Morgunblaðið - 21.03.1997, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.03.1997, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MARZ 1997 17 VIÐSKIPTI Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins Samrum Boeing og McDonnel Douglas Brussel. Morgunblaðið. FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópu- sambandsins tilkynnti í gær að hún hygðist hefja nákvæma rannsókn á áhrifum fyrirhugaðrar sameiningar Boeing og McDonnel Douglas Corp- oration innan aðildarríkja ESB. Sagðist framkvæmdastjórnin ætla að kanna sérstaklega hvaða áhrif þessi sameining kynni að hafa á þegar ráðandi stöðu Boeing á mark- aði_ fyrir farþegaþotur. í tilkynningu framkvæmda- stjórnarinnar segir, að Boeing sé þegar ráðandi á þessum markaði með jrfir 60% hlutdeild í sölu far- þegaþotna sem rýma fleiri en 100 farþega. Sameiningin við McDonnel Douglas muni styrkja þessa stöðu enn frekar og eftir standi aðeins einn keppinautur, evrópski flug- vélaframleiðandinn Airbus, sem hefur um 35% markaðshlutdeild í dag. Sterkari staða í her- gagnaframleiðslu kann að bæta markaðsstöðu Boeing enn frekar Þá hyggst framkvæmdastjórnin enn fremur kanna hvaða áhrif i skoðun sterkari staða Boeing í hergagna- framleiðslu eftir samrunan muni hafa á stöðu fyrirtækisins á mark- aði fyrir farþegaþotur. Fram- kvæmdastjómin bendir á að þrátt fyrir að McDonnel Douglas hafi ekki sterka markaðsstöðu í fram- leiðslu og sölu farþegaþotna, sé um 70% af veltu fyrirtækisins komin til vegna framleiðslu hergagna og geimferðabúnaðar. Án þess að tillit sé tekið til kaupa Boeing á Rock- well Defence and Aerospace nýlega, þá muni Boeing þrefalda umsvif sín á þessu sviði með samrunanum við McDonnel Douglas. Framkvæmdastjórnin bendir á að því þurfi ekki einungis að meta með hvaða hætti staða McDonnel Douglas á farþegaþotumarkaðnum muni styrkja leiðandi markaðsstöðu Boeing, heldur þurfi einnig að meta með hvaða hætti sterkari staða í hergagnaframleiðslu muni styrkja stöðu fyrirtækisins á þessum mark- aði, hvað varði fjármagn, bættan aðgang að tækninýjungum sem komi frá hergagnaframleiðslunni, sem og bætta samningsstöðu við birgja. Krupp og Thyssen staðfesta viðræður Bonn. Reuter. ÞÝZKU stálframleiðendurnir Fried. Krupp AG Hoesch-Krupp og Thyssen AG hafa tilkynnt að þeir eigi í viðræðum um hugsan- lega samvinnu, sem muni valda því að tilboð Krupps í Thyssen skipti ekki máli. Viðræðurnar miða að því að ná samkomulagi um sameigin- lega heildarstefnu í stálgeiran- um og verður það að nást innan átta daga. Takist það ekki munu fyrirtækin hverfa aftur til upp- haflegrar afstöðu sinnar að því er segir í tilkynningu frá fyrir- tækjunum. • „Öko-System" sparar allt aS 20% sópu • Taumagn: 5 kg • VindingarhraSi: 1000 og 700 snúninga • UKS kerfi: Jafnar tau í tromlu fyrir vindingu • Variomatik vinding: Sérstakt vindingarkerfi fyrir viSkvæman þvott og ull • Ullarkerfi: Ullarvagga; ullinni vaggaS • „Bio kerfi" • Fuzzy-logig: Sjólfvirk vatnsskömtun eftir taumagni, notar aldrei meira vatn en þörf er á • Aukaskolun: Sér hnappur, skolar fjórum sinnum í staS þrisvar ...bjóðum við mest seldu AEGþvottavélina á íslandi á sérstöku afmælisverði “fc75iUUIir B R Æ Ð u R N l*R Þýskt vörumerki þýskt hugvit þýsk framleiðsla ÞRIGGJA ÁRA ÁBYRGÐ Á ÖLLUM AEG ÞVOTTAVÉLUM Umboðsmenn: Lágmúla 8 • Sími 533 2800 Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi, Kf. Borgtirðlnga, Borgarnosi. Blómsturvelllr, Hellissandi. Guðni Hallgrímsson, Grundartirði. Ásubúö.Búöardal. Vestflrðlr: Geirseyrarbúðin.Patreksfirði. Rafverk, Boiungarvfk.Straumur.lsafirði.Norðurland: Kf.Steingrimsljprðar.Hólmavik. Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfirðingabúö.Sauðárkróki. KEA byggingavörur, Lónsbakka, Akureyri.KEA, Dalvlk. KEA, Siglufiröi Kf. Þingeyinga, Húsavfk.Urö, Raufarhöfn. Austurland: Sveinn Guömundsson, Egilsstööum. Kf. Vopnfiröinga, Vopnafiröi.Verslunin Vík, Neskaupstaö. Kf. Fáskrúösfiröinga, Fáskrúðsfiröi. KASK, Höfn. Suðurland: Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Jón Þorbergs, Kirkjubæjarklaustri. Brimnes, Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Keflavfk. Rafborg, Grindavlk. - kjarni málsins! „falendmgar eiga Aterka&ta félk í heimi" - enda fiörum við létt með að byggja óterk og vönduð mannvirki Iíilemk tramleiðila itemt hullkomlesa iamanburð við erlenda. Framleiðendur vita að tilemkir neytendur vilja eingöngu vandaðar og iterkar vörur. Berðu alltaf ðaman verð og gœði. í&len&kur iðnaður á heim&mœlikvarða <§) SAMTÖK IÐNAÐARINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.