Morgunblaðið - 21.03.1997, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.03.1997, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 21. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Olíufélagið hf. stendur í miklum framkvæmdum Þjónustumiðstöð reist á Ártúnshöfða Komur erlendra ferðamanna til landsins frá 1987 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 Erlendir ferðamenn í janúar-febrúar 1997 Fjöldi % Breyt. frá fyrra ári I.Bandaríkin 3.306 23,6 ■5,2% 2. Bretland 2.089 14,9 53,9% 3. Danmörk 1.703 12,2 ■27,4% 4.Noregur 1.319 9,5 24,0% S.Svíþjóð 1.164 8,3-29,3% ilfiMlgt 7,0 ■35,3% 7. Holland 655 4,7 20,8% 8. Finnland 263 1,9 19,5% 9. Frakkland 258 1,8 ■28,9% lO.Sviss 89 0,6 0% Önnur 2.171 15,5 35,3% Samtals 13.999 100,0 ■1,1% Ferðamönnum fækkar LÍTILSHÁTTAR samdráttur varð á fjölda erlendra ferðamanna sem komu til landsins fyrstu tvo mánuði ársins, samkvæmt yfírliti frá Utlend- ingaeftirlitinu. Þannig komu hingað um 14 þúsund erlendir gestir eða um 1% færri en á sama tímabili 1996. Eins og sést á meðfylgjandi töflu er þróunin þó ákaflega misjöfn hvað snertir þjóðemi þeirra sem hingað komu og vekur athygli um helmings aukning gesta frá Bretlandi, en umtaisverð fækkun frá mörgum öðr- um Evrópuríkjum. OLIUFELAGIÐ hf. hefur ákveðið að endurbyggja nú í haust bensín- stöð félagsins á Ártúnshöfða og reisa þar þjónustumiðstöð með veitinga- aðstöðu. Félagið keypti nýverið Nesti hf. í þessu skyni sem hafði um langt skeið rekið veitingasölu á Ártúnshöfða og fleiri stöðum á höf- uðborgarsvæðinu í tengslum við bensínstöðvar. Þetta var m.a. til umræðu á aðal- fundi Olíufélagsins sem haldinn var í gær. Geir Magnússon forstjóri sagði í ræðu sinni að félagið hefði haft forgöngu um að auka vöruúrval á bensínstöðvum, en kosið að kalla þær stöðvar sem hefðu verið endur- skipulagðar Hraðbúðir ESSO. Hrað- búðirnar væru nú níu talsins, sex í Reykjavík og þijár utan Reykjavík- ur. Ráðgert væri að fjölga þeim enn frekar á næstunni og í því skyni hefði Nesti verið keypt á dögunum. Þá kom fram að félagið stóð í töluverðum framkvæmdum á síðasta ári á bensínstöðvum sínum. Stærsta framkvæmdin var á Egilsstöðum, þar sem byggt var við bensínstöð og verslunarrými stækkað til muna. Þá var byggð ný bensínstöð á Pat- reksfirði ásamt veitingaaðstöðu. Af öðrum framkvæmdum má nefna að félagið réðist í verulegar breytingar á skipulagi og innréttingum í aðal- stöðvum sínum á Suðurlandsbraut og er áætlað að þeim Ijúki á þesu ári. Hlutabréf keyptfyrir 287 milljónir Sömuleiðis fjárfesti félagið í ýms- um fyrirtækjum tengdum sjávarút- vegi á árinu, en seldi hluti í öðrum. Námu fjárfestingar í eignarhlutum í öðrum félögum 287 miiljónum, en seldir voru eignarhlutar fyrir 136 milljónir. Af fjárfestingum bar hæst samruni fjögurrafyrirtækja í útgerð og fiskvinnslu í ísafjarðarbæ undir nafni Básafells hf. og síðar kaup Básafells hf. á Norðurtanganum hf. á ísafirði. Síðar rann Kambur hf. á Flateyri saman við Básafell. Er Olíu- félagið stærsti hluthafinn í þessari samsteypu með 35,4% hlutafjárins. Bókfært verð hlutabréfa í eigu félagsins sem skráð eru á hluta- bréfamarkaði nam samtals 1.935 milljónum í árslok 1996, en mark- aðsverð þeirra á sama tíma var 3.443 milljónir. Þá má nefna að félagið á 13,37% hlut í Vátryggingafélagi ís- lands hf. sem ekki er á hlutabréfa- markaði. Miðað við kaupverð Lands- bankans á 50% hlut Eignarhaldsfé- lag Brunabótafélags íslands nemur verðmæti bréfanna rösklega 900 milljónum króna, en bókfært verð þeirra er 132 milljónir í árslok 1996. Eins og fram hefur komið nam hagnaður Olíufélagsins á síðasta ári 295 milljónum króna og óx um 12% frá árinu 1995. Þetta svarar til 7,7% ávöxtunar eigin fjár á árinu 1996 á móti 7,4% árið á undan. Gert er ráð fyrir að afkoman verði betri á árinu 1997 þegar áhrif af starfsemi Olíu- dreifingar til lækkunar á dreifingar- kostnaði skila sér betur en á árinu á undan. Á aðalfundinum var samþykkt að greiða hluthöfum 10% arð af hlutafé og að gefin verði út jöfnunarhluta- bréf sem nema 15% af hlutafé. Stjórn félagsins var endurkjörin. Stjórnarformaður Olís á aðalfundi félagsins í gær Gera verður þá kröfu aðjafnræði gildi GISLI Baldur Garðarsson, formaður stjórnar Olíuverslunar íslands hf., sagði á aðalfundi félagsins sem hald- inn var í gær, að hluthafar Olís, sem nú hefðu orðið að Iúta úrskurði sam- keppnisyfirvaida um að tveir af þeim stjórnarmönnum sem Oiíufélagið hf. hefði tilnefnt í stjórn OIís skuli víkja úr stjórninni, hlytu að gera þá kröfu að í þessum efnum gilti jafnræði og miðað verði við hlutlægar reglur sem verði öllum birtar til eftirbreytni. Þær reglur verði látnar gilda um alla í þjóðfélaginu, líka þá sem fyrir daga Samkeppnisstofnunar mynd- uðu hringi fyrirtækja sem í dag séu ráðandi í íslensku viðskiptalífi. „Verði það gert veit ég að for- ráðamenn Olíufélagsins hf. munu una vel þessari ákvörðun sam- keppnisyfirvalda. Þeir hafa marg lýst því yfir að þeir hafi ekki í huga að hafa áhrif á stjórn Olís nema til þess að efla hagsæld og sjálfstæði þess félags, og sú hefur orðið raun- in. Enda hefur fjárfesting þeirra í félaginu borið góðan ávöxt.“ Hann sagði að sjónarmið sam- keppnisyfírvalda væru um margt skiljanleg, og með þessu væri ætl- unin að spoma við því að samkeppn- isaðili geti haft þau áhrif á stjórnun fyrirtækisins að það raski sam- keppni. Hins vegar setti hann spurn- ingarmerki við það hvort þessar að- gerðir sem nú hefði verið gripið til séu raunhæfar. „Reglur sem setja jöfnumerki milli 1% eignaraðildar og hugsan- legrar óhlutdrægni eða aðrar reglur af slíku tagi eru til óþurftar. Þetta eru ekki almennar reglur, þær eru nánast huglægar og þeim er bara beint gegn einu fyrirtæki," sagði Gísli Baldur. Hann sagði að stjórnendur Olís hvettu samkeppnisyfírvöld til allra góðra verka og þeir teldu mikla þörf á að fylgja því fram að hringamynd- un af ýmsu tagi komi ekki í veg fyrir eðlilega samkeppni. „Bankar eru að kaupa vátrygg- ingafélögin, frelsi í fjölmiðlun um ljósvaka er orðið að einkarétti eins aðila, einokunar og fákeppnisfyrir- tæki eru að mynda hræðslubandalag gegn eðlilegri samkeppni með nýrri aðferð, tryggðarkorti, og hlutafélag- ið sem hefur einkarétt á því að flytja fólk til og frá landinu er búið að tryggja sér nánast allt hótelrými á landinu. Það verður því erfitt fyrir aðra aðila að flytja hingað fólk nema það ætli að sofa í tjaldi. Og það er af nógu öðru að taka. í Morgunblaðinu í gær kom úr- dráttur úr nýrri skýrslu Samkeppn- isstofnunar um þetta ákveðna loft- flutningahlutafélag. Þar kemur fram að mjög víða er pottur brotinn, og samband þessa fyrirtækis við ýmis dótturfyrirtæki eða skyld fyrirtæki með þeim hætti að það varði við samkeppnislög. En þar er látið stað- ar numið. Engin skilyrði sett fyrir stjórnarsetu,“ sagði Gísli Baldur. 10% arður til hluthafa Hluthafar Olíuverslunar íslands í árslok voru 737 talsins og fækkaði þeim um 63 á árinu. Tveir hluthafar Morgunblaðið/Árni Sæberg EINAR Benediktsson, forstjóri Olíuverslunar íslands hf., heilsar Geir Magnússyni, forsijóra Olíufélagsins hf., við upphaf aðalfund- ar Olís í gær. Á milli þeirra stendur Gísli Baldur Garðarsson, stjórnarformaður Olís, sem gerði úrskurð samkeppnisyfirvalda varðandi setu í stjórn félagsins að umtalsefni. áttu yfír 10% hlut í félaginu, en þeir eru Hydro Texaco A/S og Olíu- félagið hf. með 35,5% eignarhlut hvor. Á aðalfundinum var samþykkt að greiða 10% arð til hluthafa á árinu 1997. Úr stjórn Olís gengu Ólafur Ólafs- son, Kristinn Hallgrimsson og Claire Scobee Farley. í aðalstjórn félagsins á næsta starfsári voru kosnir Gísli Baldur Garðarsson, Þorsteinn Már Baldvinsson, Ágúst Einarsson, Ólaf- ur G. Sigurðsson, Viðar Viðarsson, Karsten M. Olesen, og Erik Knud Larsen. habitat K R I N G t U N N I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.