Morgunblaðið - 21.03.1997, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 21.03.1997, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 21. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Ferdinand Smáfólk PO YOU MAVE A PENCIL I CAN BORROW, MARCIE? ANP MAVBE 50ME PAPER, ANP AN ERA5ER, ANP A RULER,ANP YOUR MATH BOOK, ANP... Áttu blýant sem þú getur lánað Og kannski svolítið blað, og svo Magga! mér, Magga? strokleður og reglustiku og reikningsbók og... BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 • Netfang:lauga@mbl.is Er ekki sann- leikurinn sagna bestur? Frá Birgi Hólm Björgvinssyni: MÉR blöskraði þegar ég las viðtal við Einar Hermannsson, fram- kvæmdastjóra Sambands íslenskra kaupskipaútgerða, í Morgunblaðinu, fyrir fáum dögum. Þar fullyrðir Ein- ar að flest skipa Eimskipafélagsins séu með lokaða björgunarbáta, svo- kallaða frífallsbáta. Astæðuna segir Einar vera hversu nýleg flest skip félagsins séu. Þetta er rangt. Aðeins eitt skipanna er nýtt, það er Brúar- foss, og um borð í honum er lokað- ur björgunarbátur. í öðrum skipum félagsins, sem öll eru komin vel til ára sinna, eru slíkir bátar ekki. Því fer Einar, einhverar ástæðu vegna, vísvitandi með rangt mál, þegar hann segir annað. Einar hefur áður sagt margt til að reyna að fegra ásýnd hentifánaflotans, enda þiggur hann laun frá þeim sem gera út með þeim hætti. í sömu Morgunblaðsgrein segir Ólafur Ólafsson, forstjóri Samskipa, orðrétt: „Við munum fara yfir það hvort þessir bátar eigi að vera á öllum skipum félagsins, en við höf- um hagað björgunarbúnaði og öðr- um búnaði í skipunum eins og við teljum_ best vera.“ Einnig er haft eftir Ólafi að lokaðir bátar séu í Amarfellinu og systurskipi þess Heidi, sem hefur siglingar fyrir Samskip, í næsta mánuði. Um hvað er Ólafur að tala? Samskip á engin skip. Hann er að vitna tl skipa sem dönsk útgerð á og leigir Samskipum. Þessi danska útgerð hefur metnað til að hafa góðan björgunarbúnað í sínum skipum. Samskip á engan heiður skilið. Mér er til efs að Sam- skip hafi gert það skilyrði að lokað- ir björgunarbátar séu á þeim skipum sem þeir taka á leigu. Ég get ekki hugsað það til enda, hefði Dísarfell- ið verið komið í þjónustu Eimskips, eins og til stóð þegar slysið varð. Skipinu var ætlað að fara í Ameríku- siglingar og hefðu þessar hremm- ingar hent á þeirri siglingu, þar sem mun erfiðara hefði verið að bjarga mönnunum, er víst að verr hefði farið, en þó fór. Hentifánaskip í sumarbyrjun 1996 skaut upp þeim orðrómi að Eimskip væri að taka nýtt skip í sína þjónustu, það er Víkartind þar sem áhöfnin átti að vera skipuð erlendum láglauna- mönnum. A sama tíma var beðið eftir nýsmíðuðu skipi, Brúarfossi, meðan hann væri baðaður sól og athyglin beindist að honum og ís- lenskri áhöfn, læddist hitt skipið, það er Víkartindur, að næturþeli, enda undir hentifána. Við hjá Sjó- mannafélagi Reykjavíkur áttum erf- itt með að trúa þessu, þrátt fyrir að við séum ýmsu vanir í samskipt- um við útgerðimar. Sjómannafélag Reykjavíkur og Verkamannafélagið Dagsbrún eru meðal_15 þúsund hluthafa í Eim- skip. Á aðalfundi félagsins bentum við á, með ályktun sem borin var upp á fundinum, að með því að manna skipin erlendum sjómönnum missum við dýrmæta þekkingu úr landi. Hvað kemur í staðinn? Jú, þekkingarleysi sem sannast hefur í sjóprófum vegna strands Víkar- tinds. Allar athafnir skipstjóra skipsins og útgerðar segja okkur að fyrst hafi verið hugsað um pen- inga, annað mætti afgangi, og þar á meðal mannslíf. íslenskir farmenn em, eins og aðrir íslenskir launamenn, langt undir launum norrænna félaga sinna. Auk þess eru íslensk kaup- skip ekki mönnuð tveimur áhöfnum, eins og tíðkast á Norðurlöndum. Samt telst það hagstætt hjá Sam- skipum að leigja dönsk skip mönnuð Dönum, mönnum sem hafa til muna hærri laun, en íslenskum farmönn- um er greitt. Með „hálaunuðum“ dönskum sjómönnum ætla Samskip að keppa við Eimskip, þar sem sjó- mennirnir þiggja mun lægri laun. Er einhver vitglóra í þessu? Ólafur Ólafsson lýsti því yfir í sjónvarpsviðtali að stefna hans væri að hafa erlenda sjómenn á sínum skipum. Sjómannafélag Reykjavíkur mun halda áfram að beijast fyrir tilveru íslenskrar farmannastéttar og sigl- ingum undir íslenskum fána. Það er krafa okkar til stjórnmálamanna að búa svo að skráningargjöldum að kaupskipaflotinn komi aftur heim. BIRGIR HÓLM BJÖRGVINSSON, stjórnarformaður Sjómannafélags Reykjavíkur. -------♦ ♦ ♦ Athuga- semd vegna greinar Frá Andreu J. ísólfsdóttur: í TILEFNI af grein Hauks Guðlaugs- sonar, söngmálastjóra þjóðkirkjunn- ar, sem er svargrein til Björgvins Tómassonar orgelsmiðs, vil ég undir- rituð taka fram að fyrirtækið ísólfur Pálmarsson hljóðfæraumboð sf. hefur um árabil haft umboð fyrir Kiss- elbach orgelverksmiðjuna í Þýska- landi, en sú verksmiðja framleiðir hvers konar orgel, jafnt lítil heimilis- orgel sem kirkjuorgel. Sóknarnefndum var á sínum tíma sent bréf þar um -og raunar einnig Tónskóla þjóðkirkjunnar. Einnig hefur verslun okkar umboð fyrir sembala frá J.C. Neupert í Þýska- landi. Það er því ekki rétt hjá Hauki Guðlaugssyni að á íslandi þekkist ekki umboðsmenn fyrir orgel. ANDREA J. ÍSÓLFSDÓTTIR framkvæmdastjóri. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.