaða pólitískan ávinning hann telur sig hafa af því. Hann er upp á sitt besta þegar erfiðleikar steðja að, keyrir á adrenalíninu. En enginn skyldi búast við því að hann setji fram skynsamlegt endurmat á að- stæðum.“ - Sergei Jastrsjembskí, aðstoðar- maður Jeltsíns, lýsti því yfir í fyrra- kvöld að stækkun NATO væru stærstu mistök Vesturlanda frá lok- um kalda stríðsins. Eruð þið sam- mála honum um það? „Að minnsta kosti um það hvern- ig farið var að málinu í upphafi. Löndin sem voru á áhrifasvæði Rússa eftir hrun Sovétríkjanna þurftu öryggistryggingar. Rætt var um evrópskt öryggisráð, sem komst aldrei til starfa og gerði ekkert gagn, og þrýstingurinn á Vesturlönd óx. Málið kom upp í kosningabaráttunni fyrir bandarísku forsetakosningarn- ar og varð að baráttumáli, sem skyldi aldrei hafa verið. Vaðið hefur verið áfram meira af kappi en forsjá og því tel ég það af hinu góða ef engin niðurstaða fæst á fundinum, því þá geta menn sest niður og reynt að leysa vandamálið," segir Torvalds. Evrópskt öryggisráð? Hann segir að nýfrjálsu löndin í Austur-Evrópu þurfi öryggistrygg- ingar, sem komi Rússum einnig til góða, og dragi úr tortryggni þeirra. Skynsamlegasta lausnin sem hann hafí heyrt á þessu sé að mynda evr- FINNSKU forsetaþjónin, Martti og Eeva Ahtisaari, bjóða Borís Jeltsín Rússlandsforseta velkominn við komu hans til Helsinki. Ólíkur hátt- ur á komu leiðtoganna KOMA leiðtoga Rússlands og Bandaríkjanna til Finnlands í gær var með gjörólíkum hætti og studdi í raun yfirlýsingu Borísar Jeltsíns frá því í síðustu viku um hver væri sjúklingurinn á fundinum. Jeltsín leit vel út og fékk konunglegar móttökur en koma Bills Clintons Bandaríkjaforseta bar þess öll merki að þar færi maður í hjólastól. Var forsetanum ekið rakleiðis á hótelið í sendiferðabíl þar sem Clinton kemst ekki inn í venjulega limúsínu nema með erfiðismunum. Nokkurs skjálfta gætti í borginni er leiðtogamir og fjölmennt fylgdar- lið þeirra lentu á Vantaa-flugvelli, Clinton um hádegi og Jeltsín þremur tímum síðar. Lögreglumönnum hef- ur fjölgað mjög á götum úti en lög- reglustjóri Helsinkiborgar vill ekki gefa upp hversu margir sinna örygg- isgæslu vegna fundarins, segir að- eins að þeir séu nógu margir. Við komuna var Clinton fluttur frá borði forsetavélarinnar í gáma- bíl sem lyft var upp að dyrum vélar- innar, hjólastól forsetans ýtt inn og hann látinn síga niður. Martti Ahtisaari tók á móti Clinton og föru- neyti, sem hélt rakleiðis til Intercont- inental-hótelsins þar sem Banda- ríkjaforseti býr. Ástæða þess er fyrst og fremst að þar er góður aðgangur fyrir hjólastóla en það sama var ekki uppi á teningnum í gestahúsi Finnlandsforseta þar sem Jeltsín dvelur. Mike McCurry, talsmaður Clint- ons, sagði við blaðamenn hér í Hels- inki í gær að reynsla forsetans af því að sitja í hjólastól hefði opnað augu hans gagnvart aðstæðum fatl- aðra og gaf til kynna að í framtíð- inni kynni Clinton að beita sér fyrir að bæta þær. Hann sagði að forset- inn léti þetta þó ekki á sig fá og neitaði því að Clinton hefði verið óánægður með að vera fluttur í gámabíl úr flugvélinni. „Við gerum okkur fyllilega grein fyrir því að það komu engir ímyndarsmiðir ná- lægt skipulagningu komunnar, gámabíll og sendiferðabíll koma ef til vill ekki vel út í sjónvarpi, en einhvern veginn varð að koma for- setanum frá borði og til borgarinn- ar,“ sagði McCurry er hann svaraði j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.