Morgunblaðið - 21.03.1997, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 21. MARZ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Eitt þak, eitt hús
A UMLIÐNUM öld-
um var tví- og þríbýli
algengt á stórum og
góðum jörðum til
sveita. Allar þessar
byggingar voru gjama
áfastar en í eigu
tveggja eða þriggja
einstaklinga. Þetta
voru því fyrstu ís-
lensku „raðhúsin".
Orðið hús merkti í öll-
um tilfellum veggir
með einu þaki. Nokkur
' hús vom í hveijum bæ
svo sem fjós, baðstofa,
eldhús o.s.frv. Hver sá
um viðhald sinna
eigna. Engum datt í
hug að annar bæri kostnaðinn. Þá
sáu menn utanfrá hvað var eitt hús
og hvar næsta hús tók við. Veggur
upp úr þaki er eðlilegur aðskilnaður
húsa.
Nú um sinn hafa menn byggt
samtengdar byggingar í þéttbýli.
Dómstólar tóku að skoða málin og
reyndu að ráða í hvað hús var, en
mistókst. Fyrst ruglaðist héraðs-
dómur talsvert. Svo tók Hæstiréttur
við og ruglaðist endanlega. Síðan
veit enginn hvað hús er.
„Þegar neyðin er stærst er hjálp-
in næst“ stendur þar. Einn lögspek-
ingurinn gróf upp hvemig menn
helguðu sér land á landnámstíð með
því að leiða kvígu kringum landið.
Hann greip þessa hugmynd alls
hugar feginn og samdi lög sem
Alþingi samþykkti með lófataki.
Þessi lög fjalla um fjöleignarhús og
hljóða svo: Ef þú stendur með kvígu
í taumi kálffulla og vambmikla við
horn á byggingu og
leggur af stað með
hana telst það hús í
skilningi laganna sem
þú teymir kvíguna
kringum áður en þú
kemur á sama stað aft-
ur. Bannað er með lög-
um þessum að taka
kvíguna í fangið og
bera hana inn um bak-
dyrainngang, upp stiga
og út aðaldyramegin.
Þetta er frábær skil-
greining á því hvað hús
er! Þessi frásögn er
inntak laganna um fjö-
leignarhús nr. 25/1994
sem gera ráð fyrir að
þau hús sem tengjast séu eitt hús.
Lögin kveða líka á um að allir eig-
endur skuli vera samábyrgir um
allt viðhald á ytra byrði. Verst við
þessi lög er að þegar hús eru tengd
saman í of stórar einingar og sér-
eignarrétturinn afnuminn telur
enginn sér skylt að sjá um viðhald-
ið. Við gildistöku laganna verður
væntanlega að setja önnur lög og
stofna embætti eftirlitsmanna með
útliti fjöleignarhúsa. Síðan þarf að
setja lög um eftirlitsmenn með við-
haldi fjöleignarhúsa og að lokum
þarf að setja lög um úttektarmenn
með viðhaldi fjöleignarhúsa og
koma á fót viðeigandi skráningar-
skrifstofu. Gamall þreyttur pólitík-
us getur orðið forstjóri hennar, enda
fær hann varla vinnu sem banka-
stjóri hjá einkabanka. Þetta verða
svipað mörg störf og fást í einu
álveri. Blómlegt atvinnulíf það.
Gerum nú ráð fyrir að hliðstæð
Verst við þessi lög er
að þegar hús eru tengd
saman í of stórar eining-
ar og séreignarrétturinn
afnuminn, segir Einar
Kristinsson, telur eng-
inn sér skylt að sjá um
viðhaldið.
lög verði látin gilda um gatnakerfi
Reykjavíkur. Þaðan í frá verður
aðeins ein gata í Borginni vegna
þess að núverandi götur tengjast.
Þessi gata gæti heitð Helgagata.
Gerum líka ráð fyrir að Alþingi
samþykki hliðstæð lög um mann-
fólkið. Þaðan í frá verður þétt
mannþyrping einn maður hversu
margir sem hausarnir eru. Ef regl-
an um sameiginlega ábyrgð á ytra
byrði verður líka lögfest, þegar
menn eiga í hlut, þorir enginn fram-
bjóðandi við næstu kosningar að
taka í höndina á líklegu atkvæði
nema ganga fýrst kringum atkvæð-
ið og ganga úr skugga um að föt
þess séu í boðlegu ástandi. Annars
getur handtakið kostað sitt.
Ég skil ekki almennilega af
hveiju löggjafmn steig ekki skrefið
til fulls fýrst hann var að þessu og
setti í lög að öll hús á íslandi skuli
teljast eitt hús þar sem þau eru
varanlega skeytt við land og tengj-
ast þannig gegnum landið. Þetta
eina hús væri að sjálfsögðu Ríkis-
Einar
Kristinsson
eign og öllum heimil afnot að eigin
vild. Þetta er einfalt og vel í sam-
ræmi við hugmyndir þeirra í gamla
Sovjet.
Nú vil ég spyija: Hvað er einn
maður ?
1) Búkur með einn haus?
2) Margir búkar með marga
hausa, en standa þétt saman?
Hvað er þá eitt hús?
1) Afmarkað rými undir sér-
stöku þaki og ekki innangengt und-
ir næsta þak ?
2) Samtengdir veggir undir
mörgum aðgreindum þökum ?
Hugsið ykkur, þingmenn góðir,
hvernig atkvæðum fækkar við
næstu kosningar ef möguleiki 2
verður látinn gilda um mannfólkið!
Þétt mannþyrping er eitt atkvæði.
Sá ruglingur sem nú er orðinn á
því hvað hús er stafar af því að
þeir sem tóku að sér að skilgreina
hugtakið réðu ekki yfir þekkingu
sem dugði. Sagt hefur verið að vit-
ið (þekkingin ) sé þríþætt. Bókvit,
verksvit og siðvit. Svo er að sjá að
þeir sem settu saman þessi lög (lög-
in um fjöleignarhús) hafi ekkjart
verksvit haft og takmarkað siðvit.
Ef við gerum ráð fyrir að bókvitið
hafi verið í lagi fá þeir eitt og hálft
stig af þrem mögulegum og verða
því að teljast „hálfvitar".
Orðið hús fær áður óþekkta
merkimgu í lögunum um fjöleignar-
hús, þó svo óljósa að það þarf nefnd
sérfræðinga (sbr. bókina Alitsgerðir
á árinu 1995 frá kærunefnd fjöl-
eignarhúsamála) til þess að skera
úr um það hveiju sinni hvað hús
er. Þessir erfiðleikar stafa af því
að höfundar laganna höfðu ekki
verksvit. Þeir sáu ekki með því að
horfa á byggingar hvað var hús.
Þeir sjá sennilega ekki heldur hvað
er maður. Afleiðing af þessu er svo
sú að kostnaður er færður milli
húseigenda. Það er siðlaust. Þetta
er hliðstætt því að blanda saman
fjármunum þeirra sem standa í
mannþröng. Embættismenn sem
standa fyrir slíku eru ekki einasta
gagnslausir heldur beinlínis hættu-
legir umhverfí sínu. Með heimsku-
pörum sínum skapa þeir ástæðu-
lausan kostnað, svo önnur og gagn-
legri verkefni verða að bíða.
Til að firra þjóðina svona vand-'
ræðum þarf að gera þá kröfu til
embættismanna að þeir séu sæmi-
lega starfi sínu vaxnir. Ég vil held-
ur sjá tæknimenn önnum kafna við
að fínna leiðir til að lækka bygging-
arkostnað en reikna eignaskiptayf-
irlýsingar í samræmi við fjöleignar-
húsalögin og stimpla gagnslaust
blaðarusl með tilheyrandi kostnaði.
Að sjálfsögðu á að skipta sambygg-
ingu strax í stök hús milli bruna-
gafla en það er ekki gert í lögunum
um fjöleignarhús. Þess í stað eru
fyrst mörg hús talin eitt hús og svo
er farið fram á svonefndar eigna-
skiptayfirlýsingar í þessu kraðaki
húsa. Þetta þjónar aðeins duttlung-
um fákænna embættismanna. Það
er því best að þessir sömu embættis-
menn beri allan kostnað af þessu
sjálfir. Ekkert af þessu þjónar á
nokkum hátt hagsmunum húseig-
enda.
Það er skýlaus krafa að kvígu-
skilgreiningin á húsi verði felld úr
lögunum um fjöleignarhús. Best er
að hafa einingar sem smæstar.
Brunagafl upp úr þaki skilur hús
að. Réttast er, að þeir sem tengdu
mörg hús saman í eitt beri sjálfir
allan kostnað við svonefndar eigna-
skiptayfirlýsingar. Húseigendur
hafa engan hag af þeim. Því hvet
ég húseigendur til að taka engan
þátt í kostnaði við slík plögg.
Höfundur er lektor í eðlisfræði
við Tækniskóla íslands.
Trúfrelsi og þjóðkirkja
FLESTUM ber sam-
an um að frelsi manns-
ins til að móta sér sín-
ar eigin trúarskoðanir
og iðka sínar trúarat-
hafnir einn og sér, í
félagi með öðrum eða
sleppa því alfarið, sé
hluti af grundvallar-
mannréttindum.
Sömuleiðis hryllir okk-
ur við öllum tilburðum
til skoðanamótunar af
hálfu stjórnvalda, í
hvaða formi sem slíkt
birtist. íslendingar
hafa löngum stært sig
af lýðfrelsi, elsta lög-
gjafarþingi í heimi og
stjómarskrá sem tryggir þegnunum
óskert mannréttindi.
Það hefur því komið illiega við
kaunin á okkur þegar alþjóðlegar
stofnanir hafa þurft að setja ofaní
við íslensk stjórnvöld vegna fram-
ferðis gagnvart einstaklingum sem
varla getur kallast neitt annað en
mannréttindabrot. Er tilvist þjóð-
kirkju kannski einn af þessum blett-
um á fyrirmyndarríkinu?
Trúfrelsi á íslandi
er óneitanlega háð
annmörkum. í bók
George Orwells, Ani-
mal Farm, er sneitt að
einræðisstjórnum sem
búa ranglætinu fagra
umgjörð í „stjórnar-
skrá“. Reglan um að
öll dýrin skuli vera
jöfn, en sum jafnari en
önnur, þótti lýsa ger-
ræðislegu stjórnarfari
Ráðstjómarríkjanna á
sérstaklega kaldhæð-
inn hátt. Flísin í því
auga fór vart fram hjá
neinum. Bjálkinn í okk-
ar eigin auga er þó sá,
að stjórnarskrá lýðveldisins íslands
er sama marki brennd og reglurnar
á húsgaflinum í bók Orwells.
Trúfrelsisákvæði stjómarskrár-
innar kveður á um óskoraðan rétt
manna til hverra þeirra trúarbragða
sem þeir kjósa, - en hin evangel-
íska lúterska kirkja skuli vera þjóð-
kirkja og hana beri ríkisvaldinu að
styðja og vernda. Það er sem sé
gerður greinarmunur á trúfrelsi og
Árni
Árnason
FLÍSASKERAR
OG FLÍSASAGIR
í : Tú •• i' i. jji f >;
k íH'
Stórhöfða 17, við Guliinbrú,
sfmi 567 4844
UNGBARNASUNDFÖT
Sængurgjafir - fyrirburaföt
- rósir á skírnarkjóla
Skólagerði 5,
Kópavogi,
sími 554 2718.
Opið kl. 13-18.
aO°?° BLUNDUGLUGGAl
Breidd 120 cm til 150
Z-BRAUTIR OG GLUGGATJÖLD,
FAXAFENI 14, SÍMI 533 5333.
trúaijafnrétti. Sumir eru óneitan-
lega jafnari en aðrir.
Önnur ákvæði era í reynd þver-
brotin. Óheimilt er skv. stjórnarskrá
að gera manni að greiða persónuleg
gjöld til annarrar guðsdýrkunar en
þeirrar, sem hann sjálfur aðhyllist.
Þjóðkirkjunni er haldið uppi með
stórkostlegum útgjöldum úr sam-
eiginlegum sjóðum landsmanna,
sjóðum sem allir eru skyldaðir til
að greiða í með beinum og óbeinum
sköttum, og þó leiðin úr vasa trú-
leysingjans í launaumslag prestsins
sé orðin löng og flókin, er hún í
raun ekkert annað en peninga-
þvætti fyrir fjárrnunatilfærslu sem
bönnuð er í stjórnarskránni.
Stuðningur og vernd stjórnvalda
gagnvart þjóðkirkjunni eru komin
svo út yfir allan þjófabálk að þjóð-
kirkjan er orðin fjárhagsleg afæta,
og ekki minnkar sú hít. Endalaust
er seilst í vasa skattborgaranna,
trúlausra sem annarra, þegar
koma þarf rifrildisseggjum úr landi
til að stilla til friðar innan þjóð-
kirkjunnar.
Raunverulegt trúfrelsi verður
ekki til á íslandi fyrr en ríkisvaldið
hættir öllum afskiptum af trúmál-
um. Trúfrelsi er aðeins orð á blaði
án trúarlegs jafnréttis. Kristin trú
var lögtekin (takið eftir trú-lögtek-
in) árið 1000 á Þingvöllum, það er
því vel við hæfi að á þeim tímamót-
um sem framundan era árið 2000
verði þjóðkirkjan lögð niður sem
slík og þjóðinni fært raunverulegt
trúfrelsi.
Trú og ríkisvald
eiga enga samleið
Þó að saga ríkisvalds og kirkju
hafi verið samofin um aldir, til góðs
eða ills eftir aðstæðum, fer fjarri
því að það sé eitthvert lögmál að
svo skuli það vera um alla eilífð.
Tímarnir breytast og vonandi
mennirnir með. Fyrr á öldum voru
prestlærðir menn í hópi fárra sem
einhveija menntun höfðu, þeir voru
yfirstétt sem gat í krafti stöðu sinn-
ar og trúarbókstafsins sett sig yfir
almúgann, stjórnað landinu ljóst og
leynt, sett þjóðinni kosti langt út
fyrir svið trúarbragðanna. Klerka-
veldið hefur alla tíð síðan haft rík
ítök í landsstjórninni og það er ekki
fyrr en á allra síðustu áram að laga-
setning eins og til dæmis um at-
vinnustarfsemi á helgidögum hefur
fengið eðlilega meðferð í höndum
Alþingis. Grundvallaratriðum fæst
hins vegar ekki breytt, áfram skal
ríkið reka þjóðkirkju. Klerkaveldið
Rök hníga að því að slíta
tengsl ríkis og kirkju,
segir Arni Arnason, og
spara skattgreiðendum
verulega fjármuni.
má sín greinilega enn nokkurs. Það
gengur seint að naga í hefðirnar
þó að meirihluta þjóðarinnar fínnist
þær býsna hjákátlegar.
Trú manna er svo persónulegur
hlutur að það er algerlega óveij-
andi að ríkisvald sé með nokkra
móti viðriðið trúariðkun. Það kann
að hafa þótt tilhlýðilegt fyrr á öld-
um að svokallað geistlegt vald og
veraldlegt væri þétt samofið, en í
dag eru allt önnur viðhorf uppi.
Þjóðkirkjan kann að hafa verið barn
síns tíma, og þótt eðlilegur hluti
tilverunnar, þegar til hennar var
stofnað. Það breytir ekki því að
lúsin, sullaveikin og SÍS þóttu líka
í eina tíð óijúfanlega samofín ís-
lensku þjóðlífi, þó að nú séum við
blessunarlega laus við þetta allt
saman.
Sá tími er óneitanlega runninn
upp að endurskoðun á málefnum
þjóðkirkjunnar er orðin nauðsynleg.
Skoðanakannanir sýna tvímæla-
lausan stuðning við aðskilnað ríkis
og kirkju, og ég hygg að ástæðan
sé fremur stjórnmálalegs eðlis en
að fólk gangi af trúnni í stóram
stíl. Hin evangelíska lúterska kirkja
mun eflaust eitthvað áfram verða
stærsta trúfélag á íslandi, og mun
henni eflaust farnast bara þokka-
lega þótt hún standi á eigin fótum
og dragi til sín safnaðarmeðlimi á
eigin forsendum en ekki með ríkis-
studdri sjálfvirkni.
Þegar prestar þjóðkirkjunnar
geta ekki lengur gengið í bekki í
skólum og sagt, „Nú eigið þið að
fermast í vor“, kemst svo kannski
á hið raunverulega trúaijafnrétti
þar sem sjóðir landsmanna verða
ekki látnir standa undir iðkun einna
trúabragða. Að sjálfsögðu verður
að gera þá kröfu til stjórnvalda að
þegar útgjöldin til kirkjunnar
hverfa, lækki skattarnir svo að fólk
geti valið að styrkja þau tráarbrögð
sem það sjálft kýs.
Aðskilnaður ríkis og kirkju er
ekkert einfalt mál, sem hægt er að
afgreiða með einu pennastriki. Það
þarf að breyta stjórnarskránni, og
íslenska lagasafnið er meira og
minna útbíað í klausum sem snerta
kirkju, presta og helgihald. Ýmsum
samningum þarf að rifta og semja
upp á nýtt, og er eðlilegt að allt
taki þetta nokkurn tíma og aðlögun
í áföngum. Það er ljóst að fullkom-
inn aðskilnaður landsstjórnar og
trúarbragða verður ekki veruleiki í
tíð margra þeirra sem nú lifa. En
allar ferðir hefjast jú á einu skrefi
og þetta skref verður að stíga strax,
og hefja markvissan undirbúning,
svo að málið komist á einhvern rek-
spöl. Þó málið sé stórt, er það ekki
síður brýnt, og má ekki vaxa svo
i augum manna að taka á því að
ekkert sé aðhafst.
Það sýnir vel hversu gersamlega
stjórnmálamenn eru úr tengslum
við vilja þjóðarinnar, að nú er uppi
frumvarp um að ríkið taki meira
og minna verðlausar kirkjujarðir
upp í launagreiðslur presta um
ókomna tíð. Meðan öll rök hníga
að því að slíta beri tengsl ríkis og
kirkju, og koma landsstjórninni
undan fjárútlátum, er verið að gera
nýja samninga og skuldbinda skatt-
greiðendur enn lengra inn í framtíð-
ina.
Það þýðir ekketf að reyna að
segja okkur að þessir samningar
séu ríkinu hagstæðir, því prestarnir
eru hæstánægðir, kirkjuþing segir
hallelúja, og þarmeð vitum við að
þetta eru vond býtti.
Höfundur er vélstjóri.