Morgunblaðið - 21.03.1997, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.03.1997, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MARZ 1997 19 VERIÐ Loðnuvertíð senn að ljúka „VIÐ ERUM að berja á hrygndri kerlingu og það er fremur dræm veiði. Það er langt á milli kasta og lítið í. Veiðin hefur hins veg- ar farið minnkandi og þetta er smám saman að fjara út,“ sagði Þorsteinn Kristjánsson, skip- stjóri á Hólmaborg SU, í sam- tali við Morgunblaðið í gær, en skipið var þá að veiðum suður af Malarrifi á Snæfellsnesi. Þor- steinn sagði vertíðina vera að líða undir lok sem væri ekki óeðlilegt miðað við árstíma. Hrognavinnslu víðast hvar lokið Ágætis veiði var hins vegar norðvestur af Garðskaga í fyrradag og fengu skipin þá óhrygnda loðnu sem átti að kreista til hrognavinnslu. Fram- leiðendur Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna hættu vinnslunni fyrir skemmstu og að sögn Vík- ings Gunnarssonar, deildar- stjóra hjá íslenskum sjávaraf- urðum, er hrognaframleiðsla þeirra nú á lokastigi. Kap VE landaði í gær síðasta farminum sem fer í kreistingu í Vest- mannaeyjum. Þá var Húnaröst SF á leið til Hornafjarðar í gær og átti að freista þess að vinna hluta farmsins í hrognavinnslu. „Það var mjög skörp veiði norður af Garðskaga í gærmorgun [í fyrramorgunj. Það hefur verið góð veiði í birtingunni á morgn- ana og aftur á kvöldin síðustu daga. Við náðum ágætis köstum af óhrygndri kerlingu og karli og líklega á að reyna að taka aflann i kreistingu. Það er 30 tíma stím fyrir okkur úr Faxa- flóanum og austur til Horna- fjarðar en vonandi verður hægt Morgunblaðið/Sigurgeir HROGNAVINNSLU hefur víða verið hætt enda þegar búið að vinna það magn, sem kemst á markaði í Japan. að kreista úr þessu hrognin. Aðallega til að halda við græj- unum en það hefur mjög lítið verið unnið af hrognum á Hornafirði á þessari vertíð,“ sagði Jón Axelsson, skipstjóri á Húnaröstinni. Þá hafa borist um 633 þúsund tonn af loðnu á land frá áramót- um og eru nú aðeins eftir um 170 þúsund tonn af útgefnum loðnukvóta. 21 þúsund tonn flutt út af fersk- fiski 1994-96 í SVARI sjávarútvegsráðherra við fyrirspum Einars K. Guðfinnssonar alþingismanns um útflutning á ferskum fiski, kom fram að alls voru flutt út 21.126 tonn af fersk- fiskflökum á árunum 1994-1996 að Fob-verðmæti 7,2 milljörðum króna og námu heildartollgreiðslur útflutningsins um 231 milljónum króna. Ennfremur kom fram í svar- inu að EES-samningurinn hefur haft veruleg áhrif til lækkunar tolla. Verðmæti útflutningsins er á föstu verði og er miðað við verðlag í desember 1996. Ekki eru reiknað- ir tollar á útflutning til Hong Kong og Singapore, þar sem ekki fengust upplýsingar um tollskrár þessara landa. Þá kom fram í svari ráðherra að GATT-samkomulagið hefur ekki áhrif á tollgreiðslur af útflutningi ferskfiskflaka. Aftur á móti leiddi EES-samningurinn, sem gekk að fullu í gildi 1. janúar sl., til lækkun- ar á heildargreiðslum tolla um rúm- ar 373 milljónir króna, miðað við gefnar forsendur í útreikninum á áætluðum álögðum tollum. Mest flutt út af ýsu Á tímabilinu 1994-1996 voru flutt út um 6.465 tonn af ferskum ýsuflökum, að verðmæti um 2,6 milljarðar króna og námu toll- greiðslur vegna þessa um 16,2 millj- ónum króna. Aðeins eru greiddir tollar á útflutning ýsuflaka til Bandaríkjanna, þar sem greidd er ákveðin upphæð af hveiju kílói. Langmest var flutt út af ýsuflökum til Bandaríkjanna á umræddu tíma- bili, samtals um 5.859 tonn að verð- mæti um 2,4 milljarðar króna. Af ferskum karfaflökum voru flutt út á þessum þremur árum samtals 6.265 tonn, að verðmæti 1,7 millj- arðar króna og námu tollgreiðslur um 158 milljónum króna. Langmest var flutt út af karfaflökum til Bandaríkjanna, Þýskalands og Belgíu. Mest var flutt út af ferskum til Bandaríkjanna á árunum 1994- 1996, um 3.178 tonn, en samtals voru flutt út 5.714 tonn af ferskum þorskflökum og var verðmæti þeirra rúmur 1,9 milljarður króna. •{§* ifSÝ W:'-i' ■ m ■■■ m SAFARIKUR KIUKLINCUR EÐA 4 ELDSTEIKTIR HAMBORCARAR A AÐEINS 790 KR. SLAKAÐU NÚÁMEÐ FJÖLSKYLDUNNI, SLEPPTU MATARCERÐINNIOC NÝTTU ÞÉR FRÁBÆRTTIWODÁVÍBON. ÞÚ FÆRÐ ÞÉR ANNAÐHVORT CRILLAÐAN SAFARÍKAN KJÚKLINC, BEINTAFTEININUM, EDA 4 ELDSTEIKTAOC ILMANDI HAMBORCARA ÁADEINS790 KRÓNUR. BORÐADU Á STAÐNUM EÐA TAKTU MED HEIM. CÓDURSTAÐUR v: -J SÉ ■ ,'b Aöeins fallegir hlutir til fermingargjafa - engar málamiðlanir Habitat I Kringlunni er verslun fult af húsgögnum og smávörum sem njóta sín vel sem fermingargjöf. [ Sllfurskrin 1750 kr. » 3 Ilmsápur 630 kr. « Þvottapok | Camp leíkstjórastóH 2950 kr. |
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.