Morgunblaðið - 21.03.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.03.1997, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 21. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Lúðrasveit- in Svanur á Norður- landi LÚÐRASVEITIN Svanur ' heldur tónleika með Lúðra- sveit Akureyrar laugardaginn 22. mars kl. 15 í Laugaborg í Eyjafjarðarsveit. Stefnt hef- ur verið að þessum tónleikum í allan vetur og efnisskráin vel undirbúin. Sveitirnar munu spila saman og hvor í sínu lagi undir stjórn þeirra Haraldar Á. Haraldssonar og Atla Guðlaugssonar. Á leið- inni til Reykjavíkur sunnu- daginn 23. mars mun Lúðra- sveitin Svanur halda stutta tónleika í sjúkrahúsi Blöndu- óss. Helga Björg sýnir á Greifanum SÝNING á verkum Helgu Bjargar Jónasardóttur stend- ur yfir um þessar mundir á veitingastaðnum Greifanum á Akureyri. Verkin á sýningunni eru unnin úr kínverskum hrís- pappír sem hún litar og saum- ar saman í myndir. Myndirnar eru unnar á síðasta ári og eru allar til sölu. Helga lauk námi úr málun- ardeild Myndlistarskólans á Akureyri vorið 1995 en tók einnig hluta námsins í skúlpt- úrdeild Myndlista- og hand- íðaskóla íslands. Sýningin er opin á afgreiðslutíma veit- ingahússins og hangir uppi næstu vikur. Afmælis- fundur AFMÆLIS- og aðalfundur Félags áhugafólks og að- standenda sjúklinga með Alz- heimersjúkdóm og skylda sjúkdóma á Akureyri og ná- grenni verður haldinn á morgun, laugardaginn 23. mars, kl. 13 í Dvalarheimilinu Hlíð. Félagið er 5 ára. Kaffi- veitingar í boði. Allir eru vel- komnir á fundinn. Messur LAUFÁSPRESTAKALL: Kirkjuskóli verður í Sval- barðskirkju kl. 11 næstkom- andi laugardag, 22. mars, og kl. 13.30 sama dag í Greni- víkurkirkju. Kyrrðar- og bænastund í Svalbarðskirkju sunnudagskvöldið 23. mars kl. 21. Morgunblaðið/Kristján Mikil viðbrögð við hlutafjárútboði Samheija sem hefst í dag Sölutímabil hlutafjár stendur í fjóra daga SAMHERJI hf. 10 stærstu hluthafar í mars 1997 Hlutafé á nafnverði Eignarhluti Kristján Vilhelmsson 297.918.000 kr. 23,66% Þorsteinn Már Baldvinsson 297.918.000- 23,66% Þorsteinn Vilhelmsson 297.918.000- 23,66% F-15 sf. 42.499.000 - 3,38% Anton Pétursson 31.392.259- 2,49% Sesselía Pétursdóttir 31.392.259- 2,49% Ásgeir Guðbjartsson Ingibjörg Pétursdóttir 22.587.097 - 20.603.238 - 1,79% 1,64% Marías Þ. Guðmundsson 15.810.968- 1,26% Pétur Antonsson 13.735.493- 1,09% Aðrir hluthafar 187.188.686- 14,87% Samtals 1.258.963.000 - 100,00% Hlutafé aö nafnvirði 45 milljónir boðið á genginu 9,0 HLUTAFJÁRÚTBOÐ Samheija hf. hefst í dag, föstudag, þegar ný hlutabréf að nafnvirði 115 milljónir króna verða boðin til sölu. Þrír stærstu hluthafarnir, Þorsteinn Már Baldvinsson og Þorsteinn og Krist- ján Vilhelmssynir hafa ákveðið að nýta forkaupsrétt sinn að nafnvirði 70 milljónir króna í þeim tilgangi að framselja hann. Á almennum markaði verða því boðnar 45 millj- ónir króna og er gengi bréfanna 9.0. Sölutímabil hlutabréfanna er frá og með föstudaginum 23. mars til kl. 16 miðvikudaginn 26. mars næstkomandi. Á þessu tímabili verða hlutabréfin seld með áskrift- arfyrirkomulagi og hefur hver og einn rétt til að skrá sig fyrir hluta- fé að hámarki 100 þúsund krónur að nafnverði. Lágmarksupphæð í áskrift á sölutímabilinu er 1.000 krónur að nafnvirði. Verði eftirspurn meiri en sem nemur heildarfjárhæð þess hluta- fjár sem í boði er skerðist hlutur hvers og eins. Gert er ráð fyrir að allar óskir að upphæð 30 þúsund krónur og lægri verði teknar til greina að fullu, en verði ekki hægt að uppfylla allar óskir upp að 30 þúsund krónum að nafnvirði áskilur félagið sér rétt til að lækka þessa viðmiðunarfjárhæð. Verði einhver hlutabréf í útboð- inu óseld að loknu þessu sölutíma- bili verða þau seld almennri sölu og ræðst gengi þá af markaðsað- stæðum, en félagið áskilur sér þó rétt til að takmarka hlutafjárkaup hvers kaupanda. Allir eiga sama rétt Sigurður Sigurgeirsson for- stöðumaður Landsbréfa á Norð- urlandi, sem annast útboðið sagði að engu skipti hvenær á sölu- tímabilinu fólk skilaði inn óskum um hlutafjárkaup, allir hefðu sama rétt. Mikil viðbrögð hafa verið við hlutafjárútboðinu og hefur starfsfólk Landsbréfa vart haft undan að svára fyrir- spurnum vegna útboðsins síðustu daga. Margir óskuðu eftir því að skrá sig fyrir hlut áður en útboðið hófst. Útboðsgögn liggja frammi hjá Landsbréfum á Norðurland og í Reykjavík og einnig í útibúum Landsbanka íslands. Á þessum stöðum getur fólk skráð sig fyrir kaupum á hlutafé. Tekið er við áskriftarblöðum með beinni af- hendingu, en einnig verður tekið við óskum um hlutafjárkaup sem berast með pósti eða gegnum myndsendi. Snæfinnur snjókarl á Ráðhústorgi RÁÐHÚSTORGIÐ hefur tekið miklum breytingum síðustu daga. Þar hafa nemar á fyrsta ári í Myndlistarskólanum á Akureyri, í samvinnu við starfsmenn bæjarins byggt snjókarl sem er engin smá- smíði. Snjókarlinn sem er tæpir 8 metrar á hæð, ber heitið Snæfinn- ur, í höfuðið á sparibauk Búnaðar- bankans. Myndlistarnemarnir voru að koma hattinum fyrir á snjókarlinum í gær og móta hann eftir áðurnefndum sparibauk. Með vinnu sinni eru nemarnir að Ieggja sitt af mörkum til að lifga upp á miðbæinn, svona rétt fyrir páska- helgina. Útför Sigríð- ar Jónsdóttur í Garði Mývatnssveit ÚTFÖR Sigríðar Jónsdóttur, Garði í Mývatnssveit, var gjörð frá Skútustaðakirkju laugardag- inn 15. mars að viðstöddu miklu fjölmenni. Séra Örn Friðriksson flutti minninganæðu og jarð- söng, kór kirkjunnar söng, org- anisti Jón Árni Sigfússon. Sigríður Jónsdóttir fæddist á Siglufirði 1. júní 1906. Eigin- maður hennar var Halldór Árnason í Garði. Þau hófu þar búskap árið 1928. Halidór lést árið 1979. Síðustu árin bjuggu þau með Árna syni sínum og tengdadóttur Guðbjörgu Eyj- ólfsdóttur. Halldór og Sigríður í Garði eignuðust sex böm sem öll eru á lífi. Sigríður í Garði var vel látin af öllum sem henni kynntust enda vina- og kunningjahópur- inn fjölmennur. Mývetningar þakka henni langa og ánægju- lega samleið. Flutninga- bíll á hliðina FLUTNINGABÍLL með tengivagn hafnaði utan vegar og valt á hlið- ina á Dalvíkurvegi, skammt norð- an við afleggjarann að Hauganesi snemma í gærmorgun. Bílstjórinn sem var einn á ferð slapp ómeidd- ur og urðu litlar skemmdir á bíl og vagni. Að sögn lögreglunnar á Dalvík er ekki fullljóst með tildrög óhappsins en vegurinn var nánast auður í gærmorgun. Flutningabíllinn var að flytja um 20 tonn af ísfiski í körum í 40 feta gámi frá Reykjavík til vinnslu í Ólafsfirði. Vel gekk að koma bílnum á réttan kjöl eftir að gámurinn var losaður af pallin- um en við verkið voru notuð vél- skófla, dráttarvél og vörubíll með krana. Einnig gekk vel að koma gámnum á réttan kjöl og var hon- um komið á bíl og haldið með hann í Ólafsfjörð. Ferðafélag Akureyrar Laus eru til umsóknar eftirfarandi sumarstörf: A. Starf starfsmanns á skrifstofii FFA (75% staða). B. Starf skálavarðar í Laugafelli. Nánari upplýsingar veita Ingvar Feitsson, formaður stjórnar í síma 462 7866 og Kristinn Jónsson, gjaldkeri í síma 462 4171, eftirkl. 19.00. Umsóknir sendist Ferðafélagi Akureyrar, pósthólf 48, 602 Akureyri. Frestur til að skila umsóknum er til 5. apríl nk. Stjórn FFA Morgunblaöið/Kristján
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.