Morgunblaðið - 21.03.1997, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
FÖSTUDAGUR 21. MARZ 1997 29
Leiftursókn
gegn lífeyris-
sjóðunum
ENGUM blöðum er
um það að fletta að
íslenska lífeyrissjóða-
kerfið er með því besta
sem þekkist í Evrópu
og þó víðar væri leitað.
Höfuðkostir kerfisins,
sem byggjast á
skylduaðild, sam-
tryggingu og sjóðsöfn-
un, er litið öfundar-
augum af öðrum þjóð-
um. Sú framsýni, sem
heildarsamtök aðila
vinnumarkaðarins
sýndu við stofnun al-
mennu lífeyrissjóð-
anna á árinu 1969, var
því mikið gæfuspor.
Þrátt fyrir óðaverðbólgu og nei-
kvæða vexti á áttunda áratugnum
hefur tekist að tryggja fjárhagslegt
Hefði verið nær, segir
Hrafn Magnússon, að
leiðarahöfundur Morg-
unblaðsins þakkaði aðil-
um vinnumarkaðarins
fyrir hárrétt og
skjót viðbrögð.
öryggi almennu lífeyrissjóðanna og
eru þeir nú betur í stakk búnir en
nokkru sinni fyrr að standa við líf-
eyrisskuldbindingar sínar í nútíð
og framtíð. Meira að segja Versl-
unarráð íslands hefur viðurkennt
þessa staðreynd því í skýrslu ráðs-
ins frá árinu 1995 er sú staðreynd
áréttuð að „staða lífeyrismála á
íslandi sé allgóð miðað við það sem
margar aðrar þjóðir búa við‘‘.
Því skýtur nokkuð skökku við í
leiðara Morgunblaðsins, sl. þriðju-
dag, 18. mars, þar sem ráðist er
með gífuryrðum að verkalýðsfor-
ystunni og samtökum vinnuveit-
enda vegna þess frumkvæðis sem
heildarsamtök aðila vinnumarkað-
arins hafa sýnt varðandi jákvæða
uppbyggingu íslenska lífeyrissjóða-
kerfisins. Sérstaklega eru árásir í
leiðara Morgunblaðsins í garð sam-
taka launafólks ein-
stakar og er mér til efs
að blaðið hafi hin síð-
ari ár reitt eins hátt
til höggs í þeim efnum.
Miðað við hvað vel hef-
ur tekist til með stofn-
un almennu lífeyris-
sjóðanna eru þessi
leiðaraskrif bæði ós-
anngjörn og villandi.
Vinnuveitendur fá líka
sinn skammt og eru
þeir vændir um að nota
aðstöðu sína í stjórnum
lífeyrissjóðanna tii að
beita þeim í viðskipta-
stríði. Sú fullyrðing er
ekki rökstudd frekar
enda er hún eins og margt annað
í þessum makalausa leiðara gjör-
samlega úr lausu lofti gripin.
Tilefni leiðarans er auðvitað til-
lögur neðan úr flármálaráðuneyti,
sem áttu að hefta eðlilega fram-
þróun þeirra lífeyrisjóða, sem
byggja á samtryggingu sjóðfélaga.
Slík atlaga hefði haft í för með sér
að bætur vegna örorku eða andláts
sjóðfélaga yrðu skertar stórkost-
lega, jafnframt sem konur hefðu
þurft að greiða hærri iðgjald til sjóð-
anna til að ávinna sér sömu lífeyris-
réttindi og karlar. Þannig hefði tek-
ist á skömmum tíma að rústa þann
þátt í starfsemi lífeyrissjóða á al-
mennum vinnumarkaði, sem bygg-
ist á samtryggingu sjóðfélaga og
er einn af höfuðkostum íslenska líf-
eyrissjóðakerfisins, eins og áður er
getið. Þessum tillögum tókst von-
andi að afstýra. Ég leyfi mér að
segja sem betur fer og hefði verið
nær að leiðarahöfundur Morgun-
blaðsins þakkaði aðilum vinnumark-
aðarins fyrir hárrétt og skjót við-
brögð frekar en að ráðast á þá með
gífuryrðum og ásökunum.
í nýlegri úttekt Alþjóðabankans
um stöðu lífeyrismála víðs vegar
um heim er lögð áhersla á þriggja
stoða uppbyggingu lífeyriskerfis-
ins.
Fyrsta stoðin er opinbert kerfí
með skylduaðild sem greiðir flatan
grunnlífeyri eða tekjutengdan lág-
markslífeyri og er fjármagnaður
með sköttum. Meginmarkið þessa
kerfis er tekjuöflun og samtrygg-
Hrafn
Magnússon
ing. Hér á íslandi er átt við al-
mannatryggingakerfið.
Önnur stoðin er svo lífeyrissjóð-
irnir, sem eru undir opinberu eftir-
liti og byggja á fullri sjóðssöfnun.
Meginmarkmið þessa kerfis er
sparnaður og samtrygging.
Þriðja stoðin er svo ýmis fijáls
sparnaður fyrir fólk, sem vill spara
meira og njóta hærri lífeyris.
Ég tel mjög mikilvægt að menn
fari nú að hugsa skipulega á þess-
um nótum og ræði framvegis líf-
eyrismálin út frá þessari flokkun,
annars er sú hætta fyrir hendi að
umræðan fari út um víðan völl.
Sumir vilja t.d. gjarnan að lífeyris-
sjóðirnir séu undirstaða lífeyri-
skerfisins, en almannatrygginga-
kerfið sé í næsta þrepi þar fyrir
ofan. Aðrir, einkum talsmenn val-
frelsis að lífeyrissjóðunum, blanda
síðan saman hinu almenna lífeyris-
sjóðakerfi við fijálsan viðbótar-
sparnað og gera jafnvel engan
greinarmun á sjóðsöfnun lífeyris-
sjóðakerfisins, einstaklingsbundn-
um lífeyristryggingum, einkareikn-
ingum í bönkum og sparisjóðum
eða kaupum á hlutdeildarskírtein-
um verðbréfafyrirtækjanna, svo
nokkur dæmi séu nefnd.
Rýmkun reglna í Bretlandi í
valfrelsisátt hafa skapað stórkost-
leg vandamál, sem ekki er séð
fyrir endann á. Þar er þó ekki um
að ræða almenna greiðsluskyldu
að lífeyrissjóðum á Bretlandseyj-
um og flestir sjóðanna eru byggð-
ir upp á fyrirtækjasjóðum. Hægt
hefur verið að velja á milli að
greiða í viðkomandi lífeyrissjóð
eða í fijálsan sparnað. Þar hafa
menn lært af mistökunum, þar sem
sjóðfélagar voru blekktir út úr
samtryggingarsjóðunum með
ýmsum gylliboðum og sitja nú eft-
ir með milljarða punda tap vegna
stórkostlegra fjárfestingamistaka
misviturra fjármálaráðgjafa. í
Danmörku starfa lífeyrissjóðir á
stéttarfélagsgrundvelli líkt og hér
á landi og ríkir um þá skipan þjóð-
arsátt. í Hollandi er eitt öflugasta
lífeyriskerfi í Evrópu og er lífeyris-
sparnaður þar einna mestur á íbúa.
Um er að ræða lífeyrissjóði, sem
byggja á stéttarfélagsaðild, eins
og tíðkast hjá okkur. Víða annars
staðar í Evrópu starfa lífeyrissjóð-
ir á fyrirtækjagrundvelli, t.d. í
Þýskalandi. Þar eins og annars
staðar í nágrannalöndunum eiga
menn aðiid að tilteknum lífeyris-
sjóðum. Þess vegna er það nokkuð
sérkennilegt hér á landi, þar sem
menn búa við gott lífeyrissjóða-
kerfi, skuli sumir vilja rústa kerfið
með tilraunastarfsemi.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Sambands almennra lífeyrissjóða.
Fjármálaráð-
herra í andstöðu
við j afnr éttislög
fram á
í NÝUPPKVEÐN-
UM dómi Hæstaréttar
er íslenska ríkið skyld-
að til að greiða ríkis-
starfsmanni bætur þar
sem ekki hafi verið sýnt
fram á að lögmætar -
hlutlægar ástæður -
skýri launamun við-
komandi starfsmanns
og annars starfsmanns
sem gegnir sama starfi
en er í öðru stéttarfé-
lagi og býr við önnur
kjör.
I dómsniðurstöðu
Hæstaréttar segir að
„samkvæmt almennum
sönnunarreglum“ beri
launagreiðanda „að sýna
það, að hlutlægar ástæður hafí ráð-
ið launamuninum". Þessar hlutlægu
ástæður geta verið margvíslegar svo
sem lífeyrisréttindi, fæðingarorlof,
veikindaréttur, starfsreynsla. í þessu
tilviki sýndi launagreiðandi ekki
fram á að kjör og réttindi af þessu
tagi skýrðu launamuninn og því fór
sem fór. Hæstiréttur komst að þeirri
niðurstöðu að um ólögmæta mis-
munun og misrétti væri að ræða.
En hvaða lærdóm má draga af
þessu máli? Fjármálaráðherra segir
að þetta hljóti að flýta því að kjara-
samningar verði færðir út á stofn-
anir og komið á þeim launakerfis-
breytingum sem ríkisstjórnin hefur
beitt sér fýrir. Þetta er alrangt hjá
ráðherranum og vonandi misskiln-
ingur af hans hálfu því dómurinn
gengur þvert á stefnu flármálaráð-
herra.
Nauðsynlegt er í ljósi yfirlýsinga
ráðherrans að leggja áherslu á að
ekki er um það deilt hvort færa
beri launaákvarðanir inn á stofnan-
ir í ríkari mæli en verið hefur. Deil-
an snýst um það á hvaða forsendum
slíkt yrði gert. BSRB hefur lagt
kapp á að tryggja að launaákvarð-
anir séu á félagslegum forsendum.
Þess vegna hafa samtökin lagt til
að gert verði rammasamkomulag
þess efnis að um kjör verði samið
á félagslegum grunni.
Þessu hefur fjármálaráðherra
hafnað og haldið til streitu kröfu
um forstjóravald. Hann neitar að
semja við stéttarfélögin um hvaða
reglur skuli gilda um launaákvarð-
anir úti í stofnunum og hugmyndin
Ögmundur
Jónasson
er sú að endanlega
verði það á valdi for-
stjórans að ákveða
„viðbótarlaun" eða
geðþóttalaun sem svo
hafa verið nefnd ein-
mitt vegna þess að þau
byggjast á huglægu
mati en ekki hlutlægu.
Og hér liggur hund-
urinn grafinn. Sam-
kvæmt fýrmefndum
dómi er ólögmætt að
mati Hæstaréttar að
mismuna á grundvelli
huglægs mats. Launaá-
kvarðanir á slíkum for-
sendum yrðu að ná til
allra og væru því aðeins
löglegar að svo væri. Þá væri hins
vegar ekki lengur um einstaklings-
bundið geðþóttalaunakerfi að ræða
heldur kerfi sem byggðist á almenn-
um umsemjanlegum forsendum.
Með öðrum orðum geðþóttalauna-
Geðþóttalaunakerfi er í
andstöðu við landslög,
segir Ögmundur Jón-
asson. Þess vegna ber
fjármálaráðherra að
endurskoða afstöðu sína
til launakerfisbreytinga.
kerfi er í andstöðu við landslög.
Þess vegna ber fjármálaráðherra að
endurskoða afstöðu sína til launa-
kerfisbreytinga.
Höfundur er formaður BSRB.
ITALSKIR
SKÓR
VORLÍNAN
1997
38 ÞREP
LAUGAVEGI 76 - SÍMI 551 5813
Allt eru þetta konur,
segir Einar G. Ólafs-
son, sem annaðhvort
vilja ekkert gera eða
geta það ekki.
konur svo og sjálfur heilbrigðisráð-
herrann, Ingibjörg Pálmadóttir,
sem mörg loforð hefír gefið varð-
andi Arnarholt, en ekkert staðið
við. Undarleg tilviljun að allt eru
þetta konur sem annaðhvort vilja
ekkert gera eða geta það ekki. Þetta
vekur óneitanlega upp stóra spurn-
ingu. Eru þær hræddar og þá við
hvað? Kunni einhver þeirra skýr-
ingu á að ekki er búið að bæta þá
hneisu sem hér hefir átt sér stað,
ætti hún að skýra frá því.
Hvað varð um kærleikann, von-
ina og trúna, sem talað er um á
aðventunni. Allar röksemdir um að
peningar séu ekki til, gilda ekki
hér, því þetta er skólabókardæmi
um hvernig ekki á að reikna. Guð
gefi að það kvikni ljós.
Höfundur er heildsali.
^miantafumð
Fermingagjafir, glæsilegt úrval
DEMANTAHÚSIÐ
Nýju Kringlunni, sími 588 9944
( \
BIODROGA
snyrtivörur
Byrjað í
Maí ‘97
September ‘97
ÍIAWAII PACIFIC UNIVERSITY
Nám í U.S.A.
♦ ALÞJÓÐLEGT YFIRBRAGÐ: Nemcndur frá öllum 50 fylkjum Uandarikjanna og 90 öðrum löndum.
♦ EINSTAKUNGURINN f FYRIRRÚMI: Meðalfjöldi í bekk er 22
♦ AKADEMÍSK NÁMSKRA: Valið úr meira en 40 aðalnámsgreinum.
4 NÁMSKRÁÐUR: MBA, MSIS, MA
♦ HLUTASTARF: Möguleiki á launuðu hlutastarfi, einskonar starfsþjálfun í viðkomandi fagi.
HPU iimtökukröfur:
♦ Fyrir Bachelor- gráðu: „High Scool" graða, stúdentspróf eða sambærileg menntun.
♦ Fyrir Master-gráðu: Bachelor-gráða eða sambærileg frá viðurkenndum háskóla í
ýmsum greinum.
KYNNINGARFUNDUR & GLÆRUR SÝNDAR
þriðjudaginn 25. niars UJ97 kl. 19, á Hvammi á Gratiá Hótel
Reykjavík, Sigtúni 38, sími 568 9000.
Rétt val á
Ϛri menntun
í U.S.A.
VIÐTÖL
viö Stephen Wright samkvœmt pöntun, midvikudaginn 26. mars
1997frá kl 15-21 á Graná Hótel Reykjavík.
Enginn aðgangseyrir. Foreldrar og nemenáur velkomnir.
HAWAIl PACIFIC UNIVERSITY
1164 Bishop Street, Honolulu, Hawaii 96813, U.S.A.
Sími 00 1 808 544 0238. Fax 00 1 808 544 1136
E-tnaiL• admissions@hpu.edu Heimasída: http://wivw.hpii.edu