Morgunblaðið - 21.03.1997, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 21.03.1997, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MARZ 1997 35 AÐSENDAR GREINAR Svar við viðtali Mannlífs við séra Karl Sigurbj örnsson Arni Stefán Jónsson ÉG GET ekki orða bundist eftir að hafa lesið viðtal við einn af prestum þessa lands, séra Karls Sigur- björnsson, í Mannlífí. Mér var bent á þessa grein svo það var hrein tilviljun að ég las hana. Varð ég alveg dolfall- inn og er þá vægt til orða tekið. Að voga sér að segja: „Hið illa er óskýranlegt, það er eitthvað sem er þarna. Við getum tjáð það með því að segja að Guð eigi sér óvin, eða andstæðing, við getum sagt að syndin búi í okkur sjálfum, og þar fram eftir götunum, en allar þessar tilraunir okkar til skýringar enda bara í þeim punkti að þetta er óút- skýranlegt." Furðulegt að láta slíkt út úr sér af manni sem er menntaður og lærður á þessum sviðum. Ef bara einhver venjulegur leikmaður ætti í hlut, hefði mér ekki dottið í hug að svara honum, heldur farið eftir Orðskviðununum 26:4 sem ritað er: „Svara þú ekki heimskingjanum eftir fíflsku hans, svo að þú verðir ekki honum jafn.“ En vegna menntunar og þekk- ingar séra Karls á þessum málum verður honum svarað samkvæmt Orðskviðunni 26:5 þar sem ritað er: „Svara þú heimskingjanum eft- ir fíflsku hans, svo að hann haldi ekki að hann sé vitur.“ Fyrir þá sem hafa lesið og trúa því sem Biblían segir, er það eng- inn vafi hvaðan hið illa kemur, frek- ar en tilvera Guðs. Enda er það uppistaða kristinnar trúar að trúa því að Biblían sé orð Guðs, eins og ritað er í II. Péturs bréfi 1:20-21: „Vitið það umfram allt, að enginn ritningar spádómur verður þýddur af sjálfum sér. Því að aldrei var nokkur spádómur borinn fram að vilja manns, heldur töluðu menn frá Guði, knúðir af Heilögum anda.“ Falli djöfulsins er greinilega lýst í Jesaja 14:12-15: ;,Hversu ert þú hrapaður af himni 0 Lucifer, sonur morgunsins! Hversu ert þú að velli lagður, undirokari þjóðanna! Þú sagðir í hjarta þínu: „Ég vil upp stíga til himins! Ofar stjörnum Guðs vil ég reisa veldisstól minn. Á þingfjalli guðanna vil ég setjast að, yzt í norðri. Ég vil upp stíga ofar skýjaborgum, gjörast líkur hinum Hæsta“. Já, til heljar var þér niður varpað, í neðstu fylgsni grafarinnar. Einnig segir í Efesu- bréfinu 6:11-12: „Klæðist alvæpni Guðs, til þess að þér getið staðist vélabrögð djöfulsins. Því að barátt- an sem vér eigum í er ekki við blóð og hold, heldur við tignirnar og völdin, við heimsdrottna þessa myrkurs, við andaverur vonskunn- ar í himingeimnum." Einnig er ritað í Matteus 13:37-39: „Og Jesús svaraði og sagði: „Sá er sáir góða sæðinu er manns sonurinn (Jesús); en akurinn er heimurinn; en góða sæðið, það eru börn Guðsríkis, en illgresið eru börn hins vonda (djöfulsins), en óvinurinn er sáði því er djöfull- inn.““ Og ennfremur í Matteusi 25:41: „Þá mun hann (Jesús) segja við þá til vinstri handar: „Farið frá mér, þér bölvaðir, í eilífan eldinn, sem fyrirbúinn er djöflinum og englum hans.““ Þetta eru bara nokkur dæmi úr Biblíunni, það eru mörg önnur, svo það er enginn vafi hver óvinurinn er. Varðandi eilífðarmálin segir séra Karl: „Ef við förum að leita í Biblíunni að lýsingum á því sem tekur við er eftirtekjan afskaplega rýr. Svo undarlegt sem það er virð- ist lítill áhugi á því í þeirri góðu bók. Það er næstum eins og það komi manni ekkert sérstaklega við. Af því að það er þetta líf sem skiptir svo miklu máli.“ Þvílík fásinna frá lærðum manni og alls ekki rétt með farið. Að láta þjóðina vera í þeirri villutrú að ekkert eftir- líf sé og „ .. .lítill áhugi á því í þeirri góðu bók“. Það er nú helst, því ein aðaluppistaða boð- skaps Jesús er um ei- lífðina og þess vegna kallað fagnaðarerindi. Samanber Jóhannes 11:25-26. „Jesús sagði: „Ég er upprisan og lífið; sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi og hver sá sem lifir og trúir á mig, Fyrir þá sem hafa lesið o g trúa því, sem Biblían segir, segir Árni Stefán Jónsson, er enginn vafi hvaðan hið illa kemur, frekar en tilvera Guðs. hann skal aldrei að eilífu deyja.““ Hvar við dveljum í eilífðinni er lýst mjög nákvæmlega í Biblíunni. Opinberun Jóhannesar 21:1-4: „Og ég sá nýjan himin og nýja jörð, því að hinn fyrri himinn og hin fyrri jörð var horfin, og hafíð er ekki framar til. Og ég sá borgina helgu, nýja Jerúsalem, stíga niður af himni frá Guði, búna sem brúði er skartar fyrir manni sínum. Og ég heyrði raust mikla frá hásætinu, er sagði: „Sjá tjaldbúð Guðs er meðal mannanna og hann mun búa hjá þeim og þeir munu vera fólk hans, og Guð sjálfur mun vera hjá þeim, Guð þeirra. Og hann mun þerra hvert tár af augum þeirra, og dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein, né kvöl er framar til; hið fyrra er far- ið.““ Síðar í sama kafla er borginni lýst nákvæmlega. Op. V. 10-17: „Og hann flutti mig í anda upp á mikið og hátt fjall, og sýndi mér borgina helgu, Jerúsalem", sem niður steig af himni frá Guði og hafði dýrð Guðs; ljómi hennar var líkur dýrasta steini, sem jaspissteinn, kristal- skær. Hún hafði mikinn og háan múr og hafði tólf hlið, og við hiiðin tólf engla og nöfn á rituð sem eru nöfn þeirra tólf kynkvísla ísraels- sona. Móti austri voru þrjú hlið og móti norðri þrjú hlið og móti suðri þjrú hlið og móti vestri þijú hlið. Og múr borgarinnar hafði tólf und- irstöðusteina og á þeim tólf nöfn hinna tólf postula lambsins. Og sá, sem við mig talaði, hélt á kvarða, gullstaf, til að mæla borgina og hlið hennar og múr hennar. Og borgin liggur í ferhyrning, jöfn á Ert þú EINN í heiminum Hefurðu engan að tala við? VINALÍNAN 561 6464 • 800 6464 öll kvöld 20-23 lengd og breidd. Og hann mældi borgina með stafnum tólf þúsund skeið; lengd hennar og breidd og hæð eru jafnar. Og hann mældi múr hennar hundrað fjörutíu og fjórar álnir, eftir kvarða manns, sem er mál engils.“ Eftir þessum mælingum er borg- in 1.400x1.400x1.400 mílur, eða sem svarar til 2 milljarðar 744 milljón rúmmílur að stærð. Þetta er 15 sinnum grunnflötur allrar jarðarinnar, sjór og land sameinað- ur; múr hennar er 216 fet á breidd. Síðan er haldið áfram að lýsa borginni nánar í þessum sama kafla. Mjög nákvæm lýsing og gætum við ekki lýst þeirri borg sem við búum í núna jafn nákvæmlega. Þessi borg mun verða framtíðar- heimili þeirra sem frelsaðir eru og er það mikið tilhlökkunarefni. Við verðum engir andar þar eins og sumir halda, heldur reistir upp í okkar líkama eins og Jesús Kristur var uppreistur. Samanber Lúkas 24:36-. „En þegar þeir (postularn- ir) voru að tala um þetta, stóð Jes- ús sjálfur meðal þeirra og segir við þá: „Friður sé með yður.“ En þeir urðu skelfdir og hræddir og hugð- ust sjá anda. Og hann sagði við þá: „Hví eruð þér óttaslegnir og hvers vegna vakna efasemdir í hjarta yðar? Lítið á hendur mínar og fætur og það er ég sjálfur. Þreif- ið á mér og lítið á, því að andi hefur ekki hold og bein, eins og þér sjáið mig hafa“ (ekkert blóð). Og er hann hafði þetta mælt sýndi hann þeim hendur sínar og fætur. En er þeir enn þá trúðu ekki fyrir fögnuði og voru fullir undrunar sagði hann við þá: „Hafíð þér hér nokkuð til matar?“ Og þeir fengu honum stykki af steiktum fiski. Og hann tók það og neytti þess frammi fyrir þeim.“ Séra Karl er spurður: „Tekur hann (Kristur) á móti þeim sem ekki trúa á hann?“ Og svarið var: „Ég bið þess líka að hann geri það og vona það. Því ég veit að Guð er kærleikur. Það sýnir Kristur. Og ég veit að Guð fyrirgefur.“ Auðvitað vitum við að Guð er kærleikur, að Drottinn er réttlátur, klettur minn sem ekkert ranglæti er hjá. Vegur Guðs er lýtalaus, orð Drottins er skýrt; skjöldur er hann öllum þeim sem leita hælis hjá hon- um. En það er engin von fyrir þá sem ekki trúa á Jesús Krist, orð Drottins eru mjög skýr um það. Samanber Opinberun Jóhannesar 21:5-8: „Og sá sem í hásætinu sat sagði: Sjá ég geri alla hluti nýja og hann segir: Rita þú því að þetta eru orðin trúu og sönnu. Og hann sagði við mig: Það er fram komið. Ég er Alfa og Omega, upphafíð og endir- inn. Ég mun gefa þeim ókeypis sem þyrstur er, af lind lífsvatnsins. Þeir er sigra munu erfa þetta og ég mun vera þeirra Guð og þeir munu vera mín böm. En fyrir hugdeiga og vantrúaða og viðurstyggilega og manndrápara og frillulífsmenn og töframenn og skurðdýrkendur og alla lygara - þeirra mun vera í dík- inu sem logar af eldi og brenni- steini, sem er hinn annar dauði.“ Jafnvel að trúa á Jesús Krist með orðunum er ekki nóg til frels- unar. Jakobsbréf 2:19-20: „Þú trú- ir að Guð sé einn. Þú gjörir vel; en illu andarnir trúa því líka og skelfast." Við verðum að endurfæðast í Kristi, samanber Jóhannes 3:5-7: „Jesús svaraði: Sannarlega, sannarlega segi ég þér, ef maður- inn fæðist ekki af vatni og anda getur hann ekki komist inn í Guðs- ríki. Það sem af holdinu er fætt er hold og það sem af andanum er fætt er andi. Undrast þú ekki að ég sagði þér: Yður ber að endur- fæðast.“ Einnig segir í Rómveija- bréfínu 8:9: „En hafi einhver ekki anda Krists, þá er sá ekki hans.“ Einnig segir Jesús Kristur í Matt- eusi 7:13-15: „Gangið inn um þrönga hliðið því að vítt er hliðið og breiður vegurinn er liggur til glötunarinnar og margir era þeir sem ganga inn um það, því að þröngt er hliðið og mjór vegurinn er liggur til lífsins (eilífs), og fáir eru þeir sem fínna hanna. Gætið yðar fyrir falsspámönnum er koma til yðar í sauðaklæðum, en hið innra glefsandi vargar.“ Frelsið er gjöf frá Guði, saman- ber Efesubréfíð 2:8: „Því af náð eruð þér hólpnir orðnir fyrir trú; og það er ekki yður að þakka held- ur Guðs gjöf.“ Að lokum vil ég biðja fyrir þjóð- inni. Ég bið að skýlu þeirri sem fagnaðarerindi vort er hjúpað, skýlu þeirri er guð þessarar jarðar (djöfullinn) hefur blindað hugsanir hinna vantrúuðu, verði svipt burt, svo að birta af fagnaðarerindinu um dýrð Krists, sem er ímynd Guðs, megi skína inn í hjörtu þeirra, ég bið þess í Drottins Jesús blessaða nafni. Höfundur er skipstjóri, búsetturí Halifax íKanada. TILKYNNING UM UTBOÐ MARKAÐSVERÐBREFA SAMHERJI HF. HLUTABRÉFAÚTBOÐ Heildarnafnverð nýs hlutafjár: Sölugengi: Sölutímabil: Greiðsla lilutaíjár: Söluaðilar: Umsjón með útboði: Skráning: 115.000.000.- kr. Þar af hafa forkaupsréttar- hafar nýtt 70.000.000.- kr. Til sölu á almennun markaði koma því 45.000.000.- kr. 9,0 á sölutímabili A, en getur eftír það breyst eftir markaðsaðstæðum. A. 21. - 26. mars 1997. Skila þarf áskriftarblöðujn til Landsbréfa hf. eða í utibú Landsbanka Islands fyrir kl. 16.00 miðvikudaginn 26. mars 1997. B. 1. apríl - 21. september 1997. Einungis kemur til sölu á þessu tímabili ef hlutabréfin seljast ekki upp á fyrra sölutímabili. Greiðsluseðlar verða sendir áskrifendum jafnskjótt og yfirferð áskriftarblaða er lokið og er gjalddagi þeirra hinn 15. apríl 1997. Skrifstofa Landsbréfa hf. Akureyri, , Landsbréf hf. og útibú Landsbanka Islands. Landsbréf hf. Jafnframt útboðinu er sótt um sjcráningu hlutabréfanna á Verðbréfaþingi Islands. Útboðs- og skráningarlýsing vegna ofangreindra hlutabréfa liggur frammi hjá söluaðilum. 1» SAMHERLi! HF y LANDSBREF HF. 7^4« tf. f/l Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, sími 535 2000, bréfasími 535 2001. LÖGGILT VERÐBRÉFAFYRIRTÆKI, AÐILIAÐ VERÐBRÉFAPINGIÍSLANDS.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.