Morgunblaðið - 21.03.1997, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.03.1997, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 21. MARZ 1997 MORGU NBLAÐIÐ LISTIR Ognþrungnir fyrirboðar Morgunblaðið/ Ásdís VERK eftir Jón Axel Björnsson MYNPLIST Listasafn Kópavogs — Gcrðarsafn MÁLVERK Eyjólfur Einarsson/Jón Axel Björnsson. Opið alla daga (nema mánud.) kl. 12-18 tíl 31. mars; að- gangur kr. 200; sýningarskrá E.E. kr. 200. ÞAÐ ER einn helsti kostur stærri sýningarstaða að þar er hægt að nálgast samtímis mynd- list frá hendi margra listamanna. í einni ferð geta listunnendur kynnst fjölbreyttum vinnubrögð- um og verkum sem nýta sér möguleika ólíkra miðla, sem þeir þyrftu að öðrum kosti að leita eftir á mörgum aðskildum stöð- um. Listasafn Kópavogs - Gerðar- safn - býður upp á þessa mögu- leika í tveimur skemmtilegum sölum á efri hæð og sýningarsal á jarðhæð, sem einnig hefur ýmsa kosti til að bera. Þama standa nú yfir þrjár einkasýningar ólíkra listamanna, sem eiga það allir sameiginlegt að bera fram ásækna og vandaða myndsýn, sem gestir geta notið í verðugu umhverfi. Eyjólfur Einarsson Eftir að Eyjólfur Einarsson hélt sína fyrstu einkasýningu rétt rúmlega tvítugur hefur hann ver- ið virkur þátttakandi á íslenskum myndlistarvettvangi í rúmlega þijá og hálfan áratug. Myndheim- ar hans hafa ávallt verið sérstak- ir og kunnuglegir í senn, og bor- ið með sér ákveðið andrúmsloft spennu sem listunnendur hafa kunnað meta. Hér sýnir Eyjólfur þrettán olíu- málverk og fjögur steinprent, þar sem hann byggir sem oft áður á hlutveruleikanum til að skapa annarlegan, mannlausan mynd- heim, sem helst má kenna við ógnþrunga veröld ýmissa fýrir- boða sem áhorfendur fá að glíma við. Vönduð vinnubrögðin og hið dimma yfirbragð myndsviðsins gera að verkum að ímyndin verð- ur ef til vill ekki ósvipuð því sem Giorgio de Chirico var að glíma við á öðrum áratug aldarinnar með sínum mannlausu torgum og löngu skuggum; sú tilvísun í ókunna heima undirmeðvitundar- innar sem hreif súrrealistana svo mjög í verkum de Chirico er vissu- lega einnig til staðar í verkum Eyjólfs. Þetta kemur fram með ýmsum hætti í þeim verkum sem fylla þessa sýningu. „Fljúgandi Hol- lendingurinn" (nr. 2) er ekki lengur veðrað stórskip drauga- sögunnar, heldur birtist sem ógnvænlegur pappírsbátur út úr myrkrinu; málverkið „Þar sigla svörtu skipin“ (nr. 4) sýnir ekki risaskip kljúfa öldurnar, heldur koma aðeins rauðir kilir þeirra niður úr skýjunum; „Goðsögnin“ (nr. 8) - annað risaskip - er að hverfa fyrir horn eilífðarinnar um leið og það sekkur á vit djúps- ins. Maðurinn er víða viðfangsefn- ið í málverkum Eyjólfs - þrátt fyrir fjarveru sína. I myndum eins og „Dúkkuhús“ (nr. 3), „í lok Útópíu“ (nr. 7) og „Flóttinn“ (nr. 10) hefur einstaklingurinn losnað frá örlögum sínum, slitið sig lausan, er horfínn á braut - honum verður ekki lengur stjórn- að sem strengjabrúðu. Hvert hann hefur farið er ekki gefið í skyn, né hvort honum mun farn- ast betur þar; litaspjaldið er ekki góður fyrirboði en engu að síður skal láta á það reyna. Eyjólfur er vandvirkur í allri sinni myndgerð og öll uppbygg- ing lita, forma og hlutfalla er hér afar hnitmiðuð. Það er ávallt fengur að vel unnu listaverki, þar sem myndefnið hefur einnig til að bera eitthvað það sem kann að hreyfa við gestinum; svo er vissulega hér. Jón Axel Björnsson Það er skammt stórra högga á milli hjá listmálaranum Jóni Axel Björnssyni. Á síðasta ári hélt hann stóra sýningu á verkum sín- um í Gallerí Borg, og nú hefur hann fyllt austursal Listasafns Kópavogs með fimm risastórum málverkum, sem öll eru unnin á þessu ári. Í örstuttum inngangi í sýn- ingarskrá vísar Börkur Gunnars- son til þess að í heimspekinni - og væntanlega í listinni líka - sé maðurinn upptekinn af eilífri leit að tilgangi tilverunnar og skýringu á í hveiju hún felist. Þessi leit endurspeglast í mál- verkunum, sem eru unnin með kolum og olíu á striga með svip- uðum hætti og Jón Axel hefur lengi tamið sér. Stærðin gefur þeim hins vegar mjög aukið vægi, sem helst má telja að eigi mestan þátt í að leiða áhorfandann að þeirri niðurstöðu, að leitin sé von- lítil - maðurinn sé öðru fremur leiksoppur afla sem móta hann, einangra eða kasta til án þess að hann fái þar nokkru um ráðið, fremur en steinvala í umróti fjör- unnar. Þessa nöturlegu ályktun er auðvelt að heimfæra upp á stærstu málverkin hér, sem virka sem eins konar þrískiptar altari- stöflur; í miðju er einangrað myndsvið mannsins, en til sitt hvorrar handar eru svört tjöld eða veggir sem þrengja að þrátt fyrir allt rýmið. I öðrum verkum eru mannverurnar líkt og týndar í draumheimi, þar sem þær fljóta áfram án þess að hafa nokkur áhrif á umhverfi sitt. Það er tómleiki og einsemd í flestum málverkunum, hvort sem rétt er að tengja hann söknuði eða illum fyrirboðum. Menn og konur eru hvergi saman í fleti, en tengjast þó úr sitt hvoru horni flatarins í einni myndinni, svo segja má að þar rofi örlítið til í þeim myrkviðum, sem fylla sal- inn að öðru leyti. Og þar sem þetta verk er talið síðast má segja að hér sé að finna nokkra von í lokin. Hér getur að líta persónulega og sérstæða listsköpun, eins og vænta mátti frá hendi þessa vandvirka listamanns. Listasafn Kópavogs státar að öllu samanlögðu af hinum ágæt- ustu sýningum þessa dagana, og því er rétt að hvetja sem flesta til að líta inn á meðan tækifæri gefst. Eiríkur Þorláksson íslensk fegurð að eilífu í Osló í BIÐHERBERGI fegurðarinnar er yfirskrift heilsíðu- greinar í norska blaðinu Aftenpost- en um sýningu ís- lensku listakon- unnar Önnu Líndal í RAM-galleríinu í Ósló. Á sýningunni eru myndir af ýms- um fegrunarað- gerðum sem Anna framkvæmir til þess að verða lag- legri og kallast sýningin „Beauty Forever" (Fegurð að eilífu). Yrkisefni sín hefur Anna hingað til sótt m.a. í eld- húsið, hvort heldur er búrið eða postul- ínsskápinn en nú beinir hún sjónum að líkamanum sjálfum. Hár og augnabrúnir eru lituð, húðin hreins- uð og óæskileg lík- amshár fjarlægð áður en listakonan klæðir sig upp, málar og punt- ar.„Við gerum svo margt án þess að leiða hugann að því hversvegna. Mér finnst spennandi að verða meðvituð um þessi smá- atriði, að kanna hvort þau hafi tilgang í sjálfu sér,“ segir Anna. Hún tekur fram að með verkinu sé hún ekki að setja sig í dómara- sæti yfir fegurðarímynd nútím- ans. Þegar hún sé hins vegar skoðuð jafnnákvæmlega og hún geri, virðist þessi ímynd fáránleg, fegurðin sé að svo mörgu leyti orðin mælanleg. Hugmyndina segist hún hafa fengið er hún komst í kynni við kvennablaðið Cosmopolitian á síð- asta ári en þar var m.a. grein um hvemig konur gætu„prófað að- dráttaraflið", með því að fylla út spurningalista. Það varð til þess að opna augu Önnu fyrir vanga- veltum um í hveiju fegurð væri fólgin. tfdspiCBitpn, oaH&árta n#ia**rmá£iO' Þróun þjóðkirkjunnar BÆKUR Kirkjumál SAGA KIRKJURÁÐS OG KIRKJUÞINGS Eftin Magnús Guðjónsson. Útgef- andi: Skálholtsútgáfan. Stærð: 240 blaðsíður, innbundin. Viðmiðunar- verð: 2.000 kr. HÖFUNDUR Sögu kirkjuráðs og kirkjuþings, sr. Magnús Guð- jónsson, er fyrrverandi sóknar- prestur m.a. á Eyrabakka. Hann hefur verið biskupsritari um margra ára skeið, ritari kirkjuráðs frá 1977 til 1991 og séð að mestu um útgáfu fundargerða kirkju- þings, Gerða kirkjuþings, frá 1982. Fáir hafa fylgst jafnvel með þróun mála þessara æðstu stofnana ís- lensku þjóðkirkjunnar á seinni árum en hann. Hann er því vel til þess fallinn að rita bók sem þessa. í inngangi bókarinnar segir að markmiðið með ritun hennar sé að „gera eins og kostur er grein fyrir þeirri þróun, sem kirkjan hef- ur gengið í gegnum — aðallega frá miðri 19. öld — og tengja þannig þátíð, nútíð og framtíð" (bls. 9-10). Höfundur aflaði fanga í fundagerð- um kirkjuráðs og kirkjuþings, mörgum kirkjulegum blöðum og tímaritum og víðar. Einnig er gerð grein fyrir uppbyggingu bókarinn- ar og helstu heimildum. Bókin skiptist í fimm aðalhluta. Fyrsti hluti Fyrsti hlutinn er um aðdraganda að lýðræðisþróun íslensku þjóð- kirkjunnar. Fjallað um stöðu kirkjunnar í landinu og sambands hennar við hið veraldlega vald, m.a. helstu lög er varða kirkjuna, fjárhagsgrund- völl hennar, þróun biskupsembætt- isins, tilkomu prestastefnu og til- gang hennar, aðdraganda að stofn- un kirkjuþings og að- draganda og stofnun kirkjuráðs 1931. Þessi hluti bókarinnar spannar tímabilið frá kristnitöku til stofnun- ar kirkjuráðs 1931. Annar og þriðji hluti Annar hluti er um kirkjuráð 1932-1957. Hér er getið helstu mála ráðsins, t.d. um aðsetur biskupsemb- ættisins, eigna- og íjármál kirkjunnar og um aðdraganda að stofnun kirkjuþings. Þriðji hluti: Kirkjuþing og kirkjuráð 1957-1992. Þróun verksviðs og valds kirkjuþings er rakin og viðskipti þess og yfirstjórnar kirkjunnar við Alþingi og ríkisstjórn. Einnig er gerð grein fyrir samstarfi kirkju- þings og kirkjuráðs. Gerð er grein fyrir nokkrum helstu málum þess- ara æðstu stofnana þjóðkirkjunn- ar. Þar er helst að geta um aðset- ur kirkjustjórnarinnar og sameig- inlegra stofnana hennar, endur- reisn Skálholts sem kirkjumið- stöðvar, eflingu blaða- og bókaút- gáfu, vinnu við endurskipulagn- ingu kirkjunnar, sérstaklega starfs starfsháttanefndar, og laga sem til urðu í kjölfarið, eigna- og fjármál og stofnun kristnisjóðs. Reynt er að sýna fram á hvernig starf þjóðkirkjunnar hefur styrkst með tilkomu kirkjuráðs og kirkju- þings og þeirra stofnana sem sett- ar hafa verið á stofn fyrir tilverkn- að þeirra. Fjórði og fimmti hluti Fjórði hlutinn er um ýmis mál kirkjuþings. Hér er getið nokkurra mála af ýmsum toga. Sem dæmi má nefna umfjöllun um helgi- dagalöggjöfina, vímu- efni, myndbönd og tölvuleiki, aðstoð við þróunarlönd, samband ríkis og kirkju, kristni- fræðikennslu í skólum og fræðslumál, eyðni, fjármál heimilanna o.m.fl. Fimmti hluti: Kirkj- uráðs- og kirkjuþings- menn. Þessi hluti hefur að geyma skrár yfir alla kirkjuráðsmenn frá 1932 til 1994 og kirlq'uþingsmenn frá 1958 til 1992. Saga kirkjuráðs og kirkjuþings gefur gott yfirlit yfir þróun ís- lensku þjóðkirkjunnar undanfarna áratugi, sérstaklega hvað varðar skipulag stjómar hennar. Hér eru upplýsingar samankomnar úr mörgum kirkjulegum heimildum sem ekki eru allar aðgengilegar almenningi. Það var löngu tíma- bært að bók sem þessi liti dagsins ljós. Það er mikill fengur að henni. Hún mun nýtast vel öllum sem áhuga hafa á sögu og málefnum hinnar íslensku þjóðkirkju. Heim- ildaskráin í lok bókarinnar auð- veldar fólki enn frekari rannsókn- ir. Hún hefði þó mátt vera lengri. Fráhrindandi titill Titill bókarinnar er fráhrindandi og gefur neikvæða hugmynd um innihald þessarar ágætu bókar. Hún er fallega innbundin. Nokkrar svart-hvítar myndir prýða hana. Biskupinn yfir Islandi, herra Ólaf- ur Skúlason, ritar formála. Bókin er tileinkuð minningu sr. Jóns Ein- arssonar, prófasts í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, og sr. Þórhalls Höskuldssonar, sóknarprests á Akureyri. Kjartan Jónsson. Magnús Guðjónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.