Morgunblaðið - 21.03.1997, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 21. MARZ 1997 23
LEIÐTOGAFUNDURINIM I HELSINKI
Engínn árangur
yrði af hinu góða
Fréttaskýrendumir Fjodor Lukjanov og Nils Torvalds telja að ekki
hafi gefist nægur tími til að leysa þann hnút sem stækkun NATO
og samskipti bandalagsins em komin í. Verði engin niðurstaða á
fundi Clintons og Jeltsíns í dag, gefíst tími til að finna lausn á
honum. Urður Gunnarsdóttir hitti þá að máli í Helsinki.
ópskt öryggisráð undir NATO, ekki
ósvipað öryggisráði Sameinuðu þjóð-
anna, sem Rússar eigi aðild að. Vand-
inn sé sá að fyrirhuguð stækkun
NATO geri mönnum ekki auðveldara
fyrir um að koma slíku ráði á fót.
- Hvað gera Rússar ef stækkun
NATO heldur áfram og ríki sem eiga
landamæri að Rússlandi koma til
álita sem aðildarríki?
Myndi gera út um
friðarsamstarf
„Hernaðarmátturinn er ekki næg-
ur til að hægt sé að beita honum,
svo Rússar munu láta sér nægja að
hafa i hótunum. Yrði raunin þessi
myndi það ganga af friðarsamstarfi
NATO og Rússlands dauðu og lík-
lega öðru samstarfi einnig," segir
Lúkjanov. Hann telur hins vegar nær
útilokað að svo illa fari. Jastrsj-
embskí hafi t.d. fullyrt að jafnvel
áköfustu NATO-sinnar í Brussel séu
sammála um það. „Þá hefur verið
fullyrt að telji Rússar sig ekki mæta
skilningi á Vesturlöndum muni þeir
snúa sér til Kína en slíkar fullyrðing-
ar eru út í hött. Kínverjar vita vel
hvar peningarnir og áhrifin eru, í
Bandaríkjunum. Pólitísk vinátta
stendur og fellur með því hverjir
hafa nóg fé á milli handanna," seg-
ir Lukjanov.
- Clinton hefur verið gagnrýndur
harðlega heimafyrir vegna áhersl-
unnar sem hann leggur á stækkun
NATO og menn hafa jafnvel gengið
svo langt að fullyrða að þetta séu
mestu mistök Clintons á ferlinum?
„Mistökin eru ekki aðeins Clintons
heldur einnig Rússa,“ segir Lukj-
anov og minnir á að allt fram til
ársins 1993 hafi svo virst sem sam-
skipti NATO og Rússa yrðu ekki
vandkvæðum háð. Fundurinn núna
snúist um það hvernig menn geti
reynt að bæta þessi mistök.
Órói margra Evrópuríkja, innan
og utan NATO, um að þau verði
ekki höfð með í ráðum, fer vart fram-
hjá nokkrum manni og Torvalds seg-
ir að í raun megi tala um að nokk-
urs konar Washington-Moskvu-öxull
sé að myndast. „Verði staðreyndin
sú og Bandaríkjamenn og Rússar
taki ákvarðanir sem varða til dæmis
það hvort Finnland getur gengið í
NATO, mun það vafalaust hleypa
illu blóði í Finna.“
- Eru Bandaríkin og Rússland að
endurvekja hugmyndina um tvö
stórveldi, í austri og vestri, þar sem
rödd annarra heyrist vart?
„Það tekur langan tíma að breyta
heimsmyndinni og fólk dettur auð-
veldlega í sama farið aftur, ekki síst
í Rússlandi. Orða- og hugtakanotkun
færist aftur til tíma kalda stríðsins,"
segir Lukjanov og Torvalds kveðst
telja að það sama eigi við um al-
menning á Vesturlöndum og í Rúss-
landi, að menn fari auðveldlega aft-
ur í sama farið.
- Sofa evrópskir þjóðarleiðtogar
rótt á meðan Clinton er í Helsinki
og enginn veit fyrir víst hvað hann
mun bjóða Rússum?
„Það er erfitt að segja en rétt er
að minna á að það er enginn leið-
andi og trúverðugur leiðtogi í Evr-
ópu. Þó verður að teljast líklegt að
menn horfi að nýju til fundar svokall-
aðra fimmvelda sem Frakkar stungu
upp á fyrir skömmu, Bandaríkja-
mönnum til lítillar hrifningar. Rúss-
ar voru hins vegar hrifnir af hug-
myndinni. Forystuhlutverk Banda-
ríkjanna er ótvírætt, það kom ber-
lega í ljós við lausn Bosníustríðsins,
þar sem Evrópusambandinu mis-
tókst með öllu að finna lausn, ekk-
ert gerðist fyrr en Bandaríkjamenn
tóku til sinna ráða.“
„Hvaða Helsinki-fundur?"
Þegar Torvalds og Lukjanov eru
beðnir að spá í niðurstöðu fundar-
ins, segja þeir ekki við miklu að
búast. Líklega verði tilkynnt í lok
hans að náðst hafi talsverður árang-
ur, leiðtogarnir hafi færst nær sam-
komulagi en að engin raunveruleg
niðurstaða hafí fengist. Rússar leggi
mikla áherslu á að komast í hóp
helstu iðnríkja heims en það muni
líklega ekki nást fram. Clinton muni
líklega bjóða efnahagsaðstoð en
beinir styrkir verði af skornum
skammti og lán séu ekki það sem
Rússar þurfi, þeir séu að komast í
gríðarlegan vanda vegna afborgana
af erlendum lánum. Mögulegt sé
hins vegar að einhvers konar sam-
komulag náist um fækkun hefð-
bundinna vopna. „Almenningi í
Rússlandi er því sem næst sama um
NATO og nái Jeltsín sínu ekki fram,
skiptir það ekki öllu máli. Fái hann
sínu framgengt, er það meiriháttar
sigur fyrir hann. Það sama á meira
og minna við um Clinton, þeir ieggja
ekki allt undir. Þá mun heilsa þeirra
tæpast hafa áhrif á niðurstöður
fundarins," segja Lukjanov og Tor-
valds.
- Hvernig munu menn minnast
þessa leiðtogafundar í Helsinki?
„Eftir fáein ár munu menn segja:
Hvaða Helsinki-fundur?“
BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti var hinn brattasti er hann hitti
Bill Clinton Bandaríkjaforseta í hjólastól í Helsinki í gær.
Þrjú atriði
efst á dagskrá
spurningahríð bandarískra blaða-
manna um málið.
Rösklegur Jeltsín
Koma Jeltsíns var gjörólík komu
Clintons, Rússlandsforseti gekk
rösklega niður landganginn, þjóð-
söngvar Finnlands og Rússlands
voru leiknir og báðir forsetarnir
héldu ræður. Raunar þótti Jeltsín
óvenju langorður en hann fór mörg-
um en almennum orðum um fund
sinn og Ahtisaaris um samskipti
Rússa og Finna og þakkaði móttök-
urnar. Þá sagði Jeltsín að fundur
hans og Clintons yrði án efa erfiður
og þeir yrðu að hafa í huga að
ákvarðanir þeirra snertu ekki aðeins
Rússa og Bandaríkjamenn, heldur
einnig þjóðir víða um heim. Mikil-
vægt væri að þeir héldu góðu sam-
bandi sínu. Sagði Jeltsín að enn einu
sinni léki Helsinki tóna friðarins.
Fremur óvenjulegt er að þjóðhöfð-
ingjar haldi ræður við tækifæri af
þessu tagi og minnti þetta á komu
Míkaíls Gorbatsjovs til Reykjavíkur-
fundarins árið 1986 þegar hann
flutti íslendingum stutt ávarp á
Keflavíkurflugvelli.
Kanilbeyglur en ekkert
súkkulaði
A Intercontinental bjuggu menn
sig vandlega undir komu Clintons,
starfsfólkið æfði sig í akstri hjóla-
stóla og að taka tillit til stólsins við
uppröðun í herbergjum og matsal.
Þá fékk yfirkokkur hótelsins lista
með boðum og bönnum í matseld;
ekkert súkkulaði þar sem forsetinn
hefur ofnæmi fyrir því, engar feitar
sósur, þar sem forsetanum er um-
hugað um heilsuna, en beyglur með
kanil og rúsínum, eftirlæti Clintons,
voru fluttar sérstaklega inn frá
Bandaríkjunum. Ekkert hefur hins
vegar verið gefið upp um séróskir
Jeltsíns, sem dvelur í gestahúsi Finn-
landsforseta.
Samningi líkt við vinnudeilur
Madeleine Albright, utanríksráð-
herra Bandaríkjanna átti fund með
stallsystur sinni, Töiju Halonen, við
komu þeirrar fyrrnefndu. Sagði Hal-
onen eftir fundinn að þær hefðu
drepið á fjölmörg atriði, rætt leið-
togafundinn, evrópska samvinnu,
stöðu Eystrasaltsríkjanna og sam-
skipti Bandaríkjanna og Evrópu.
Sagði Halonen vel mögulegt að við-
ræðum um Eystrasaltsríkin yrði
fram haldið en Finnar hafa látið sig
málefni þeirra miklu varða og hvatt
til þess að þeim verði veitt aðild að
NATO. Hvað varðaði leiðtogafund-
inn lét Halonen sér nægja að líkja
aðdraganda hans við samninga á
vinnumarkaði, sem hún hefði tekið
þátt í um árabil.
Mótmæli og kröfugerðir
í gær komu hópar mótmælenda
sér fyrir við blaðamannamiðstöðina
í Finnlandia-húsinu; nokkrir Finnar
sem kröfðust þess að Rússar létu
Karelíu af hendi og um fjörutíu
manna hópur litháískra háskóla-
nema, sem flutti sig síðar að hóteli
Clintons, til að leggja áherslu á þá
kröfu sína að Litháen verði í hópi
fyrstu ríkjanna sem boðin verði aðild
að Atlantshafsbandalaginu. Fullyrtu
námsmennirnir að fleiri hefðu ætlað
að koma en verið meinað að koma
til Finnlands við landamærin. Taija
Halonen, utanríkisráðherra Finna,
kvaðst í gær ekki geta staðfest þá
fullyrðingu, taldi hana þó heldur
ólíkiega.
Höfðu námsmennirnir vafið lithá-
ískum fánum um sig, sungu baráttu-
söngva og komið fyrir skilti þar sem
stóð: Eystrasaltsríkin eru ennþá
hrædd. I ávarpi til forsetans minntu
þeir á að kynslóð foreldra þeirra
hefði komið til Helsinki árið 1975
til að minna umheiminn á að Litháen
ætti heima í hópi fullvalda ríkja en
enginn hafi hlustað á raddir þeirra.
Árið 1991 hafí Litháar svo gengið
til liðs við Ráðstefnu um öryggi og
samvinnu í Evópu (RÖSE), samtökin
sem spruttu af Helsinki-sáttmálan-
um frá 1975. Nú sé unga kynslóðin
komin til Helsinki til að minna á
draum Litháa um sjálfstæði sem sé
ekki ógnað af grannanum í austri.
AF'VOPNUN, efnahagsmál og
stækkun Atlantshafsbandalagsins
(NATO) eru þau mál, sem hafa for-
gang á leiðtogafundi Bills Clintons
Bandaríkjaforseta og Borísar Jelts-
íns Rússlandsforseta í Helsinki.
Búist er við að leiðtogarnir nái ein-
hvers konar samkomulagi um tvö
fyrstu atriðin en umræðum um það
síðastnefnda verður líklega haldið
áfram á aukafundi, sem fullyrt er
að Rússar vilji að boðað verði til
áður en leiðtogafundur NATO verð-
ur haldinn í Madrid í júní en þar
verður að öllum líkindum þremur
þjóðum boðin aðild að bandalaginu.
Mikið hefur verið ijallað um and-
stöðu Rússa við stækkun NATO en
bandalagið gerir hvað það getur til
að fá Rússa til að láta af andstöð-
unni fyrir fundinn í Madrid, þar sem
Pólveijum, Ungveijum og Tékkum
verður líklega boðin aðild. Jeltsín
mun án efa reyna að nýta sér þetta
til hins ýtrasta, til að ná fram hag-
stæðum samningum fyrir Rússa og
til að sýna andstæðingum sínum
heimafyrir að hann sé enn sterkur
leiðtogi sem gefi ekkert eftir.
Clinton er í mun að sýna að
Bandaríkjamenn fari fremstir í
flokki á alþjóðavettvangi, en stækk-
un NATO er mikilvægasti þáttur
utanríkisstefnu hans á þessu kjör-
tímabili. Er honum kappsmál að ná
árangri á leiðtogafundinum nú til
að slá á gagnrýnisraddir heimafyrir,
sem telja stækkun heimskulega og
fjárfreka.
Rússar vilja fá NATO til að fall-
ast á formlegt samkomulag um
stækkun þar sem NATO skuldbind-
ur sig til að koma ekki fyrir kjarn-
orkuvopnum eða vestrænum herafla
í hinum nýju aðildarlöndum. NATO
er ófúst til að skuldbinda sig til slíkr-
ar undirritunar en hefur reynt að
sannfæra Rússa um að þetta sé
ekki ætlunin. Þá vill Jeltsín einnig
að NATO skuldbindi sig til að veita
fyrrverandi Sovétlýðveldum ekki
aðild.
Efnahagsmál
Jeltsín stokkaði upp í ríkisstjórn
sinni í vikunni og fjölgaði umbóta-
sinnutn. Er talið að þetta eigi að
styðja fullyrðingar hans um að
gagnrýni á Rússa um hægfara um-
bætur eigi ekki við rök að styðjast.
Bandarískir embættismenn segja
að þáttur Rússa í pólitískum umræð-
um á fundum sjö helstu iðnríkja
heims verði aukinn en Rússar muni
ekki verða áttunda iðnríkið í hópn-
um, þrátt fyrir kröfur þar að lútandi.
Hins vegar er búist við því að
Clinton muni þrýsta mjög á um að
Rússar gangi í Alþjóðaviðskipta-
stofnunina (WTO) og OECD, stofn-
un um efnahagslega samvinnu og
þróun, auk þess sem búist er við
að Clinton muni lofa aukinni fjár-
hagsaðstoð til að beijast gegn glæp-
um, styrkja fjármálamarkaðinn og
skjóta styrkari stoðum undir um-
bótastefnuna til að auka erlendar
fjárfestingar.
Afvopnun
Þrátt fyrir að Bandaríkin og
Rússland hafi samþykkt mikinn
vopnaniðurskurð í kjölfar falls Ber-
línarmúrsins árið 1989, dregur nú
mun hægar úr afvopnuninni en áður
auk þess sem ekki hefur náðst sam-
komulag á milli þjóðanna um fram-
haldið. Bandaríkjamenn þrýsta á um
frekari afvopnun en gerir kröfu um
að rússneska þingið staðfesti fyrst
SALT-2 afvopnunarsamkomulagið
sem undirritað var árið 1993.
Þá munu leiðtogarnir ræða breyt-
ingar á samningi Rússa og Banda-
ríkjamanna frá 1990 um fækkun í
hefðbundnum herafla í Evrópu.
Rússar segjast standa mun verr að
vígi en NATO-ríkin eftir að Varsjár-
bandalagið hvarf af sjónarsviðinu
en hlutfallið er um þrír á móti ein-
um, NATO í vil. NATO býður Rúss-
um að settar verði takmarkanir við
því hversu mikið magn vopna hvert
og eitt ríki má búa yfir til að draga
úr ótta Rússa við hernaðaruppbygg-
ingu við landamæri þeirra.
Þá vonast Bandaríkjamenn til
þess að hægt verði að leiða til lykta
gamla deilu um eldflaugavarnir, en
samningur um þær var gerður árið
1972. Af öðrum atriðum sem forset-
arnir kunna að ræða eru alþjóðlegar
tilraunir til að banna framleiðslu og
notkun jarðsprengja, og bann við
framleiðslu geislavirkra efna sem
nota megi í kjarnorkuvopn.