Morgunblaðið - 21.03.1997, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 21.03.1997, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MARZ 1997 9 Framkvæmdaráð Kvennalistans Vill starfshóp flokka um virka þátt- töku kvenna Framkvæmdaráð Kvennalistans hefur farið þess á leit við Alþýðu- bandalag, Alýðuflokk og Þjóðvaka að flokkarnir tilnefni tvo fulltrúa hver í starfshóp, sem ræði það sér- staklega hvernig tryggja megi virka þátttöku kvenna í hugsanlegu fram- tíðarsamstarfi stjórnarandstöðu- flokkanna. Kristín Halldórsdóttir alþingis- kona Samtaka um Kvennalista segir að tilefni þessa erindis sé það að kvennalistakonum þyki að þau mál sem þær bera fyrir bijósti hafi ekki verið mikið inni í þeirri umræðu og þeirri geijun sem fram hefur farið um samstarf félagshyggjuflokkanna í stjórnmálum en þær hafa tekið þátt í þeim viðræðum. „Þetta bréf er tilraun til að fá þau mál rædd sérstaklega og við viljum ganga úr skugga um áhuga þeirra flokka sem við höfum verið að spjalla við á þessu sérstaka efni,“ sagði Kristín. Hún sagði að vinstri flokk- arnir hefðu af einhveijum ástæðum sýnt því áhuga að Kvennalistinn tæki þátt í viðræðum um aukið sam- starf flokkanna og þær hefðu tekið þátt í viðræðum og lagt áherslu á að loka ekki leiðum. „Aukið samstarf stjórnarandstöðu- flokkanna hefur mikið verið rætt að undanförnu. Kvennalistinn hefur komið að þeirri umræðu með ýmsum hætti enda höfum við alltaf viljað vega og meta hvaða leiðir geta skilað kvennabaráttunni fram á veginn," segir m.a. í bréfi frá Sig-rúnu Erlu Egilsdóttur, framkvæmdastýru Sam- taka um kvennalista, þar sem óskað er tilnefningar flokkanna þriggja í starfshóp um málið. FRÉTTIR Vagnstjórar SVR leita fyrir sér í Noregi VAGNSTJÓRI hjá Strætisvögnum Reykjavíkur hefur ráðið sig til vinnu í Noregi og fleiri eru á leiðinni þang- að, að sögn Sigurbjörns Halldórs- sonar trúnaðarmanns. Laun vagn- stjóra í Noregi fyrir 37 stunda vinnuviku að frádregnum opinber- um gjöldum eru 130-140 þúsund krónur ísl. en eftir 18 ára starfsald- ur hjá SVR eru launin að frádregn- um sköttum 85 þúsund krónur fyr- ir 40 stunda vinnuviku. „Við erum í launabaráttu eins og allir aðrir,“ sagði Sigurbjörn. „Það er farinn maður út til Ósló að vinna þar og fleiri eru á leiðinni en ég veit um eina fimm sem eru að fara. Það virðist vera næg vinna í Noregi fyrir bílstjóra eða eins og einn bílstjóri lýsti því þegar hann sagðist vera búinn að gefast upp á að fá kjarabætur á íslandi og hefði ákveðið að hækka launin sín með því að flytja til útlanda." Verulegur munur Sigurbjörn sagði verulegan mun vera á launum bílstjóranna hér og í Noregi. í Noregi væru mánaðar- launin um 200 þús. ísl. fyrir 37 stunda vinnuviku eða um 130-140 þús. að frádregnum opinberum gjöldum. „Hér fá menn 77 þúsund krónur í hæsta þrepi eftir 18 ár fyrir 40 stunda vinnuviku en með vaktaálagi og að frádregnum skött- um er útborgunin 85 þúsund krón- ur,“ sagði hann. „Það er eðlilegt að yngri menn freistist til að skell? sér til Noregs. Þar er líka létiari vinna og mun minna álag miðað við álagið á okkur hér. Það er að koma verulegt los á menn núna. Þeir eru búnir að gefast upp og eru að fara.“ Meira álag Nýja leiðakerfið skapaði mun meira álag hjá bílstjórunum miðað við gamla kerfið og var álagið þó mikið þar að mati Sigurbjörns. Sagði hann nýja kerfið byggjast upp á bið eftir næstu vögnum en þá pressa ósáttir farþegar á sem verða að bíða í allt að 8 mín. eftir vögnum í Ártúni eða Mjódd. Pottar í Gullnámunni 13.-19. mars 1997: Silfurpottar: Dags. Staður Upphæð kr. 13. mars Háspenna, Laugavegi............... 168.958 13. mars Háspenna, Hafnarstræti............ 102.618 14. mars Café Royale, Hafnarfirði.......... 249.372 15. mars Kringlukráin...................... 64.341 15. mars Ölver.............................. 55.346 15. mars Rauða Ijónið...................... 108.171 15. mars Háspenna, Laugavegi................ 81.794 17. mars Feiti dvergurinn................... 92.736 17. mars Gulliver........................... 51.225 17. mars Rauða Ijónið...................... 220.165 ^ 18. mars Ölver............................. 151.104 | LL_ 19. mars Mónakó............................ 195.984 | >■ Staða Gulipottsins 20. mars kl. 8.00 var 4.200.000 kr. Silfurpottarnir byrja alltaf í 50.000 kr. og Gullpottarnir í 2.000.000 kr. og hækka síðan jafnt og þétt þar til þeir detta. BALLY Nýjar sendingar af dömu og herraskóm SKÓUERSLUN W KOPAUOGS HAMRABORG 3, SÍMI 554 1754. ^Ti^ferminga-^^ækifterisgja^^ 1 !1 . _ .1 C / . . Qonrli im í nóctbmfi i Glæsilegt úrval af nátt- fatnaði og sloppum fyrir dömur á öllum aldri. Sendum í póstkröfu. [ullbrá Nóatúni 17, sími 562 4717. TILBOÐ 25% afsCáttur afguíC- og s iCfurítrinfjj urn. Full búb af fallegum vorvörum Fallegir litir - þægileg snib P.S. Spennandi ENGtABÖRNÍN páskatilbob Bankastræti 10, s. 552 2201 VILTU SÝNAST NÚMERI GRENNRI YFIR MJAÐMIR? TÖFRAUNDIRPILSIN KOMIN. VERÐ KR. 2.900. TESS v neö neöst viö Dunhaga, sími 562 2230 Opið virka daga kl. 9-18, ~ laugardaga kl. 10-14. ____MaxMara_____________ Vor- og sumarfatnaðurinn frá MaxMara og MARjNA RINALDI er kominn. Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, s. 562 2862 Fyrir konur sem vilja klœðast vel Ný sending af fallegum vor- og sumarvörum. Fyrir mömmur og ömmur fermingarbarna. Dragtir - samstceöur - blúndu- jakkar - toppar o.fl. o.fl. k\>enfataverslun Hverfisgötu 108, sími 551-2509 Man
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.