Morgunblaðið - 21.03.1997, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 21.03.1997, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ + Annelise Blomsterberg var fædd í Nörre- sundby 2. nóv- ember 1906. Hún lést á Droplaugar- stöðum í Reykjavík hinn 14. mars síð- astliðinn. Foreldr- ar hennar voru Nieis Madsen Brandborg og Mar- en Krogsgaard. Annelise átti tvær systur, Inger, sem er látin, og Karen, sem nú býr í Ala- borg. Hinn 9. júní 1929 giftist Ann- elise Frederik A. Hans Blomst- erberg sem var fæddur 6. októ- ber 1898 í Helsingör, en hann lést í Reykjavík 23. október 1949. Þau eignuðust tvo syni, Niels Marius Blomsterberg, fæddur í Reykjavík 15.1. 1927, kvæntur Maríu Óskarsdóttur, fædd í Reykjavík 18.6. 1931, og Hans Blomsterberg, fæddur í Reykjavík 9.8. 1928, kvæntur Ástu Sigrúnu Oddsdóttur, fædd í Steinsholti I Leirársveit, Borgarfirði, 26.10. 1928. Af- komendur Annelise eru 39 í dag. Utför Annelise verður gerð frá Fossvogskapellu í dag, og hefst athöfnin klukkan 10.30. Þá er komið að kveðjustund, amma mín Lása. Þegar horft er til baka líða minningamar gegnum hugann. Við vorum ekki háar í loft- inu Emma frænka mín og ég þegar við fengum að gista hjá þér nótt og nótt og þá var nú glatt á hjalla hjá okkur þrem. Við fengum að vaka frameftir og spila við þig, hlusta á danslögin í útvarpinu, syngja saman, sitja saman og spjalla. Þú sagðir okkur ýmsar sögur af þér og afa okkar sem okkur hlotnaðist aldrei að kynnast þar sem hann lést er ég var á fyrsta ári en Emma frænka mín ófædd. Að morgni vaktir þú okkur með heitu tei eða kakói og öðra góðgæti sem þú færðir okkur í rúmið á bakka og dekraðir við okkur eins og prinsess- ur. Þú sjálf sast mikið og heklaðir ungbama- föt í hinum ýmsu litum sem ein vinkona þín seldi í verslun sinni. Tíkin þin hún Danzý var þinn augasteinn og hana þurfti að viðra með göngutúrum með þér um miðbæinn endilangan, þú fræddir okkur um flestar þær byggingar sem í miðbænum voru, endurnar við Reykjavíkurtjöm fengu sitt brauð, venjulegast end- uðu göngutúrarnir okkar á því að keyptur var ís og hann borðaður á Austurvelli. Amma Lfsa bjó alla tíð í miðbæ Reykjavíkur og undi hún því vel að ganga um bæinn, mikið var um gestagang hjá henni á þess- um tímum, þær voru nokkrar vin- konur sem spiluðu saman og þá oftast heima hjá ömmu. Framan af árum var öll fjölskyld- an í mat hjá ömmu Lísu á jólum, hún var afbragðskokkur og hafði mikinn áhuga á matargerð. Enda starfaði hún sem smurbrauðsdama í Sjálfstæðishúsinu gamla við Aust- urvöll og síðar við ýmis matreiðslu- störf. Kannski lýsir það ömmu minni best að á unglingsáram okkar barnabarna hennar komum við allt- af meira og minna við hjá henni, ef við vinkonur mínar vorum í bænum var ósjaldan að einhver þeirra stakk upp á því að koma við þjá ömmu Lásu, hún virtist alltaf hafa innsýn í og áhuga á okkar málum sama á hvaða aldri við vor- um. Það er ólýsanlegt í raun hvað gaman var að sitja hjá henni og spjalla um alla heima og geima. 17. júní var að sjálfsögðu alltaf komið við hjá henni ömmu, og þá eins og ævinlega góðgæti af ýmsu MINNINGAR tagi eins og hver gat í sig látið. Amma hlustaði mikið á útvarp, hún hafði mikla ánægju af því að hlusta á tónlist. Einnig fylgdist hún alla tíð mikið vel með heimspólitík, enda var hún með tvö ef ekki þijú útvarpstæki í íbúðinni, því hún varð að hlusta á erlendar stöðvar jafnt sem hina íslensku, enda mikil málamanneskja og mjög svo vel að sér í málefnum almennt. Gjafmildi hennar til okkar bama- barna og síðar bamabarnabarna var einstök, það var hreint með ólíkindum hvað hún passaði vel uppá að allur hópurinn hennar fengi sínar gjafir á jólum og eins á hinum ýmsu tímamótum í lífi þeirra. Svolítið atvik kom upp í huga mér á dögunum, amma mín þurfti að leggjast á sjúkrahús í örfáa daga, þá 85 ára gömul, það var tekin skýrsla við innskrift hennar á deildina, þegar hún sneri sér að hjúkrunarkonunni sem var að sinna henni og spurði er ekki möguleiki á því að geyma þetta aðeins fram yfir kl. X? Það er nefnilega bein útsending í ensku knattspymunni kl. X sem ég get ekki hugsað mér að missa af. Þetta var amma Lísa, áhugi hennar á fótbolta var þvílíkur að á laugardögum sleppti maður því alfarið að hafa samband við hana, vegna þess að þá var það enska knattspyrnan sem átti hug hennar allan. Amma bjó ein þar til í septem- ber 1995, en þá brást heilsan og var hún mjög ósátt við það að geta ekki hugsað um sig sjálf. Frá því í febrúar 1996 dvaldi amma á Drop- laugarstöðum í Reykjavík og viljum við aðstandendur hennar senda starfsfólki þar alúðarþakkir fyrir þá hlýju og aðhlynningu sem það sýndi henni jafnt í orði sem í verki til hinstu stundar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Amma mín, minningin um þig mun lengi lifa með okkur afkom- endum þínum. Lísa. ANNELISE BLOMSTERBERG BJÖRGVINA MAGNÚSDÓTTIR + Björgvina Magnúsdóttir fæddist í Reykjavík 30. mars 1949. Hún lést í Sjúkra- húsi Reykjavíkur 14. mars síð- astliðinn. Hún var yngst sex barna Magnúsar Gíslasonar og Ástrósar Guðmundsdóttur. Eftirlifandi eiginmaður Björgvinu er Hannes Gunnars- son. Þau eignuðust einn son, Gunnar ísberg, f. 20.8. 1979. Útför Björgvinu verður gerð frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Í dag verður jarðsett yngsta systir mín Björgvina Magnúsdóttir. Við söknum ótrúlegrar glað- værðar hennar sem ég undraðist oft, svo erfitt sem hlutskipti henn- ar var. Hannes maður hennar hefur árum saman verið mikill sjúklingur og hefur hún annast hann af slíku trygglyndi og alúð að mér hefur stundum þótt óskiljanlegt hvernig hún komst í gegnum það. Samband hennar og Gunnars var mjög gott og hefur sjálfsagt verið driffjöðrin að því að láta hlutina ganga. Þar sem starfsvettvangur henn- ar var í mörg ár eingöngu innan veggja heimilisins voru tækifærin ekki mörg til að kynnast nýju fólki. En hún átti nokkra trygga vini sem mátú hana og þóttu vænt um hana. Samband hennar við okkur syst- umar var mjög gott og við glödd- umst alltaf þegar hún gat verið með okkur ásamt Gunnari. En það gerðist við ýmis tækifæri ef hún átti heimangengt. Bugga var 15 árum yngri en ég og var mér kærkomin dúkka á þeim áram, sérstaklega þar sem hinar yngri systur mínar voru að mér fannst orðnar fullsjálfstæðar fyrir það hlutverk. 8. febrúar síðastliðinn komum við systumar saman ásamt fjöl- skyldum okkar og skemmtum okk- ur á þann hátt sem við gerðum alltaf þegar eitthvað stóð til. Bugga og Gunnar voru þar eins og oftast undir slíkum kringum- stæðum. Bugga var glöð og skemmtileg og enginn hugsaði um dauðann, en þetta var réttum mán- uði áður en hún veiktist og viku seinna var hún öll. Of sjaldan hugsum við um að sýna kærleika okkar gagnvart öðr- um í verki á meðan þeir lifa, ef við gerðum það yrði kannske ekki eins erfitt að syrgja. Stórt skarð er enn höggvið í þennan systkinahóp. Hún er þriðja systkini okkar sem deyr á tæpum sex árum og öll í kringum fimm- tugt. Bugga var mjög falleg og vinsæl ung kona og hefur sjálfsagt eins og við öll gerum ætlað sér léttbær- ara hlutskipti. En því ræður eng- inn. Blessuð sé minning Buggu. Erla Magnúsdóttir. + Ástkær móðir okkar, STEINUNN SIGRÍÐUR BECK, Ásbyrgi, Reyðarfirði, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli þann 19. mars. Útförin verður auglýst síðar. Kristinn Þ. Einarsson, Margrét Einarsdóttir, Örn Einarsson. FÖSTUDAGUR 21. MARZ 1997 39^ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EYÞÓR JÓN KRISTJÁNSSON, Borgarbraut 65A, Borgarnesi, sem lést 14. mars, verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju laugardaginn 22. mars kl. 13. Aðun Eyþórsson, Kristján Eyþórsson, María R. Eyþórsdóttir, Guðmundur Eyþórsson, Ingibjörg Eyþórsdóttir, Þorsteinn Eyþórsson, Vigdís Auðunsdóttir, Marteinn Valdimarsson, Ingibjörg Vigfúsdóttir, Gísli Þórðarson, Anna Þórðardóttir og fjölskyldur. + Bróðir okkar, INGVAR RAGNAR INGVARSSON frá Hvítárbakka, Bergholti í Biskupstungum, sem lést á heimili sínu 12. mars sl., verður jarðsunginn frá Skálholtskirkju laugardaginn 22. mars kl. 14.00. Jarðsett verður í Bræðratungu. Sætaferðir frá BSÍ kl. 11.30 og Fossnesti, Selfossi, kl. 12.30. Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna, Haukur Ingvarsson. + Ástkær móðir mín, SIGRÍÐUR BJARNADÓTTIR, Kjartansgötu 5, sem lést 18. mars, verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju mánudaginn 24. mars kl. 13.30. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Bjami Jónsson. + SIGFRÍÐUR EINARSDÓTTIR frá Riftúni í Ölfusi, er látin. Böm, tengdaböm, barnabörn og barnabamaböm. + Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRARINN SIGURVIN STEINGRÍMSSON, Mávakletti 12, Borgamesi, andaðist í Sjúkrahúsi Akraness 15. mars. Flann verður kvaddur f Borgarneskirkju laugardaginn 22. mars kl. 15.00. Böm, tengdabörn, barnabörn og barnabarnaböm. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, systir og mágkona, HULDA ERLA ÓLAFSDÓTTIR (Dallý), Engihlíð 20, Ólafsvík, verður jarðsungin frá Ólafsvíkurkirkju laugar- daginn 22. mars kl. 14.00. Sætaferðir verða frá BSÍ kl. 8.00 um morguninn. Hjördís Björnsdóttir, Baldur Baldursson, Anna Rún Einarsdóttir, Auður Baldursdóttir, Lára Ólafsdóttir, Jónas Guðmundsson, Sigrún Ólafsdóttir, Ragnar Ágústsson, Hilmar Ólafsson, Sólveig Jóhannesdóttir, fvar Steindórsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.